Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 31
bíl,“ segir Þuríður og Una bendir í því samhengi á að börn með Downs-heilkenni hafa lítinn áhuga á leikföngum meðan þau eru lítil og því geti falist mikill sigur í því að fá þau til að halda á og sýna leikföngum áhuga. Bendir Þuríður á að slík þjálfun sé grundvöllur að því að börnin geti lært að bjarga sér í framtíðinni. „Þannig er t.d. lögð áhersla á að kenna börnum að mata dúkku, breiða yfir hana og klæða, því þetta er færni sem mið- ar öll að því að gera þau betur í stakk búin til að takast á við fram- tíðina. Þannig felur það t.d. í sér að kenna þeim að sitja við borð og einbeita sér að og leika með leik- föng í sérundirbúning fyrir það að sitja í skólastofu síðar meir, þ.e. eflir einbeitingu og athygli,“ segir Þuríður og bendir á að ástæða þess hversu góðum árangri snemmtæk íhlutun skili megi m.a. skýra með því að heili barna sé ekki eins sértækur og heili fullorð- inna. „En með snemmtækri íhlut- un má hafa áhrif á þroska mið- taugakerfis hjá börnum.“ Eftirspurnin rakin til aukinnar meðvitundar og þekkingar Aðspurð segir Þuríður nokkuð misjafnt hversu gömul börn séu þegar þau greinast með þroskafrá- vik, en það fari m.a. eftir heil- kennum. „Það segir sig sjálft að því meiri sem fötlunin er og því sýnilegri sem hún er þeim mun meiri líkur eru á að hún greinist snemma. Því minna sýnilegt og því minni frávík þeim mun erfiðara er að greina. Við höfum þannig verið að fá allt upp í 15–16 ára gömul börn sem eru að greinast með þroskahöml- un,“ segir Þuríður. Spurð hvað taki við þegar barn með þroskafrá- vik byrjar í leikskóla segir Þuríður að þá taki við eftirfylgd, en þá er fylgst með aðstöðu og framförum einstaklingsins og þess gætt að hann njóti viðeigandi þjónustu, svo sem ráðgjafar, sérkennslu, þjálf- unar og meðferðar, félagslegs stuðnings og hjálpartækja. Einnig feli eftirfylgd í sér endurmat á færni milli skólastiga og aðstæðum eftir því sem við á. „Endurmatið er ætlað til þess að grunnskólinn geti byggt upp ein- staklingsbundið nám fyrir börnin á grundvelli þessara upplýsinga,“ segir Þuríður og bendir á að að jafnaði sé eftirfylgd í höndum aðila utan Greiningarstöðvar og í sem nánustu umhverfi við búsetu barnsins. Þessir aðilar geta verið sérfræð- ingar, svæðisskrifstofa málefna fatlaðra eða sveitarfélaga sem tek- ið hafa að sér þjónustu við fatlaða, sérfræðiþjónusta skóla, ráðgjafar- þjónusta leikskóla og aðrir sér- fræðingar eftir því sem við á. Árlega berast Greiningarstöð- inni um 250 nýjar tilvísanir og þar af eru hátt í hundrað á fagsviði þroskahömlunar þar sem Þuríður og Una starfa. Einnig berast stöðinni rúmlega 50 endurtilvísarnir árlega, t.d. ef ný vandamál hafa komið upp eða framfarir hafa reynst hægari en búist var við. Aðspurðar segja Þuríður og Una eftirspurn eftir þjónustu Greining- arstöðvarinnar hafa aukist veru- lega á síðustu árum með betri greiningartækjum og vaxandi þekkingu á og meðvitund um mik- ilvægi þess að standa faglega að aðstoð við fötluð börn snemma á lífsleiðinni, en þannig er stuðlað að því að íhlutun skili meiri árangri. Aukin eftirspurn hefur hins veg- ar leitt til þess að biðlistar hafa myndast sem þýðir að börn eldri en tveggja ára þurfi stundum að bíða í allt að eitt til tvö ár. Þuríður bendir þó að á þessum biðtíma sé alltaf stefnt að því að vera í sambandi við barnið, fjöl- skyldu þess og leikskóla og veita þar ráðgjöf. Yngstu börnin, þ.e. á aldrinum 0–2 ára komist hins vegar nánast strax að. Segjast Þuríður og Una vonast til þess að starfsemin verði efld jafnt og þétt á næstunni með auknu fjárframlagi og að biðlistar muni smám saman hverfa. silja@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 31 VELFERÐ BARNA Er ekki tími til kominn að embla? til þess að örva Elís Aron til að yf- irfæra þá færni sem hann öðlist á Greiningarstöðinni á aðra staði í öðrum aðstæðum, því það gerist ekki sjálfkrafa. Þá getur skipt máli að hafa við höndina sömu leik- föngin og hann leikur sér með í Greiningarstöðinni og því hafa Sig- ríður og Bjarki fengið lánuð heim bæði leikföng úr leikfangasafni Greiningarstöðvarinnar og hjálp- artæki, s.s. gönguvagna, sem hafa komið að góðum notum. „Hann er ótrúlega duglegur og flottur strákur, sem reynir að herma eftir því sem við erum að gera eða systur hans,“ segir Sig- ríður og tekur fram að þó Elís Ar- on sé duglegur að reyna að fá fólk til að stjana við sig, t.d. í kringum matargjafir, sé hann ákveðinn í því að gefa til kynna hvenær hann vilji ekki láta hjálpa sér. Fyrir áttu Sigríður og Bjarki tvær stelpur, Hörpu Rós og Karen Rós, sem eru nú átta og ellefu ára gamlar. Spurð hvort mikill munur sé á því að ala upp Elís Aron eða dæturnar svara þau því játandi. Eitt af því sem þau nefna er að þau þurfi að vera sér meðvituð um hvaða kröf- ur sé hægt að gera til Elísar Ar- ons og eins að gæta þess að gera ekki of miklar kröfur, þar sem andlegur og líkamlegur þroski fari ekki sjálfkrafa saman. Þau játa hins vegar að eðlilega fái þrosk- astig og framfaraskref Elísar Ar- ons meiri athygli en var hjá stelp- unum þegar þær voru yngri. „Hann var núna síðast að læra að klifra sjálfur niður úr sófanum heima og það vakti mikla athygli okkar, mun meiri athygli en þegar stelpurnar átti í hlut á sínum tíma, kannski af því að maður bjóst bara við því að þetta kæmi sjálfkrafa hjá þeim,“ segir Bjarki og tekur fram að Elís Aron sé sífellt í því að koma foreldrum sínum á óvart. „Við bjuggumst t.d. ekki við því að hann yrði svona duglegur að læra táknin í Tákn með tali sem honum hafa verið kennd,“ segir Sigríður. „Né að hann yrði svona duglegur að leika sér sjálfur,“ bætir Bjarki við, en nú um stundir er í miklu uppáhaldi hjá Elísi Aroni að syngja með karaókítæki heima. Kom þægilega á óvart hversu andrúmsloftið var gott Elís Aron byrjaði í leikskóla sl. sumar og hefur sú aðlögun gengið afar vel að mati Unu. Hrósar hún sérstaklega starfsfólki leikskólans hans, Vallarsels á Akranesi, og rifjar upp að leikskólastjórinn hafi t.a.m. haft samband við sig hálfu ári áður en Elís Aron átti að byrja til þess að vita hvernig starfsfólkið gæti með sem bestum hætti und- irbúið komu hans. Nú eftir að Elís Aron er kominn í leikskólann hættir hann að fara reglulega í Greiningarstöðina, en Una mun fylgjast með honum í eftirfylgd á leikskólanum og heimsækja hann þar nokkrum sinnum á ári og eiga þá fundi með bæði foreldrum hans og sérkennslustjóra leikskólans til að fara yfir stöðuna. „Eftir á að hyggja finnst mér í rauninni ótrúlegt að maður hafði aldrei nokkurn tíma heyrt um Greiningarstöðina áður en við eignuðumst Elís Aron og okkur var vísað hingað,“ segir Bjarki og leggur áherslu á hve miklu máli hafi skipt hversu gott og þægilegt andrúmsloft ríkir á Greining- arstöðinni. „Fyrsta daginn sem við ætluðum að koma hingað ótt- uðumst við að vera að fara inn í eitthvert spítala- eða stofnanaum- hverfi, en svo þegar maður kom hérna inn reyndist þetta miklu þægilegra en við þorðum að vona og mjög heimilislegt og vinalegt andrúmsloft,“ segir Bjarki. silja@mbl.is NÝTT hljómsveitarverk, Sinfón- íetta eftir Þórð Magnússon, var frumflutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna í Grafar- vogskirkju á sunnudaginn. Fyrir þá sem ekki vita er sinfóníetta stutt eða lítil sinfónía, og tónsmíð Þórðar er aðeins um 12 mínútna löng og því talsvert minni en ógnarlangar sinfóníur sem stundum heyrast á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í Háskólabíói. Þrátt fyrir að vera ekki fyrirferðarmikil var Sin- fóníettan þó hin besta skemmtun; tónmálið var skemmtilega mynd- rænt og sumt minnti jafnvel á tón- list úr gömlum grínmyndum, a.m.k. sveif lúmskur húmor yfir vötn- unum. Það var eins og Þórður væri að segja frá einhverju óskaplega sniðugu sem samt var ekki hægt að skilgreina með orðum og hélt merkingarhlaðið tón- málið athygli manns allan tímann. Verkið var auk þess snyrtilega raddsett fyrir hljóm- sveitina, áferðin var fíngerð en litrík og heildarstrúktúrinn sannfærandi; formið var eins og í góðri spennusögu með gríp- andi byrjun, úthugsaðri framvindu og rökrétt- um endi. Geri önnur tónskáld betur! Leikur Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna undir stjórn Olivers Kentish var upp og ofan eins og gengur; flutningurinn á tónsmíð Þórðar var a.m.k. líflegur þótt hnökrar væru allnokkrir; gaman væri að heyra verkið spilað af Sinfóníuhljómsveit Íslands einhvern tímann í náinni framtíð. Á tónleikunum voru tvö önnur atriði og annað þeirra ekkert smá- ræði, sjálf fimmta sinfónían eftir Tchaikovsky. Hitt var fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi og voru einleikarar þar þrír nemendur í Suzuki-tónlistarskól- anum, Sindri Snær Einarsson, Inga Þor- steinsdóttir og Unn- ur Bjarnadóttir. Þau eru á aldrinum 10 til 13 ára og stóðu sig öll með ágætum. Sinfónían eftir Tchaikovsky kom líka á óvart en þrátt fyrir ótal feilnótur og eina misheppnaða innkomu var þetta með því allra besta sem ég hef heyrt á tónleikum hljómsveitarinnar. Túlkunin var ástríðuþrungin og hlaðin spennu og oft var heildarhljómurinn merki- lega þéttur og safaríkur; tækni- legar misfellur fyrirgáfust því auð- veldlega. Hljómsveitin fagnar um þessar mundir fimmtánda starfsári sínu og verða þessir afmælistón- leikar að teljast henni fyllilega samboðnir. Eins og í góðri spennusögu TÓNLIST Grafarvogskirkja Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flutti tónsmíðar eftir Vivaldi, Tchaikovsky og Þórð Magnússon. Einleikarar: Sindri Snær Einarsson, Inga Þorsteinsdóttir og Unnur Bjarnadóttir. Stjórnandi: Oliver Kentish. Sunnudagur 13. nóvember. Sinfóníutónleikar Þórður Magnússon Jónas Sen FORNTÓNLISTARHÓPURINN Rinascente, er leit fyrst dagsins ljós í fyrravor, frumflutti í vor Þrenning- aróratóríu Scarlattis frá 1715 – að fimm atriðum slepptum af alls 26. Fyrir því var engin ástæða tilgreind þá, né heldur við fyrsta heildarflutn- inginn sl. þriðjudagskvöld, en eftir krókaleiðum hleraðist um síðir að tenórskortur hafi valdið téðum úr- fellingum fyrir hálfu ári. Tenórinn fer með allegórískt hlutverk Vantrú- ar – eina mómaldinn andspænis sameinaðri sannfæringu Trúar (S I), Kærleiks (S II) og Guðfræði (A), með Tímann (B) sem oddamann. Auðsjáanlega ekki lítið hlutverk, ef marka má hvað heildarlengd verks- ins óx nú úr tæpum 50 í rúmar 80 mínútur, að vísu að hópsöngsatriðum með- töldum. Af hverju ekki var beðið eftir að tenór fengist í hlutverkið fékkst s.s. ekki gefið upp. Hitt var leiðara, sérstaklega fyrir nýja hlustendur, að fá enn engar prentaðar upp- lýsingar í tónleikaskrá um eðli og tildrög þessa sérkennilega verks, einkum úr því munnlegu kynning- arnar frá í vor féllu nið- ur. Í staðinn hefði vel mátt stytta ítarlegar ferilskrár söngvaranna og stjórn- andans. En burtséð frá því var mikil ánægja af flestu. Fyrst og fremst var það vellauð- ugri melódískri æð Scarlattis að þakka, er slagaði víða upp í meist- araverk hans Il primo omicidio frá 1707 um bróðurmorð Kaíns, en líka oft góðum flutningi. Fiðlurnar voru að vísu mistækar og hefðu stundum mátt vera hreinni. En hljómsveitin var í heild vel samtaka, þótt vissu- lega hefði hún mátt vera talsvert stærri og státa af a.m.k. einum kontrabassa. Af einsöngvurum bar sem fyrri daginn Jóhanna Halldórs- dóttir. Hún var þaul- vön fornstílnum og söng allt óaðfinnanlega með kontratenórsleitri altrödd sinni svo unun var að. Hallveig Rún- arsdóttir gat stundum verkað svolítið ámátt- leg, e.t.v. í viðleitninni við að tempra nátt- úrutitrið við upphafs- hyggjulegan söngstíl, enda jókst öryggið til muna þegar hún gat leyft sér að syngja út. Marta Halldórsdóttir var í góðu meðallagi, og Hrólfur Sæ- mundsson söng ábúðarmikinn Tím- ann eins og sá er valdið hefur. Tenórsöngur Ólafs Rúnarssonar virtist á köflum svolítið óstyrkur, og ekki gott að segja hvort ylli svipað brúunarástand úr nútíma bel canto í sléttari fornstíl líkt og hjá Hallveigu systur hans, eða einfaldlega und- angengið þjálfunarleysi sem sólisti. Hins vegar gaf hljómmikil rödd hans góða von um meiri sviptilþrif að fleiri tækifærum fengnum. Lengi var von á vantrúnni TÓNLIST Neskirkja Alessandro Scarlatti: Óratórían La sant- issima trinitá. Rinascente-hópurinn (Hall- veig Rúnarsdóttir S I, Marta Halldórs- dóttir S II, Jóhanna Halldórsdóttir A, Ólafur Rúnarsson T, Hrólfur Sæmundsson B. Hildigunnur Halldórsdóttir & Martin Frewer fiðlur, Sarah Buckley víóla, Sig- urður Halldórsson & Örnólfur Krist- jánsson selló. Stjórnandi: Steingrímur Þórhallsson semball). Þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20. Forntónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Steingrímur Þórhallsson STEINNINN, viðurkenning Ritlist- arhóps Kópavogs, verður afhentur í Gerðarsafni á morgun kl. 18. Gylfi Gröndal hlýtur Steininn að þessu sinni fyrir ritstörf sín. Steinninn var afhentur í fyrsta skipti á síðasta ári, en þá hlaut Elísabet Jökuls- dóttir hann. Mun þetta verða árleg- ur viðburður héð- an í frá, að veita þeim rithöfundi og/ eða því skáldi viðurkenningu sem hópurinn velur hverju sinni. Allir þeir sem vilja heiðra Gylfa og hlusta á upplestur hans eru velkomnir. Hjörtur Pálsson kynnir verk skálds- ins og Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, afhendir Steininn. Gylfi fær Steininn Gylfi Gröndal MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.