Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VELFERÐ BARNA V ið sinnum börnum nán- ast frá fæðingu og til 18 ára aldurs,“ segir Þuríður Pétursdóttir, sálfræðingur og starf- andi sviðsstjóri fagsviðs þroska- hömlunar á Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins. Greiningarstöðin er landsstofnun á vegum félagsmálaráðuneytisins sem starfar að velferð barna og fjölskyldna þeirra á landinu öllu. Þar fer fram greining á eðli og umfangi fötlunar og lagt er á ráðin um aðgerðir til að minnka áhrif hennar á líf barnsins til framtíðar. Að sögn Þuríðar er unnið út frá hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar (e. early intervention) sem vísar til aðgerða sem eiga sér stað snemma í lífi barnsins. „Snemmtæk íhlutun beinist að börnum undir 6 ára aldri, sem hafa greinst með fötlun, eru í hættu varðandi fötlun eða annars konar erfiðleika, sem geta haft áhrif á þroska þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að hægt er að hafa áhrif á þroskaframvindu hjá börnum sé gripið snemma inn í og þá gildir að því fyrr sem gripið er inn í því betra,“ segir Þuríður, en fram að leikskólaaldri koma börnin í reglu- lega íhlutun hjá þroskaþjálfa eða leikskólasérkennara bæði á Grein- ingarstöðinni og í heimahúsi. Aðspurð segir Aðalheiður Una Narfadóttir, leikskólasérkennari á fagsviði þroskahömlunar, börnum vísað á Greiningarstöðina m.a. af barnalæknum og ráðgjöfum skóla og leikskóla, þegar grunur hefur vaknað um þroskahömlun, hreyfi- hömlun eða einhverfu. Spurð hvernig vinnan með börnin fari fram segir Una að meðan börnin eru ung sé allur þroski örvaður í leik auk þess sem veitt sé ráðgjöf til foreldra. Einnig veiti sjúkra- þjálfarar ráðgjöf um hreyfiörvun. Kennslan og þjálfunin sniðin að þörfum hvers og eins Að sögn Þuríðar þarf að vinna mun markvissara með börnum með þroskafrávik en börnum sem þroskast eðlilega. „Það þarf að ýta meira við þeim og þau þurfa meiri endurtekningu. Auk þess þarf að kenna þeim hlutina á ýktari hátt til þess að þau nái þroskaskrefum sínum,“ segir Þuríður og leggur áherslu á mikilvægi þess að kennslan sé sniðin að þörfum hvers og eins barns. „Það þarf að kenna þeim marga hluti sem önnur börn virð- ast læra sjálf á eigin spýtur, hluti eins og að rúlla bolta og keyra Velferð barna og fjölskyldna í fyrirrúmi Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það segir sig sjálft að því meiri sem fötlunin er og því sýnilegri sem hún er þeim mun meiri líkur eru á að hún greinist snemma,“ segir Þuríður Pétursdóttir, sálfræðingur og starfandi sviðsstjóri fagsviðs þroskahömlunar á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Hægt sé að hafa áhrif á þroskaframvindu sé gripið snemma inn í, því fyrr því betra. Með Þuríði á myndinni er Aðalheiður Una Narfadóttir, leikskólasérkennari á sama sviði. Caritas á Íslandi stendur fyrir tólftu styrktartón- leikum sínum í Kristskirkju nk. sunnudag og mun allur ágóði tónleikanna renna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Af því tilefni leit Silja Björk Huldudóttir í heimsókn í Greining- arstöðina og kynnti sér starfsemi hennar og ræddi einnig við fjölskyldu sem notið hefur þjónustu stöðvarinnar síðustu tvö árin. „ÞAÐ hefur reynst okkur ómet- anlegt að fá alla þessa ráðgjöf og aðstoð hér,“ segja Bjarki Georgsson og Sigríður Lára Guð- bjartsdóttir, foreldrar Elís Arons, sem leikur sér á gólfinu í einu her- bergjanna á Greiningarstöðinni meðan viðtalið fer fram. Elís Aron fæddist í septemberbyrjun árið 2003 og er því rétt rúmlega tveggja ára, hraustur og ákveðinn drengur sem veit alveg hvað hann vill og hvaða leikföng eru honum að skapi. „Við vissum ekki að hann væri með Downs-heilkenni fyrr en daginn eftir að hann fæddist og við erum komin hingað á Greining- arstöðina þegar hann er aðeins nokkurra vikna gamall,“ segir Bjarki, en þau Sigríður hafa að jafnaði einu sinni í viku sl. tvö ár ýmist komið með Elís Aron á Greiningarstöðina í Kópavoginum til að hitta Aðalheiði Unu Narfa- dóttur leikskólasérkennara eða Una farið upp á Skaga í heimsókn heim til þeirra í því skyni að vinna með Elísi Aroni. „Við vissum náttúrlega ekkert út í hvað við værum að fara þegar við eignuðumst hann eða við hverju við ættum að búast. Við vorum þannig séð rétt búin að jafna okkur á sjokkinu þegar við byrjuðum að koma hingað,“ segir Bjarki og tekur fram að þeim Sig- ríði hafi þótt sérlega lærdómsríkt og gott að sækja námskeið Grein- ingarstöðvarinnar fyrir foreldra. Þar var bæði farið yfir lækn- isfræðilegar orsakir, stöðu fjöl- skyldunnar sem og líðan foreldra, en flestir foreldrar ganga í gegn- um ákveðið sorgarferli við það að eignast fatlað barn. „Það leggur enginn upp með það að eignast fatlað barn, en svo þegar það ger- ist þarf maður auðvitað að bregð- ast við því,“ segir Bjarki og tekur fram að það hafi einnig veitt þeim mikinn styrk og stuðning að fá daginn eftir fæðinguna heimsókn ungrar konu á Skaganum sem einnig á strák með Downs- heilkenni. „Hún kom og talaði við okkur á svo jákvæðum nótum. Þannig að það var bara sorg í einn dag,“ segir Sigríður. „Hún hjálpaði okkur að sjá að lífið væri ekki búið við það eitt að eignast fatlað barn,“ bætir Bjarki við. Duglegur og flottur strákur Aðspurður segir Bjarki ráðgjöf- ina sl. tvö ár aðallega hafa snúist um það að kenna þeim hvað þau eigi að gera með syni sínum, bæði hvað varðar leiki og leikföng sem henti honum, upplýsa þau um hvert ferlið á Elísi Aroni komi til með að vera og við hverju þau megi búast í framtíðinni. „Við höf- um þannig lært að við eigum ekki að búast við því að hann læri eitt- hvað sjálfkrafa af því að horfa á aðra, heldur að það þurfi að kenna honum allt,“ segir Bjarki og tekur fram að einnig hafi þau verið hvött Ómet- anlegur stuðn- ingur Morgunblaðið/Árni Sæberg „Eftir á að hyggja finnst mér í rauninni ótrúlegt að maður hafði aldrei nokkurn tíma heyrt um Greiningarstöðina áður en við eignuðumst Elís Aron og okkur var vísað hingað,“ segir Bjarki Georgsson, sem hér sést ásamt Sigríði Láru Guðbjartsdóttur, konu sinni, og Elís Aroni, syni þeirra, sem fæddist með Downs-heilkenni og kom á Greiningarstöðina aðeins nokkurra vikna gamall. Lengst til vinstri er Aðalheiður Una Narfadóttir leikskólasérkennari. CARITAS á Íslandi efnir til Styrktartónleika í þágu fatlaðra barna í Krists- kirkju við Landakot sunnudaginn 20. nóvember kl. 16. Þetta verða tólftu styrktartónleikarnir sem Caritas efnir til, til styrktar góðu málefni. Að þessu sinni mun allur ágóði renna til Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Dagskráin er einkar glæsileg í flutningi úrvals einsöngvara, kóra og hljóð- færaleikara og gefa allir vinnu sína. Flytjendur verða Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Hulda Björk Garð- arsdóttir, sópran, Bergþór Pálsson, baritón, Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, Einar Jóhannesson, klarínett, Elísabet Waage, harpa, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, orgel, Úlrik Ólason, orgel, Karlakórinn Fóst- bræður, stjórnandi Árni Harðarson, Vox Feminae, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Thor- steinsson, Bach, Bizet, Bruckner, Händel, Kuran, Mozart, Palestrine, Saint- Säens, Schubert, Sigvalda Kaldalóns og Verdi. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og Smáralind og á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi 5 í Kópa- vogi. Miðasala verður einnig við innganginn. Miðaverð 2.500 kr. Styrktartónleikar í þágu fatlaðra barna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.