Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 32

Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HANS Christian Andersen, meistari lagskipta einfaldleikans, „hefði orð- ið“ 200 ára í ár, og sást það vel á söngvavali Ágústs Ólafssonar og Iz- umi Kawakatsu á tæplega meðal- sóttum tónleikum þeirra í Salnum á fimmtudagskvöld. Danska ævintýra- skáldið átti nefnilega alla ellefu söngtexta fyrri hlutans – þar af fjóra í miðju (5–8) þýdda á þýzku af Chamisso við lög eftir Robert Schu- mann, en hin sjö (1–4 & 9–11) á frummáli í tónsetningu Edvards Grieg. Allt ljóðræn lög, flest með frekar léttu yfirbragði og allralétt- ast hið fyrsta og styzta, To brune Øjne, í dansandi pólónesutakti. Af fyrri fjórum Grieg-lögum stóðu upp úr alkunna perlan Jeg elsker Dig og Min Tanke er et mægtigt Fjeld, en af síðustu þrem Soldaten, er lýsti sálarkvöl aftökuskyttunnar. Vildi svo einkennilega til að ná- kvæmlega sama ljóðið kom upp á þýzku (Der Soldat) meðal laga Schu- manns – en því miður með tveim lög- um á milli er torveldaði beinan sam- anburð tónsetninganna. Hitt var auðheyrt að hvorki skorti innlifun í tóntjáningu norska né þýzka söngvasmiðsins. Fór þar raunar ein sterkasta hlið Ágústs þetta kvöld, sannfærandi túlkun á einkum sökn- uði eða þjáningu. Þ.e.a.s. einkum til eyrans, því sviðsframkoman var frekar stirð. Meðal Schumann-lag- anna fór fyrrtalin hlið hans (fyrir ut- an í Der Soldat) á mestum kostum í Der Spielmann, er hvað inntak varð- ar minnti lítinn þann á gamla dæg- urlagatextann um hryggbrotna brúðkaupsmúsíkantinn í Ég vil stilla mína strengi. Eins og eðlilegt má heita voru mestu átökin eftir hlé. Þó hlutfalls- lega minnst í fjór- um sönglögum Schuberts, öllum við háklassísk ljóð Schillers, þar sem ástríðan fór hæst í því síðasta, Sehnsucht – og ekki síður í píanóinu, er næst áður hjó hraustlega undir með píslum ginnungagapsbúa í Gruppe aus dem Tartatus. Resta immobile úr Vilhjálmi Tell Rossinis sagði mér fremur lítið, en aríur Rodrigos úr Don Carlo eftir Verdi báru hins vegar ótvíræð merki um sterka túlkun og hluttekningu með fórnarlambi ömurlegra örlaga. Veitti því ekki af upplyftingunni í sporð- kastandi aukalaginu, Die Forelle eftir Schubert. Miðað við björtu fyrirheitin fyrir fimm árum má kannski segja að til- finningaleg túlkun Ágústs hafi þróazt fram úr tækninni – ef marka má hvað fyrrum heiðrík og opin barýtonröddin virtist nú oft furðu- lokuð og stundum jafnvel ofurlítið klemmd. Í ljóðasönglögunum hefði raddbeitingin mátt vera talsvert blæbrigðaríkari, og nánast eina áberandi dæmið um örveikan styrk (í lok Die Götter Griechenlands e. Schubert) benti ekki til mikillar iðk- unar á því sviði. Textaframburður var sömuleiðis upp og ofan, og þrátt fyrir betri tilþrif í dönsku textunum en gengur og gerist hérlendis vant- aði herzlumuninn í meðferð sér- hljóða. Lipur og vel samstilltur píanóleik- ur Izumi Kawakatsu átti að vísu til að vera í vakrara lagi, en samt ekki til stórskaða. Þrátt fyrir alopinn flygil var hann aldrei of sterkur, og tónninn var að jafnaði mjúkur og fal- legur. Tilfinning umfram tækni TÓNLIST Salurinn Sönglög eftir Grieg, Schumann og Schu- bert; óperuaríur eftir Rossini og Verdi. Ágúst Ólafsson barýton og Izumi Kawa- katsu píanó. Fimmtudaginn 10. nóv- ember kl. 20. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Ágúst Ólafsson ÍSLENSKIR menningardagar standa yfir um þessar mundir í Serbíu, þar sem íslensk list og lista- menn hafa verið kynnt frá því í júní með veglegum hætti í ýmsum borg- um Serbíu, auk tveggja borga í Kos- ovo. Meðal annars var þar haldin ís- lensk kvikmyndahátíð í sumar, auk ljósmyndasýninga, kynninga á ís- lenskum rithöfundum og matar- gerðarlist, tónlist og hönnun. Ráð- gert er að menningardagarnir standi fram í janúar og munu þá samtals tuttugu mismunandi íslensk atriði hafa farið fram í Serbíu í tengslum við þá. Serbía til Íslands Það er Balkankult-stofnunin, sameiginleg menningarstofnun þjóða á Balkanskaga, sem hefur staðið að kynningunni með dyggum stuðningi Actavis, og hyggur hún nú á sams konar kynningu á serb- neskri menningu hérlendis næsta haust undir heitinu Serbneskir menningardagar á Íslandi. Koma hingað ýmsir serbneskir listamenn úr ýmsum geirum, þar á meðal semballeikarinn Smiljka Isakovic og ljósmyndarinn Goranka Matic. Auk þess verður ýmsum samvinnu- verkefnum milli íslenskra og serb- neskra listamanna komið á, og má nefna sem dæmi þýðingar á ritverki ungs, serbnesks skálds yfir á ís- lensku og íslenskar myndlistarsýn- ingar unnar út frá dvöl í Serbíu. Þá er ráðgert að fá hingað til lands viðamikla yfirlitssýningu á serb- neskri myndlist sem ber heitið „On noramality – Art in Serbia from 1989–2001“. Að sögn forsvarsmanna menning- ardaganna, Önu Krstic verkefnis- stjóra og Dimitrije Vujadinovic, for- stöðumanns Balkankult, voru viðtökur við íslensku menningar- dögunum í Serbíu vonum fremri og vonast þau eftir að serbnesku dag- arnir hérlendis geti orðið eins vel heppnaðir. Telja þau að slíkar kynn- ingar geti orðið til aukinna tengsla milli hinna ólíku landa, bæði á sviði menningar sem og á sviði viðskipta. „Margir atburðanna á íslensku menningardögunum hafa vakið mikla athygli í serbneskum fjöl- miðlum, og önnur nágrannalönd hafa óskað eftir að fá nokkra þeirra til sýninga, til dæmis kvikmyndir,“ sagði Ana Krstic á blaðamannafundi sem haldinn var til kynningar á verkefninu í gær, en Dagur Kári Pétursson var einn þeirra lista- manna sem héldu utan í sumar og kynntu verk sín. Skildi fordómana eftir heima Annar var rithöfundurinn Sjón, sem er nýsnúinn heim af stórri bókastefnu í Belgrad, þar sem bók hans, Skugga-Baldur, kom út í ís- lenskri þýðingu Tatjönu Latinovic fyrir tilstilli menningardaganna. Á blaðamannafundinum sagði hann frá reynslu sinni af því að koma til landsins. „Satt að segja kom ég til Serbíu uppfullur af þeim fordómum sem maður hefur, eftir að hafa fylgst með þeim neikvæða fréttaflutningi sem þaðan hefur borist síðustu 14 ár. Fljótlega áttaði ég mig þó á því að maður skilur aldrei hvað hefur gerst nokkurs staðar fyrr en maður hefur talað við fólkið sjálft – venju- legar manneskjur. Ég verð að segja að ég er djúpt snortinn að hafa fengið að kynnast serbnesku lífi á þann hátt,“ sagði Sjón og sagðist ennfremur hafa orðið fyrir sér- stökum áhrifum af myndlistarsýn- ingunni sem fyrirhugað er að komi hingað til lands. „Þetta er sýning á verkum eftir unga myndlistarmenn sem lifðu á þessum erfiðu tímum. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig þeir notuðu tungumál nú- tímamyndlistarinnar til að fást við ástandið sem var í samfélaginu. Og það vakti sérstaka athygli mína að hún snerist minna um pólitík heldur en að varðveislu ákveðinna mann- legra gilda á meðan á þessu stóð. Þessi upplifun öll skipti mig í raun meira máli en þær frábæru per- sónulegu viðtökur sem ég og bókin mín fengu og það sem ég kem fyrst og fremst með í farteskinu aftur heim er að hafa skilið fordóma mína eftir í fluginu frá Belgrad til Ís- lands.“ Menningardagar | Ísland og Serbía með menningarkynningar í báðum löndunum Menningarbrú milli Íslands og Serbíu Morgunblaðið/Ásdís Sjón segir frá upplifun sinni af Serbíu á blaðamannafundi í gærmorgun. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is AFMÆLISHÁTÍÐ verður haldin í Hafnarfirði á morgun í tilefni þess að um þessar mundir eru 40 ár liðin frá stofnun eins þekktasta kórs landsins, Kórs Öldutúnsskóla. Egill Friðleifsson, sem stofnaði kórinn 22. nóvember 1965 og hefur verið stjórnandi hans alla tíð síðan, lætur þá jafnframt af störfum sem aðal- stjórnandi kórsins og færir hann tónkvíslina yfir til Brynhildar Auð- bjargardóttur. „Brynhildur er alin upp hjá mér í Öldutúnsskóla – ég fékk hana til mín sex ára gamla og hún er hér enn. Hún er menntaður tónmennta- kennari, með framhaldsmenntun frá Noregi, þar sem hún starfaði svo í mörg ár. Af því að ég var svo stál- heppinn að fá hana, var ég meira en til í að fela starfið í hennar góðu hendur á þessum tímapunkti,“ segir Egill, sem segir góða kórstjóra ekki á hverju strái og það hver verði eftirmaður hans skipti hann að sjálfsögðu miklu máli. Egill mun þó halda áfram störf- um við skólann í vetur og næsta vet- ur og starfa við hlið Brynhildar að ýmsum verkefnum og ákvarðana- tökum í sambandi við staf kórsins á næstunni, auk þess að leiða þar hinn svonefnda Litla kór, sem skipaður er stúlkum á aldrinum 8–9 ára. „En frá og með laugardeginum verður hún titluð aðalstjórnandi Kórs Öldutúnsskóla,“ segir hann. Vonast til að sjá sem flesta Afmælishátíðin á morgun hefst kl. 15 með tónleikum í Hásölum, þar sem fram koma auk Kórs Öldutúns- skóla ýmsir aðrir hópar sem tengj- ast kórstarfinu; Litli kór, Kór Öldu- túnsskóla-nýliðar, mömmukór og Parísarhópur, svo dæmi séu tekin. Að tónleikunum loknum verður haldið í Öldutúnsskóla, þar sem boðið verður upp á veitingar og myndasýningar frá ýmsum ferða- lögum kórsins gegnum tíðina, en kórinn er einn víðförlasti kór lands- ins, sem heimsótt hefur fjölda landa í fimm heimsálfum. Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og segir Egill hana fyrst og fremst hugsaða fyrir kórfélaga og aðstand- endur þeirra, auk fyrrum kórfélaga gegnum tíðina. „Mér þætti vænt um að sjá sem flesta, ekki síst fyrrver- andi kórfélaga sem mér þætti afar vænt um að væru með okkur og gleddust á þessum degi,“ segir hann. „Persónulega er þetta afar þýðingarmikil stund fyrir mig, ekki bara vegna þess að ég sé að láta af störfum, heldur fæ ég í fyrsta sinn, og væntanlega síðasta líka, þrjú barnabörn til mín. Tvær þeirra eru að klæðast kórbúningi í fyrsta sinn, og ein er í Litla kór, þannig að þetta verður söguleg stund og gaman að enda sinn feril með þessum hætti.“ Tónlist | Egill Friðleifsson lætur af störfum eftir 40 ár Kór Öldutúnsskóla er fertugur og verður því haldin afmælishátíð í Hásölum og Öldutúnsskóla á morgun. Stjórnar þriðja ættlið Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Afmælishátíð Kórs Öldutúnsskóla hefst í Hásölum, Hafnarfirði, á morgun kl. 15. BRESKI leikarinn Simon Callow hefur nýlega gert samning um að taka upp á geisladisk Örsögur eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld. Simon Callow er vel þekktur bæði sem sviðsleikari og kvikmynda- leikari, m.a. hefur hann leikið í myndum eins og Room With a View og Four Weddings and a Funeral. Undan- farið hefur hann komið fram í stóru hlutverki í söngleiknum The Lady in White eftir Andrew Lloyd Webber, sem er um þessar mundir á sviði í London. Hann kemur oft fram með hljómsveitum sem upplesari í verkum eins og t.d. Pétri Gaut eftir Grieg enda vel að sér í klassískri tón- list. Örsögur samdi Hafliði sérstaklega fyrir Northlands-hátíðina 1995, en sú hátíð fer fram árlega í Thurso nyrst í Skotlandi. Verkið byggist á 12 sögum eftir rússneska absúrdistarithöfund- inn Daniil Kharms, sem uppi var í Leningrad frá 1905-1942. Örsögur hafa verið settar á svið víða, m.a. í Skotlandi, Íslandi, Írlandi, Austurríki, Grikklandi, og fyrr á þessu ári í umfangsmikilli uppfærslu hjá Semper Oper í Dresden, þar sem uppselt var á hverja sýningu. Hinn væntanlegi geisladiskur er gerður í samvinnu við Caput, sem þegar hefur tekið upp alla tónlistina, og Credo, sem tekur þátt í að koma geisladiskinum á framfæri. Simon Callow tekur upp Örsögur Hafliði Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.