Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 29 DAGLEGT LÍF „ÞEGAR dagskránni lýkur koma þau hlaupandi, faðma okkur og vilja endilega fá okkur aftur í heimsókn. Þetta er það besta hrós sem ég hef fengið,“ segir Herdís Anna Jóns- dóttir víóluleikari en hún og Steef van Oosterhout slagverksleikari eru í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hafa sett saman tónlistardagskrá fyrir leikskólabörn allt frá þeim yngstu til þeirra elstu. „Við eigum sjálf börn sem hafa verið og eru í leikskóla og undanfarin sjö ár höfum við dundað okkur við að setja saman kynningu á hljóðfærum, segja sögu með hljóð- um,“ segir hún. „Við höfum aðallega komið fram í okkar eigin leikskóla þar sem börnin okkar eru en það voru svo leikskólakennararnir þar, sem hvöttu okkur til að fara víðar. Ég er alin upp við þulur og vísur og meðal annars Íslensku vísnabók- ina. Það er svo mikill rytmi í henni. En það sem hleypti okkur af stað er góðvinur okkar, myndlistarmaðurinn Páll á Húsafelli. Þegar hann var að safna saman sínu fyrsta steinaspili hafði hann samband við Steef og fékk ráðleggingar hjá honum. Seinna gaf hann okkur lítið ferðasteinaspil eða steinhörpu eins og hann kallar það. Við erum ein af örfáum sem eigum slíkt sett þannig að við getum farið úr einum leikskóla í annan og spilað á steinana. Það er mjög sérstakt og hvetjandi fyrir börnin sem átta sig á að það er hægt að spila á steina. Og svo er hægt að spila á ýmislegt annað eins og tréklossa, slegið er í þá til að fá fram taktundir til dæmis, …Göng- um, göngum …en nú þegar dregur að jólum tekur jóladagskráin við og þá syngja þau Jólasveinar ganga um gólf … um leið og klossarnir eru barðir.“ Herdís Anna segist fara með þulur fyrir börnin og Steef leikur undir á ýmis önnur hljóðfæri en þessi hefð- bundnu fyrir utan klossana og steina. Það má líka spila á skálar og skyr- dósir. „Hápunkturinn er sagan af Jóni bónda, sem er saklausasta sag- an sem ég þekki, þar sem ekkert ger- ist,“ segir hún. „Hún varð fyrir val- inu vegna þess að okkur finnst vera svo mikill hasar í öllu sem gert er í dag, meðal annars fyrir börnin. Það gengur svo mikið á að stundum fara börnin að gráta þegar við birtumst því þau halda að nú sé von á ein- hverju óvæntu, sem þau jafnvel hræðast, en svo náum við fram al- gerri þögn á tónleikunum og þá bendi ég þeim á að þögn er líka tón- list.“ Þegar sagan hefst er Jón bóndi sofandi og Steef fylgir söguþræð- inum og lætur hann hrjóta. Þegar hann vaknar hljómar gauksklukka, hann fer á fætur og burstar tenn- urnar um leið og sandpappírinn er nuddaður saman. „Það má líkja þessu við teiknimynd,“ segir Herdís Anna. „Ég er í hlutverki söguhetj- unnar og Steef sér um hljóðin. Það fyndnasta er að þau horfa miklu minna á mig en fylgjast vel með Steef og hvaða hljóð komi næst. Sag- an endar þegar Jón svífur inn í draumalandið undir bjölluhljóm. Undantekningarlaust hlusta allir í al- gerri þögn og þetta verður eins og jógastund. Það er alveg ótrúlegt.“ Morgunblaðið/Þorkell Börnin á leikskólanum Urðarhól fylgjast hugfangin með sögunni af Jóni bónda hjá þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur og Steef van Oosterhout. Spilað á skálar, steina og skyrdós  LEIKSKÓLI Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is MEÐ hækkandi aldri þarf minnið ekki endilega að versna heldur breytist það. Hugsanlegt er að hægt verði að þróa með- ferð til að koma í veg fyrir minn- istap sem þá verður sérsniðin að eldri heilum, að því er m.a. kem- ur fram á vef BBC. Samkvæmt dýratilraunum við Johns Hopk- ins-háskólann í Bandaríkjunum virðast eldri rottur geyma minningar á annan hátt en yngri en niðurstöðurnar eru birtar í vísindaritinu Nature Neurosci- ence. Vísindamennirnir báru saman heila 6 mánaða rottna og 2 ára gamalla rottna sem voru metnar sem frekar klárar þar sem þær höfðu staðið sig vel í ýmiss konar verkefnum. Einnig voru í samanburðarhópi gamlar rottur sem höfðu ekki sömu gáf- ur og hinar. Vísindamennirnir skoðuðu sérstaklega tauga- frumumót þar sem upplýsingar eru geymdar. Þeir komust að því að tregari gamlar rottur áttu erfiðara með að læra nýja hluti en kláru rotturnar gátu það enn þrátt fyrir „háan aldur“. Hins vegar reiddu kláru gömlu rott- urnar sig ekki endilega á ákveð- inn nema á taugafrumum sem jafnan er tengdur við geymslu minninga. Ef hægt verður að yf- irfæra niðurstöðurnar á menn gefur það vísbendingu um hvert lyfjaframleiðendur geti beint sjónum sínum til að þróa lyf gegn minnistapi. Lyf gegn minnistapi?  RANNSÓKN   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.