Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 44

Morgunblaðið - 18.11.2005, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig BjörndísGuðmundsdóttir fæddist á Brimils- völlum í Fróðár- hreppi 29. júlí 1923. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 6. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sumarrós Kristín Einarsdóttir, f. 23.4. 1902, d. 6.8. 1976, og Guðmundur Guðmundsson Ólafsson, f. 13.7. 1899, d. 4.10. 1966. Systkini Sól- veigar voru níu talsins. Eftirlif- andi eru Hjálmar Guðmundsson, f. 23.12. 1932, og Þuríður Sóley Guðmundsdóttir, f. 6.9. 1936. Hinn 30. október 1943 giftist Sólveig Hans Sigurberg Danelíus- syni, f. 19.8. 1918, d. 5.3. 1996. Foreldrar Hans voru Danelíus Sigurðsson, f. 14.6. 1895, d. 24.10. 1961, og Sveindís Ingigerður Hansdóttir, f. 28.2. 1897, d. 13.9. 1982. Börn Sólveigar og Hans voru 11 talsins. 1) Stúlkubarn, f. 5.4. 1941, d. 5.4. 1941. 2) Sveindís Rósa, f. 18.3. 1942, eiginmaður Gunnar Bjarnason, f. 1.1. 1947. 3) Brynjar, f. 12.6. 1943, eiginkona hans var Rut Lárus- dóttir, f. 4.8. 1944, d. 22.8. 2005. 4) Sumarrós Fjóla, f. 26.10. 1947, sam- býlismaður Jón Júl- íusson, f. 24.4. 1944. 5) Einar, f. 17.2. 1949, d. 30.5. 1949. 6) Vigdís, f. 11.9. 1950. 7) Sigurhans, f. 26.8. 1952, d. 11.11. 1952. 8) Bára, f. 12.10. 1954, eigin- maður Guðmundur Pétursson, f. 10.11. 1951. 9) Ingveldur, f. 1.7. 1961, d. 29.8. 1962. 10) Danelíus Ármann, f. 5.7. 1964, sambýlis- kona Gunný Judith Henrysdóttir, f. 27.1. 1973. 11) Sævar, f. 11.7. 1966, d. 30.5. 1967. Eftirlifandi afkomendur Sól- veigar eru 44 talsins. Sólveig ólst upp í Ólafsvík. Sólveig og Hans byrjuðu sinn búskap á Hellissandi og fluttust svo til Keflavíkur árið 1950 og bjuggu þau lengst af á Sunnubraut 12 í Keflavík. Útför Sólveigar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja til mömmu: Nú yfir liðnum, löngum ævidegi ljómar minning björt sem fölnar eigi. Traust og göfug, trú í orði og verki, og tryggðin sönn og heil, þitt aðalsmerki. Þú varst móðir, fús að fórna og gefa, við faðminn hlýja barnsins tár að sefa. Þú vaktir ástrík yfir hverju spori, um okkar þroskaskeið, á lífsins vori. Og börnum okkar gafst af góðvild þinni. Þau geyma í hjarta ljúf og dýrmæt kynni. Í kærleik vannst, og verk þín gleymist eigi, virt og elskuð fram að hinsta degi. Hér á kveðjustund, þér hjartans þakkir færum, horfin ár við blessum, með minningum kærum. Við biðjum Guð að launa þitt lífsins starfið góða, og lífið heldur áfram, þótt lokist gröfin hljóða. Sveindís, Brynjar, Rósa, Vigdís, Bára og Danelíus. Ég var harmi slegin þegar hún mamma hringdi í mig og tilkynnti mér að þú amma mín værir látin. Við Valgeir höfðum verið hjá þér bara tæpum tveimur klukkustundum áð- ur, þú varst þreytt og þurftir hvíld en samt áttir þú til bros og blést á mig kossi þegar ég kvaddi. Ekki datt mér það í hug að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi þig, elsku amma. Þegar ég lít til baka þá á ég bara fallegar og hlýjar minningar um þig, betri ömmu hefði ég ekki getað átt. Ég man þegar ég var lítil þá fengum við Hansi bróðir stundum að gista og ekki fannst mér það leiðinlegt að fá að skríða upp í til þín á morgnana. Seinna þegar við Hansi fórum í Holtaskóla þá vorum við ásamt fleiri í fjölskyldunni í hádeginu í mat hjá þér. Alltaf varstu með heitan mat fyr- ir okkur og þú skildir eftir lykil á vís- um stað ef við skyldum koma í frímín- útunum. Seinna meir þegar þú og afi voruð hætt að vinna þá fór hún skvettan okkar hún Rósa María að venja komur sínar í hádeginu, henni fannst svo gaman að hitta langömmu og langafa svo og að fá ömmu Veigu mat. Þú varst miðpunktur í fjölskyld- unni, sterk, hlý og blíð og þú hélst alltaf vel utan um hópinn þinn. Alltaf voru opnar dyr hjá þér og afa, þar sem fjölskyldan hittist. Það kom varla fyrir ef ég var í heimsókn að einhver annar kæmi ekki í heimsókn enda heimili ykkar eins og okkar ann- að heimili. Enda var oft glatt á hjalla á Sunnubrautinni og seinna meir á Kirkjuveginum. Fullt eldhúsið af fólki að tala um allt mögulegt. Alveg sama hvað talað var um, pólitík, íþróttir, lands- eða heimsmálin þá varstu alltaf jafnvel að þér í því. Að ógleymdri ættfræði. Þú varst alltaf að fræða okkur um ættir okkar og vildir að við lærðum um þær. Að sjálfsögðu var afar gestkvæmt á sunnudögum enda alltaf kaffi og eitt- hvað gómsætt með því. Þið afi voruð afar samheldin hjón en þið fóruð ekki auðvelda leið í lífinu. Þið misstuð fimm börn á unga aldri, barnabarn og svo misstir þú sjö systkini langt fyrir aldur fram. Aldrei talaðir þú um það með beiskju eða biturð, heldur talaðir þú um hvað þú værir lánsöm að eiga svona stóra fjöl- skyldu og varst stolt af henni. Þið afi pössuðuð alltaf að við værum sam- heldin fjölskylda og yrðum góð hvert við annað. Svo þegar þú fórst á sjúkrahúsið þá ítrekaðir þú að við mundum halda áfram að vera samheldin og góð hvert við annað ef þú ættir ekki aft- urkvæmt. Mér svíður í hjarta að vita að ég á ekki eftir að geta komið í kaffi og tal- að við þig. Alltaf fékk ég koss, faðm- lag og stroku yfir vangann með mjúku höndunum þínum, þegar ég kom og þegar ég kvaddi. Nóg áttir þú af blíðu og hlýju fyrir alla fjölskyld- una. Alltaf varstu til staðar fyrir mig, ég gat alltaf leitað til þín og talað við þig um allt. Ég er svo heppin að hafa átt þig, amma, þú varst líka besta vin- kona sem hægt var að hugsa sér og varst fyrirmynd hin besta. Ég kveð þig, elsku amma mín, með það í huga að nú sért þú komin til afa, barnanna ykkar og Bonnie frænku. Ég veit að það hafa orðið fagnaðar- fundir og að þér líður vel og að einn daginn munum við hittast aftur. Ég elska þig og takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín Sólveig Björndís. Elsku besta amma Veiga, nú er komið að kveðjustund. Okkur langar til að minnast þín með nokkrum orð- um. Amma, þú varst einstök, áttir allt að gefa, lítillát og göfuglynd kona. Þú áttir stórt hjarta, bjóst yfir einstak- lega mikilli ástúð, hlýju og umhyggju sem þú umvafðir okkur öll. Það voru forréttindi að fæðast inn í þína fjöl- skyldu og að vera ömmubörnin þín. Á Sunnubraut 12 var glatt á hjalla, þar stóðu dyrnar ávallt opnar fyrir okkur og allri fjölskyldunni. Þangað var svo gott að koma. Þar tókuð þið afi á móti okkur opnum örmum og þú barst á borð kræsingar í löngum bunum, má þar helst nefna brauð með hangikjöti, hrökkbrauð með miklu smjöri og kók. Þar fyrir utan allar kökurnar og sunnudagssteikurnar alla sunnudaga alltaf. Mikið var spjallað við eldhús- borðið og gátum við talað um allt á milli himins og jarðar. Amma, þú varst einstaklega ljúf og góð, sú besta sem hugsast getur. Þú varst ekki bara amma heldur líka mjög góð vin- kona. Allar minningarnar um yndis- legar samverustundir með þér, elsku amma, ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð og styrkja okkur í sorginni. Elsku amma Veiga, hafðu þökk fyrir alla þá ástúð, umhyggju og hlýju sem þú hefur umvafið okkur alla tíð. Sérstaklega viljum við þakka þér fyr- ir allan þann styrk og stuðning sem þú veittir okkur í þeim erfiðleikum og sorg sem við höfum gengið í gegnum undanfarin ár. Nú trúum við því að þú sért komin til afa, barnanna ykk- ar, barnabarns og mömmu okkar og að þið vakið yfir okkur. Minningin um þig, elsku amma Veiga, lifir sem ljós í hjörtum okkar. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pét.) Guð geymi þig. Þín Guðrún Lára, Sólveig Hanna og Eiður Gils. Betra hjarta, hreinni sál heldur en þína er vandi að finna. Fögur áttu eftirmál innst í brjósti vina þinna. (Guðm. Guðm.) Í dag kveðjum við elskulega mág- konu okkar Sólveigu Björndísi Guð- mundsdóttur eða Veigu eins og hún var alltaf kölluð. Við vorum ekki háar í loftinu þegar SÓLVEIG BJÖRNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Þór-ólfsdóttir fædd- ist í Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 25. júlí 1927. Hún lést á dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 9. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórólfur Guðjónsson bóndi í Innri-Fagra- dal, f. á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði 21. ágúst 1892, d. 2. ágúst 1965 og Elínbet H. Jónsdótt- ir, f. á Brekku í Hnífsdal 4. maí 1898, d. 25. apríl 1992. Systkini Ingibjargar eru Rannveig hjúkrun- arfræðingur, f. 9. september 1929, búsett í Reykjavík, var gift Eggerti Einarssyni vélstjóra sem er látinn, Sigurður bóndi í Innri-Fagradal, f. 11. nóvember 1932, kvæntur Erlu Karlsdóttur frá Kollsá og Elísabet Þóra aðstoðamaður sjúkraþjálfara, f. 29. september 1939, gift Gísla Valdimarssyni rekstrarstjóra í Garðabæ. Hálfsystkini Ingibjargar sammæðra, börn Jakobs Einars- sonar sjómanns á Ísafirði sem fórst með vélbátnum Nirði 1924, eru Jóna Guðmunda, f. 2. mars 1923, d. 9. nóvember 2005, var gift Rögn- Steinunnar Þórisdóttur er Kjartan starfsmaður Landsbanka Íslands, f. 13. janúar 1973, kvæntur Maríönnu Hallgrímsdóttur flugfreyju, f. 23. maí 1974. 3) Ágústa geislafræðing- ur, f. 24. janúar 1957, gift Guð- mundi Hagalínssyni kerfisfræðingi hjá Eimskip, f. 1. janúar 1956. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Berglind viðskiptafræðingur, f. 4. september 1978, sambýlismaður Gunnar Reynir Þorsteinsson starfsmaður Kreditkorta, b) Þórdís flugmaður, f. 10. maí 1981, sambýlismaður Davíð Jensson læknanemi, og c) Hagalín Viðar menntaskólanemi, f. 21. september 1988. 4) Auðbjörg sendiráðunautur, f. 2. mars 1965, gift Frank W. Sands athafnamanni, f. 22. janúar 1966. Þau eiga þrjár dætur, þær eru: Zoe Vala, f. 15. maí 1995, Phoebe Sóley, f. 30. nóvem- ber 1998 og Heba Leigh, f. 14. mars 2005. Ingibjörg tók gagnfræðapróf á Ísafirði og hóf að því loknu störf í Búnaðarbanka Íslands aðalbanka þar sem hún starfaði við afgreiðslu og sem gjaldkeri til ársins 1950. Næstu 20 árin var hún heimavinn- andi og annaðist börn og bú. Frá 1970 vann hún verslunarstörf en frá 1978 sem ritari á mæðradeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík til árisns 1993 er hún varð að láta af störfum eftir að hún greindist með Alzheimer. Útför Ingibjargar og Jónu Guð- mundu systur hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. valdi Ólafssyni úr Bol- ungarvík og Einar Jakob pípulagninga- maður, f. 13. júní 1925, d. 30. nóvember 1988, var kvæntur Kristínu Sigurjóns- dóttur. Ingibjörg giftist 7. janúar 1950 Halldóri Þórðarsyni vélstjóra, f. í Reykjavík 8. ágúst 1925. Foreldrar hans voru Þórður Erlends- son bóndi, f. 4. októ- ber 1872, d. 7. októ- ber 1948 og Guðrún Ágústa Lárusdóttir, f. 5. nóvember 1888, d. 29. maí 1977. Börn Ingibjargar og Halldórs eru: 1) Guðmundur við- skiptafræðingur, f. 12. júlí 1950, kvæntur Sólveigu Hauksdóttur, f. 30. mars 1955. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Inga Dóra, f. 19. október 1977, sambýlismaður Arjen Adric- hem, dóttir þeira er Íva Marin, f. 18. júlí 1998, b) Freyr Heiðar háskóla- nemi, f. 24. mars 1981, og c) Hauk- ur framhaldskólanemi, f. 4. júlí 1988. 2) Þórólfur sýslumaður á Pat- reksfirði, f. 3. september 1953, kvæntur Kristínu G.B. Jónsdóttur kennara, f. 25. febrúar 1955. Sonur þeirra er Þórólfur Jarl laganemi, f. 6. mars 1981. Sonur Þórólfs og Mamma, Ingibjörg Þórólfsdóttir, fæddist í Innri-Fagradal í Saurbæj- arhreppi í Dalasýslu 25. júlí 1927. Hún var fyrsta barn Þórólfs afa og Elínbetar ömmu, en fyrir átti amma tvö börn sem afi gekk í föður stað, þau Guðmundu og Jakob, og þegar upp var staðið, eftir að Rannveig, Sigurð- ur og Elísabet Þóra höfðu bæst í hóp- inn var systkinahópurinn alls sex. Í Fagradal var jafnan margt í heimili. Þegar afi flutti árið 1924 af Ströndum í Fagradal, fylgdu honum foreldrar hans Guðjón Sigurðsson og Ingibjörg Þórólfsdóttir alnafna mömmu, en einnig systkini hans þau Magnús síðar bóndi á Innra-Ósi við Steingrímsfjörð, Hjörtur síðar bóndi á Fossi í Saurbæ, Borghildur síðar húsfreyja í Ytri-Fagradal á Skarðs- strönd, Guðmundur síðar leigubíl- stjóri í Reykjavík og Sigurlína síðar prestfrú í Grímsey. Bjuggu þau öll enn í Fagradal þegar mamma fædd- ist, en Ragnar sem var yngsti bróðir afa fæddur 1910 var tekinn í fóstur og var á Ísafirði en síðar kaupmaður í Hveragerði. Í Fagradal ólst mamma upp í glað- værum systkinahópi við öll venjuleg sveitastörf eins og venja var á þeim árum. Barnaskóli var ekki í sveitinni en farskólakennsla ágæt. Af ömmu lærði mamma prjón og saumaskap, sem átti eftir að koma sér vel síðar á lífsleiðinni. Afi var mjög ljóðelskur og ágætur hagyrðingur og óhætt er að segja að hann hafi kynt undir yndi mömmu á ljóðlistinni. Hún kunni og las mikið af ljóðum og áhugi hennar á skáldagyðjunni var mikill. Raunar eru æskuminningar mínar þannig að mér finnst mamma alltaf hafa haft bók við hönd og þá gjarnan ljóðabók, en hún hafði annars mjög fjölbreyti- legan smekk á bókmenntum. Hún las ljóð og leikrit, skáldsögur og bækur um dulræn málefni og spíritisma, og áhugi hennar á viðfangsefninu hverju sinni var svo geislandi, smitandi og hvetjandi. Og hún söng svo fallega og hafði yndi af og kunni bókstaflega alla texta. Mamma átti því láni að fagna að ganga í Gagnfræðaskóla Ísfirðinga, og bjó hjá Ragnari föðurbróður sín- um og Guðrúnu konu hans meðan á náminu stóð. Hún var þrjá vetur í skólanum og útskrifaðist með gagn- fræðapróf úr þriðju deild vorið 1945. Við skólann störfuðu þá tveir menn sem höfðu sterk áhrif á mömmu og hún vitnaði oft til um ævina. Þetta voru þeir Hannibal Valdimarsson sem var skólastjóri og Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur sem kenndi við skólann. Held ég að mamma hafi eignast allar bækur Hagalíns en alltént lesið þær allar, og fyrsta skáldsagan sem ég eignaðist var Blítt lætur veröldin eftir Hagalín, sem mamma gaf mér. Þegar mamma var orðinn gagn- fræðingur gat afi útvegað henni vinnu í Búnaðarbanka Íslands í Austur- stræti og þar starfaði hún í fimm ár, fyrst við almenna afgreiðslu en síðar sem gjaldkeri, og bjó þá til að byrja með hjá Mummu (Guðmundu) systur sinni í herbergi vestur á Hofsvalla- götu. Það var svo seinni part vetrar árið 1948, eftir að Venný (Rannveig) systir mömmu var komin suður og byrjuð í hjúkrunarnámi, að þær syst- ur fýsti að komast á ball í Breiðfirð- ingabúð. Inga vinkona mömmu, sem var með henni í Breiðfirðingakórn- um, tók að sér að útvega þeim systr- um fylgdarsveina á ballið, og fyrir valinu urðu tveir vinir úr Iðnskólan- um. Herrann sem fylgdi mömmu á ballið er Halldór Þórðarson faðir minn, sem hefur fylgt henni allar göt- ur síðan þar til leiðir nú skilja, að minnsta kosti um stundarsakir. Sambúð mömmu og pabba hófst árið 1949 með því að mamma flutti til pabba í herbergi þar sem hann bjó á heimili foreldra sinna í Engihlíð 7 í Reykjavík. Séra Magnús Þorsteins- son, sem hafði látið af prestskap og starfaði með mömmu í Búnaðarbank- anum, gaf mömmu og pabba saman í stofunni heima hjá sér að Eiríksgötu 19 hinn 7. janúar 1950. Frumburður foreldra minna var Guðmundur bróð- ir minn sem fæddist 12. júlí 1950. Pabbi var þá vélstjóri á Selfossi og í siglingum á ströndinni og til Evrópu. Boð um fæðingu sonarins bárust hon- um með loftskeyti þar sem Selfoss var á leið inn til Siglufjarðar að lesta síld og á þeim tíma var ekki um annað að ræða en að klára túrinn og sigla áfram með farminn til Noregs og svo heim til Reykjavíkur. Mömmu var nú ekki alveg fisjað saman, og þegar pabbi kom heim úr siglingunni var hún flutt með soninn í risíbúð á Lindargötu 25, og var það fyrsta heimili þeirra af ansi mörgum næstu tvo áratugina. Mamma hætti að vinna úti þegar Gummi fæddist og helgaði sig heimilinu og uppeldi okk- ar systkinanna. Um það leyti sem ég fæddist 1953 réðst pabbi sem vél- stjóri að Írafossvirkjun við Sog, en þar voru hans æskuslóðir á Syðri- Brú. Þar bjuggum við í þrjú ár, þegar flutt var aftur til Reykjavíkur, fyrst á Hjallaveg, svo á Laugateig þar sem Ágústa systir (Sta) fæddist 1957. Þaðan fluttum við á neðri hæðina hjá séra Magnúsi á Eiríksgötu 19, og þar fer ég nú fyrst að muna eftir sjálfum mér. Mamma vildi koma mér sem fyrst til náms og hóf ég mína skóla- göngu með því að fara sex ára í tíma- kennslu niður á Laugaveg í bakhúsi gegnt Stjörnubíói. Af Eiríksgötunni fluttum við árið 1961 þegar séra Magnús dó eftir að hafa dottið í stig- anum milli hæða. Man ég hvað þetta fékk mikið á mömmu. Þaðan fluttum við í Stórholt 23, svo á Langholtsveg 160 þar sem Auðbjörg (Aubý) fæddist 1965, svo í Bogahlíð 20, Skeiðarvog 13, Hulduland 9 og loks Gnoðarvog 56. Síðar, þegar allir ungarnir voru flognir úr hreiðrinu, fluttu mamma og pabbi í Vogatungu 35 í Kópavogi, þar sem pabbi er enn. Í minningunni hafa þessir flutning- ar reynst okkur systkinunum ótrú- INGIBJÖRG ÞÓRÓLFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.