Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN N ú er kvennafrídag- urinn um garð genginn og lífið komið í sinn „eðli- lega“ farveg og hversdagurinn tekinn við. Bráð- um verður þessi stóri dagur orð- inn að sagnfræðilegum viðburði, eins og hinn kvennafrídagurinn þrjátíu árum fyrr. Bráðum verð- ur erindi dagsins orðið að minn- isvarða um hugsjónir, minning um löngun í það sem ekki fæst. Sá illi grunur hefur læðst að mér að nákvæmlega svona verði þetta. Sá illi grunur hefur sest að í mér að kvennafrídagarnir eigi eftir að verða fleiri. Sá illi grunur hefur skotið rökstuddum rótum í huga mér að jafn sjálfsögð þjóð- þrif og launajafnrétti náist ekki, vegna þess að þegar á hólminn er komið hafi þeir sem um þau mál véla annaðhvort ekki áhuga á því að launajafnrétti verði að veru- leika eða ekki döngun í sér til að láta það verða að veruleika. Forsíðufrétt Morgunblaðisins í fyrradag undirstrikar það að er- indi þessa dags er sumum „þægi- lega“ gleymt og grafið. ASÍ og Samtök atvinnulífsins hafa fyrir tilstilli og íhlutun ríkisstjórn- arinnar komist að samkomulagi um að kjarasamningar haldi; kjarasamningar sem gera at- vinnuvegunum mögulegt að borga konum umtalsvert lægri laun en körlum. Og fantagóð ljós- myndin með fréttinni segir auð- vitað allt: Fimm karlar að dást að samkomulaginu sínu. Rammi til hliðar: punktar, upptalningin á framlagi ríkisstjórnar, ASÍ og SA á þeim liðum sem liðkuðu fyrir því að samkomulag náðist og samningar halda. Ekki stakt orð um það hvernig þessir kappar ætla að útrýma kynbundnum launamun, sem samkvæmt nið- urstöðum rannsókna er 14–17%. Kynbundni launamunurinn er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til þátta eins og starfsaldurs, menntunar, vinnutíma og slíkra þátta, munurinn sem eingöngu verður skýrður með því að sumir eru karlkyns og aðrir eru kven- kyns. Það er eins og mig minni að það sé lögbrot að mismuna fólki í launum eftir kyni, en samt við- gengst þessi munur, og nákvæm- lega ekkert sem bendir til annars en að hann lifi góðu lífi í önnur 30 ár, fram að næsta kvennafrídegi. Segjum sem svo að það verði fyrsta skref að útrýma kyn- bundna launamuninum. Þá er all- ur hinn launamunurinn eftir; – launamunur sem orðinn er til vegna þess að samfélaginu þykir það verðugra starf að ala upp peninga en að ala upp börn, merkilegra að víxla með pappíra en að hlynna að öldruðum, stór- fenglegra að vinna mikið og vera ætíð reiðubúinn þegar vinnan kallar til þess að fá há laun en að vilja snæða kvöldverð með fjöl- skyldu sinni og eiga tíma fyrir frístundir. Guð má vita hvað það tekur marga kvennafrídaga á 30 ára fresti að jafna þann launa- mun – heildarlaunamuninn, sem er ríflega önnur 15% ofan á þann kynbundna. Ég er handviss um að ein- hverjum finnst þetta óþarfa svartsýni og svartagallsraus, en ég spyr hvar ummerki sjáist um að raunverulegur vilji sé til þess að stöðva þessi mannréttinda- brot. Það var raunalegt að horfa á forsætisráðherra þjóðarinnar á tali við ungu konurnar sem færðu honum konukrónuna um daginn, með þeim orðum að útrýma þyrfti launamun kynjanna. Í krónuna vantaði sneið sem sam- svarar hlutfallslega þeim 35% mun sem rannsóknir sýna að séu á heildarlaunum karla og kvenna á Íslandi. Pínlegt að heyra það skreppa – örugglega alveg óvart – út úr forsætisráðherra við það tækifæri að þær sneru þessu öllu við. Við hvað átti forsætisráð- herra eiginlega? Hvers vegna í ósköpunum þurfti hann að gera lítið úr frómri ósk ungra kvenna um að þær nytu lögvarins réttar síns? Vegna þess að innst inni er honum nákvæmlega sama hvort þær njóta jafnréttis til launa á við karlmenn? Óneitanlega hljómaði þessi rós hans þannig, þótt hann væri fljótur að draga í land og segjast vita allt um málið og að það þyrfti að leiðrétta. Það var ekki mjög trúverðugt. Og samflokksmaður hans, landbúnaðarráðherrann, sem vís- aði konum kurteislega „bak við eldavélarnar“, – er hann trúverð- ugur málsvari launajafnréttis? Eða er það kannski utanrík- isráðherra, fyrrverandi fjár- málaráðherra, sem reddar mál- unum fyrir kvenfólkið, maðurinn sem sagði að jafnréttismál væru „gervimál“? Ég held að við getum alveg gleymt því að þeir sem okkur stjórna hafi nokkurn áhuga á launajafnrétti, og sorglegt er að það sama virðist eiga við um svo- kallaða aðila vinnumarkaðarins. Eða er ríkissaksóknari kannski að undirbúa málshöfðanir fyrir hönd kvenþjóðarinnar? Það var líka dapurlegt, nokkr- um dögum eftir kvennafrídaginn, er slagurinn í prófkjöri stærsta stjórnmálaflokks landsins stóð hvað hæst, að enginn þeirra fjöl- mörgu frambjóðenda sem áttu ekki nógsamlega sterk orð til að lýsa eigin ágæti skyldi muna eftir kröfunni um launajafnrétti. Hald- iði að frambjóðendur hinna flokk- anna muni standa sig betur? Það var skerandi tómahljóð í heitunum sem stjórnmálamenn, þar með talinn borgarstjóri, gáfu á kvennafrídaginn. Þetta fólk hef- ur sannarlega haft ærin tækifæri til að koma þessu réttlætismáli í viðunandi horf, en hefur heykst á því, og mun heykjast á því í önn- ur 30 ár ef fram heldur sem horf- ir. „Við þurfum byltingu,“ sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, fulltrúi kvennahreyfingarinnar, í glimrandi stemmningu á kvenna- frídaginn. Er eftir einhverju að bíða? Eða voru 50 þúsund konur sem mættu í bæinn á kvenna- frídaginn kannski bara að grín- ast? Lögbrotið viðgengst Ég held að við getum alveg gleymt því að þeir sem okkur stjórna hafi nokkurn áhuga á launajafnrétti. VIÐHORF Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is AÐILDIN að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES) hefur haft af- gerandi áhrif á þróun íslensks þjóð- félags. Fyrst og fremst með almennri frelsisvæðingu atvinnulífs- ins sem losað var undan oki marg- víslegra hafta, en einnig með stór- auknu samstarfi við Evrópumenn á ýmsum sviðum, svo sem í við- skiptum, vísindum, menntun og á menningarsviðinu. Áhrif Evrópu- samvinnunnar teygja sig núorðið til flestra sviða þjóðfélagsins og hafa leitt til grundvallarbreytingar á ís- lenskri þjóðfélagsgerð, til að mynda hvað varðar umhverfisvernd, mat- vælaeftirlit og vinnuréttarmál svo dæmi séu tekin af nokkrum ólíkum sviðum. Það gefur því augaleið að ein frumforsenda þess að skilja inn- lenda samfélagsþróun undanfarin ár felst í að rannsaka og skoða hvernig Evrópuvæðingin hefur haft áhrif hér á landi. Þetta hef- ur því miður verið van- rækt mjög, en svo virð- ist sem þraskennt stappið um hugsanlega Evrópusambandsaðild hafi í raun komið í veg fyrir að áhrif Evr- ópuvæðingarinnar á ís- lenskt samfélag hafi verið rannsökuð með kerfisbundnum hætti. Þess í stað hafa sumir stjórnmálamenn frekar viljað draga upp þá mynd af stöðu okkar í Evrópusamrunann sem hentar þeirra eigin afstöðu til ESB-aðildar. Misvísandi svör utanríkisráðuneytis Dæmi um þetta eru ólík svör tveggja utanríkisráðherra um hlut- fall þeirra Evrópureglna sem rata inn í íslenskan rétt. Árið 2003 full- yrti Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, að í gegnum EES- samninginn þyrftum við Íslendingar að yf- irtaka 80% af reglu- gerðaverki ESB. Tveimur árum síðar sagði nýr utanrík- isráðherra, Davíð Oddsson, að þetta hlutfall væri aðeins 6,5%. Þetta mikla mis- ræmi vekur ekki síst athygli fyrir þær sakir að báðar tölurnar koma frá sama utan- ríkisráðuneyti í samfelldri tíð sömu ríkisstjórnar. Í stuttri rannsókn undirritaðs sem nýlega var birt í ráðstefnuritinu Rannsóknir í fé- lagsvísindum VI kemur í ljós að hvorug hlutfallstalan gefur rétta mynd af tengslunum við ESB. Þegar búið var að útiloka að nokkuð hafi breyst í rekstri EES- samningsins sem getur útskýrt Áhrif Evrópu á íslenskt þjóðfélag Eiríkur Bergmann Einarsson fjallar um Evrópumál Eiríkur Bergmann Einarsson NÆSTKOMANDI laugardag, 19. nóvember, verður haldið íbúaþing í Lindaskóla í Kópavogi. Til umræðu eru öll helstu mál sem varða þjón- ustu og þróun bæjarins. Íbúaþingið er fyrst og fremst vettvangur þar sem verið er að hlusta á sjónarmið og hugmyndir íbúa og tekur dag- skráin mið af því. Þátttakendur vinna með hlutlausu fagfólki að því að skrá og ræða hin ýmsu mál, t.d. mál sem varða einstök hverfi eða skipulag bæjarins í heild, sam- félagsleg málefni, skólamál og áherslur í menningarmálum eða hvað eina annað sem íbúar vilja tjá sig um. Kópavogsbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að halda íbúaþing en það var í febrúar 2001. Fjölmargar af þeim hugmyndum sem þar voru ræddar hafa síðan komið til fram- kvæmda. Ráðgjafarfyrirtækið Alta hefur umsjón með þinginu en það hefur stýrt íbúaþingum víða um land. Eins og margir þekkja er oft hætta á því að dæmigerðir borg- arafundir einkennist af formlegum umræðum þar sem fáir taka til máls. Íbúaþing er allt annars konar vett- vangur, þar sem skapast lifandi um- ræða sem allir geta tekið þátt í. Eftir skemmtilegan dag liggja síðan fyrir miklar upplýsingar og verða helstu skilaboð þingsins kynnt þriðjudags- kvöldið 22. nóvember kl. 20.00 í Lindaskóla. Þar mun Alta varpa ljósi á þær hugmyndir sem íbúar hafa um framtíðarþróun Kópavogs. Bæj- arstjórn mun síðan vinna frekar úr skilaboðum þingsins, meðal annars við endurskoðun aðalskipulags og Staðardagskrár 21. Íbúaþing byggist á aðferðafræði sem er skilvirk leið til að hafa sam- ráð við íbúa um stefnumótun, skipu- lag eða önnur viðfangsefni sveitarfé- laga. Aðferðin sem notuð er við íbúaþing er kölluð „samráðs- skipulag“, sem er þrautreynd hug- myndafræði. Hvað er samráðsskipulag? Samráðsskipulag er aðferð sem beitt er til þess að virkja fólk til ákvarðanatöku. Aðferðin gefur yf- irsýn yfir hug íbúa til tiltekins við- fangsefnis á skömmum tíma þar sem íbúum gefst kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Þannig gefast öllum sem þess óska, jafnt íbúum, fagfólki sem og öðrum hags- munaaðilum jafnir möguleikar til þess að leggja sitt af mörkum til mót- unar skipulags eða tiltekinnar starf- semi sveitarfélags. Hvað er samráð við íbúa? Almennt er samráð við íbúa eða þátttaka almennings og hags- munaaðila skilgreind sem ferli þar sem einstaklingum og samtökum er gefið tækifæri til þess að vera virkir þátttakendur í stefnumótun og ákvarðanatöku. Hvað er íbúalýðræði? Í stuttu máli felst íbúalýðræði í því að bjóða upp á möguleika til að hafa áhrif á umræðu, hvaða verkefni ber að leysa og þá hvernig. Í því felst að auka lýðræði með því að auðvelda íbúum aðgang að stofnunum og ákvarðanaferli í stjórnskipan. Hvað hefur áunnist frá íbúaþingi 2001? Allmargt hefur áunnist síðan þá og margar góðar ábendingar og hug- myndir um betra samfélag af því þingi verið nýttar. Meðal þess sem framkvæmt hefur verið má nefna; 30 km hraðatakmarkanir við skóla og leikskóla bæjarins svo og í húsa- götum Bætt íþróttaaðstaða s.s. ný sundlaug, fim- leikahús og knatthús Íbúðarhverfi skipu- lögð sem sjálfbærust Stígakerfi sem fylgir þróun byggðar Hvers vegna íbúa- þing 2005? Senn líður að end- urskoðun að- alskipulags og Stað- ardagskrár 21 fyrir Kópavog. Hlutverk íbúaþingsins núna er að fá fram sem flestar skoðanir og hugmyndir bæj- arbúa og hagsmunasamtaka til að nýta sem grunn fyrir ofangreinda vinnu. Málefni íbúaþingsins Málaflokkar þingsins skiptast í eftirfarandi fjóra flokka: skipulag og umhverfi samfélag og bæjarlíf sóknarfæri í atvinnumálum ungt fólk í Kópavogi. Hugmyndum komið á framfæri Á íbúaþingi eru notaðar tvær meg- in aðferðir við að koma hugmyndum á framfæri á óformlegan og einfald- an hátt. Annars vegar skrifa þátttak- endur hugmyndir og skoðanir á ómerkta miða sem skilað er inn og unnið úr upplýsingum. Hverjum og einum er heimilt að skila inn eins mörgum miðum og hann óskar en það má bara vera eitt atriði á hverj- um miða. Hins vegar er unnið í skipulagshópum. Þar er sest yfir kort af bænum eða ákveðnum bæj- arhlutum og hugmyndum komið inn á kortagrunn með aðstoð skipulags- fræðinga og arkitekta. Barnagæsla og veitingar Þátttakendum verður boðið upp á ókeypis barnagæslu á meðan þingið stendur yfir. Einnig verður boðið upp á ókeypis hressingu. Úrvinnsla Að íbúaþingi loknu setjast sér- fræðingar ráðgjafarfyrirtækisins Alta yfir afrakstur þingsins, flokka hugmyndir og setja upp á sem skýr- astan hátt. Niðurstöður kynntar Þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20.00 verða niðurstöður íbúaþings kynntar í Lindaskóla. Allir áhuga- samir eru hvattir til að mæta. Kópavogur framtíðarinn- ar – íbúaþing í Kópavogi Gunnsteinn Sigurðsson og Margrét Björnsdóttir fjalla um íbúaþing, sem Kópa- vogsbúum er boðið til ’Þegar vilji íbúa erkominn fram tekur við næsta ferli þar sem nið- urstöðurnar verða nýtt- ar í vinnu við endur- skoðun aðalskipulags og Staðardagskrár 21 fyrir Kópavog.‘ Gunnsteinn Sigurðsson Margrét Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.