Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FULLTRÚAR Bandaríkjastjórnar hafa átt viðræður við stjórnvöld í Póllandi og fleiri Evrópuríkjum um að komið verði þar upp varnarkerfi gegn langdrægum eldflaugum. Jafnframt hefur verið rætt við stjórnvöld í Búlgaríu og Rúmeníu um að þar verði rekn- ar nokkrar bandarískar herstöðvar. Alþjóðlegar fréttastofur höfðu í gær eftir ónefndum bandarískum embættismanni að slíkar viðræður hefðu farið fram og væri markmiðið að tryggja varnir Evrópu gagn- vart hugsanlegri eldflaugaárás. Væri þá horft til þess að koma upp varnarkerfi gegn lang- drægum eldflaugum. Til að tryggja varnir Evrópu gegn öðrum gerðum eldflauga og skammdrægari myndi síðan þurfa að koma fyrir annars konar búnaði í álfunni. Bandaríkjamenn hafa lengi unnið að þróun slíks kerfis til að verja land sitt og er þá gert ráð fyrir að langdrægum eldflaugum yrði grandað á flugi. Slíku kerfi hefur nú verið komið upp í Alaska. Eftir því sem næst verð- ur komist er þar um að ræða sex eld- flaugaskotpalla, hið minnsta, sem eru neð- anjarðar. Þessi búnaður mun einkum hugsaður til að unnt reyndist að granda langdrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Frekari þróun þessa kerfis er fyrirhuguð. Embættismaðurinn, sem starfar í varn- armálaráðuneyti Bandaríkjanna, sagði Pól- verja hafa lýst yfir áhuga á að taka við slíkri varnarstöð. Stjórnvöld í fleiri Evrópuríkjum hefðu og sagt hugsanlegt að þau væru reiðubúin til að hýsa kerfið, sem trúlega myndi einkum samanstanda af gagneld- flaugum og ratsjárbúnaði. Embættismað- urinn kvað viðræður þessar hafa hafist árið 2002 og einna lengst væru þær komnar gagnvart Póllandi. Ákvörðun liggur á hinn bóginn ekki fyrir. Á mánudag lýsti nýr forsætisráðherra Pól- lands, Kazimierz Marcinkiewicz, því yfir að hann vildi hefja opna umræðu um hvort Pól- verjum bæri að heimila Bandaríkjamönnum að reisa eldflaugastöð í landinu. Málið væri Pólverjum mikilvægt, um væri að ræða ör- yggishagsmuni þjóðarinnar og samstarf við náinn bandamann. Haft er fyrir satt að fyrri ríkistjórn Póllands hafi lýst yfir efasemdum um ágæti þessarar ráðstöfunar og vísað til þess að slík varnarstöð gæti skaðað sam- skiptin við Rússa. Pólland hefur verið eitt að- ildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) frá árinu 1999. 5.000 hermenn til Búlgaríu og Rúmeníu Bandaríkjamenn ráða nú ekki yfir her- stöðvum í Mið- og Austur-Evrópu. Á hinn bóginn hefur komið fram að Bandaríkja- stjórn hefur áhuga á því að koma þar upp nokkrum herstöðvum þar sem staðsettur yrði heldur léttvopnaður liðsafli, sem gæti látið til sín taka með skömmum fyrirvara. Þá hefur og komið fram að rætt hefur verið við stjórn- völd í Rúmeníu og Búlgaríu um að þessi ríki hýsi slíkar herstöðvar. AP-fréttastofan greindi frá því 25. október sl. að ákveðið hefði verið að 5.000 bandarískir hermenn myndu halda til þessara tveggja landa á næsta ári. Haft var eftir Jeffrey Levine, næstráðanda sendiherra Bandaríkjanna í Búlgaríu, að hermennirnir myndu fara á milli þessara tveggja landa og yrði því um ákveðna „samnýtingu“ að ræða. Taldi hann að 2.700 hermenn færu til Búlgaríu en 2.300 til Rúmeníu. Þar í landi yrði og stjórnstöð þessa herliðs. Formleg tilkynning um samkomulag þessa efnis er sögð vera tilbúin en hún hefur enn ekki borist. Búlgaría og Rúmenía gengu í Atlantshafsbandalagið í fyrra. Bæði þessi ríki eru dyggir bandamenn Bandaríkjanna í „stríðinu hnattræna gegn hryðjuverkaógn- inni“, sem George W. Bush forseti lýsti yfir eftir árás hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11. september 2001. Að sögn Jeffrey Levine hafa Bandaríkjamenn veitt Búlgörum hern- aðaraðstoð frá árinu 1989, sem nemur 100 milljónum Bandaríkjadala, liðlega sex millj- örðum króna. Á sama tíma hafa Búlgarar þegið 500 milljónir dala í formi beinnar efna- hagsaðstoðar. Eldflaugavarnir til Póllands? Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Gert ráð fyrir bandarískum herstöðvum í Búlgaríu og Rúmeníu ÚKRAÍNSKIR fréttamenn voru ósáttir við lagalegar hömlur á störf þeirra í baráttunni fyrir væntanlegar þingkosningar í mars á næsta ári. Efndu þeir í gær til mótmælastöðu við þinghúsið í Kíev og sjást hér með nokkrar táknrænar hengingarólar. Mótmælin og annar þrýstingur báru greinilega árang- ur. Þingið samþykkti síðdegis í gær með miklum meiri- hluta að aflétta hömlunum sem torvelduðu með ýmsum hætti störf fjölmiðla. Framvegis geta fréttamenn sjálfir tjáð skoðanir sínar á baráttu einstakra flokka og fram- bjóðenda og fjölmiðlar ákveða sjálfir hve miklum tíma eða plássi þeir úthluta undir kosningaáróður. Reuters Tjáningarfrelsið varið Ekkimissa af þessari frábæru sýningu! Sýningatímabili að ljúka Gautaborg. Morgunblaðið. | Það vakti athygli í Svíþjóð þegar Nalin Pekgul, formaður kvennahreyfingar sænska Jafnaðarmannaflokksins, lýsti því yfir í útvarpsviðtali að hún hygðist flytja úr hverfinu Tensta sem er út- hverfi Stokkhólms. Ástæðan var að öfgatrú og ofbeldi væri orðið útbreitt í hverfinu að hennar mati. Pekgul hefur búið í hverfinu frá þrettán ára aldri, þegar hún fluttist til Svíþjóðar sem pólitískur flótta- maður ásamt fjölskyldu sinni frá Kúrdistan. Í hverfinu hafa alltaf búið innflytjendur að miklum meirihluta. Pekgul er nú 38 ára að aldri og býr með eiginmanni og tveimur börnum þeirra í Tensta en hyggst nú leita að íbúð í hverfi þar sem íbúasamsetn- ingin er blönduð, þ.e. bæði innflytj- endur og innfæddir Svíar. Í útvarpsviðtalinu lýsti hún því hvernig henni þætti hún og fjöl- skyldan ekki örugg lengur í Tensta og það væri með sorg í hjarta sem hún yfirgæfi hverfið sem hún hefði búið í alla sína tíð í Svíþjóð. Það sem réði úrslitum um ákvörðun fjölskyld- unnar var skotárás á markaðnum í Tensta fyrr í haust. Atburðurinn varð rétt við íbúð fjölskyldunnar og einn maður særð- ist illa en skothelt vesti bjargaði lífi hans. Slíkur við- búnaður þykir eðlilegur meðal ákveðinna hópa í Tensta. Nalin og átta ára sonur hennar voru á leið heim og sáu blóð um allt. „Það er ekki skemmtilegt fyrir átta ára barn að þurfa að sjá svoleiðis,“ sagði hún í viðtalinu. Baráttukona og virkur múslimi Nalin Pekgul er menntaður hjúkr- unarfræðingur en hefur helgað sig stjórnmálunum frá árinu 1994. Hún sat á þingi fyrir Jafnaðarmanna- flokkinn 1994–2002 og hefur setið í stjórn flokksins frá árinu 1996. Frá árinu 2003 hefur hún verið formaður kvennahreyfingar flokksins og alla tíð tekið virkan þátt í umræðum um og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna auk þess sem hún hefur barist gegn hvers kyns fordómum gagnvart inn- flytjendum, kynþáttum og trú. Hún er virkur múslimi en segir öfgatrú nú einkenna Tensta. Börnum sé t.d. innrætt að konur eigi að hylja hár sitt og að islam sé æðri kristni. Pólitískur ferill Nalin Pekgul ein- kennist ekki síst af þeirri staðreynd að hún þekkir af eigin raun aðstæður innflytjenda í Svíþjóð og hefur beitt sér fyrir bættum hag þeirra. Hún segist yfirgefa Tensta með trega og gera sér grein fyrir að ákvörðun hennar hafi ekki jákvæð áhrif á orð- spor hverfisins. „Því miður munu margir segja að þeir hafi haft rétt fyrir sér. Sjáið, meira að segja hún hefur gefist upp,“ segir hún í út- varpsviðtalinu. Nalin Pekgul hefur ekki tjáð sig frekar í fjölmiðlum um ákvörðun fjölskyldunnar um að yfirgefa Tensta en það hafa aðrir hins vegar gert. Abdo Goriya, fulltrúi Jafnaðar- manna í bæjarhlutastjórn Spånga- Tensta, hefur gagnrýnt Pekgul fyrir lýsingu hennar á ástandinu í Tensta en gagnrýnir ekki ákvörðun hennar um að flytja. Hann segir hana ekki gefa rétta mynd af Tensta þegar hún segi að glæpir séu framdir um allt hverfi og fólk þori ekki út úr húsi. Hann viðurkennir að fíkniefnavið- skipti fari fram í hverfinu og fólk hafi verið rænt. Goriya bendir á að slíkt fyrirfinnist þó einnig í öðrum hlutum Stokkhólms. Flýr úthverfi Stokkhólms vegna öfga og ofbeldis Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Nalin Pekgul
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.