Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 35 Umhverfisþing, það fjórðaí röðinni, verður haldið ídag og á morgun. Þingiðer vett- vangur til að ræða umhverfis- og nátt- úruvernd og sjálfbæra þróun, eins og segir í náttúruverndarlögum, og að þessu sinni er áherslan á sjálfbæra þróun. Á Umhverfisþingi fyrir fjórum árum voru kynnt drög að nýrri stefnumörkun um sjálfbæra þróun sem ríkisstjórnin sam- þykkti síðan árið 2002. Stefnumörkunin var kölluð Velferð til framtíðar og henni er ætlað að vera rammi utan um starf stjórn- valda á þessu sviði næstu tvo áratugina. Fyrir þinginu sem hefst í dag liggja drög í sautján liðum að megináherslum stjórnvalda um sjálf- bæra þróun fyrir árin 2006–2009. Þessir sautján liðir skiptast í fjóra meginflokka sem eru heilnæmt og öruggt umhverfi, verndun náttúru Ís- lands, sjálfbær nýting auðlinda og hnattræn viðfangsefni. Drögin sem nú liggja fyrir Um- hverfisþingi verða til umræðu þar auk þess sem samtök, stofnanir og einstaklingar geta sent inn skrif- legar athugasemdir við þau fyrir 15. janúar 2006. Drögin, sem ásamt upplýsingum um Umhverfisþing eru aðgengileg á vef umhverf- isráðuneytisins, verða svo endur- skoðuð með hliðsjón af þeim at- hugasemdum sem fram koma og að því búnu mun ég leggja þau fyrir ríkisstjórn. Umhverfisþing og næstu vikur á eftir veita þess vegna öllum landsmönnum einstakt tæki- færi til að koma að og hafa áhrif á stefnumörkun Íslands á þessu mik- ilvæga sviði. Sjálfbær þróun Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér tiltölulega einföld en skyn- samleg viðhorf sem þó hefur stund- um reynst erfitt að halda í heiðri. Með sjálfbærri þróun er átt við að ekki sé gengið svo á gæði náttúr- unnar að komandi kynslóðir standi verr að vígi en við gerum. Sjálfbær þróun er því ein af meginforsendum efnahagslegrar og félagslegrar vel- ferðar. Við Íslendingar þekkjum dæmi þess að gengið hafi á nátt- úrugæði, svo sem með eyðingu skóga og jarðvegs. Mikið verk hef- ur verið unnið á síðustu áratugum, sérstaklega á síðustu árum, til að snúa þessari þróun við, bæði með umfangsmikilli skógrækt og ann- arri uppgræðslu lands. En betur má ef duga skal og mikilvægt er að halda áfram að auka við það starf sem unnið er á þessu sviði. Upplýsingar um endurheimt landgæða eru meðal þess sem lesa má um í lítilli bók, Tölulegar vís- bendingar 2005, sem gefin hefur verið út í tilefni Umhverfisþings og verður kynnt þar. Í henni má finna upplýsingar um þróun margra við- miðana, eða vísa, sem falla undir þá fjóra meginflokka sem nefndir eru hér að ofan. Í Tölulegum vísbend- ingum 2005 sést að flestir vísar sýna mengun innan viðmið- unarmarka og jákvæða þróun í ýmsum umhverfismálum á und- anförnum árum. Má þar sem dæmi nefna loftgæði í Reykjavík, end- urheimt votlendis, stærð friðlýstra svæða, endurvinnslu og ábyrga meðferð úrgangs og skólphreinsun, svo nokkuð sé nefnt. Sumt annað hefur ekki þróast með jafn jákvæðum hætti, svo sem magn úr- gangs á íbúa. Með landsáætlun um með- höndlun úrgangs, sem sett hefur verið fyrir árin 2004 til 2016, er unnið að endurbótum í þessum málum og stefnt að því að draga markvisst úr myndun úrgangs, auka end- urnýtingu og end- urnotkun og minnka magn úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar. Tölulegar upplýs- ingar af því tagi sem er að finna í Tölu- legum vísbendingum 2005 eru mikilvægt tæki og forsenda þess að við getum sett okk- ur mælanleg markmið í umhverfismálum og lagt hlutlægt mat á árangurinn. Umhverf- isráðuneytið mun þess vegna halda áfram að þróa slíka vísa í samvinnu við að- ila innan og utan stjórnkerfisins. Markviss stefnumörkun Umræða um umhverfismál og sjálfbæra þróun á alþjóðavettvangi einkennist oft af svartsýni og vissu- lega er hægt að benda á margt sem ógnar lífsgæðum komandi kyn- slóða. Margt þróast þó einnig með jákvæðum hætti. Í flestum ríkum löndum hefur mengun til dæmis farið minnkandi, sem er bæði já- kvætt í sjálfu sér og gefur einnig vonir um að eftir því sem fátækar þjóðir verða ríkari geti þær hugað frekar að umhverfismálum og dreg- ið úr mengun. Samvinna þjóðanna hefur einnig skilað árangri á ýms- um sviðum, til að mynda í aðgerð- um til verndar ósonlaginu. Þá gefur alþjóðleg stefnumörkun um sjálf- bæra þróun og loftslagsmál vonir um að ríkjum heims muni í þeim efnum einnig takast að vinna saman að sameiginlegum hagsmuna- málum sínum. Á þessum sviðum hafa Íslend- ingar staðið framarlega. Má þar nefna að auðlindir hafsins eru nýtt- ar með skynsamlegum hætti og hvergi í heiminum er notkun end- urnýjanlegrar orku jafn mikil og hér á landi. Við munum áfram leggja lóð okkar á vogarskálarnar til að sem bestur árangur megi nást á alþjóðavettvangi. En þrátt fyrir að við Íslendingar séum í samanburði við aðrar þjóðir að mörgu leyti í öfundsverðri stöðu í umhverfismálum ætlum við okkur að gera enn betur í framtíðinni. Sú markvissa stefnumörkun á sviði sjálfbærrar þróunar sem unnin er hér á landi er mikilvægt tæki til að þetta markmið verði að veruleika. Umræðan sem fram fer á Umhverf- isþingi og í framhaldi þess með að- komu almennings, opinberra aðila, umhverfisverndarsamtaka og ým- issa annarra aðila er veigamikill þáttur í að markmiðin náist. Ég bind miklar vonir við þá vinnu sem framundan er og vonast til að sem flestir landsmenn nýti sér þennan lýðræðislega vettvang og taki þátt í að móta stefnu Íslands til næstu ára um sjálfbæra þróun. Umhverfisþing – lýðræðislegur vettvangur til stefnumótunar Eftir Sigríði Önnu Þórðardóttur Sigríður Anna Þórðardóttir ’Umhverfisþingog næstu vikur á eftir veita þess vegna öllum landsmönnum einstakt tæki- færi til að koma að og hafa áhrif á stefnumörkun Íslands á þessu mikilvæga sviði.‘ Höfundur er umhverfisráðherra. ar sem og al- erða verða g tvær. num tt- hnatt- m sjón- ið yfir á landi egum verf- erf- ún mun fjallar um þróun umhverfisvísa á Ís- landi í ljósi þess sem er að ger- ast í Evrópu. Mynd af þróun mála Að sögn Huga Ólafssonar, skrif- stofustjóra í umhverfisráðuneyt- inu, munu á þriðja hundrað manns sækja Umhverfisþingið, víðs vegar að úr samfélaginu. „Þarna verður mjög fjölbreytt dagskrá og vonandi forvitnileg fyrir ýmsa, en megintilgang- urinn er að reyna að gefa mynd af þróun mála á Íslandi, bæði hvað varðar umhverfismál og auðlindanýtingu og annað sem viðkemur sjálfbærri þróun,“ seg- ir Hugi og bætir við að bæði sé reynt að gefa sæmilega glögga mynd af ástandinu nú og skapa umræðu um forgangsverkefni á næstu árum. „Megintilefni þings- ins er umfjöllun um stefnumörk- un stjórnvalda um sjálfbæra þró- un, sem sett var fram árið 2002 og gildir til 2020. Í því felst ekki að við teljum að við getum séð þróun mála og skilgreint öll verkefni fram til þess tíma, heldur er þetta tímabil hugsað sem rammi, en við höfum skil- greint sautján markmið í því skyni.“ Hugi segir hér í fyrsta sinn farið yfir þessi markmið, en ráðuneytið gefi út ritið „Tölu- legar vísbendingar 2005“ til að gefa yfirlitsmynd af ástandinu. „Þar eru sextíu vísar um ástand umhverfisins og álag á náttúru og auðlindir og viðbrögð stjórn- valda,“ segir Hugi. „Þarna reyn- um við að gefa sæmilega skýra mynd um stöðu mála nú og hvernig þróunin hefur verið á síðastliðnum árum, svo við sjáum hvort okkur miðar í rétta átt eða ekki og hvort við séum að ná settum markmiðum. Þarna verða líka lögð fram drög að megináherslum stjórnvalda inn- an þessara sautján markmiða fyrir árin 2006–2009.“ g á morgun um tekin og stefnan kynnt lægð í kjölfar hryðjuverkanna ber 2001 og voru þeir yfir ð 2004. Að sögn umhverfisráðu- r þessi fjölgun í senn vísbending arafl íslenskrar náttúru og m mikilvægi þess að búa svo í helstu náttúruperlur landsins ki vegna aukinnar umferðar Þetta má sjá þegar skoðaðar yfir heildarfjölda gistinátta eftir m, en langstærstur hluti ferða- ir á höfuðborgarsvæðinu, Norð- tra og Suðurlandi. Ójöfn dreif- anna getur leitt til mikils álags á rðamannastaði og gefur þetta endingu um vannýtta möguleika ustu á öðrum svæðum. Þá hefur m landvarða og sjálfboðaliða á hverfisstofnunar fjölgað gríð- ðustu árum, enda hefur upp- rið mikil og áhersla verið lögð á dvörslu. vaxandi en lúða hverfur má skýrsluna hefur umfang end- votlendissvæða vaxið mjög á m, eða úr nokkrum tugum hekt- 96 í tæpa 500 hektara árið 2005. hlutfall votlendis nemur um votlendi sem var á íslandi við Á tilteknum stöðum hefur verið ndurheimt votlendis með því að framræsluskurði. Þá kemur pnastofninn náði lágmarki árið fur síðan vaxið mjög og veiðiþol t verulega. Er ástand rjúpna- ú, að mati umhverfisráðuneyt- ræmi við þær væntingar sem gerðar voru til tímabundinnar friðunar árið 2003. Þá hefur haförninn dafnað vel síðustu árin og eru nú talin um 65 fullorðin pör við strendur landsins. Í skýrslunni er einnig farið yfir lifandi auðlindir hafsins. Þar kemur fram að við- miðunarstofn þorsks hefur stækkað úr 600.000 tonnum í 760.000 tonn síðustu fimm ár. Þá hefur áhersla á netaveiðar minnkað en botnvarpa og lína gegna nú meginhlutverki í þorskveiðum. Grálúðuafli á sóknareiningu er hins vegar í sögulegu lágmarki og gefur það til kynna afar slæma stofnstærð grálúðunnar. Sauðfé hefur fækkað úr rúmum 800.000 fjár árið 1980 í um 450.000 fjár árið 2002. En á sama tíma hefur hrossum fjölgað. Þótt hross séu enn margfalt færri en sauðfé, eða innan við 100.000, geta þau hins vegar gengið afar nærri landi vegna þess hve þung þau eru og hversu naumt og mikið þau bíta. Þá má í skýrslunni sjá gríðarlega aukningu í gróðursetningu trjáa á níunda áratugnum og eru nú gróð- ursettar í kringum fjórar milljónir trjá- plantna á ári. Landgræðslusvæði eru mörg og vinnur Landgræðsla ríkisins að því að end- urheimta, varðveita og bæta við þær auð- lindir sem fólgnar eru í jarðvegi og gróðri landsins og tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Niðurstöður rannsókna á jarðvegs- rofi sýna hraðfara jarðvegsrof á um 17% landsins. Verkefnið „Bændur græða land- ið“, sem er samvinnuverkefni Landgræðsl- unnar og bænda um uppgræðslu heima- landa, fór af stað um árið 1990 og hafa bændur tekið mjög virkan þátt í því. Eru þátttakendur nú rúmlega fimm hundruð talsins. Innlend orka atkvæðamikil Orkunotkun á hvern íbúa á Íslandi er mikil í samanburði við aðrar þjóðir. Þar má m.a. nefna orsakaþætti eins og kalt loftslag og dreifða byggð, sem krefjast mikillar orku til húshitunar og samgangna. Þó skiptir einnig verulegu máli að sumir atvinnuvegir þjóðarinnar, s.s. fiskveiðar og stóriðja eru mjög orkufrekir. Innlend orka, þ.e.a.s. jarðvarmi og vatnsorka nema um 70% af heildarorkunotkun landsmanna og hefur notkun hennar farið mjög vaxandi undan- farið með tilkomu aukinna umsvifa áliðn- aðar. Að sama skapi hefur notkun inn- fluttrar orku aukist stöðugt, en þó hefur hægt á henni undanfarin ár. Jarðhiti hefur vaxið mest sem orkugjafi frá árinu 1990, en nú eru um 54% allrar orku sem Íslendingar nota fengin úr jarðvarma. Olía er um 25% og vatnsorka 18%. Þá eru kol um 3% af orkunotkun Íslendinga. Olíunotkun hefur minnkað um sjö prósentustig frá 1990. Um tveir þriðju af raforku Íslands fara til stór- iðju. Í skýrslunni er enn fremur rakin batn- andi meðhöndlun úrgangs, en endurvinnsla hefur tvöfaldast frá árinu 1995. Urðun skipar þó enn langstærstan sess í förgun úrgangs. En þótt urðaður úrgangur hafi ekki minnkað mikið, hefur verið gerð mikil bragarbót á meðhöndlun þess úrgangs sem er urðaður. Stöðum þar sem brennsla er opin hefur verið næstum útrýmt, enda hef- ur slík brennsla í för með sér myndun afar óheilnæmra efnasambanda. sar segja góðar fréttir Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.