Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 39

Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 39 UMRÆÐAN Í HAUST bárust fréttir sem komu mér og greinilega fleirum al- gerlega í opna skjöldu en það var að stofnun í Evrópu sem kallar sig Transparency International setti Ísland efst á lista yfir lönd þar sem spilling í stjórnkerfinu var talin hvað minnst. Í framhaldinu ákvað ég að kanna hvernig Ísland gat lent svo ofarlega á lista og kom þá upp úr dúrn- um að það sem lá á bak við matið var hvernig landið blasti við erlendum fjár- festum. Í framhaldinu ákvað ég að koma áleiðis réttum upplýsingum um stöðu spilling- armála á Íslandi. Þetta framtak mitt hefur almennt mælst mjög vel fyrir og hef ég fengið fjölmörg þakkarbréf og ábendingar um hvað ætti að standa í bréfinu, bæði frá einstaklingum og félagasamtökum. Það verður þó að segjast eins og er að bréfaskriftirnar hafa ekki alls staðar mælst vel fyrir og eru það helst einlægir stuðningsmenn stjórnarflokkanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem hafa hall- mælt mér fyrir framtakið. Enginn þeirra sem hefur lýst andúð sinni á því að þingmaður hafi komið sann- leikanum á framfæri til erlendra aðila hefur dregið í efa sannleiks- gildi eins eða neins í þeim spilling- armálum sem talin eru upp í bréf- inu heldur hefur þeim sviðið að sannar fréttir af stjórnarháttum stjórnvalda berist út fyrir land- steinana. Fremstur í flokki þeirra sem hafa lýst þessu viðhorfi er sjálf- ur aðstoðarmaður for- sætisráðherra, Björn Ingi Hrafnsson. Í sjálfu sér kemur ekki á óvart að aðstoð- armaður forsætisráð- herra reyni að bregða skildi fyrir Halldór Ás- grímsson en hann tengist með beinum hætti ýmsum málum sem talin eru upp í bréfinu til spilling- arstofnunarinnar, s.s. segi ég frá því að hann og aðilar tengdir hon- um hafi auðgast persónulega á sölu eigna almennings. Fleiri mál eru talin upp í bréfinu, s.s. leynilegt bókhald Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, skipan um- deildra manna í Hæstarétt og olíu- samráðssvindlið sem teygði sig langt inn í stjórnarflokkana. Áhuga- samir geta lesið bréfið sem er að finna á vef mínum www.sigurjon.is. Formaður Framsóknarflokksins kvartar sáran yfir því að flokks- menn kynni ekki nægjanlega þau góðu verk sem flokkurinn hefur unnið að en það er greinilegt að mati aðstoðarmanns Halldórs Ás- grímssonar að það eru til mál sem þola hvorki umfjöllun né kynningu. Spilling stjórnvalda Sigurjón Þórðarson fjallar um Framsóknarflokkinn ’Formaður Framsókn-arflokksins kvartar sáran yfir því að flokks- menn kynni ekki nægj- anlega þau góðu verk sem flokkurinn hefur unnið að en það er greinilegt að mati að- stoðarmanns Halldórs Ásgrímssonar að það eru til mál sem þola hvorki umfjöllun né kynningu.‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. OFTAST miðast skólaumræða við þá nemendur, sem falla að venjulegu skólanámi og starfi. Minni umræða er um nemendur, sem hefðbundið skólastarf hentar ekki. Ástæður þess, að nemendur fylgja ekki réttum námshraða, eða eiga erfitt með nám, og aðlögun í skóla, geta verið ýmsar. Í grunnskólanámi á námshraði að miðast við hæfi og getu ein- staklinga. En hjá sumum nemendum gengur þetta mark- mið ekki eftir. Hver verða þá örlög þeirra og hverjir eiga að taka á því og til hvaða úrræða er þá hægt að grípa? Þessir einstaklingar eru stundum, ofan á allt annað, illa settir gagnvart því að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Á skólaskyldualdri er reynt, eft- ir fremsta megni að halda nem- endum innan veggja skólans. Eftir að skyldunni lýkur hafa unglingar ekki náð opinberum vinnualdri, sem er átján ár. Árin milli skóla- skyldu og vinnualdurs eru dýrmæt og mikilvægt að þeim sé ekki sóað í aðgerðarleysi, sem erfitt getur verið að hífa sig upp úr seinna. Í stað þess að sleppa tökunum af þessum nemendum eftir skyldu- nám væri æskilegt að reyna teng- ingu við atvinnulífið. Fordæmi að þessu er t.d. Fjölsmiðjan, en þar geta unglingar komist í starfs- þjálfun með námi. Hugsanlegt væri að þróa þannig starfsemi enn frekar, og bæta við tengingu við fyr- irtæki í bænum. Ýmis fyrirtæki, sem hefðu tök á því, gætu tekið nemendur í eins kon- ar fóstur tímabundið og síðan gætu nem- endur farið aftur á skólabekk og svo aft- ur út í fyrirtæki til námsstarfa eða tekið sér tíma til undirbún- ings fyrir nám sem hentar. Sveit- arfélög á sama atvinnusvæði gætu jafnvel haft samvinnu á þessu sviði. Nemendur, sem eiga erfitt með bóknám, geta stundað marg- víslegar íþróttir og tómstundir, sem geta verið gott veganesti út í lífið og jafnvel verið grundvöllur að atvinnu. Þess vegna tel ég, að það sé nauðsynlegt að styrkja íþrótta- og tómstundastarf, á sem breiðustum grundvelli, eins lengi og hægt er, eða til átján ára ald- urs. Við berum öll ábyrgð á að skila einstaklingum út í þjóðfélagið og þeir einstaklingar sem af ein- hverjum ástæðum hafa ekki eig- inleika til bóknáms eiga líka rétt á að lenda á fótunum í lífinu. Óhefðbundin skólamál Árni Þór Helgason fjallar um skólamál ’Við berum öll ábyrgðá að skila einstakling- um út í þjóðfélagið og þeir einstaklingar sem af einhverjum ástæð- um hafa ekki eiginleika til bóknáms eiga líka rétt á að lenda á fót- unum í lífinu.‘ Árni Þór Helgason Höfundur er arkitekt og gefur kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Prófkjör í Hafnarfirði Fréttir í tölvupósti Hvað finnst þér? Kæri Kópavogsbúi Þín skoðun skiptir máli! Íbúaþing í Lindaskóla, laugardaginn 19. nóvember Sjá nánar um dagskrána á www.kopavogur.is Líttu inn milli kl. 10-16 M IX A • fí t • 5 0 9 8 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.