Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 45 MINNINGAR okkar yndislegi elsti bróðir Hansi kynntist þessari ungu fallegu blóma- rós úr Ólafsvík, og þótt alla tíð síðan hafi verið hlý og góð samskipti við þau hjón og þeirra fjölskyldu eru minningar okkar að mestu leyti bundnar árunum sem þau bjuggu heima á Hellissandi. Veiga var ljúf kona sem hafði hlýja nærveru. Hún var eldri systrum Hansa góð vinkona og okkur þeim yngri eins og önnur móðir, enda leit- uðum við oft til hennar með hin ýmsu vandamál æskuáranna og alltaf var sama hlýjan og góðvildin til staðar. Það er svo ótalmargt sem leitar á hugann þegar kemur að kveðjustund, en okkur systrunum kom öllum það sama í hug þegar við fórum að líta til baka og rifja upp minningarnar frá árunum heima á Sandi. En það var lítið ljóð eða vers sem Veiga fór oft með og söng fyrir okkur og við lærð- um allar. Seinna þegar þau hjónin höfðu orðið fyrir sárri og þungbærri reynslu aftur og aftur fannst okkur sem þetta litla erindi hefði verið búið til fyrir þau í orðastað litlu barnanna sem þau misstu, og látum við það fylgja hér með. Gráttu ekki, góða mamma, gráttu ekki pabbi minn. Englarnir ætla að vernda augasteininn þinn. Jesús hann sagði það sjálfur ég sá hann í draumi í nótt að liðinni lítilli stundu líklega verð ég sótt. (Höf. ók.) Að leiðarlokum kveðjum við elsku- lega mágkonu okkar og þökkum sam- fylgdina gegnum tíðina. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til barnanna hennar og fjölskyldna þeirra og annarra ástvina. Guð blessi minninguna um góða og göfuga ættmóður. Vigfúsína, Guðrún, Erla og Sjöfn Danelíusardætur. Amma Veiga var alltaf svo góð amma. Það er leiðinlegt hvað við sáumst sjaldan síðustu ár því ég bý svo langt í burtu en þegar ég kom til Íslands á sumrin var alltaf gaman að koma í heimsókn til hennar, hún tók alltaf svo vel á móti mér og alltaf hægt að leita til hennar með hvaða smáræði sem var. Sunnudagsmatur- inn hennar ömmu Veigu var sá besti í heimi, en hún eldaði alltaf annað hvort hrygg eða læri á sunnudögum. Mér finnst leitt að geta ekki hitt hana núna um jólin þegar ég fer til Ís- lands og á ég eftir að sakna hennar mikið en ég hugsa til hennar og ég veit að hún verður samt með okkur um jólin og alla aðra daga líka. Andri Ingi, Hamborg. Elsku Veiga (eins og Sólveig var ávallt kölluð), ég kveð þig með mikl- um söknuði en þökk í hjarta fyrir að hafa mátt kynnast þér og átt góðar stundir með þér. Ég kom til Íslands í lok september og kom í heimsókn eins og ég gerði yfirleitt. Ég stóð fastur á þeirri trú minni að ég myndi koma til þín í heimsókn aftur, sem nú verður að bíða betri tíma. Við rædd- um væntanlega aðgerð og þær hætt- ur sem voru til staðar og þann mögu- leika að þú myndir ekki vakna frá þessari miklu aðgerð. Veiga, þú sagð- ir mér að þú héldir að þú myndir ekki vakna frá þessari aðgerð, hafðir ein- hverja tilfinningu fyrir því. En þó svo að þú stæðir frammi fyrir þessari stóru og áhættumiklu stund var þinn styrkur sem aldrei fyrr. Þú áttaðir þig á möguleiknum en samt að ef ekkert yrði að gert yrði tíminn hugs- anlega skammur og erfiður yfirferð- ar. Þú komst fram af þínum eina sanna styrk til að takast á við málin. Ég man ávallt eftir því hvað mér fannst gott að koma í heimsókn til ykkar hjóna á Sunnubrautina frá því að ég var lítill drengur. Þú sýndir mér ávallt kærleika og ómælda hlýju. Ég koma oft með pabba heitnum í kaffi og sat í horninu við ofninn. Þú skammaðir pabba, bróður þinn, fyrir að reykja of mikið og að hann skyldi fara að hætta þessu. En þó að þú værir að skammast í honum var hlýj- an og kærleikurinn til bróður þíns ávallt ljós. Þegar pabbi dó í desember 1995 fékk ég mikinn styrk frá þér, styrk sem bar mig í gegnum þá erfiðu tíma. Hinn 5. mars 1996 áttum við sameiginlega stund, stóra stund. Þetta er sá dagur sem Hansi dó á Sjúkrahúsinu í Keflavík, mikil eft- irsjá að þeim góða manni. Þetta var einnig sá dagur sem ég kom með Les- lie á Sjúkrahúsið og Pétur Ingi fædd- ist. Ég mun aldrei gleyma þessum tíma og hvernig þessa tvo atburði bar að. Þegar ég svo kom með mín börn, Báru Rós, Pétur Inga, og Róbert Þór, í heimsókn til þín, tókst þú ávallt á móti þeim eins og þú ættir þau sjálf. Eftir að við fluttumst til Bandaríkj- anna spurðir þú ávallt um þau, hvern- ig gengi, hvort þeir væru orðnir stór- ir, o.s.frv., og í lokin hvort ég ætlaði ekki að fara að koma heima aftur. Kærleikurinn, umhyggjan og hlýjan voru ávallt til staðar, allt fram á okk- ar síðustu stund. Ég sagði þér oft frá því hvað þú minntir mig á ömmu Rósu. Ég kynnt- ist ömmu svo vel sem strákur, fór í búðina fyrir hana og var bara hjá henni. Ég segi alltaf að hún var besta amma í heiminum. Hvað mér leið vel að vera hjá henni, man þær tilfinn- ingar ennþá. Í litla húsinu hjá ömmu, sem ég keypti síðar, var alltaf hlýja og kærleikur. Amma lagði á borð það sem hún átti, alltaf eitthvað gott. Ég finn ennþá lyktina af gellunum hjá henni (minnist hennar alltaf þegar ég fæ gellur). Þvílík kona hún amma Rósa! Veiga, þú fékkst þessi góðu einkenni frá ömmu, mér leið alltaf svo vel að koma til þín fá gott knús hjá þér og umhyggju. Ég þakka þér allt það sem þú gafst mér hér á jörðu, ég gleymi þér aldrei. Ég bið góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu Veigu í sinni sorg og votta mína dýpstu samúð og vona að það sé einhver styrkur í því að nú er Veiga komin á góðan stað. Kveðja. Ingimar og fjölskylda. ✝ Jóna GuðmundaJakobsdóttir fæddist á Ísafirði 2. mars 1923. Hún lést á heimili sínu í Skálagerði 3 í Reykjavík 9. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jakob Einar Einars- son, sjómaður, f. 13. ágúst 1894, hann fórst með vélbátnum Nirði á Ísafjarðar- djúpi 12. desember 1924, og Elínbet Hjálmfríður Jónsdóttir, f. 4. maí 1898 á Brekku í Hnífsdal, d. 25. apríl 1992. Albróðir Jónu Guð- mundu var Einar Jakob, pípulagn- ingamaður, f. 13. júní 1925, d. 30. nóvember 1988. Hann var kvæntur Kristínu Sigurjónsdóttur. Hálf- systkini Jónu Guðmundu, sam- mæðra, börn Þórólfs Guðjónsson- ar, bónda í Innri-Fagradal í Dalasýslu, voru Ingibjörg, ritari, f. 25. júlí 1927, d. 9. nóvember 2005, var gift Halldóri Þórðarsyni, Rannveig, hjúkrunarfræðingur, f. 9. september 1929, búsett í Reykja- vík, var gift Eggerti Einarssyni sem er látinn, Sigurður, bóndi í Innri-Fagradal, f. 11. nóvember 1932, kvæntur Erlu Karlsdóttur frá Kollsá, og Elísabet Þóra, að- stoðarmaður sjúkraþjálfara, f. 29. september 1939, gift Gísla Valdi- marssyni. Jóna Guðmunda giftist 6. sept- ember 1953 Rögnvaldi Ólafssyni, pípulagningamanni, f. á Kleifum í Skötufirði 17. október 1920, d. 3. september 1964. Foreldrar hans voru Hálfdán Ólafur Hálf- dánsson, f. á Hvíta- nesi í Ögurhreppi 4. ágúst 1891, d. 26. mars 1973, og Maríu Rögnvaldsdóttur, f. 13. janúar 1891, d. 19. október 1989. Börn Jónu Guð- mundu og Rögn- valds eru: 1) María, sjúkraliði og Ma-Uri nuddari, f. 5. júlí 1956, gift Grétari Guðmundssyni, framkvæmda- stjóra, f. 21.júní 1953. Þau eiga tvö börn Jónmund, f. 12. nóvember 1985, og Ragnhildi, f. 25. maí 1989. 2) Elínbet, bókari, var gift Magnúsi Ólafs Hanssyni, húsgagnasmiði, f. 20. október 1956. Þau eiga þrjú börn. Steinunni, f. 22. nóvember 1980. Rögnvald, f. 11. ágúst 1984, sambýliskona hans er Birna Páls- dóttir. Hólmfríði, f. 24. september 1989. Jóna Guðmunda tók húsmæðra- skólapróf frá Staðarfelli í Dölum. Eftir það fluttist hún til Reykjavík- ur og vann ýmis störf þar til hún giftist Rögnvaldi. Hún var heima- vinnandi næstu tíu árin. Eftir lát eiginmanns síns starfaði hún að mestu leyti sem matráðskona, meðal annars á Sjúkrahóteli Rauða krossins og í mötuneyti Íslands- banka. Útför Jónu Guðmundu og Ingi- bjargar systur hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Með örfáum orðum langar mig til að minnast Mummu mágkonu minn- ar. Hún hefur nú fengið hvíld frá jarð- lífinu í friðsemd, án þess að þurfa að líða langvarandi þjáningar. Guði sé lof fyrir það. Hún Mumma var ein af þessum margumtöluðu hversdagshetjum, sem vinna verk sín af alúð án þess að láta mikið á sér bera. Henni var mikill vandi á höndum þegar hún missti Rögnvald eiginmann sinn eftir langt sjúkdómsstríð og stóð ein eftir með dæturnar tvær ungar að aldri. Þann vanda stóðst hún með prýði. Það var aðdáunarvert að koma á litla snyrtilega heimilið hennar og sjá hve vel hún sá fyrir þörfum dætra sinna. Þar voru góðu gömlu gildin nýtni og nægjusemi í heiðri höfð. Mumma hafði ekki í gilda sjóði að sækja, en ég veit að hún átti góða að, sem réttu henni hjálparhönd eftir mætti. Hún fékk að njóta ávaxtanna af erf- iði sínu, því dæturnar hafa reynst henni með afbrigðum vel og ömmu- börnin veitt henni ómælda gleði. Mumma var fínleg kona, alltaf vel klædd og vel til höfð. Hún fékk að halda reisn sinni til hinstu stundar. Blessuð sé minning hennar. Innilegar samúðarkveðjur til Mar- íu og Elínbetar og fjölskyldna þeirra. Helga Svana. Elsku amma mín, mér var svo brugðið þegar pabbi hringdi í mig til Flórída og sagði mér að þú værir dá- in. Ég grét eins og lítið barn og bað Guð um að fá þig aftur, því enginn annar mun gefa mér það sem þú gafst mér, ég lærði svo margt af þér. En, elsku amma, ég veit að núna er sálin þín komin á góðan stað og þú ert hjá Guði. Það á allt eftir að verða skrítið og öðruvísi en þú munt alltaf vera hjá mér, ég veit það, sama hvar ég er, þú munt alltaf vera í hjarta mínu. Elsku amma mín, þú varst ótrúleg og ég á ekkert nema góðar minningar frá okkur tveim saman. Elsta minn- ingin er alveg frá því ég var pínulítill og mamma og pabbi voru úti á Ind- landi að ættleiða hana Röggu systur, ég man eftir því hve óþekkur ég var þegar þú varst að reyna að svæfa mig og þú sagðir við mig að ef ég myndi ekki vera þægur þá myndirðu hringja í lögregluna og það var meira en nóg að segja það við mig enda varð ég skíthræddur og fór að sofa. En þú leyfðir mér nú samt að sofa uppí hjá þér og ég man hvað mér fannst það nú gott. Svo eru nú margar minningarn- ar um það þegar Rögnvaldur kom í bæinn frá Bolungarvík. Þá var sko skemmtilegast að fara til ömmu og gista þar og fara út á blett og sparka í bolta eins og þú orðaðir það. Svo gafstu okkur alltaf sinn tvöhundruð- kallinn hvorum og við hlupum út í sjoppu og keyptum okkur bland í poka. Elsku amma Mumma, þegar þú fórst til útlanda í gamla daga með vin- konum þínum þá sendirðu mér alltaf kort með mynd af hótelinu sem þú varst á og skrifaðir til mín hvað þú værir búin að vera að gera. Þessi kort á ég ennþá heima og ég var svo stað- ráðinn í því núna þar sem að ég yrði úti í tvo mánuði hérna í Flórída að senda þér kort en nú er það of seint. Ég á eftir að sakna þess að fara ekki í mat til ömmu um helgar og fá hrygg og ís í eftirrétt, við hittumst nú oftast um helgar annaðhvort í mat hjá okkur eða hjá þér. Ef ég mætti óska mér hvers sem er í afmælisgjöf núna þá myndi ég vilja fá að faðma þig einu sinni enn, elsku amma mín. Það er stutt til jólanna, þau verða sko ekki þau sömu án þín. Við vorum nú dug- leg að gefa hvort öðru skartgripi í jólagjöf. Manstu, við vorum alltaf svo hrifin af skartgripum. Það verður skrýtið að hafa þig ekki hjá okkur og líka loksins þar sem Beta og krakk- arnir eru flutt í bæinn og við yrðum í fyrsta skipti öll saman um jólin. Ég á eftir að sakna þín svo mikið þá. En elsku amma mín, nú ertu farin, en við áttum nú gott spjall áður en ég fór út og töluðum um allt milli himins og jarðar. Þú varst svo spennt að fá mig heim aftur til að geta boðið mér og Soffíu í fiskibollur, ég á nú eftir að sakna þeirra, þær voru svo góðar. Ég vil bara þakka þér fyrir allt, amma mín, ég þakka fyrir margar af bestu stundum lífs míns, ég þakka fyrir öll matarboðin, allar bænirnar sem þú kenndir mér, allt sem þú hefur gefið mér. Ég gæti haldið endalaust áfram, amma mín, ég vil bara að þú vitir að ég elska þig svo mikið og mun alltaf gera og þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. En lífið þarf einhvern tímann að enda. Þú ert núna hjá Guði og Rögnvaldi afa. Ég bið til Guðs að við hittumst á himnum, amma mín. Takk. Þinn Jónmundur. JÓNA GUÐMUNDA JAKOBSDÓTTIR lega léttbærir, þrátt fyrir að vera sí- fellt að skipta um skóla og eignast nýja vini. Auðvitað var þetta nokkurt rót, en mamma var alltaf svo jákvæð og var svo einstaklega vel lagið að líta á björtu hliðar allra hluta að minn- ingin um gleðiríka æsku og ástkæra og hvetjandi móður er öllu öðru yf- irsterkari. Auk gleðinnar var hjálp- semi afar ríkur eiginleiki í fari mömmu. Hún mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að rétta hjálpar- hönd. Hverjum nema mömmu hefði dottið í hug að draga með sér heim er- lendan puttaling sem hún rakst á á götu, þvo af honum fataræflana og gefa honum að borða, bara si svona af því að hann átti greinilega bágt? Mamma fór að vinna úti á ný árið 1970, og vann við verslunarstörf í Kjörgarði, gólfteppaverslun Álafoss og hjá Hermanni úrsmiði á Ingólfs- torgi uns hún réðst sem ritari á mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur þar sem hún lauk sínum starfsferli árið 1993. Mamma hafði einstakt lag á að gera mikið úr litlu. Þegar við systk- inin vorum að alast upp upplifðum við það hvernig henni tókst að gera nýjar flíkur úr gömlum, hún saumaði á okk- ur fötin, prjónaði á okkur peysurnar og húfurnar og vettlingana og við vor- um alltaf svo fín og þannig leið okkur. Ég get að vísu viðurkennt það að þeg- ar mamma saumaði á mig skólabuxur upp úr gömlu pilsi af sér, þegar ég var að byrja í tímakennslunni þótti mér það heldur súrt í brotið, og ímyndaði mér að allir hlytu að sjá að ég gengi raunverulega í konupilsi, þrátt fyrir að vera í þessum fínu buxum. Mamma miskunnaði sig yfir mig með þetta. Mamma var líka listakokkur, hún eldaði og bakaði eins og færustu meistarar, og hún nýtti alla afganga, sem urðu jafnan að dýrindisréttum. Hver borðar hræring í dag? Þegar mér er hugsað til þeirra miklu mannkosta og kærleika og gef- andi gleði sem einkenndu líf mömmu fer ekki hjá því að maður velti því fyr- ir sér hvernig það megi vera að öll þessi hjartagæska sé launuð með jafn miklu andstreymi og mamma mátti þola. Hún fór í þrígang í erfiðar mjaðmaaðgerðir, sem tókust vægast sagt brösuglega, og það svo að í tví- gang tókst ekki betur til en svo að fót- leggirnir urðu mislangir. Fyrir utan þær þjáningar sem þetta hafði í för með sér, þótti mömmu alveg óþolandi að geta ekki gengið í fínum skóm, og þurfa að ganga í skóm með misþykk- um botnum, sem særði fegurðarskyn hennar gríðarlega. En þetta voru kannski smámunir miðað við þær hörmungar sem mamma mátti þola síðustu árin af völdum hins miskunnarlausa og ósanngjarna sjúkdóms Alzheimer, sem hún greindist með árið 1993. Það getur ekkert verið átakanlegra en að lokast inni í eigin líkama og geta ekki tjáð sig við ástvini sína um líðan sína, langanir og þrár. Það var vissulega erfitt fyrir okkur fjölskylduna að vita ekki hvort mamma skildi það sem við vorum að tala við hana. Það er þó hjóm eitt í samanburði við hennar upplifun. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin, elsku mamma mín, og þú áttir hana svo löngu skilið. Þórólfur. Það er náttúrulega hægt að minn- ast þvílíkt endalausra gleðistunda með þér, elsku múttan mín. Það sem við ekki hlógum! Og sjálfsagt oft að bröndurum sem enginn skildi nema Family Flint. Hlutirnir lifnuðu við í kringum þig og hinir ýmsu hlutir voru persónugerðir eftir því sem við átti … hver man t.d. ekki eftir hræri- vélinni Eyjalín, klukkunni Júlíönu eða bílnum Litla Sæt? Þú varst náttúrlega ekkert venju- leg, mamma! Þú ýttir manni áfram út í ævintýrin og hvattir okkur til dáða. „Ef hann getur það, þá getur þú það,“ varstu vön að segja við okkur. Og þá trúðum við því náttúrlega. Og fórum og gerðum … En þó, e.t.v. eftir á að hyggja, snú- ast bestu minningarnar ekki hvað síst um einfalda hluti. Helgarnar sem við áttum saman einar heima, að fá að kúra uppi í rúmi með þér, lesa góða bók og vakna saman og fá okkur morgunkaffið í rólegheitunum. Sitja úti á svölum í Gnoðarvoginum og drekka í okkur sólina … þú strax fal- lega brún … og ég misjafnlega skær- bleik! Fá að sitja og hlusta á þig og pabba syngja í góðra vina hópi; festa á þig hálsmenið fyrir eitthvert ballið; dást að því hvað þú værir fín og falleg. Þú ert fyrir löngu búin að vinna þér inn titilinn „Besta mamma í heimi“. Kveðja frá Vælu Veinólín! Þín Auðbjörg (Aubý). Elsku amma, okkur langaði til að setja niður örfáar línur og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þér. Á yngri árum fengum við að njóta þess að vera hjá ykkur afa heilu og hálfu dagana og oft var ekki auðvelt að fá okkur af stað heim. Alltaf áttirðu eitthvað gotterí handa okkur til að narta í, epla-, rús- ínu- og cheeriosblandan stendur þó upp úr. Fatan með tindátunum og hestunum var alltaf dregin fram og oftar en ekki fengum við að punta okkur með fínu höttunum þínum og hálsfestunum, manni fannst maður nú ekki lítill þá. Þú varst yndisleg amma, sú besta sem maður gat hugsað sér, svo að sjálfsögðu glæsilegust af öllum, alltaf svo fín og falleg. Alveg eins og ömmur eiga að vera. Það var erfitt að horfa á þig verða veikari og veikari síðustu árin, elsku amma. Svo erfitt að vita ekki al- mennilega hvernig þér leið. Það er enginn efi í okkar huga um að þú hafir það betra núna og getur loks farið að fylgjast almennilega með okkur öll- um. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Berglind, Þórdís og Hagalín Viðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.