Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ STANDA fyrir dyrum mikl- ar breytingar á skólakerfinu ef menntamálaráðherra tekst að koma því á að stytta framhalds- skólann um eitt ár. Ég hef verið á báðum áttum frá því að ég heyrði af þessu fyrst en er endanlega búin að gera upp hug minn núna eftir umræður síð- ustu vikna og að síðustu viðtal við menntamálaráðherra í Morg- unblaðinu sl. fimmtudag, 10. nóv- ember. Þar sem að ég hef starfað sem grunnskólakennari í 15 ár skoða ég gjarnan allar umræður um skólakerfið sem kennari og nú þarf ég líka að taka afstöðu sem foreldri, því að þessar breytingar koma til með að hafa áhrif á skóla- göngu yngstu dóttur minnar. Fyrst og fremst hvet ég alla sem áhuga hafa á þessu málefni að lesa vel fyrrgreint viðtal við Þor- gerði Katrínu og gaumgæfa aðeins sum svörin hjá henni. Eftir lestur viðtalsins komu upp í hugann nokkrar spurningar sem mig lang- ar að deila með ykkur. Í byrjun velti ég því fyrir mér hvernig grunnskólinn ætlar að bregðast við þessum breytingum? Nú á samkvæmt Þorgerði að flytja niður í grunnskólana töluvert af námsefni framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra vill nýta all- an þann aukna tíma sem var sett- ur til grunnskólanna til þess að kenna nýtt efni. Er grunnskólinn tilbúinn í þann slag? Eru grunn- skólakennarar með menntun til að kenna efni framhaldsskól- anna? Eru framhalds- skólakennarar tilbúnir að kyngja því að hægt sé með 15 eininga framhaldsnámi að fá sömu réttindi og þeir vinna sér inn með 60– 90 eininga há- skólanámi? Var það alltaf stefn- an að þvinga grunn- skólana til að kenna framhaldsskólanáms- efni í þeim tímum sem bætt var við skólaárið? Átti ekki að nýta þann tíma til annars konar skóla- starfs, s.s. útikennslu, fleiri skoð- unarferða auk annarrar óhefð- bundinnar kennslu? Ég man ekki betur en að umræðan hafi verið í þeim anda. En nei, ekkert svoleið- is húllum hæ lengur, nú skal setið enn fastar við borð og auknu námsefni troðið niður með tíma- þjöppu. Er það rétt hjá mennta- málaráðherra eins og hún segir í viðtalinu, að meginhluti „þess námsefnis sem talað er um að færa sé þegar verið að kenna í grunnskólunum“. Eru grunnskóla- nemendur í unglingadeildum al- mennt að læra efni úr framhalds- skóla? Ennfremur hnaut ég um sam- anburð ráðherra við tímafjölda í skólum á Íslandi ann- ars vegar og á hinum Norðurlöndunum hins vegar. Nú finnst mér við komin í hring. Við höfum árum saman verið með minnimátt- arkennd gagnvart öðrum þjóðum þegar hefur komið að um- ræðu um tímafjölda á skólaári. Það er kom- inn tími til að hætta að skæla. Við erum komin nánast í efsta sæti og ættum við ekki að vera ánægð með það? Eig- um við ekki bara að halda okkur þar og vera einu sinni öðrum Norðurlandaþjóðum fremri og veita börnunum okkur betri og lengri skólagöngu en hinar þjóð- irnar? Það þýðir ekkert að vera að streða í mörg ár að reyna að ná í skottið á hinum og klippa það svo af þegar við höfum loksins náð því. Ég vil ennfremur vekja athygli á svörum ráðherra varðandi vinnu ungmennanna með skólanum. Þar kemur fram óbilandi trú hennar á íslenska æsku sem er gott. Hinu má þó ekki gleyma að með auknu námsefni á styttri námstíma hlýt- ur tími ungmennanna utan skóla að skerðast. Þar með tími til vinnu. Menntamálaráðherra var þó viss um að unga fólkið mundi vinna jafnt sem áður, kemur það ekki niður á námsárangri? Ekki má heldur gleyma þeim nemendum sem eiga við einhverja erfiðleika að etja. Hvernig fer fyr- ir lesblindu nemendunum sem þurfa að fara enn hraðar yfir námsefnið? Hvernig fer fyrir þeim sem þurfa að hafa meira fyrir náminu en aðrir? Á alveg að loka augunum fyrir því að þriggja ára skólaganga með auknu lesefni á hverju námsári hlýtur að skerða möguleika þeirra að fylgja fé- lögum sínum eftir. Hvað með þátt list- og verkgreina? Verður það ekki eins og venjulega, skorið nið- ur í þeim greinum, bæði vegna kostnaðar og hve tímafrekar þær eru? Ráðherra hefur nefnt að háskól- inn eigi að fá aukið fjármagn það ár sem tvöfaldur árgangur útskrif- ast úr framhaldsskólum. Heldur hæstvirtur ráðherra virkilega að hægt sé að taka þetta trúanlegt? Með allri virðingu fyrir orðum hennar, þá trúi ég ekki á slíkar „slumpreddingar“ og trúi því held- ur ekki að hún geti staðið við þessi orð því það eiga eftir að vera a.m.k. einar kosningar fram að þessum tíma og engan veginn öruggt að hennar menn sitji áfram við stjórnvölinn árið 2012. Ekki síst er ég ósátt sem for- eldri þar sem yngsta dóttir mín fær styttri menntun heldur en eldri börnin mín. Velji hún að fara í framhaldsnám á hún hugsanlega eftir að vera með fólki í námi sem hefur lært einu ári lengur en hún. Er þetta sanngjarnt og hvernig ætla háskólarnir að taka á þessu? Kemur hún til með að þurfa að taka einhvers konar uppbót- arnámskeið þegar og ef hún fer í háskóla? Eða ætla háskólarnir að húrra niður inntökuskilyrðunum um heilt ár, árið 2012? Mikið væri ég fegin ef þetta væri einhver misskilningur hjá mér. Ég skora á kennara á öllum skólastigum svo og foreldra að láta í sér heyra um þetta mik- ilvæga málefni. Ágætu kennarar og foreldrar Sigríður Wöhler fjallar um breytingar á grunnskólakerfinu Sigríður Wöhler ’Ég skora á kennara áöllum skólastigum svo og foreldra að láta í sér heyra um þetta mik- ilvæga málefni.‘ Höfundur er grunnskólakennari og háskólanemi. SEM KUNNUGT er eru nú fyr- irhugaðar breytingar á starfs- tilhögun íslenskra framhaldsskóla. Grunnhugmynd þessara breytinga er stytting náms til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Hér liggja lyk- ilatriði þessa máls. Í grunninn er þetta ráð- stöfun í nafni hagræð- ingar og hagkvæmni, 25% minni tími gæti þýtt 20% færri nem- endur, 15% færri kenn- ara og 10% minni kostnað þegar upp er staðið. Þeir sem tala fyrir þessum breyt- ingum láta sem svo að með þeim sé blásið til sóknar fyrir íslenska framhaldsskóla. Þessi málflutningur stenst ekki. Það er enginn einn þáttur sem hefur meiri áhrif á þann ár- angur sem næst með námi en sá tími sem í það er varið. Styttri tími þýðir lakara nám og verri árangur. Svo einfalt er það og þegar því er haldið fram að gæði og árang- ur náms standi í öfugu hlutfalli við þann tíma sem í það er varið er það í besta falli grátbroslegt. Það gladdi þann sem þessar línur skrifar að sjá lesendabréf í Morgunblaðinu sunnu- daginn 13. nóv. sl. frá mínum gamla meistara á Egilsstöðum Vilhjálmi Einarssyni. Þar talar maður með hálfrar aldar reynslu af íslenskum framhaldsskólum, – þar talar maður sem veit hvað þarf til að standa sig í stórum heimi og þar talar maður af skynsemi og víðsýni. Eitt er það í þessari skólaumræðu sem ég sakna sárlega. Það er sá hluti skólans sem ekki lýtur að hinum mælanlegu þáttum í starfi hans. Þættir sem enginn virðist þora að ræða þó þeir séu mikilvægari en allt. Hvaða hlutir skyldu nú það vera? Jú, það er m.a. námið sem ekki lýkur með lokaprófi og ekki verður tölu- sett, samvera vina og jafningja, bræðralag kennara og nemenda, hvíldin frá fjölskyldum og frelsið frá atvinnulífinu. Kennslustundirnar sem hafa eigið gildi burtséð frá próf- um, titlum og réttindum. Engir eru betur fallnir til að verja ungmenni skakkaföllum og ógnum samtímans en íslenskir framhaldsskólar. Þetta hlutverk skólanna hefur aldrei verið mikilvægara. Í þessari umræðu um tæknilega og mælanlega þætti ís- lenskra framhaldsskóla hefur gleymst að skólarnir hafa eigið gildi. Þeir hafa að hluta til réttlætinguna fólgna í sjálfum sér. Frá fyrstu tíð hafa staðið á skóla kröfur að þeir að- lagi sig því samfélagi sem þeir starfa í. Það hljóta skólar að gera. Annars fer illa. Verra er þó ef skólar eiga sér ekkert eigið líf og til- vera þeirra snýst um það eitt að elta ófyr- irsjáanlegar og tilvilj- anakenndar sveiflur í atvinnu, efnahag og samfélagi. Um þann skóla mætti e.t.v. segja að hann væri verri en dauður. Nýlega lét mennta- málaráðherra Þorgerð- ur Katrín Gunn- arsdóttir hafa eftir sér að sá stjórnmálamaður sem ekki þyrði að taka erfiðar ákvarðanir ætti að snúa sér að ein- hverju öðru. Af orðum hennar mátti ráða að hún sjálf væri ekki þeirrar gerðar. Það er nú það. Menntamálaráðherra gæti þurft að sýna talsvert hug- rekki. Það gerir hún með því að brjótast út úr því fangelsi eigin orða og aðstæðna sem hún hefur lent í og draga til baka hugmyndir um stytt- ingu náms til stúdentsprófs. Það væri skynsamlegt og væri órækur vitnisburður um hugrekki. Þorgerði yrði strítt, – sumir pólitískir and- stæðingar og hugsanlega einhverjir starfsmenn í ráðuneytinu mundu hamast á henni en um leið eignast hún trausta bandamenn í hópi nem- enda og kennara. Þorgerður Katrín gæti þá sagt einsog Franklin Delano sagði einhvern tímann „það eru allir á móti mér nema kjósendur“. Ég óttast að ráðherra muni ekki þiggja þau ráð sem hún nú fær. Ég óttast ennfremur að hún muni keyra þetta eymdarmál áfram af fullri hörku. Ekki vitnar það um víðsýni eða framsýni. Og ekki vitnar það um hugrekki. Sjálf hefur hún bent á hvert hinir huglausu ættu að snúa sér. Að eiga réttlæt- inguna í sjálfum sér Björn Vigfússon fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs ’Sjálf hefur húnbent á hvert hinir huglausu ættu að snúa sér.‘ Björn Vigfússon Höfundur er kennari við Menntaskólann á Akureyri. TVEIR þekktir menn úr við- skipta- og efnahagslífi þjóðfélags- ins sáu þann kost vænstan að rita saman grein í Mbl. sl. sunnudag undir fyrirsögninni „Á ref- ilstigum?“ Tilefni greinar þeirra var Reykjavíkurbréf blaðsins sunnudaginn viku áður. Fæðing og væðing Þeir Jónas H. Ha- ralz fv. bankastjóri og Jóhann J. Ólafsson stórkaupmaður settu fram þá spurningu, hvort við Íslendingar værum hugsanlega að ganga í gegnum svipað ribbaldaskeið ungs kapítalisma og Banda- ríkin gerðu í byrjun 20. aldar, þá Svíar og svo Rússar og fleiri þjóðir sem brotist hafa undan áþján komm- únismans á síðustu ár- um. „Ef í þetta stefnir, hvað er þá til ráða?“ spurðu þeir. Greinarhöfundar lýstu einnig efasemdum sínum gagnvart strangri og umfangsmikilli löggjöf hér. Hefðu vænst þess að ný fyr- irtæki spryttu upp og skákuðu þeim sem ætluðu að misnota að- stöðu sína, að ævintýramennsku lyktaði með skellum og brot á trúnaðartrausti hefndi sín. Þeir höfðu áhyggjur af því að sjálfs- lækning gæti tekið langan tíma og yrði síður en svo þrautalaus. Verst, að greinarhöfundarnir lögðu ekki í að setja fram, svo sem eina fastmótaða skoðun á því hvernig þeir brygðust við, mættu þeir ráða sjálfir. Staðreynd er, að hér á landi hefur viðgengist óheilbrigt við- skipta- og efnahagslíf um áratuga skeið. Ástæðurnar eru margar, en sú helst, að þjóðlífið hefur verið fastskorðað í ótal hólf opinberrar stjórnsýslu. Ekki bara í verslun og viðskiptum, heldur einnig í sér- hverjum þætti þeirra lífsfyr- irbæra, sem einstaklingur verður að hafa svigrúm til að njóta ef sæmileg úrlausn á að fást í sam- skiptum „þings og þjóðar“. Skoðun einstaklings á því hvað heilbrigt er og sjúkt í mannlegu lífi er ávallt mótuð af samanburði. Okkur Íslendinga skortir ekki samanburðinn og berum okkur sí- fellt saman við aðrar þjóðir, sem hafa mótast með öðrum hætti. Flest er okkur andstætt í þeim samanburði. Þess vegna erum við í sífelldri baráttu – innst sem yzt – í stöðugum víxláhrifum af því umhverfi sem við lifum og hrær- umst í. Og þar sem við teljum (þar til við vitum betur), að sálarlífið hefjist við fæðingu, byrja sam- stundis fyrstu kynni einstaklingsins af þeirri veröld, sem bíður hans. Þess er enginn kostur að sanna, hver huglæg áhrif fæðingin hefur á einstaklinginn, en auðveldlega má gera sér í hugarlund möguleika á af- drifaríkum eft- irköstum. Ekki síst ef hann fæðist inn í samfélag sem með ógnarhraða hefur þróast í eitthvað sem fremur mætti nefna „þjóffélag“ en þjóðfélag. Uppgjöf eða sjálfshjálp Það er ekki allt sem sýnist á refilstígnum Lýðræði, og ekki komast allar þjóðir leiðar sinnar óáreittar. Sumar gefast einfald- lega upp. Síðan ekki söguna meir. Aðrar stritast við að hanga í ein- hverjum farskjótanum sem fer hjá. Fá að sitja í stuttan spöl, taka þátt, en reynast svo einfaldlega – eins og lífið sjálft – „reikandi skuggi og leikari bágur, sem sperrist og amstrar á sviðinu skamma stund og sést ekki fram- ar“ (Shakespeare: Macbeth, V. 5.). Við Íslendingar erum nú í stöðu hins aðþrengda í þremur mik- ilvægum málaflokkum þjóðlífsins. Efnahagsmálunum, sem eru orðin að óskapnaði vegna gegnd- arlausrar sjálftöku hinna ofurmeg- andi,sem hafa ekki kunnað sér hóf í velgengninni og uppsveiflu efna- hagslífsins. Samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um varn- armál. Og vaxtamálum lánastofn- ana, sem halda stíft í verðbóta- þætti í bak og fyrir, án tillits til verðbólgu og lánskjaravísitölu. Alþekkt eru og pólitísk slagorð fyrir lækkun eða afnámi virð- isaukaskatts á matvörur. Myndu tollar, vörugjöld og almenn skatt- lagning á matvöru, gjöld sem verslunin vill að stjórnvöld taki til endurskoðunar, stuðla að lægra verðlagi á matvöru? Fáir hafa trú á því. Það er ekki á vísan að róa í varnarmálunum fyrir þjóð sem hefur þá reynslu eina að sitja í skjóli vinaþjóðar, ofvernduð, í þeirri trú, að aldrei komi til þess að þurfa að taka til hendinni og verja sig sjálf. Eins og hún er þó fullfær um. Þótt ekki væri nema með því að taka upp þegnskyldu- vinnu (þori ekki að nefna her- skyldu) eitthvað tímabil á ævi- skeiðinu, m.a. þau störf, sem við verðum nú sífellt háðari með er- lendu vinnuafli. Krafan um gengislækkun og veikari krónu er nú orðin svo há- vær, að litlar líkur eru á að stjórn- völd standist freistinguna að lina „þjáningar“ útflutningsgreina, og felli gengið með splunkunýjum hætti. Er þá ekki sterkur gjaldmiðill lengur viðunandi fyrir fámenna þjóð með takmarkaða tekjuöflun? Hvernig skyldu Svisslendingar fara að með sinn sterka franka? Væri ekki ráð að leita til Sviss með samstarf um gjaldmið- ilssamruna, þess erlenda ríkis sem hefur fjárfest á Íslandi í hvað rík- ustum mæli? Lýðræði býður val fjölbreyttra götuslóða. Einnig refilstíga. Marg- ir telja að Íslendingar séu nú á einum þeirra. Óvænt hjálp liggur yfirleitt ekki á lausu. Allra síst fyrir heila þjóð. Við slíkar að- stæður verður því aldrei nema um tvennt að ræða; uppgjöf eða sjálfshjálp. Refilstígurinn Lýðræði Geir R. Andersen fjallar um grein Jónasar H. Haralz og Jóhanns J. Ólafssonar. ’Krafan um geng-islækkun og veikari krónu er nú orðin svo hávær, að litlar líkur eru á að stjórnvöld standist freistinguna … ‘ Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.