Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 43 UMRÆÐAN LISTFRÆÐINGUR sem dæmir Kjartan Guðjónsson með þeim hætti sem hann mátti þola er með mosa- gróinn, tóman heila og vitsmuna- snauðan. Ferill og verk Kjartans, sem við öll þekkjum, ættu að vera ærin trygging fyrir aðgangi að sýn- ingarsölum Kjarvalsstaða. Hefði Kjartan sýnt þar væru fullir salir sýningargesta, sem skynja skapandi list þjóðkunns listamanns, sem er meðal þeirra fremstu núlifandi. Kjartan Guðjónsson hefur mótað stóran hóp listamanna, sem sótti menntun í Myndlistarskóla Reykja- víkur, þar sem Ásmundur Sveinsson kenndi líka. Þorvaldur Skúlason kom einnig oft og leiðbeindi, veitti af þroska sínum og skynjun á dýpt listaverksins. Margir merkir lista- menn komu úr þeim skóla og má þar nefna til dæmis þá Ragnar Kjartansson og Jón Gunnar Árna- son – varla er hægt að nefna stærri nöfn. Þetta er lífsferill Kjartans Guð- jónssonar. Hann kenndi mér, það var næmleiki og hlýja, sem streymdi frá honum, ekki frekja og hroki eins og nú virðist einkenna marga, sem telja sig guði, en eru svo kannski bara hismi, sem eitrar og skemmir. Brýtur niður þrá og löngun, brýtur niður verk, setja svo panel í staðinn. Fremsti núlifandi listamaður, 85 ára, Kjartan Guð- jónsson, mun lifa um ókomnar aldir. Framkoma listfræðinga frá Kjar- valsstöðum lifir líka um aldir. Vegsömum listina því það er hún sem gefur lífinu gleði og hamingju. Listsköpun er opinberun frá al- mættinu til okkar mannanna. GRÍMUR MARINÓ STEINDÓRSSON, listamaður. Oflátungar Frá Grími Marinó Steindórssyni: ALMÁTTUGI, sanngjarni og mis- kunnsami Guð! Blessa þú dómstóla landsins okkar, héraðsdóma og Hæstarétt. Blessaðu dómarana í þeirra mik- ilvægu, vandasömu og ábyrgð- armiklu störfum. Gef þeim dóm- greind og visku. Hjálpa þeim að dæma af sanngirni í hverju máli fyrir sig. Það er vandasamt starf að vera dómari. Styddu alla dómara í þessu landi til að lifa sem eðlileg- ustu lífi. Blessaðu einnig fjöl- skyldur þeirra. Gef að þau verði ekki fyrir áreiti eða ofsóknum samborgara sinna sem ef til vill eru ekki sáttir við hlutskipti sitt eða sinna. Blessaðu einnig alla lögmenn í landinu, alla þá sem flytja mál. Hjálpa þeim að setja sig vel inn í málin og flytja þau af sam- viskusemi og einlægni, en festu með sann- girni og heið- arleika að leið- arljósi. Hjalpaðu þeim að ganga til starfa sinna af áhuga og metnaði fyrir mann- gæsku, sannleika og réttlæti en mildi. Þakka þér fyrir alla þá miklu og ómissandi liðveislu sem þeir hafa veitt svo fjölda mörgum. Uppörvaðu þá en gef þeim líka auðmýkt fyrir verkefnum sínum og þjónustu. Veit þeim sjálfs- traust en forða þeim jafnframt frá freistingum og því að hrokast upp. Já, himneski faðir, þú sem öllu vakir yfir, verndaðu og vaktu yfir lögmönnum þessa lands. Verndaðu þá og fjölskyldur þeirra fyrir áreiti og ofsóknum. Forðaðu þeim einnig frá óheið- arleika og vernda þá fyrir siðleysi, öllum freistingum og öllu illu. Við leyfum okkur að biðja þig þessa, algóði Guð, í trausti þess að þú munir vel fyrir sjá. Í frelsarans Jesú nafni. Amen. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON, rithöfundur og framkvæmdastjóri Laugarneskirkju. Bæn fyrir dómstólum og lögmönnum sem flytja mál Frá Sigurbirni Þorkelssyni: Sigurbjörn Þorkelsson BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í UMRÆÐUM um hið samein- aða sjúkrahús í Reykjavík er lögð áhersla á að hér sé á ferðinni „há- skólasjúkrahús“ og „hátækni- sjúkrahús“ nánast eins og að það sé algerlega nýtt fyr- irbæri á Íslandi. Hin margvíslegu málefni Landspítala – há- skólasjúkrahúss (LSH) eru oft til um- fjöllunar í fjölmiðlum og þótt vandamál sjúkrahússins séu ærin þá er ekki laust við að gæti ákveð- innar lotningar í hvert sinn sem nafn þess er nefnt. Þessi spítali virðist bless- unarlega njóta meiri samúðar en sjúkra- húsin þrjú í Reykja- vík á sl. áratug, sem höfðu fengið það orð á sig að vera botn- laus hít; illa reknar stofnanir sem soguðu til sín sífellt stærra hlutfall af fjárveit- ingum til heilbrigð- ismála á kostnað sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Álit og traust ráða- manna þjóðarinnar á sjúkrahúsþjónustunni í Reykjavík og starfs- mönnum hennar hafði beðið alvarlegan hnekki. Við endurreisn manna og mórals eftir sameininguna hefur verið gengið rösklega fram við að breyta ímynd sjúkrahússins enda þar að verki frábært fagfólk og afburðasnjallir stjórnendur. Ímyndarvinnan hefur tekist með þvílíkum afbrigðum að jafnvel sumir fulltrúar úr stjórn sjúkrahússins virðast halda að há- tæknisjúkrahús á Íslandi hafi fyrst litið dagsins ljós með til- komu LSH. Háskóla- og hátæknisjúkrahús í Reykjavík er ekkert nýtt. Það fór hins vegar lítið fyrir því í um- ræðunni á sl. áratug að sjúkra- húsin í Reykjavík voru á þeim tíma starfandi háskóla- og há- tæknisjúkrahús. Árið 2002 voru t.d. 3,6 læknar á Íslandi á hverja 1.000 íbúa, með því hæsta sem gerist meðal vestrænna ríkja. Þessir læknar fengu grunn- menntun sína og þjálfun að mest- um hluta á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Þá hefur Ísland lengi verið í fremstu röð hvað varðar hátækni í lækningum, þökk sé frá- bærum og framfarasinnuðum ís- lenskum læknum sem hafa sótt sérfræðimenntun sína bæði vestan hafs og austan. Á Íslandi er heilbrigðisþjón- ustan meðal þeirra hátæknivædd- ustu í heiminum. Því fer fjarri að alla þá hátækni sé einungis að finna á LSH. Hún var til staðar á sjúkrahúsunum í Reykjavík á síð- asta áratug og hana er að finna á einkareknum rannsókna- og lækn- ingastofum úti í bæ og það í svo hratt vaxandi mæli að stutt er í að einkarekna (hátækni)sjúkrahúsið verði endurreist í Reykjavík. Á LSH fer fram sú kennsla, þjálfun og rannsóknarvinna sem áður fór fram á Landspítalanum og á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. En ef til vill hefur háskólasjúkrahús- inu í Reykjavík sjaldan verið eins mikil hætta búin og eftir samein- ingu. Vegna kennslu og þjálfunar læknanema þarf spítalinn að tryggja það að nemar fái að kynn- ast og meðhöndla ákveðinn lág- marksfjölda sjúklinga með sams- konar læknisfræðileg vandamál og úr sem flestum greinum lækn- isfræðinnar. Í þrengingunum sem fylgdu sameiningarferlinu streymdu sérfræðilæknar hins vegar með aðgerðir sínar út af sjúkrahúsunum og hófu í vaxandi mæli að framkvæma „sjúkra- húsaðgerðir“ á stofum sínum úti í bæ. Og þetta „einkarekstr- arskrið“ heldur áfram með þeim afleiðingum að einstaka lækn- isaðgerðir eru orðnar mun fáséðari innan háskólasjúkrahússins og þar með sem kennsluefni fyrir læknanema. Íslenskir læknar fara nánast und- antekningalaust utan að loknu kandídats- prófi við læknadeild HÍ til að afla sér sér- fræðiréttinda. Sér- fræðilæknar við spít- alann þurfa einnig á tilteknum lágmarks- fjölda tilfella að halda í sínum sérgreinum til vísindalegra rann- sókna og viðhalds þekkingar. Vegna fá- mennis á Íslandi er erfiðara að ná slíkum lágmarksfjölda tilfella og reyndar ómögulegt í sumum greinum. Á háskóla- sjúkrahúsum þar sem rannsókn- armetnaður er mikill er sú hætta fyrir hendi að sjúklingar veljist inn meira með tilliti til rannsókn- aráhuga en þjónustuþarfar. Sjúk- lingum sem ekki eru rannsókn- arlega áhugaverðir er þá hættara við að lenda á biðlistum eða bíða þar lengur en þeir rannsóknarlega áhugaverðu, þ.e. að rannsókna- og vísindamarkmiðum sé gert hærra undir höfði en þjónustumark- miðum. Í heilbrigðisþjónustu á þjónustan við sjúklingana hins vegar alltaf að vera númer eitt. Eftir sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík er LSH í lykilaðstöðu og getur einokað bæði þjónustu og þekkingu um rekstur og þróun bráðasjúkrahúsa. Þar getur ímyndin reynst öflugt tæki. Hin nýja ímynd um háskóla/hátækni- sjúkrahús er tvíbent vopn: A) hún leggur ráðamönnum línurnar um það hvernig beri að tala um mál- efni sjúkrahússins og hverjir eigi yfirleitt erindi þar upp á pall. Hætt er við að fjárlaganefndin finni til aflsmunar frammi fyrir „háþekkingunni“ og hafa ekki roð við talsmönnum hennar þegar kemur að ákvörðun fjárveitinga. B) hún gefur vísbendingu um það hvers konar sjúklingar eiga erindi á þetta sjúkrahús. Hætt er við að öldruðum og fötluðum, sem alla jafna eru stærsti notendahópur heilbrigðisþjónustunnar þótt ekki séu þeir alltaf rannsóknarlega áhugaverðastir eða hátæknikrefj- andi, verði úthýst með enn meiri þrýstingi en til þessa. Ímyndin getur verið áhrifaríkt stjórntæki sem í þessu tilfelli styrkir allverulega stöðu LSH í stjórnkerfi hins opinbera og stuðl- ar að röskun á jafnvæginu í yf- irstjórn heilbrigðismála á Íslandi. Að þessu verður vikið í næstu grein. Landspítali – há- skóla-hátækni- sjúkrahús: Ímynd eða veruleiki? Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um sjúkrahús og heil- brigðismál á Íslandi Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir ’Á Íslandi erheilbrigðisþjón- ustan meðal þeirra há- tæknivæddustu í heiminum. Því fer fjarri að alla þá hátækni sé einungis að finna á LSH.‘ Höfundur er stjórnsýslufræðingur MSc, PhD. FYRIR nokkrum árum var í gangi útvarpsþáttur sem hét Þjóðarsálin. Þar kom saman á öldum ljósvakans bilað fólk, tryllt af hatri og for- dómum og jós dylgjum og svigur- mælum yfir hvern þann mann sem það hafði á hornum sér þann daginn. Þetta var ógeðslegur þáttur. Ríkisútvarpið ætti að vera hafið himinhátt yfir svona lágkúru. Reyndar mæla útvarpslögin fyrir um að svo skuli vera. Og skyldu- áskrift RÚV stendur og fellur með þeirri meginreglu. Þess vegna er ljótt að sjá að Kast- ljós, sem vera skyldi kjölfestan í dagskránni, er undirorpið þessari lágkúru. Jónínu Benediktsdóttur var hleypt í þáttinn þar sem hún dylgjaði gróflega um þekkta at- hafnamenn sem eru henni á móti skapi. Það var andstyggð á að hlusta. En litli spyrillinn sat and- aktugur gegnt henni og svalg úr henni munnræpuna fegins hugar. Jón Ólafsson sat þarna langa stund um daginn og dylgjaði af ofur- kappi um hina og þessa menn sem hann taldi að hefðu lagt stein í götu hans um ævidagana. Hann hafði ekkert í höndum, ekki nokkurn skapaðan hlut sem hönd á festir, ekkert nema „maður sagði mér“- klisjuna. Kastljósmenn eiga að stöðva upptökur samstundis þegar menn fara með dylgjur um fólk og hafa ekkert í höndunum. Það er bölvuð lágkúra að sjónvarpa svona löguðu. Svona gerir ekki siðaður fjölmiðill. Jón var móðgaður yfir því að skatturinn skyldi fara yfir bókhaldið hjá honum. Hann hafði reyndar svikið 600 milljónir undan skatti, en það fannst Jóni smáræði. Nú er Jón að láta kennara við Suðurgötuna borga sér 12 milljónir í skaðabætur fyrir að dylgja um sig. En sjálfur eys hann dylgjum yfir aðra menn og kann ekki að skamm- ast sín. Og enn eina ferðina kom hann með gömlu, lúnu söguna um borðalagða pabbann sem nennti ekki að tala við hann. Jón átti ágæta bernsku, það væsti ekki um hann, amma hans gaf honum vel að éta og hann á að hætta þessu væli. En þetta gerir hann til að grenja út samúð hjá gömlum konum sem eiga síðan að hlaupa út í búð til að kaupa bókina um hann. Þetta er svo ægilega lélegt hjá Jóni. Ég hef aldrei litið á hann sem einhvers konar þjóðaróvin. Hef reyndar hitt hann tvisvar eða þrisv- ar og líkaði vel við hann. Sjálfsagt gerði hann eitthvað af sér þegar hann var ungur og vitlaus, en gerum við það ekki öll? Kemur ekki ein- hvern tímann sá dagur að best er að draga strik yfir fortíð manna? Ég held ekki að Jón sé verri maður en við hin. En það er andstyggð að heyra hann grenja út samúð og enn verra að heyra hann dylgja um fólk úti í bæ. Hann ætti að nota pen- ingana sem hann fær frá kenn- aranum til þess að borga þessu fólki skaðabætur fyrir dónaskapinn og dylgjurnar. Þá færi fólk að bera smá virðingu fyrir honum. Þá þyrfti hann ekki lengur að grenja út samúð. BALDUR HERMANNSSON, Blikaási 23, Reykjavík. Jón Ólafsson grenjar út samúð Frá Baldri Hermannssyni: HINN 4. nóvember 2001 afhenti ég samgönguráðherra, Sturlu Böðv- arssyni, áskorun frá á fimmta hundrað íbúum Snæfellsbæjar, þar sem skorað var á þingmenn Vest- urlands að beita sér fyrir því að veg- urinn yfir Fróðárheiði yrði byggður upp með bundnu slitlagi, í síðasta lagi fyrir haustið 2003. Nú er árið 2005. Það eina sem hefur gerst er að sumarið 2004 var kláraður 2,5 km kafli á miðri heiðinni, svona rétt til að sýnast, sem skiptir íbúa Snæfells- bæjar engu máli. Þeir þurfa enn að ösla drulluna beggja vegna við. Síðan ráðherra var afhentur und- irskriftarlistinn er búið að bygggja upp með bundnu slitlagi 12 km á Út- nesvegi fyrir jökul. Og nú er byrjað að vinna í 6,3 km kafla þar til við- bótar. Vilji íbúanna í Snæfellsbæ skiptir þessa herra engu máli. Þeir senda þeim bara langt nef. Sam- gönguráðherra getur endalaust lagt fé í Útnesveg og þarf þar enga vega- áætlun til, 3-6 km á ári að eigin geð- þótta. Samkvæmt frétt í Jökli er ekki króna á vegaáætlun í Fróð- árheiði til ársins 2011. Við sameiningu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, í Snæfellsbæ, var okkur lofað að vegurinn yfir Fróð- árheiði yrði byggður upp með bundnu slitlagi, enda mikið öryggis- atriði þar sem heilsugæslustöðin fyrir allt bæjarfélagið er í Ólafsvík. En allt hefur verið svikið. Ég vona að íbúar Snæfellsbæjar verði ekki búnir að gleyma í næstu kosningum og sendi þessum herrum mörg löng nef. Ég vona að endingu að bæjarbúar haldi áfram baráttunni fyrir þessu mikla hagsmunamáli. MARTEINN KARLSSON, fv. trillukarl í Ólafsvík, Þorláksgeisla 29, Reykjavík. Um vegamál í Snæfellsbæ Frá Marteini Karlssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.