Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR 30% AFSLÁTTUR Föstudag og laugardag. Stök númer Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardaga kl. 10-16Christawww.simnet.is/heilsuhorn PÓSTSENDUM Fyrir Liðamót Laust við skeldýr og sodium 1000 mg Glucosamine Aðeins 1 hylki á dag. Fæst m. a. í Maður lifandi, Borgartúni og Hæðarsmára Yggdrasil, Skólavörðustíg 16 Lyfju, Selfossi Fræinu, Fjarðarkaupum Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 NÝTTGott verð MIÐBÆRINN á Akureyri mun í nánustu framtíð taka miklum breytingum samkvæmt tillögum um uppbyggingu miðbæjarins sem lagðar hafa verið fram af stýrihópi verkefnisins Akureyri í öndvegi. Gert er ráð fyrir stórmarkaði í miðbænum, umfangsmikilli íbúða- byggð, uppbyggingu Glerárgötu og að hluti Akureyrarvallar fari undir íbúðabyggð og þar verði jafnframt fjölskyldu- og skemmtigarður. „Skipulag miðbæjarins mun end- urspegla ásetning bæjaryfirvalda um að hann verði þungamiðja mannlífs og menningar á Akureyri jafnt sem á Norðurlandi,“ sagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og formaður stýrihóps um verkefnið Akureyri í öndvegi. Tillögur stýrihópsins verða kynntar í umhverfisráði í dag, föstudag og verða þær teknar til umfjöllunar á fundi ráðsins á mið- vikudag í næstu viku. Tillögurnar verða kynntar almenningi á opnu húsi á Amtsbókasafninu annan laugardag, 26. nóvember. Þá er stefnt að því að afgreiða tillög- urnar í umhverfisráði á fundi í byrjun desember og í framhaldi af því mun bæjarstjórn væntanlega afgreiða málið á fundi sínum í næsta mánuði. Skipulagstillagan verður svo kynnt almenningi í jan- úar og þess vænst að ráðherra staðfesti aðalskiplagsbreytingar í lok mars á næsta ári. Kristján Þór sagði verkefnið Ak- ureyri í öndvegi tímamótaviðburð í skipulagsmálum hér á landi enda hefði framtakið vakið verulega at- hygli meðal fagfólks innan lands og utan og til þess hefði verið kostað miklu, bæði hvað varðar tíma og peninga. Tillögurnar byggðust á traustari grunni en flestar hliðstæðar skipulagsáætl- anir sem hér hafa verið gerðar. Um 10% íbúa Akureyrar sóttu íbúaþing í Íþróttahöllinni í sept- ember á liðnu ári þar sem hugur þeirra til miðbæjarins var kann- aður og þeir skiluðu inni tillögum sínum. Niðurstöður þessa íbúa- þings láu til grundvallar al- þjóðlegri hugmyndasamkeppni, en í þá keppni bárust fjölmargar til- lögur, 151 alls frá 40 þjóðlöndum. Tillögurnar sem hlutu verðlaun í keppninni voru allar í góðum sam- hljómi við áherslur íbúanna sem fram komu á þinginu. Bæjarstjóri sagði stýrihópinn hafa unnið út frá þeirri forsendu að skapa lifandi og fjölbreyttan miðbæ með aðlaðandi borg- arumhverfi á því svæði sem nú er hjarta miðbæjarins. Síkið nær aðeins að Skipagötu Nú þegar er hafin vinna við út- færslu síkis, frá Torfunefi, en sam- kvæmt tillögu stýrihópsins nær það ekki eins langt og í verðlauna- tillögu, nær aðeins upp að Skipa- götu. „Það var mjög flókið tækni- lega að útfæra hugmyndina eins og hún var sett fram,“ sagði Krist- ján Þór, en gert var ráð fyrir að síkið myndi ná upp að Skátagili. Til þess að svo mætti vera hefði þurft að rífa húsnæði Símans og sagði bæjarstjóri að afar tímafrekt hefði orðið að endurgera fjar- skiptasamband bæjarins við um- heiminn auk þess sem það hefði orðið mjög dýrt. Áætlað er að gerð síkisins muni í heild kosta um 500 milljónir, þ.e. gerð síkisins, vega- gerð og niðurrif húsa. Fram- kvæmdir við gerð síkisins hefjast á næsta ári. Íbúar Akureyrar vilja stórmark- að á miðbæjarsvæðinu og í tillögu stýrihópsins er gert ráð fyrir að verslun af því tagi rísi á svo- nefndum Sjallareit, sunnan við veitingahúsið Sjallann. Nýjar íbúðabyggingar reistar á miðbæjarsvæðinu Þá er gert ráð fyrir að á mið- bæjarsvæðinu rísi 335 íbúðir með 700 til 1000 íbúa. Þá yrði þar at- vinnuhúsnæði í allt að 8.700 fer- metrum á þessu svæði. Nýjar íbúðabyggingar sem reistar verða á þessu svæði verða að jafnaði fjórar til fimm hæðir, en einstaka byggingar hærri, allt að sjö hæðir og yrðu þá ný kennileiti í bænum. Skýrt kom fram á íbúaþinginu að bæjarbúar vilja ekki háhýsi á þessum slóðum. „Við hlustum á bæjarbúa, þeir gáfu þessa forsögn, þeir vilja ekki háhýsi í mið- bænum,“ sagði bæjarstjóri. Tillög- urnar gera ráð fyrir að byggðar verði íbúðir á ýmsum svæðum á miðbæjarsvæðinu t.d. meðfram Glerárgötu, en stefnt er að breyttu yfirbragði hennar. Íbúðabyggð verður meðfram götunni, rand- byggð eða þá þriggja hæða stak- stæðar byggingar. Nefna má að gert er ráð fyrir einnar hæðar húsum neðst í Skátagili og að byggð verði einnig frá BSO, suður að Kaupvangsstræti, sem og einnig á uppfyllingu austan götunnar, norðan Torfunefsbryggju. Íbúðir og skemmtigarður á Akureyrarvelli Blönduð landnotkun verður á Akureyrarvelli, hluti hans fer und- ir íbúðabyggingar en þar er einnig gert ráð fyrir að verði fjölskyldu- og skemmtigarður. Íbúðirnar verða austanmegin og í randbyggð, þriggja til fjögurra hæða hús. Garðurinn verður í miðju vallarins og teygir sig til vesturs. Gönguleið verður frá miðbæ og að Gler- ártorgi. Bæjarstjóri sagði menn einnig velta fyrir sér gerð leiðbeininga um lita- og efnisval í miðbænum. Þannig yrðu blandaðir sérstakir litir sem kalla mætti Akureyrar- blár, rauður eða grænn. „Við erum nú að færa okkur af hugmyndastiginu og yfir í veru- leikann, til framkvæmdanna,“ sagði Kristján Þór. Tillögur stýrihóps um verkefnið Akureyri í öndvegi kynntar í umhverfisráði Stórmarkaður og umfangsmikil íbúðabyggð í miðbænum Morgunblaðið/Kristján Íþróttasvæði Akureyrarvöllur mun fá nýtt hlutverk í framtíðinni en þar er gert ráð fyrir íbúðabyggð og skemmti- og fjölskyldugarði. Miðbærinn Samkvæmt tillögu að uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri er gert ráð fyrir stórmarkaði, íbúðabyggð, uppbyggingu Glerárgötu og síki frá Pollinum að Skipagötu en ekki að Skátagilinu eins og sýnt er á þessari mynd. Einnig er gert ráð fyrir byggingum beggja vegna síkisins og á uppfyllingu austan Glerárgötu og norðan Torfunefsbryggju. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.