Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 18.11.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 41 UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU 10.nóv- ember sl. var frétt um skipulagsmál við væntanlega Sundabraut. Undir- skriftalistar með athugasemdum höfðu m.a. komið fram frá 337 íbúum í Grafarvogi. Í fréttinni segir að um- hverfisráðherra hafi staðfest skipulagið en með nokkrum skil- yrðum m.a. þess efnis að samráð þurfi að hafa við íbúa í Graf- arvogi vegna at- hugasemda þeirra. D-listinn á Álftanesi vill þjónustusvæði með háhýsum Þessi frétt minnir á að samkvæmt skipu- lagslögum skal ráð- herra staðfesta nýjar skipulagstillögur. Skipulagslögum er fyrst og fremst ætlað að tryggja almannarétt, við mótun byggðar, þótt skipulagsvald sé á forræði sveitarfélaga. Fréttin er athygl- isverð fyrir Álftnesinga sem hafa mótmælt deiliskipulagi á svokölluðu Miðsvæði, þar sem hugmyndin er að byggja framtíðarþjónustusvæði. Af- staða ráðherrans til mótmæla íbúa í Grafarvogi vekur vonir um að hann komi til liðs við íbúa á Álftanesi þótt félagar hans í meirihlutanum á Álftanesi hafi kosið að taka ekkert mark á mótmælum íbúanna. Vilja ekki íbúalýðræði Fulltrúar D-listans hafa fellt til- lögur Álftaneshreyfingarinnar um lítið miðsvæði sem hæfi landkostum á Álftanesi og samfélagi um einn grunnskóla. Þess í stað hefur D- listinn látið deiliskipuleggja miðbæ sem er í mótsögn við þessar hug- myndir. Þjónustugötu sem á að draga að sér mikla umferð en er jafnframt helsta aðkoma að skóla og leikskóla. Gatan liggur milli raða þriggja hæða húsa og gegnum byggð þjónustuheimilis og íbúða eldri borgara. Skipulagið er greini- lega hugsað fyrir miklu stærra sam- félag en fram til þessa hefur verið ráðgert á Álftanesi. Álftaneshreyfingin gekk svo langt í við- leitni sinni til að knýja á um breytingar að ráða arkitekt, Kára Ei- ríksson, til að setja upp tillögu að skipulagi. Einnig að íbúarnir fengju í sérstakri íbúa- kosningu, í samræmi við hugmyndir um nærlýðræði, að velja milli tillagna. Þessu var öllu hafnað af meiri- hlutanum sem talar niðrandi um hugmyndir okkar um íbúakosningar. Fulltrúar D-listans hafa þannig staðfest að þeir telja óþarft að útvíkka fulltrúalýðræðið með nútíma opnu stjórnkerfi og auk- inni aðkomu íbúanna milli kosninga, þeir eru fulltrúar gamla tímans og flokkavaldsins. Taka ekkert mark á undirskriftum En það er ekki aðeins Álftanes- hreyfingin sem hefur lagst gegn til- lögu meirihlutans um Miðsvæðið. Hugmyndir og tillögur frá íbúunum sem komu fram á tvennum íbúaþing- um við endurskoðun aðalskipulags, fara í aðra átt. Á þessum íbúaþing- um lögðu íbúarnir áherslu á lág- reista byggð með þjónustustofn- unum fyrir fámennt samfélag líkt og Álftaneshreyfingin talar fyrir. Þegar ljóst var fyrr í vor að meirihlutinn ætlaði ekki að láta sér segjast og neitar að bjóða upp á aðra valkosti en sína tillögu gripu íbúarnir til sinna ráða og söfnuðu undirskriftum þar sem krafist var annarra vinnu- bragða. Íbúarnir vildu fá fleiri valkosti að meta og vildu koma beint að ákvarð- anatöku um miðbæ. Tæplega 500 manns voru á undirskriftalistunum eða u.þ.b 80% þeirra íbúa sem náðist til í söfnuninni. Þetta var svo mikil þátttaka að telja má víst að meiri- hluti íbúanna sé andsnúinn vinnu- brögðum D-listans. En líkt og áður voru þessar óskir íbúanna hafðar að engu. Mun umhverfisráðherra veita þeim tiltal? Nú hefur deiliskipulag Miðsvæð- isins verið afgreitt í bæjarstjórn og auglýst í samræmi við skipulagslög. Enn er þó hægt að senda inn at- hugasemd, en í auglýsingu um skipulagið segir að þeir sem ekki geri athugasemd við auglýsinguna teljist samþykkja skipulagið. Ég hvet þá íbúa sem hafa at- hugasemdir við deiliskipulagið að notfæra sér þennan rétt sem skipu- lagslögin gera ráð fyrir. Síðan er ástæða til að ætla að umhverfis- ráðherra, sem er ráðherra Sjálf- stæðisflokksins og þingmaður hér í kjördæminu, gefi D-listafélögum sínum á Álftanesi tiltal ef þeir reyna enn og aftur að hundsa óskir íbú- anna. Mun umhverfisráðherra koma Álftnesingum til bjargar? Sigurður Magnússon skrifar um skipulagsmál á Álftanesi ’… telja má víst aðmeirihluti íbúanna sé andsnúinn vinnubrögð- um D-listans.‘ Sigurður Magnússon Höfundur er bæjarfulltrúi Álftaneshreyfingarinnar. LANDSBANKINN hefur hækk- að vexti á íbúðalánum úr 4,15 í 4,45%. Í svari félagsmálaráðherra sem birtist á Alþingi í dag við fyr- irspurn minni má ráða að svigrúm sé til vaxtalækkana hjá Íbúðalánasjóði. Öruggt er að miðað við stöðu sjóðsins er engin þörf á vaxta- hækkun. Spurning er aðeins hvort Íbúða- lánasjóður muni standa af sér þrýsting stjórnvalda um vaxta- hækkun á íbúðalánum í kjölfar hækkunar Landsbankans á vöxt- um. Vonandi hefur Landsbanki ekki hækkað fasteigna- vextina með loforð í vasanum frá stjórnvöldum um að Íbúðalána- sjóður myndi fylgja í kjölfarið með hækkun vaxta. Hægt að lækka vaxtaálag vegna afskrifta um 0,1% Í svarinu kemur fram að af- skriftir af lánum Íbúðalánasjóðs hafi verið litlar undanfarin ár og er það mat sérfræðinga sjóðsins að svigrúm sé til staðar til að lækka vaxtaálagið vegna þessa um allt að 0,1 prósentustigi. Vaxtaálag hér vegna afskrifta er 0,20% en reynsla frá öðrum löndum sem við berum okkur saman við gefi til kynna að 0,1% afskriftaálag gæti verið ásættanlegt. Nefnt er þó að varlega eigi að fara í lækkun vaxtaálags m.a. vegna mikilla upp- greiðslna eldri lána og að ávöxt- unarkrafa á skuldabréfamarkaði sveiflist mikið. Þetta svar gefur ekki tilefni til að nauðsynlegt sé að hækka vexti hjá Íbúðalánasjóði, heldur fremur að lækka þá. Vond leið til vaxtalækkunar – en undirstrikar þó enga þörf á vaxtahækkun Önnur leið er nefnd í svari ráðherra til mín um mögulega vaxtalækkun hjá Íbúðalánasjóði. Vísað er til þess að áfrýj- unarnefnd samkeppn- ismála hafi úrskurðað nýlega að ákvæði í lánaskilmálum ýmissa fjármálafyrirtækja um uppgreiðsluþóknun stangist ekki á við lög. Í lögum um Íbúðalánasjóð er kveðið á um að félagsmálaráð- herra geti sett reglugerð sem heimili sjóðnum að bjóða lántak- endum lægra vaxtaálag, gegn því að viðkomandi afsali sér rétti til uppgreiðslu. Í svari ráðherra til mín kemur fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að nýta þessa heimild en ef það verði gert geti Íbúðalánasjóður lækkað vaxtaálag sitt um 0,25% eða niður í 0,35% úr 0,6% gegn því að lántakendur und- irriti yfirlýsingu um að þeir afsali sér uppgreiðslurétti. Vaxtaálagið yrði þá nálægt nettó vaxtaálagi, sem samkvæmt árshlutauppgjöri eftir annan ársfjórðung 2005 er 0,32%. Það skal undirstrikað hér að stjórnarandstaðan varaði við því að þessi leið yrði farin sem væri alltof áhættusöm fyrir lántak- endur, þegar þessi heimild var sett inn í lögin á vorþingi 2004. Engu að síður undirstrikar hún að ekki er þörf á vaxtahækkun hjá Íbúðalánasjóði. Vara ber við vaxtahækkun lána hjá ÍLS Margt bendir til að nú verði þrýstingur frá stjórnvöldum á Íbúðalánasjóð að hækka sína út- lánsvexti í kjölfar hækkunar Landsbankans á fasteignaláns- vöxtum úr 4,15% í 4,45%. Fögn- uður sjávarútvegsráðherra við hækkun vaxta Landsbanka bendir ótvírætt til þess. Forsvarsmenn KB banka segjast bíða eftir því hvort Íbúðalánasjóður hækki sína vexti. Auðsætt er hvað fyrir KB banka vakir. Þeir ætla sér að standa einir lánastofnana eftir með lægri vexti en aðrir, en spari- sjóðirnir yrðu augljóslega að hækka sína vexti í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður hækkaði vexti hjá sér. Meiri óvissa er um Íslands- banka. Íbúðalánasjóður á að standa af sér allan pólitískan þrýsting í þessu efni. Enda hefur hann enga stöðu til þess að hækka vexti miðað við svar ráðherra. Íbúðalánasjóður hefur fyrst og fremst skyldur við íbúðakaup- endur. Láti hann pólitískan þrýst- ing teyma sig nú út í vaxtahækk- anir kann það að verða upphafið að endalokum sjóðsins í núverandi mynd. Ekki þörf á vaxtahækkun hjá Íbúðalánasjóði Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um málefni Íbúðalánasjóðs ’Öruggt er að miðað viðstöðu sjóðsins er engin þörf á vaxtahækkun.‘ Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.