Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 42

Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÝVERIÐ hefur landbún- aðarráðherra ákveðið að flytja ný- stofnaða Landbúnaðarstofnun til Selfoss. Jafnframt hef- ur hann ákveðið að flytja sérgreina- dýralækna á þann stað. Það finnst mér mjög hæpin ráðstöfun enda mun sú ákvörðun ekki einungis veikja þeirra starf heldur einnig einn meginþátt starf- semi Tilraunastöðv- arinnar, sem er sam- kvæmt lögum hennar að fást við rannsóknir og greiningar á dýra- sjúkdómum, og er Til- raunastöðin eina stofnunin á landinu sem hefur það hlutverk. Fyrir ókunnuga er rétt að geta þess að sérgreinadýralæknar eru dýralæknar sem hafa annaðhvort með starfi sínu og/eða viðbót- armenntun aflað sér sérþekkingar við klíníska greiningu á sjúkdómum í ákveðnum dýrategundum svo sem í sauðfé, fiskum, svínum og alifuglum svo að eitthvað sé nefnt. Meginhlut- verk þeirra er að sinna á vettvangi reglubundnu eftirliti með dýrum í eldi, hvers afurðir eru ætlaðar til manneldis. Þeir safna reglubundið sýnum sem þeir koma með eða senda til rannsóknarstofugreiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Við sem störfum á Keldum höfum mjög langa og góða reynslu af sam- starfi við sérgreinadýralækna, ekki hvað síst við þá sem hafa aðstöðu á Tilraunastöðinni. Lengst hefur verið samstarf við sérgreinadýralækni sauðfjár- og nautgripa- sjúkdóma, en einnig um allmörg ár við sér- greinadýralækna fisk- sjúkdóma, alifulga- sjúkdóma og um nokkra hríð svína- sjúkdóma. Mjög mik- ilvægur þáttur í þessu samstarfi er að sam- ræða milli þeirra sem fást við eftirlitið á vett- vangi og þeirra sem annast rannsókn- arstofu-greininguna, m.a. vegna spurninga sem lúta að frekari sýnatöku og hugsanlegum aðgerðum. Við flutn- ing sérgreinadýralækna frá stofn- uninni til Selfoss yrði skorið á þessa veigamiklu nánu samvinnu og mun það veikja starfsemi beggja aðila, þ.e. sérgreinadýralækna og sérfræð- inga á Tilraunastöðinni og skaða jafnframt notendur þjónustunnar. Það hefur verið haft á orði allt síð- an fyrrverandi menntamálaráð- herra, Björn Bjarnason, ákvað án samráðs við stjórnendur og starfs- fólk Tilraunastöðvarinnar, að selja Keldnaland og byggingar og flytja stofnunina í Vatnsmýri, að ekki mætti veikja stofnunina. Úttekt- arnefnd skipuð erlendum vís- indamönnum með sérfræðiþekkingu á viðfangsefnum stofnunarinnar, sem skilaði áliti 2003, lagði einnig mikla áherslu á það. Eitt af þeim at- riðum sem hún benti á að vel færi í starfi stofnunarinnar var hina nána samvinna hennar og sérgreina- dýralækna sem hefðu aðstöðu á henni. Forsvarsmenn Tilraunastöðv- arinnar hafa verið sama sinnis og hafa í áætlunum sínum gert ráð fyrir aðstöðu fyrir þá í því húsnæði sem reisa á yfir stofnunina í nánd við læknadeild og Landspítala – há- skólasjúkrahús í Vatnsmýrinni. Í tilefni flutnings Landbúnaðarstofnunar Guðmundur Georgsson fjallar um málefni sérgreina- dýralækna og Tilraunastöðina að Keldum ’Við flutning sérgreina-dýralækna frá stofnun- inni til Selfoss yrði skor- ið á þessa veigamiklu nánu samvinnu og mun það veikja starfsemi beggja aðila, þ.e. sér- greinadýralækna og sérfræðinga á Tilrauna- stöðinni og skaða jafn- framt notendur þjónust- unnar.‘ Guðmundur Georgsson Höfundur er fyrrverandi for- stöðumaður Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum. Á MORGUN, laug- ardaginn 19. nóv- ember, fer fram próf- kjör á vegum Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Prófkjörið fer fram í Víðistaðaskóla og stendur það frá kl. 10.00 til kl. 20.00. Það skiptir öllu fyrir komandi bæjarstjórn- arkosningar að kjör- sókn sé góð og hvet ég því alla flokksbundna sjálfstæðismenn í Hafnarfirði til að taka þátt og hafa þar með áhrif á hverjir af frambjóð- endum flokksins komi til með að skipa þar forystu í bæjarmálum á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn- arfirði hefur, þegar hann hefur verið við stjórnvölinn, sýnt ábyrgð og festu í fjár- málum bæjarins með raunhæfum fjárhags- áætlunum. Fjárhags- áætlunum sem hafa staðist í meginatriðum. Við sjálfstæðismenn fórum nýjar leiðir, út- boðsleiðir, í uppbygg- ingu í skóla- og leik- skólamálum, byggingum íþrótta- mannvirkja sem og staðið fyrir bættu og stærra húsnæði fyrir félagsstarf eldri borg- ara, Hraunseli við Flatahraun. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítrekað gert alvarlegar athugasemd- ir við taumlausar hækkanir Sam- fylkingarinnar á þjónustugjöldum á sama tíma og bæjarsjóður hefur bú- ið við einstaklega hagstæð ytri skil- yrði. Má þar m.a. nefna sterkt gengi krónunnar, en 90 % af skuldum bæj- arsjóðs hafa verið í erlendri mynt, þá hafa tekjur bæjarsjóðs aukist til muna. Ég hef í mínum störfum sem bæj- arfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn tekið þátt í þeirri miklu uppbygg- ingu sem flokkurinn hefur staðið fyrir, þá hef ég lagt ríka áherslu á að gera Hafnarfjörð að aðlaðandi val- kosti fyrir fyrirtæki. Sú mikla landfylling sem við sjálf- stæðismenn stóðum fyrir á okkar valdatímabili við Hafnarfjarðarhöfn hefur fært höfninni og hafnsæknum fyrirtækjum í bænum þá möguleika að gera Hafnarfjarðarhöfn að einni bestu þjónustuhöfn fyrir skip í norð- urhöfum. Raunhæfar fjárhagsáætlanir, góð þjónusta við íbúana og í hófi stilltar álögur eru forsenda blómlegs mann- lífs. Ég mun leggja fram alla krafta mína til að vinna að framgangi stefnu Sjálfstæðisflokksins í bæj- armálum, fái ég til þess umboð. Með velferð þína og þinna að leið- arljósi leita ég eftir stuðningi ykkar við mig í 1. sætið. Veljum nýja forystu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði Eftir Valgerði Sigurðardóttur ’Sjálfstæðisflokkurinn íHafnarfirði hefur, þegar hann hefur verið við stjórnvölinn, sýnt ábyrgð og festu í fjár- málum bæjarins með raunhæfum fjárhags- áætlunum.‘ Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og frambjóðandi í 1. sæti listans. Prófkjör í Hafnarfirði FYRIR nokkru var skýrt frá því að Tanngarður á lóð Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut yrði að víkja fyrir nýjum bygg- ingum, nánar tiltekið hátækni- sjúkrahúsi. Nú er einungis hálf- ur þriðji áratugur síð- an hafist var handa við byggingu Tann- garðs. Var hann byggður samkvæmt skipulagi Landspítalalóðar er þá var unnið eftir. Vart hefir hvarflað að neinum að aldarfjórð- ungi síðar skyldi koma til tals að hann yrði rifinn. Í yfirstjórn mann- virkjagerðar sat bæði fagfólk úr læknastétt og fulltrúar stjórn- sýslunnar. Þá þegar hafði verið tekin ákvörðum um flutning Hringbrautar til suð- urs. Byggingar sunn- an hinnar gömlu yrðu því norðan þeirrar nýju og tengdust þannig mannvirkjum sem fyrir voru á lóð Landspítala. Vegna fjárskorts varð ekki úr þeim bygging- aráforminum öðrum er fyrirhuguð voru þótt síðar hafi risið hús utan upphaflegrar áætlunar. Furðulegt er eins og í pottinn var búið að frétta að Tanngarður sé óhagkvæmur, teiknaður af húsameistara ríkisins og einungis helmingur hans risinn þar sem ráðgert hafði verið að við enda þess húss sem nú er komið, kæmi ámóta bygging og sú sem fyrir er. Bent hefir verið á að í Tanngarði hljóti að liggja verulegir fjármunir, eflaust á annan milljarð króna ef ekki meira sem nú skal kastað á glæ mörgum áratugum áður en eðlilegur líftími hússins er útrunn- inn. Þær raddir hafa heyrst hvort ekki orki tvímælis að bygging þrjá- tíu til fjörutíu milljarða króna há- tæknisjúkrahúss sé meðal brýn- ustu verkefna heilbrigðiskerfisins í ljósi þess að lífslíkir Íslendinga eru með þeim mestu á byggðu bóli og ungbarnadauði hvergi minni en hér. Þau verkefni sem virðast blasa við heil- brigðis- og félagslega kerfinu nú, eru annars vegar umönnun aldr- aðra eins og mikið hefir verið fjallað um og hins vegar menn- ingarsjúkdómar. Gegn þeim verður fyrst og fremst ráðist með for- vörnum og linnulaus- um áróðri. Stórreyk- ingamaður er talinn fórna allt að tólf árum ævi sinnar og sjúkleg offita þjáir æ fleiri íbúa hins vestræna heims. Talið er að allt að 9 milljónir Banda- ríkjamanna séu meira en fimmtíu kíló- grömmum umfram kjörþyngd. Afleiðingar þess eru m.a. taldar hjartaáföll, háþrýst- ingur, heilablóðföll, æðasjúkdómar, áunnin sykursýki, vissar teg- undir krabbameins, sjúkdómar í stoðkerfi líkamans, ófrjósemi auk fjölmargra annarra samkvæmt heimasíðu bandarísku offitusamtakanna, Ódýrasta ráðið gegn sjúklegri of- fitu er tvímælalaust reglubundin hreyfing, s.s rösk ganga í hálftíma til fjörutíu mínútur dag hvern, auk rétts mataræðis, frekar en rándýr tæki og tól. Tanngarður rifinn Kristjón Kolbeins fjallar um niðurrif Tanngarðs ’Þau verkefnisem virðast blasa við heil- brigðis- og fé- lagslega kerfinu nú eru annars vegar umönnun aldraðra eins og mikið hefir verið fjallað um og hins vegar menningar- sjúkdómar.‘ Kristjón Kolbeins Höfundur er viðskiptafræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.