Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 22
Húsavík | Leikskólinn Besti- bær á Húsavík varð 25 ára á dögunum og af því tilefni var efnt til afmælishátíðar í íþrótta- höllinni í bænum. Þar var fjöl- mennt enda á skólinn sér marga vini og velunnara. Þar hafa ver- ið vistuð 100 börn á ári, nánast allan þennan tíma. Svo skemmtilega vildi til að ung stúlka, Bjartey Guðný Birkisdóttir, sem er á Bestabæ, átti þriggja ára afmæli sama dag. Af því tilefni fékk Bjartey Guðný að skera fyrstu sneiðina af afmælistertunni sem gestum var boðið upp á og fórst henni það vel úr hendi. Á afmælishátíðinni var Sól- veig Þórðardóttir heiðruð sér- staklega en hún hefur unnið á Bestabæ frá upphafi. Einnig var nokkrum vinum leikskólans sýndur þakklætisvottur. Í þeirra hópi var Jóhanna Aðal- steinsdóttir sem var bæjarfull- trúi þegar leikskólinn var stofn- aður. Sigurði Hallmarssyni var þakkað fyrir að hafa leikið endurgjaldslaust á harmóníku á jólaskemmtunum skólans frá upphafi og Hafliða Jósteinssyni fyrir að hafa tekið að sér hlut- verk jólasveins þegar alvöru jólasveinninn hefur ekki komist í tæka tíð til byggða. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Tvöfalt afmæli í Bestabæ Leikskóli Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Heppnir fjallagarpar | Dregnir hafa verið út þrír þátttakendur sem í sumar tóku þátt í landsverkefni Ungmennafélags Íslands, Fjölskyldan á fjallið. Höfðu þeir gengið á einhver þeirra fjalla sem tiltekin eru í verk- efninu og skrifað nöfn sín í gestabækur þar uppi. Fjölskyldan á fjallið er liður í verkefninu Göngum um Ísland. Góð þátttaka var í verk- efninu í sumar vítt og breitt um landið, segir á vef UMFÍ, og eykst ár frá ári. Þrír þátttakendur voru dregnir út. Þeir eru: Jóhannes T. Torfason í Borgarnesi sem gekk á Varmalækjarmúla, Guðjón P. Haf- steinsson á Skagaströnd sem gekk á Spá- konufell og Þorbjörn Jensson í Reykjavík sem gekk á Hjörleifshöfða. Vinningshafar fá bókina Íslensk fjöll eftir Ara Trausta Guð- mundsson og gefur Edda útgáfa verðlaunin.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Mynd um Húsabakkaskóla | Félag for- eldra og velunnara Húsabakkaskóla vinnur að gerð heimildarmyndar um Húsabakka- skóla í Svarfaðardal og skólastarfið þar. Listamaðurinn Örn Ingi Gíslason var feng- inn til verksins. Hjörleifur Hjartarson tók saman ágrip af sögu skólans. Myndin um Húsabakkaskóla er að mestu leyti byggð upp á myndefni frá síðasta skólaári Húsabakka, en einnig er notað eldra myndefni. Markmið myndarinnar er, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, að reyna að festa á filmu þann anda sem var einkennandi fyrir skólann og varðveita heimild á myndformi um sögu skólans og um margt merkilegt skólastarf. Kvenfélagið Tilraun, Veiðifélag Svarf- aðardalsár, Búnaðarfélag Svarfdæla og Fé- lag foreldra og velunnara Húsabakkaskóla styrktu gerð myndarinnar en hún verður að öðru leyti fjármögnuð með sölu í takmörk- uðu upplagi núna fyrir jólin.    Umhverfisframkvæmdir | Nú er verið að ljúka gróðursetningu við lóð Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar á Eskifirði. Í sumar var ekið efni í bílastæði kirkjunnar, en það féll til við hitaveituframkvæmdir í bænum. Í haust var svo unnið við frágang á kanti lóðarinnar meðfram Dalbraut, frá Bleiksá að kirkjugarði. Nú er verið að ljúka grunngróðursetningu í þetta svæði og gengur ágætlega þrátt fyrir misjafnt veður- lag. Unnið er að nýrri tengingu kirkjulóðar og kirkjugarðs og í framhaldi af því frekari fegrun svæðisins með gróðri. sett í öndvegi. Sem dæmi um verkefni má nefna kraftgöngu, sundrall, jóga, línudans, magadans, íþróttaþrautir, karíókí, föndur ýmiss konar, tón- list o.fl. Jafnframt fengu nemendur að hlýða á fyr- irlestra, t.d. frá Lýð- heilsustöð, sr. Sigurði Jónssyni í Odda o.fl. Lokaspretturinn á hamingjudögum var svo fólginn í því að rétt fyrir Skólastarfið í Grunn-skólanum á Helluvar brotið upp í tvo til þrjá daga á svokölluð- um hamingjudögum. Nemendum var skipt upp í aldursblandaða hópa þar sem unnið var að ýmsum verkefnum tengdum hugtökunum hreysti, hugprýði og hreyfingu, sem voru þemaorð daganna, einnig voru vinátta og hamingja skólalok síðasta daginn var myndaður vináttu- hringur af öllum nem- endum og starfsfólki í kringum skólabygging- arnar, alls 200 manns, og má segja að þau hafi hjúfrað skólann að sér. Við það tækifæri var fenginn körfubíll til að hífa Leif Viðarsson kenn- ara upp í 20 metra hæð til að taka atburðinn upp á myndband. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Tóku skólann sinn í fangið Helgi Seljan orti ósjálf-rátt þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Halldór Ásgrímsson fóru að hnotabítast um miðj- una í pólitíkinni: Verður þar margt um hnykk og hnoðið, og hnefaleikanna kyngi mörg. Þegar slást þau um miðjumoðið maddama Framsókn og Ingibjörg. Óskar Magnússon yrkir vegna liðinnar Edduhá- tíðar: Hafði í frammi háð og spé, heillaði snobblið daman. Ætli nú þetta ekki sé einnar Nætur gaman. Klöppuðu menn og fínar frúr er fréttist um alla bekki að vesalings stúlkan var á túr en Villi á Brekku ekki. Pétur Stefánsson yrkir á degi íslenskra tungu: Mögnuð er vor mælskulist í máli og vísnafléttum. Vörnum því hún útatist enskum sora slettum. Íslenskan er okkar mál, unnum því af lífi og sál. Nótt í sjónvarpi pebl@mbl.is Reykjanesbær | Tekju- og gjaldaáætlun fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar fyrir árið 2006, sem kynnt var í bæjarráði í gær, gerir ráð fyrir 155 milljóna kr. rekstraraf- gangi. Áætlunin verður lögð til fyrri um- ræðu í bæjarstjórn 6. desember næstkom- andi. Reykjanesbær mun einnig skila um 160 milljóna kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu fyrir yfirstandandi ár, samkvæmt nýend- urskoðaðri fjárhagsáætlun Reykjanesbæj- ar. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 73 milljónir kr. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2004, segir í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ, þegar stórframkvæmdir við endurnýjun Hafnargötu á fjórða hundrað milljón kr. voru að mestu gjaldfærðar á rekstur og gangskör var gerð í endurreikn- ingi lífeyrisskuldbindinga sem einnig var fært á rekstur. Árið 2004 var því rekstr- arniðurstaða neikvæð um 210 milljónir kr. Vegna jákvæðrar rekstrarniðurstöðu þessa og næsta árs telja bæjaryfirvöld svigrúm til skattalækkana og aukinnar þjónustu við barnafólk í Reykjanesbæ sem tekin verður afstaða til við fjárhagsáætl- unargerð ársins 2006. Í fréttatilkynning- unni er vakin athygli á því að margvísleg þjónusta er nú umfram það sem gerist hjá stærstu sveitarfélögunum á landinu. Nefnt er að engir biðlistar séu á leikskóla í Reykjanesbæ, frítt í strætisvagna, gjald fyrir hádegismáltíðir í grunnskólum og gjald í frístundaskóla sé lægst í Reykja- nesbæ og að frítt sé í forskóla tónlistar. Telja mögu- leika til að lækka skatta Skagafjörður | Alls var slátrað 96.384 kindum hjá sláturhúsi Kaupfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki í haust. Þar af var liðlega 4.300 fullorðið fé. Þetta er nokkuð minni slátrun en árið á undan þegar heildarfjöldinn fór yfir hundrað þúsund. Dilkar í haust reyndust mun betri en ár- ið á undan, meðalþungi var 15,85 kíló en var 15,35 árið 2004. Þrátt fyrir meiri væn- leika fór ekki hærra hlutfall í fituflokka 4 og 5 en árið á undan. Með tilkomu gæða- stýringar eru þessir fituflokkar ásamt því sem fer í P flokkinn að skila bændum mun lægra verði en aðrir gæðaflokkar. Þrátt fyrir afar rysjótta tíð í haust gengu fjárflutningar til sláturhússins vel. Dilkar hálfu kílói þyngri en í fyrra ♦♦♦ Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hefir ákveðið að efna til prófkjörs 4. febrúar 2006 til að velja frambjóðendur á lista sjálfstæðismanna í kom- andi bæjarstjórnarkosningum. Prófkjörið er bundin kosning og skal gera tillögu til kjörnefndar um fram- bjóðendur eigi síðar en 12. janúar 2006. Hver tillaga er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokks- mann og skal borin fram af 20 flokksmönnum. Hér með er auglýst eftir áhugasömum frambjóðendum til að taka þátt í prófkjörinu. Framboðum skal skilað til formanns kjörnefndar, Péturs Kjartanssonar, Bollagörðum 26, Seltjarnarnesi eða hvers af kjörnefndarmönnum sem er, en þeir eru: Stefán Pétursson, Þóra Einarsdóttir, Jón Jónsson, Gunnar Lúðvíksson, Margrét Pálsdóttir, Pétur Árni Jónsson, Friðrik Friðriksson og Þórður Búason. F.h. kjörnefndar, Pétur Kjartansson Prófkjör

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.