Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 23 MINNSTAÐUR LANDIÐ Samtök um skólaþróun | Stofn- þing samtaka áhugafólks um skóla- þróun verður haldið á Selfossi í dag. Á þinginu verður fjölbreytt dagskrá allan daginn þar sem fjallað verður um ýmis efni í málstofum, á sam- ráðsfundum og síðan í erindum und- ir reglulegri dagskrá stofnfundar samtakanna. Í málstofum verður fjallað um teymiskennslu, lýðræði í leikskóla- starfi, einstaklingsmiðað námsmat, sveigjanlega nýtingu á kennslurými, hvernig unnt er að auka sjálfstæði og ábyrgð unglinga í námi og sam- kennslu aldurshópa. Eftir fundinn verður hinn nýi skóli á Selfossi, Sunnulækjarskóli, heimsóttur. Borgarfjörður | Í einni sæng – til- hugalíf fjögurra sveitarfélaga, er yf- irskrift þings sem íbúar fjögurra sveitarfélaga í Borgarfirði og Kol- beinsstaðahreppi eru boðaðir til á Hvanneyri næstkomandi laugardag. Tilefnið er sameining sveitarfélag- anna sem tekur gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Íbúar í Borgarbyggð, Borgar- fjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi eru boðaðir til þingsins sem haldið verður í Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri, frá klukkan 10.30 til 15.30 næst- komandi laugardag. Rannsóknamið- stöð Viðskiptaháskólans á Bifröst skipuleggur íbúaþingið. Á þinginu verður greint frá reynslunni af sameiningu sveitarfé- laga á Fljótsdalshéraði og Gísli Ein- arsson fréttamaður segir frá því hvernig nýtt sveitarfélag eigi að starfa. Þá skipta þátttakendur sér í vinnuhópa til að fjalla um afmörkuð viðfangsefni sveitarfélagsins. Í lokin verður greint frá helstu niðurstöð- um. Sameining Borgarbyggðar, Borg- arfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps var sam- þykkt í kosningum sl. vor og mun sameiningin taka gildi vorið 2006. Sameiningu sveitarfélaga fylgja óhjákvæmilega breytingar. Mikil- vægt er að við breytingar séu hug- myndir og sjónarmið íbúanna höfð að leiðarljósi, segir í fréttatilkynn- ingu um þingið. Er stöðunni nú líkt við það að sveitarfélögin séu „trúlof- uð“ og nú hafi íbúarnir tækifæri til að taka þátt í tilhugalífinu og stuðla að því að vel takist til með „hjóna- bandið“. Sameining í Borgarfirði Íbúarnir taka þátt í tilhugalífinu Selfoss | Um 240 krakkar, 12 ára og yngri, tóku þátt í Íslandsbanka- móti ungmennaráðs Ungmenna- félags Selfoss sem fram fór í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi, á dögunum. Margt annað var um að vera en knatt- spyrna, meðal annars ýmis af- þreying fyrir keppendur og gesti sem einnig voru fjölmargir. Keppendur í hraðmótinu komu frá félögum á Suðurlandi, það er að segja frá Selfossi, Garpi, Umf. Gnúpverja, Umf. Hrunamanna, Hamri í Hveragerði og Ægi í Þor- lákshöfn. Andlitsmálning og vídeó- sýning var allan tímann ásamt því þegar hápunkti hátíðarinnar var náð með verðlaunaafhendingu, hópmyndatöku og heimsókn tveggja landsliðsmanna. Það voru þeir Sævar Gíslason og Helgi Valur Daníelsson sem heimsóttu krakk- ana, en þeir eiga rætur sínar í Sel- fossknattspyrnunni. Áætlað er að knattspyrnustjörnurnar hafi skrif- að nálægt 300 eiginhandaráritanir, hvor um sig, á klukkutíma. Skrifuðu 300 eiginhandar- áritanir Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 11. flokkur, 17. nóvember 2005 Kr. 1.000.000,- 2028 H 4219 E 11876 B 15963 E 24139 B 28858 E 29475 B 46870 B 48437 H 51776 H Símar: 660 4753 • 462 4250 www.tindur.is • tindur@tindur.is Fyrsti kossinn er orðinn langur ... „Rokklífið á Íslandi er bara tilbrigði við Rúnar Júl“. Bjartmar Guðlaugsson Rúnar Júlíusson stendur á sextugu. Hann gekk í bítlahljómsveitina Hljóma úr Keflavík 18 ára, var kominn á topp- inn nokkrum vikum síðar og hefur verið þar síðan. Við upphaf tónlistar- ferilsins stóð knattspyrnuferillinn sömuleiðis í blóma. Í bókinni HERRA ROKK lítur Rúnar yfir tónlistarferilinn til þessa dags, rifjar upp gömul afrek af knattspyrnu- vellinum og segir frá öðrum baráttu- málum sínum svo sem því að halda lífi eftir að í ljós kom fyrir nokkrum árum að hann hafði verið með hjarta- galla frá fæðingu. Höfundur er Ásgeir Tómasson, fréttamaður. Guðni Ágústsson, ráðherra: „Fyrstu minningar mínar um Rúnar Júlíusson eru 40 ára gamlar. Þá var ég stadd- ur á Laugarvatni. Þar var Landsmót ungmennafélaga. Séníið úr Keflavík er að koma á lokuðum bíl inn á Landsmótið. Í lögreglufylgd. Glæsilegur maður, Rúnar Júlíusson. Líkur Þóroddi frá Þóroddsstöðum. Fullur af orku stóðhestsins stígur hann út. Það líður yfir ungu stúlkurnar sem snerta hann. Ég stend þarna 16 ára unglingur og horfi á þetta undur og er það ógleymanlegt. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef hitt séníið úr Keflavík sem er að breyta Íslandi. Sem hefur tekið að sér að flytja hljóminn, röddina, heim. Sem gerir kröfur um frelsi æskunnar. Bítl- arnir, Rolling Stones, Hljómar. Afl til æskunnar, til að gera uppreisn á heimilum. Það eru fjörutíu ár síðan ég upplifði þetta vor á Laugarvatni. Engin stúlka leit á mig. Allar elskuðu Rúnar Júlíusson.“ Hemmi Gunn: „Við Rúnar vorum and- stæðingar inni á vellinum en samherjar á skemmti- stöðum“. Meðal þeirra sem segja frá: Þorsteinn Eggertsson Magnús Kjartansson Magnús Torfason Gerður G. Bjarklind Hermann Gunnarsson Ámundi Ámundason Björgvin Halldórsson Bjartmar Guðlaugsson Óttar Felix Hauksson Valgerður Sverrisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.