Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 46

Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sólveig Sigur-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 4. mars 1911. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 12. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Gróa Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 16.10. 1885, d. 11.11. 1918, og Sigurbjörn Þor- kelsson, kaupmað- ur í Vísi, f. 25.8. 1885, d. 4.10. 1981. Systkini Sólveigar eru: 1) Kristín (Ninna), f. 1909, d. 1997. 2) Þor- kell Gunnar, f. 1912. 3) Birna, f. 1913, d. 1998. 4) Hanna, f. 1915. 5) Hjalti, f. 1916. 6) Helga, f. 1917. Seinni kona Sigurbjörns var Unnur Haraldsdóttir, f. 29.10. 1904, d. 14.7. 1991. Þeirra börn eru: 1) Friðrik, f. 1923, d. 1986. 2) Ástríður, f. 1925, d. 1935. 3) Áslaug, f. 1930, d. 2001. 4) Björn, f. 1931. Sólveig giftist 1936 Birni Sig- urðssyni, lækni, f. 4.6. 1911, d. 12.12. 1963. Börn þeirra eru: 1) Gróa, f. 1937, maki Eivin Christi- ansen, f. 1920, d. 1984. Dætur þeirra: Sólveig, f. 1978, og Jó- hanna, f. 1980. 2) Sigurður, f. 1938, maki Ásdís Magnúsdóttir, f. 1949. Synir þeirra: Björn Darri, f. 1975, og Magnús Harri, f. 1983. 3) El- ín Þórdís, f. 1945, d. 2004, maki Jóhann Heiðar Jóhannsson, f. 1945. Þau skildu. Börn þeirra: Björn, f. 1967, Hugrún, f. 1971, og Heiðrún, f. 1971. 4) Sigurbjörn, f. 1953, maki Svava Björnsdóttir, f. 1952. Börn þeirra: Sólveig, f. 1977, Björn, f. 1981, og Sigurrós María, f. 1985. Sólveig á átta langömmubörn. Sólveig ólst upp í Reykjavík. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1930. Fyrstu búskaparár Sólveigar og Björns voru í Kaupmannahöfn, eftir heimkomuna bjuggu þau fyrst fimm ár á Hvammstanga þar sem Björn var héraðslæknir og í Keflavík frá 1945. Eftir and- lát Björns 1963 fluttist Sólveig til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan. Útför Sólveigar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í sorginni og söknuðinum finn ég fyrir vaxandi þakklæti, elsku amma mín. Þakklæti fyrir að hafa átt þig að ömmu, ömmu Lóló. Þú varst einstök amma og einstök kona. Minningarn- ar um þig eru margar og góðar. Hjá þér sat ég frá unga aldri og hlustaði dolfallin á þig segja skemmtilegar sögur. Þú hafðir mikið lag á að sjá broslegu hliðina á öllu og hlóst oft að eigin klaufaskap eins og þegar þú fórst í leikhúsið með myndavél í stað leikhúskíkis. Þér fannst ekki mikið koma til nýja kíkisins enda minnkaði allt með honum. Hjá þér fékk ég að kveikja á kerti í fyrsta sinn með eld- spýtu. Þegar ég missti logandi eld- spýtuna varst þú fljót að slökkva á henni og hvetja mig til að reyna aft- ur. Hjá þér fengum við frænkurnar að klæða okkur í kjóla og setja á okk- ur hatta, perlufestar og varalit. Hvergi var betra að fara í hár- greiðsluleik en hjá þér. Þú varst allt- af tilbúin til að vera fyrirsæta. Þú leyfðir mér að greiða þér og punta og taka svo mynd af þér. Elsku amma það var alltaf eins og ævintýri að koma til þín. Með árun- um og minnkandi áhuga á hár- greiðsluleikjum af minni hálfu hélst áhuginn sem fyrr á að hitta þig og njóta samvistar þinnar. Í Dalaland- inu sátum við oft og spjölluðum um lífið og tilveruna, fórum í leikhús og hlustuðum á tónlist. Þú hefur kennt mér svo ótal margt. Ekki með því að segja mér til heldur með fordæmi. Lifandi áhugi þinn á öllu var smit- andi og gerði þig að þeirri áhuga- verðu konu sem að allir nutu að um- gangast. Það var þér ekkert óvið- komandi og varst alltaf fljót að leggja þeim lið sem þurftu. Hvort sem það var einhver sem þú hittir úti á götu eða fólk í neyð úti í heimi. Þú fylgdist vel með stórri ætt okkar, spurðir frétta af vinum og móðurætt minni og gladdist alltaf svo innilega þegar fréttir voru góðar. Elsku amma mín, ég get ekki lýst með orðum hve mikið ég sakna þín. Elsku amma, nú ert þú aftur komin í arma afa eftir rúmlega 40 ár og búin að hitta elsku Elludís aftur og alla þá þér ástkæru sem þú hefur misst. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín alnafna Sólveig Sigurbjörnsdóttir. Elsku amma mín. Tæplega aldar- langri veru þinni hér á jörð er lokið og loksins færðu að hitta afa og Ellu- dís á betri stað. Ég er þér svo þakk- látur fyrir að hafa verið eins yndisleg og þú í raun varst, jákvæðni þín og lífsgleði smituðu svo út frá sér að ekki var annað hægt en að gleðjast í kringum þig. Ég get ekki á nokkurn hátt komið því í orð hvað mér hefur alltaf þótt vænt um þig en get best sagt það með spurningu: Hvaða 75 ára kona lætur fimm ára dreng stilla sér upp í marki og leyfa honum svo að nota sig sem markmann í fótbolta? Engin nema hún amma Lóló. Og þú varst nokkuð spræk á milli stang- anna enda líkaminn jafn ungur og hugurinn sem var eitt þitt helsta ein- kenni. Þú hafðir ótrúlegustu aðlög- unarhæfileika sem ég veit um og ég vona að ég erfi þá frá þér. Það skipti engu máli á meðal hverra þú sast, þú varst alltaf ein af hópnum, hvort sem það voru systkini þín eða barnabörn sem þú sast með. Það voru ekki bara ættingjar sem þú heillaðir því ég gleymi því aldrei þegar Hjalti vinur minn kom með til þín og við spiluðum og átum pönnsurnar þínar. Þegar við loks yfirgáfum Dalalandið eftir heillangt spjall við þig sagði Hjalti: „Hún er nú alveg mergjuð hún amma Gógó.“ Mér datt ekki í hug að leið- rétta hann vegna þess að þessi nýja nafngift var svo lýsandi fyrir þig. Þú varst algjör gógópía, alltaf stuð í kringum þig. Síðustu dagana áttum við saman nokkrar góðar spjallstundir í her- bergi þínu á Eir, þar sem þú eins og ávallt sýndir öllu sem ég hef fyrir stafni sérstakan áhuga. Takk, amma mín, fyrir yndisleg 24 ár sem við höf- um átt saman og fyrir að veita mér síðustu augnablik lífs þíns. Ég vona að mér takist að gera þig stolta og að ég heiðri minningu þína. Þetta lag söngst þú alltaf fyrir mig á kvöldin og mun ávallt minna mig á þig: Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: „Gleymdu’ei mér“. Væri ég fleygur fugl flygi’ ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. Takk fyrir allt, amma mín, ég vona að þú hafir það gott á nýja staðnum. Björn Sigurbjörnsson yngri. Ég kveð með söknuði en gleði í hjarta ömmu mína, ömmu okkar, ömmu Lóló. Allir áttu sitt pláss í hjarta hennar, sama hver það var, alltaf fann amma eitthvað áhugavert hjá hverjum og einum, stórum og smáum. Hún gladdist yfir hverju skrefi sem hver og einn tók. Ótrúlegt hvernig hún gat haft áhuga á mörg- um ólíkum hlutum sem við vorum að fást við. Hún gaf okkur kraft, gleði og von um að allt gengi eftir, sama hvert leiðin lá. Minningar hrannast upp en á pappír kem ég þeim ekki. Í huga mér koma upp stikkorð og með hverju þeirra er minningarbrot: mannakorn, pönnukökur, ást, hlýja, gleði, bros, símtal, spil, litabók, sófi, teketill, röskleg ganga, hattar, kjól- ar, feluleikur, Idol, Latibær, ullartá- tiljur, þiggja, gefa, grjóngrautur, vinátta og trefill um hálsinn eða setn- ingin „mikið voru þau nú glöð að sjá okkur“. Í hverju orði er minning um ömmu og samskipti hennar við mig, Bjögga, Gunnu og Helga. Manna- korn frá mér til þín, elsku amma. Matt.11:28-30. Þín verður sárt sakn- að en minning þín lifir í gleði. Þitt barnabarn, Heiðrún. Elsku amma Lóló mín, þá ertu far- in. Þú sagðir mér alltaf að þegar ein- hver sem þú elskaðir létist þá ímynd- aðir þú þér bara að hann væri farinn í langt ferðalag til útlanda. Ég reyni að gera það, ég ímynda mér að þú og afi séuð saman á siglingu um heims- höfin eða spókið ykkur tvö í einhverri stórborg. Ég mun þó aldrei gleyma öllum góðu stundunum með þér. Þegar við fórum í gjúgg í borg, þegar ég fékk að klæða mig í fínu kjólana þína eða þegar við spiluðum könustu og spjölluðum. Ég mun líka alltaf hugsa til þín þegar ég fæ mér sér- réttinn þinn, hafragraut og linsoðið egg, þótt grauturinn sé aldrei jafn góður og hjá þér. Þú varst stórkost- leg kona og ég vona að ég muni ein- hvern tímann líkjast þér á einhvern hátt. Þín litla Sigurrós. Sá es sæll, es sjalfr of á lof ok vit, meðan lifir. Þessi forna speki úr Hávamálum gæti hafa verið einkunnarorð föður- systur minnar Sólveigar Sigur- björnsdóttur. Lóló frænka lifði það að komast á tíræðisaldur, ung í anda SÓLVEIG SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, JÓN AGNAR FRIÐRIKSSON, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Hólatorgi 6, andaðist þriðjudaginn 15. nóvember. Gunnar J. Friðriksson, Elín Kaaber og systkinabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Vogatungu, lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, miðviku- daginn 16. nóvember. Ragnheiður Helga Aðalgeirsdóttir, Guðný Aðalgeirsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Halldór Aðalgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, SIGURSVEINN KRISTINN MAGNÚSSON ketil- og plötusmiður, Holtateigi 26, Akureyri, áður til heimilis að Sunnuhvoli, Glerárþorpi, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Halla Sveinsdóttir, Jón Ágúst Aðalsteinsson, Andri Sveinn Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Þóra Guðrún Jónsdóttir, Sigurlína Guðný Jónsdóttir, Jón Hilmar Magnússon, Sóley Jónsdóttir, Júlíus Friðrik Magnússon, Margrét Magnúsdóttir, Bogi Pétursson, Kristbjörg Magnúsdóttir, Stefán Pétursson, Jósefína Magnúsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Rósa Magnúsdóttir, Jógvan Purkhus, Skarphéðinn Magnússon, Sigríður Jónsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA ERLINGSDÓTTIR, Þórðarsveigi 1, áður Framnesvegi 55, er látin. Aðalsteinn Dalmann Októsson, Hjörtur O. Aðalsteinsson, Hildur Jónsdóttir, Eygló Aðalsteinsdóttir, Flosi S. Valgarðsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Jón G. Guðmundsson, Erling Ó. Aðalsteinsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Magnea Davíðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og ómetanlegan stuðning við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS RAFNS OTTÓSSONAR, Egilsbraut 19, Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir fá læknarnir Jóhanna Björns- dóttir og Brynjar Viðarsson, ásamt starfsfólki deildar 11 á Landspítala Hringbraut. Rán Gísladóttir, Helga Halldórsdóttir, Ágúst Jens Ingimarsson, Ottó Rafn Halldórsson, Gyða Steina Þorsteinsdóttir, Valur Rafn Halldórsson, Unnur Ásbergsdóttir og afastrákarnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.