Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 22
Húsavík | Leikskólinn Besti- bær á Húsavík varð 25 ára á dögunum og af því tilefni var efnt til afmælishátíðar í íþrótta- höllinni í bænum. Þar var fjöl- mennt enda á skólinn sér marga vini og velunnara. Þar hafa ver- ið vistuð 100 börn á ári, nánast allan þennan tíma. Svo skemmtilega vildi til að ung stúlka, Bjartey Guðný Birkisdóttir, sem er á Bestabæ, átti þriggja ára afmæli sama dag. Af því tilefni fékk Bjartey Guðný að skera fyrstu sneiðina af afmælistertunni sem gestum var boðið upp á og fórst henni það vel úr hendi. Á afmælishátíðinni var Sól- veig Þórðardóttir heiðruð sér- staklega en hún hefur unnið á Bestabæ frá upphafi. Einnig var nokkrum vinum leikskólans sýndur þakklætisvottur. Í þeirra hópi var Jóhanna Aðal- steinsdóttir sem var bæjarfull- trúi þegar leikskólinn var stofn- aður. Sigurði Hallmarssyni var þakkað fyrir að hafa leikið endurgjaldslaust á harmóníku á jólaskemmtunum skólans frá upphafi og Hafliða Jósteinssyni fyrir að hafa tekið að sér hlut- verk jólasveins þegar alvöru jólasveinninn hefur ekki komist í tæka tíð til byggða. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Tvöfalt afmæli í Bestabæ Leikskóli Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Heppnir fjallagarpar | Dregnir hafa verið út þrír þátttakendur sem í sumar tóku þátt í landsverkefni Ungmennafélags Íslands, Fjölskyldan á fjallið. Höfðu þeir gengið á einhver þeirra fjalla sem tiltekin eru í verk- efninu og skrifað nöfn sín í gestabækur þar uppi. Fjölskyldan á fjallið er liður í verkefninu Göngum um Ísland. Góð þátttaka var í verk- efninu í sumar vítt og breitt um landið, segir á vef UMFÍ, og eykst ár frá ári. Þrír þátttakendur voru dregnir út. Þeir eru: Jóhannes T. Torfason í Borgarnesi sem gekk á Varmalækjarmúla, Guðjón P. Haf- steinsson á Skagaströnd sem gekk á Spá- konufell og Þorbjörn Jensson í Reykjavík sem gekk á Hjörleifshöfða. Vinningshafar fá bókina Íslensk fjöll eftir Ara Trausta Guð- mundsson og gefur Edda útgáfa verðlaunin.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Mynd um Húsabakkaskóla | Félag for- eldra og velunnara Húsabakkaskóla vinnur að gerð heimildarmyndar um Húsabakka- skóla í Svarfaðardal og skólastarfið þar. Listamaðurinn Örn Ingi Gíslason var feng- inn til verksins. Hjörleifur Hjartarson tók saman ágrip af sögu skólans. Myndin um Húsabakkaskóla er að mestu leyti byggð upp á myndefni frá síðasta skólaári Húsabakka, en einnig er notað eldra myndefni. Markmið myndarinnar er, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, að reyna að festa á filmu þann anda sem var einkennandi fyrir skólann og varðveita heimild á myndformi um sögu skólans og um margt merkilegt skólastarf. Kvenfélagið Tilraun, Veiðifélag Svarf- aðardalsár, Búnaðarfélag Svarfdæla og Fé- lag foreldra og velunnara Húsabakkaskóla styrktu gerð myndarinnar en hún verður að öðru leyti fjármögnuð með sölu í takmörk- uðu upplagi núna fyrir jólin.    Umhverfisframkvæmdir | Nú er verið að ljúka gróðursetningu við lóð Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar á Eskifirði. Í sumar var ekið efni í bílastæði kirkjunnar, en það féll til við hitaveituframkvæmdir í bænum. Í haust var svo unnið við frágang á kanti lóðarinnar meðfram Dalbraut, frá Bleiksá að kirkjugarði. Nú er verið að ljúka grunngróðursetningu í þetta svæði og gengur ágætlega þrátt fyrir misjafnt veður- lag. Unnið er að nýrri tengingu kirkjulóðar og kirkjugarðs og í framhaldi af því frekari fegrun svæðisins með gróðri. sett í öndvegi. Sem dæmi um verkefni má nefna kraftgöngu, sundrall, jóga, línudans, magadans, íþróttaþrautir, karíókí, föndur ýmiss konar, tón- list o.fl. Jafnframt fengu nemendur að hlýða á fyr- irlestra, t.d. frá Lýð- heilsustöð, sr. Sigurði Jónssyni í Odda o.fl. Lokaspretturinn á hamingjudögum var svo fólginn í því að rétt fyrir Skólastarfið í Grunn-skólanum á Helluvar brotið upp í tvo til þrjá daga á svokölluð- um hamingjudögum. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa þar sem unnið var að ýmsum verkefnum tengdum hugtökunum hreysti, hugprýði og hreyfingu, sem voru þemaorð daganna, einnig voru vinátta og hamingja skólalok síðasta daginn var myndaður vináttu- hringur af öllum nem- endum og starfsfólki í kringum skólabygging- arnar, alls 200 manns, og má segja að þau hafi hjúfrað skólann að sér. Við það tækifæri var fenginn körfubíll til að hífa Leif Viðarsson kenn- ara upp í 20 metra hæð til að taka atburðinn upp á myndband. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Tóku skólann sinn í fangið Helgi Seljan orti ósjálf-rátt þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Halldór Ásgrímsson fóru að hnotabítast um miðj- una í pólitíkinni: Verður þar margt um hnykk og hnoðið, og hnefaleikanna kyngi mörg. Þegar slást þau um miðjumoðið maddama Framsókn og Ingibjörg. Óskar Magnússon yrkir vegna liðinnar Edduhá- tíðar: Hafði í frammi háð og spé, heillaði snobblið daman. Ætli nú þetta ekki sé einnar Nætur gaman. Klöppuðu menn og fínar frúr er fréttist um alla bekki að vesalings stúlkan var á túr en Villi á Brekku ekki. Pétur Stefánsson yrkir á degi íslenskra tungu: Mögnuð er vor mælskulist í máli og vísnafléttum. Vörnum því hún útatist enskum sora slettum. Íslenskan er okkar mál, unnum því af lífi og sál. Nótt í sjónvarpi pebl@mbl.is Reykjanesbær | Tekju- og gjaldaáætlun fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2006, sem kynnt var í bæjarráði í gær, gerir ráð fyrir 155 milljóna kr. rekstraraf- gangi. Áætlunin verður lögð til fyrri um- ræðu í bæjarstjórn 6. desember næstkom- andi. Reykjanesbær mun einnig skila um 160 milljóna kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu fyrir yfirstandandi ár, samkvæmt nýend- urskoðaðri fjárhagsáætlun Reykjanesbæj- ar. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 73 milljónir kr. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2004, segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ, þegar stórframkvæmdir við endurnýjun Hafnargötu á fjórða hundrað milljón kr. voru að mestu gjaldfærðar á rekstur og gangskör var gerð í endurreikn- ingi lífeyrisskuldbindinga sem einnig var fært á rekstur. Árið 2004 var því rekstr- arniðurstaða neikvæð um 210 milljónir kr. Vegna jákvæðrar rekstrarniðurstöðu þessa og næsta árs telja bæjaryfirvöld svigrúm til skattalækkana og aukinnar þjónustu við barnafólk í Reykjanesbæ sem tekin verður afstaða til við fjárhagsáætl- unargerð ársins 2006. Í fréttatilkynning- unni er vakin athygli á því að margvísleg þjónusta er nú umfram það sem gerist hjá stærstu sveitarfélögunum á landinu. Nefnt er að engir biðlistar séu á leikskóla í Reykjanesbæ, frítt í strætisvagna, gjald fyrir hádegismáltíðir í grunnskólum og gjald í frístundaskóla sé lægst í Reykja- nesbæ og að frítt sé í forskóla tónlistar. Telja mögu- leika til að lækka skatta Skagafjörður | Alls var slátrað 96.384 kindum hjá sláturhúsi Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki í haust. Þar af var liðlega 4.300 fullorðið fé. Þetta er nokkuð minni slátrun en árið á undan þegar heildarfjöldinn fór yfir hundrað þúsund. Dilkar í haust reyndust mun betri en ár- ið á undan, meðalþungi var 15,85 kíló en var 15,35 árið 2004. Þrátt fyrir meiri væn- leika fór ekki hærra hlutfall í fituflokka 4 og 5 en árið á undan. Með tilkomu gæða- stýringar eru þessir fituflokkar ásamt því sem fer í P flokkinn að skila bændum mun lægra verði en aðrir gæðaflokkar. Þrátt fyrir afar rysjótta tíð í haust gengu fjárflutningar til sláturhússins vel. Dilkar hálfu kílói þyngri en í fyrra ♦♦♦ Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hefir ákveðið að efna til prófkjörs 4. febrúar 2006 til að velja frambjóðendur á lista sjálfstæðismanna í kom- andi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjörið er bundin kosning og skal gera tillögu til kjörnefndar um fram- bjóðendur eigi síðar en 12. janúar 2006. Hver tillaga er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokks- mann og skal borin fram af 20 flokksmönnum. Hér með er auglýst eftir áhugasömum frambjóðendum til að taka þátt í prófkjörinu. Framboðum skal skilað til formanns kjörnefndar, Péturs Kjartanssonar, Bollagörðum 26, Seltjarnarnesi eða hvers af kjörnefndarmönnum sem er, en þeir eru: Stefán Pétursson, Þóra Einarsdóttir, Jón Jónsson, Gunnar Lúðvíksson, Margrét Pálsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Friðrik Friðriksson og Þórður Búason. F.h. kjörnefndar, Pétur Kjartansson Prófkjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.