Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 40

Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á AFMÆLI Hafrannsóknastofn- unar nýverið felldu menn niður allar lukkuóskir með árangursríkt starf vegna vaxtar og viðgangs fiskistofn- anna við strendur landsins. Þess í stað hélt stofnunin sjálf upp á tíma- mótin með yfirlýsingu um nauðsyn þess að draga enn meira úr þorsk- veiðum, þar sem ella kynni að vera hætta á að stofninn hryndi. Sérfræðingur Morg- unblaðsins í sjáv- arútvegsmálum brá við hart og lýsti yfir að það væri „langt frá því að hrygningarstofninn sé að hrynja, hann er að vaxa þótt hægt sé“. (Mbl. 9.11.) Enda vilja Samherjamenn ekki láta minnka gjafakvót- ann sinn. Íslandsmið eru ótrú- lega gjöful. Á árunum 1950 til 1972 var jafnstöðuafli þorsks 438 þúsund tonn. Voru þó engar friðunar- eða verndaraðgerðir um hönd hafðar, og sókn erlendra veiðiskipa mjög þung. Um margra ára skeið hefir verið talið nauðsynlegt að veiða langt innan við helming þess þorsks, sem að framan greinir. Og enn leggja vís- indamenn til niðurskurð í þorsk- veiðum. Hver skyldi vera nærtækust skýr- ing á þessum óförum? Að vísu blasir við að þorskurinn er rændur miklu af aðalfæðu sinni, loðnunni, vegna mikillar sóknar flot- ans. Ofveiði annarrar mikilvægrar fæðu, rækjunnar, er öllum augljós. Hvalfiskar gleypa ómælt, enda þora Íslendingar ekki að ráðast á þann veiðistofn. Var undirritaður einn af þeim hugleysingjum á árum áður, en hefir fyr- ir löngu sannfærzt um nauðsyn þess að stór- fækka afætunum stóru. Ekkert af þessu er þó höfuðatriði málsins. Fyrir allmörgum ár- um fullyrti einn af kunnustu fiskiskip- stjórum þjóðarinnar, Hrólfur Gunnarsson, að brottkast á Íslands- miðum næmi allt að 200 þúsund tonnum á ári. Brottkastið er mesta meinsemd kvótakerfisins. Þetta er snaran, sem ekki má nefna í húsi hengda mannsins. Enginn, sem leigir þorskkvóta, kemur með annan afla að landi en verðmætasta þorskinn. Öllu hinu er aftur í sjó skilað, enda leigan svo há að engin tök eru á öðru, ella myndi viðkomandi fljótlega komast í þrot. Þótt leigjendur kasti mestu er brottkastið gengdarlaust á öllum flot- anum, sem hendir öllum smáfiski, enda ber kvótakerfið slíkt í skauti sér. Að sjálfsögðu sækjast kvótahafar allir eftir því að veiðiheimildir geri sem mest í blóðið sitt. Um allt braskið, sem viðgengst í annarri hverri fiskihöfn í landinu, verður ekki fjallað í þessu grein- arkorni, en ef forvitni þingmanna Sjálfstæðisflokksins er vakin, geta þeir fengið henni svalað hjá nýjasta þingmanni sínum. Þegar Hafrannsóknastofnun gerir áætlanir byggðar á lönduðum þorsk- afla, eru þær þess vegna á sandi byggðar. Það er fiskveiðiþjóðinni, sem bygg- ir Ísland, lífsnauðsyn að allur afli, sem veiðist, sé fluttur að landi. Það gerist ekki nema veiðimaðurinn hafi hag af að gera svo, en ekki hinu að vinsa úr það verðmætasta, en fleygja öllu öðru. Allt byggist þetta á því að hinu baneitraða kvótakerfi verði hið fyrsta varpað fyrir ofurborð. Fiskveiðafarganið Sverrir Hermannsson fjallar um viðgang fiskistofna hér við land ’Brottkastið ermesta meinsemd kvótakerfisins. Þetta er snaran, sem ekki má nefna í húsi hengda mannsins.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. ÉG VEIT að það er að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að fjalla um bága stöðu öryrkja og ellilífeyr- isþega, því það hefur verið gert nær árang- urslaust svo árum skiptir. En ég lifi samt í voninni að réttlætið sigri að lokum. Frelsarinn sagði: „Þú skalt elska náung- ann eins og sjálfan þig.“ Því það er lausn á öllum vandamálum mannlegs samfélags. Því að elska náungann eins og sjálfan sig, er það sama og þú viljir að hann hafi það eins gott og þú. En þegar við skoðum þessi orð Krists og berum þau saman við gjörðir lands- feðranna í garð öryrkja og aldraðra má fljótlega komast að þeirri nið- urstöðu að þeir fara ekki eftir þess- ari lífsspeki, heldur þvert á móti, því þeir hygla sjálfum sér með launum og lífeyri sem er margfalt á við það sem þessir hópar hafa til að draga fram lífið. Þeir hafa líka á sama tíma neitað öryrkjum um þeirra rétt, en látið þá sækja hann alla leið upp í Hæstarétt. Og þá í von um að rétt- urinn dæmdi ríkinu í vil. Þeir segja því með þessu hátterni sínu: Hver er náungi minn? Getur þetta fólk ekki bjargað sér sjálft? Það er mikið talað í dag um hag- sæld, hagvöxt og verðbréf og að við Íslendingar séum meðal ríkustu þjóða þessa heims og að fjár- málaspeki þeirra sem eiga pen- ingana sé svo mikil, að þeir séu búnir að breyta á nokkrum árum milljón í milljarð, og séu í víking um Evrópu að kaupa banka, verslanakeðjur, símafyrirtæki og flugfélög. Sumir fullyrða að þetta sé að nokkru leyti tilkomið vegna þess að landsfeðurnir seldu þeim fyrir lítið bankana okkar. Og að þessir ríku menn, sem hafa frá 20 milljónum á mánuði í laun, miklist af gróðanum með því að upplýsa um ótrúlegan hagnað. Svo lét hr. Haarde reglulega vita meðan hann stjórnaði kassanum, að staða rík- issjóðs væri mjög góð. Og núna miklast hr. Mathiesen, nýi fjár- málaráðherrann, við birtingu fjár- laganna, af gríðarlega góðri stöðu ríkissjóðs, með bros á vör. En á sama tíma er heilbrigðisráðherrann, hr. Jón, búinn að ákveða, ef hann fær samþykki Alþingis, að fella niður 1. janúar 720 milljóna bensínstyrk öryrkja og ellilífeyr- isþega. Ætlar sem sagt að taka af þeim björg- ina sem erfitt eiga með gang. Allt þetta hefur þjóð- in kallað yfir sig, með því að sýna mikið lang- lundargeð í garð lands- feðranna og hinna ofurríku í gegnum árin, með því að kjósa þá og leyfa ok- urstarfsemi af ýmsum toga, sem svo hefur leitt til þess að þeir verða rík- ari og þá í kjölfarið skapað sér og sínum góð störf, hátt kaup og ótrú- leg eftirlaun og lífeyri, en hafa látið sig engu skipta sultarlífeyri öryrkja og aldraðra. En kallar það ekki, eins og sagan segir, á byltingu öreiganna fyrr en síðar. Nú hafa landsfeðurnir ráðstafað milljörðunum 67 sem þeir fengu fyr- ir Símann, og hafa þegar þetta er skrifað ætlað þá í framkvæmdir af ýmsum toga sem ég ætla ekki að tí- unda hér, nema að þeir ætla að gera vel við geðsjúka og er það gott. Því ef fer sem horfir með andlegt ástand þjóðarinnar, verða fleiri og fleiri geðsjúkir. En ekki datt þeim svo sem í hug, að setja krónu af þessum milljörðum, til að bæta kjör öryrkja og aldraðra, þótt hefði ekki verið nema til að bæta hag þeirra verst stöddu. Og sem dæmi hafa 11 þús- und ellilífeyrisþegar um 90 þúsund fyrir skatta á mánuði. Eða um 78 þúsund til ráðstöfunar. En hvers vegna er harðúð hjarta landsfeðr- anna í garð þeirra sem minna mega sín svona mikil, að þeir geta látið þá sitja stöðugt á hakanum? Er það kannski vegna þess, að aldraðir eru feður okkar og mæður, afar okkar og ömmur? Og er það þess vegna sem þeim finnst ekki ástæða til að heiðra þau með áhyggjulausu ævi- kvöldi? Jafnvel þótt að lífslögmálið segi: „Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Nú er einn af höfuðpaurum lands- feðranna, hr. Davíð, hættur og hefur honum verið hampað við starfslok í bak og fyrir. Og þá fyrir mikla stjórnvisku og að hann eigi heið- urinn af því að hér fljóti allt í mjólk og hunangi. En hann er ekki sestur í helgan stein, því hann mun taka við aðalbankastjórastarfi Seðlabankans og fá fyrir það á mánuði um þrettán hundruð þúsund, eða fimmtán sinn- um laun lífeyrisþegans. Þannig að hann þarf ekki að kvíða framtíðinni. En hvað þarf að gerast til þess að staða öryrkja og aldraðra verði lög- uð? Því ekki hafa til þess nægt tölu- legar staðreyndir. Því er fljótt svar- að. Það sem til þarf er hugarfarsbreyting landsfeðranna, og að þeir þurfa að koma niður úr fílabeinsturnunum og ganga á meðal fólksins og taka þátt í hlutskipti þess og skynja hvað það þýðir að eiga varla til hnífs og skeiðar. Því til þess voru þeir kosnir. Þetta mætti hr. Halldór íhuga. En ef þeir koma ekki niður, þá hafa þeir forhert hjarta sitt og hafa þá ekkert með valdið að gera. Þá er bara eitt til ráða, að þeir víki og það gerist með því að hafna þeim í næstu kosningum, enda löngu kominn tími til að aðrir taki við. Ég rita þetta svolítið kvíðinn á framtíðina, því áður en langt um líð- ur verð ég í hópi þessa fólks. Fyrst sem öryrki, vegna vinnuslyss og síð- an ellilífeyrisþegi. Það verður því lít- ið tilhlökkunarefni, að þurfa að skrimta á sultarlífeyri. Eru öryrkjar og ellilífeyrisþegar annars flokks borgarar? Hafsteinn Engilbertsson fjallar um kjör aldraðra og öryrkja ’… áður en langt umlíður verð ég í hópi þessa fólks. Fyrst sem öryrki, vegna vinnu- slyss, og síðan elli- lífeyrisþegi.‘ Hafsteinn Engilbertsson Höfundur er fv. skipstjóri og verðandi lífeyrisþegi. UNDANFARIN ár hefur reglu- lega verið fjallað um hlut kvenna í stjórnum og framkvæmdastjórn- um fyrirtækja hérlendis. Fyrir nokkrum vikum skilaði tækifær- isnefnd iðnaðar- og viðskiptaráðherra skýrslu um aukinn hlut kvenna í yf- irstjórnum fyrirtækja á Íslandi, sem tekin var saman af Þór- önnu Jónsdóttur doktorsnema og stjórnendaráðgjafa. Í henni kemur m.a. fram að hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er ansi rýr, en um 11% stjórnarmanna 100 stærstu fyrirtækja landsins eru konur (samkvæmt lista Frjálsrar verslunar). Nefndin skoðaði m.a. hvernig auka mætti tækifæri kvenna í forystu ís- lenskra fyrirtækja og reyndi að færa rök fyrir því hvers vegna nauðsynlegt væri að fjölga konum í stjórnum. Leitað var til einstaklinga í forystuhlutverki íslensks viðskiptalífs (sennilega karlamanna) um ýmis svör og ólíkar leiðir til úrbóta. Í allri þeirri umræðu sem farið hefur fram síðustu vikur í kjölfar um- ræddrar skýrslu er eitt lykilatriði sem fær lítið vægi hjá nefnd- armönnum og enn síður hjá við- mælendum nefndarinnar, ef marka má athugasemdir þeirra sem birtast í skýrslunni. Þetta at- riði snýr að konum sem neyt- endum og um leið skilningi á kauphegðun neytenda. Konur eru ekki markhópur, þær eru markaðurinn Skýrsluhöfundur hefur eftir nokkrum viðmælendum nefnd- arinnar að lágt hlutfall kvenna í stjórnum sé ekki vandamál eða viðfangsefni sem krefjist sér- stakrar athygli. Skýringar þeirra eru nokkrar, m.a. þær að í fyllingu tímans muni þetta hlutfall lagast af sjálfu sér, að hlutirnir séu í það góðum málum að ekki þyki ástæða til að leita eftir framlagi kvenna og að þar sem menntun og reynsla karla og kvenna væri orðin það lík skipti það engu máli hvers kyns stjórnarmeðlimir væru. Þessi um- mæli, frá hugsanlegum forystuað- ilum úr íslensku viðskiptalífi, eru athyglisverð því í þeim felst nokk- ur vanþekking á kauphegðun neytenda. Þegar kauphegðun neytenda er rannsökuð, t.d. í Bandaríkjunum, sést að það eru í flestum tilfellum konur sem taka ákvörðun um kaup á vöru eða þjónustu. Auðvit- að er þetta misjafnt eftir vöru- og þjónustuflokkum en ekki er óal- gengt að þær taki ákvörðun um 70–80% innkaupa í ákveðnum flokkum. Þótt ekki séu til, mér vit- anlega, sambærilegar íslenskar rannsóknir, er fátt sem mælir gegn því að fyrrgreindar nið- urstöður séu heimfærðar upp á Ís- land. En konur taka ekki aðeins flestar ákvarðanir um innkaup heldur eru þær yfirleitt verðmæt- ari viðskiptavinir en karlmenn. Tryggð þeirra við fyrirtæki er yfirleitt meiri og þær eru mun líklegri en karlar til að mæla með vöru og þjónustu sem þær eru ánægðar með. En ef það eru konur sem taka ákvarðanir um flest innkaup, og eru jafnframt verð- mætari viðskiptavinir, hvers vegna sitja þá nánast eingöngu karl- menn í stjórnum fyr- irtækja? Og af hverju eru flestir lykilstjórn- endur fyrirtækja í dag ennþá karlmenn? Ef karlmenn vita ekki einu sinni hvað þeir eiga að gefa konum sínum í afmælisgjöf, hvernig geta þeir þá stýrt vöruþróun, markaðs- og sölu- málum, og ekki síst þjónustu á vörum og þjónustu sem konur taka ákvörð- un um að kaupa? Er ekki eðlilegt að stjórn og lykilstjórnendur end- urspegli sem best þann hóp sem fyrirtækið vill ná til? Hvað er til ráða? Allir geta haft skoðun á því hvort réttmætt sé eða sanngjarnt að fjölga konum í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Það sem karlkyns eigendur og stjórnendur ættu hins vegar að hafa í huga er að það er a.m.k. af- ar skynsamlegt að fjölga konum í lykilstöðum fyrirtækja. Það er skynsamlegt ef þarfir við- skiptavinarins eru hafðar í huga og verður því um leið skynsamlegt fyrir hluthafa fyrirtækja og starfs- menn þeirra. Karlar viðurkenna auðvitað réttindi kvenna, en virðast margir hverjir ekki skilja styrk þeirra. Í síharðnandi samkeppni í al- þjóðlegu umhverfi munu fyrirtæki hérlendis þurfa á hæfum stjórn- armönnum, stjórnendum og starfsmönnum að halda. Það er spá mín að þau fyrirtæki sem skilja styrk og eðli kvenna sem neytenda, og ráða í lykilstöður í samræmi við það, munu skara fram úr á næstu árum og áratug- um. Önnur fyrirtæki munu drag- ast aftur úr eða standa í stað. Ís- lensk fyrirtæki hafa því val um að nýta styrk og hæfileika kvenna sér til vaxtar eða kasta þeim á glæ. Hvaða leið vilja íslensk fyr- irtæki fara? Vannýtt tækifæri í íslensku viðskiptalífi? Starri Freyr Jónsson fjallar um konur og forystu þeirra í fyrirtækjum Starri Freyr Jónsson ’Karlar við-urkenna auðvit- að réttindi kvenna, en virð- ast margir hverjir ekki skilja styrk þeirra. ‘ Höfundur vinnur að markaðs- og sölumálum og hefur MBA-gráðu, með áherslu á mannauðsstjórnun, frá Háskólanum í Reykjavík. starri02@ru.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.