Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 27

Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 27 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Egilsstaðir | Undanfarnar vikur hafa verið mjög fjörlegar í nám- skeiðahaldi hjá Fræðsluneti Austurlands og samstarfsaðilum þess. Segir á vefsvæði FNA að annríki sé hjá fjarnemum við hina ýmsu háskóla og námskeið af ýmsum toga í gangi víðast hvar á Austurlandi. Íslensku- námskeið fyrir útlendinga, sem haldin eru á Hornafirði, Fá- skrúðsfirði, Reyðarfirði, Eski- firði, Norðfirði, Héraði og Seyð- isfirði, hafa verið feiknavel sótt, en þau stunda á annað hundruð nemenda frá þrjátíu þjóðlönd- um. Fjöldi nemenda á námskeið- unum hefur tvöfaldast á árinu. Athygli vekur að ekki er nema lítill hluti nemenda á Íslandi við störf að virkjunar- og álvers- framkvæmdum, heldur er þetta fólk sem sinnir ýmsum öðrum störfum í fjórðungnum. Kannar möguleika sína Svokallaðar framtíðarsmiðjur eru á vegum FNA á Héraði, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Markmiðið með þeim er að kynna fyrir Austfirðingum fjöl- breytt tækifæri til menntunar og atvinnu í umsvifunum sem nú eiga sér stað á Austurlandi. Framtíðarsmiðjan hefst á ókeypis námskeiði þar sem þátt- takendur skoða stöðu sína, taka áhugasviðspróf og átta sig á því hvaða möguleika þeir hafa. Í framhaldinu er boðið upp á röð námskeiða þar sem fólk getur bætt við almenna hæfni sína og aukið þar með möguleika sína á vinnumarkaði. FNA býður einnig upp á nám- skeið í tölvum, tungumálum og ýmsum tómstundastörfum og eru þau haldin víða um fjórðung- inn. Aðsóknarmet í Háskólasetri Nýtt aðsóknarmet var slegið fyrir nokkrum dögum í Háskóla- setrinu á Vonarlandi á Egils- stöðum, en þá voru yfir 60 manns í húsinu á námskeiðum og í verkefnavinnu. Það sama kvöld voru í gangi námskeið á vegum Fræðslunetsins í Nes- kaupstað, á Eskifirði, Reyðar- firði, Seyðisfirði og Stöðvarfirði. Ætla má að sum kvöld séu vel á annað hundrað manns á nám- skeiðum af ýmsum toga. Svo virðist sem atvinnurekendur bjóði starfsfólki sínu í auknum mæli að sækja námskeið Fræðslunets Austurlands og greiði fyrir það þátttökugjöld. Á næstu þremur árum verður hundrað og ellefu milljónum króna af opinberu fé varið til Þekkingarnets Austurlands, sjálfseignarstofnunar sem stofna á utan um endurskipulagt Fræðslunet Austurlands. Stofn- unin skal vera framsækin og leiðandi á sviði menntunar, rannsókna og samfélagsþróunar í fjórðungnum og renna stoðum undir háskólanám, rannsóknir, þróun og símenntun. Á stofnunin að reka þrjár menntastöðvar; á Egilsstöðum, í Neskaupstað og á Hornafirði. Mikill námsáhugi á Austurlandi Eiðar | Það hljóðnaði yfir 68 skólabörnum í Grunnskólanum á Eiðum, þegar Páll Ólafsson skáld og Ragnhildur kona hans riðu árla morguns í hlað á fráum fák- um á degi íslenskrar tungu. Hjónakornin námu staðar á skólahlaðinu og Páll kvað vísu að römmum sið og Ragnhildur ljóðaði. Svippuðu þau sér að því búnu af baki og héldu með nem- endum til stofu, þar sem sex ára bekkurinn kvaðst á við Pál og sjö ára börnin fjölluðu um líf og skáldstarf hans. Í hlutverkum hjónanna frá Hallfreðarstöðum voru þau Charles Ross og Áslaug Kjartansdóttir. Á Eiðum starfa tvær yngstu skóladeildir Grunnskólans á Eg- ilsstöðum og Eiðum og var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíð- legur með pomp og prakt; skáld- skap og súkkulaðiköku. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ljóðað á skólabörn Charles Ross og Áslaug Kjartansdóttir í hlutverkum Páls skálds og Ragnhildar konu hans. Skáld ríður í hlaðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.