Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 48

Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðný JóhannaÓskarsdóttir fæddist í Svefneyj- um á Breiðafirði 14. desember 1927. Hún lést á Spáni 22. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar Guðnýjar voru Óskar Níelsson, bóndi í Svefneyjum á Breiðafirði, f. 12. maí 1895 í Bjarneyj- um á Breiðafirði, d. 9. september 1985 í Reykjavík, og Anna Jóhanna Magnús- dóttir, f. 16. nóvember 1894 í Flat- ey á Breiðafirði, d. 5. janúar 1930 í Flatey. Alsystir Guðnýjar var Anna Jóhanna, f. 20. desember 1929 í Svefneyjum, d. 3. janúar 2003 í Reykjavík. Hálfsystkini Guð- nýjar, börn Óskars og síðari konu hans Guðríðar Sveinbjarnardótt- ur, f. 8. júní 1912 á Hólmum í Reyð- arfirði, d. 28. júlí 1988 í Reykjavík, eru: Jón Sigurður, f. 15. maí 1936 í Svefneyjum, Þórkatla, f. 21. mars 1939 í Svefneyjum, Ólafur Aðal- steinn, f. 15. maí 1942 í Flatey á Breiðafirði, d. 4. september 1953 í Reykjavík, og Níels Örn, f. 23. ágúst 1944 í Flatey á Breiðafirði. Guðný ólst upp á heimili föður síns í Svefneyjum og í Flatey á Breiðafirði frá 1939. Árið 1943 fluttist Guðný til Reykjavíkur þar sem hún kynntist heimili Ingibjargar og Péturs Eggerz, síðar sendiherra. Með þeim hjónum fluttist hún til Eng- lands árið 1947 þar sem hún vann á heimili þeirra og stundaði nám í fata- saumi. Guðný fluttist síðar til Washington DC ásamt þeim hjónum og börnum þeirra Sólveigu og Páli. Í Bandaríkjunum vann Guðný ýmis þjónustustörf en fluttist til Íslands 1956. Ári síðar fluttist hún til Bonn í Þýskalandi og dvaldi enn á heimili Ingibjargar Eggerz. Í Þýskalandi vann Guðný við fatasaum en flutti alkomin til Íslands 1962. Eftir heimkomuna starfaði Guðný við kjólasaum og fatafram- leiðslu hjá ýmsum fyrirtækjum, lengst á Saumastofunni Gullfossi og Gefjuni. Útför Guðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Það er sumar 1943. Falleg, ljós- hærð fimmtán ára stúlka leggur ný- fætt barn ofan í barnavagn. Stúlkan er Guðný. Barnið er ég. Borgin er full af bandarískum hermönnum. Við fáum skipun áður en við leggjum af stað í Hljómskálagarðinn: „Ekki tala við einn einasta hermann.“ Þannig hófst vinskapur okkar Guðnýjar. Samleið okkar í gegnum lífið lauk ekki fyrr en þessi hjartansvinkona mín lést á Spáni í síðastliðnum mán- uði. Guðný hafði annast mig og síðan Pál bróður minn í ýmsum borgum – Reykjavík, London, Washington, Bonn. Guðný var á heimili foreldra minna seinni part sjötta áratugarins í Þýskalandi. Eftir að hún sótti sníða- skóla í Bonn fluttist hún til Íslands, þar sem hún sneið og saumaði föt bæði á litlum saumastofum og í fata- verksmiðjum. Íslensk fatafram- leiðsla tók miklum breytingum. Með auknum fatainnflutningi fóru fyrir- tækin á hausinn eða drógu saman seglin, en alltaf var þörf fyrir Guð- nýju enda bæði listfeng og dugleg. Þegar Guðný heimsótti okkur vestur um haf var aldrei að vita hvað hún tæki upp úr ferðatöskunni. Einu sinni voru það matrósaföt, sem hún hafði saumað – blá á strákana og rauðan matrósakjól á dóttur mína. En þessi hugulsemi náði yfir ættliði. Ég á mynd af sjálfri mér, tíu ára, í matrósakjól, sem Guðný saumaði löngu áður en hún stundaði sníða- skólann. Hún kom með buxur og skyrtur – sýnishorn úr tískunni – og svo marglit vestin, sem ég geng ennþá í. Enginn mátti vera útundan. Eitt árið kom Guðný með lopapeysu á lít- inn, geðillan pylsuhund, sem við átt- um – þrátt fyrir að henni væri alls ekki vel við hundinn. Á Ítalíu vildi Guðný skoða móðins- húsin í Mílanó. Við gengum framhjá ýmsum undarlegum flíkum hjá Dior, Armani og Calvin Klein. Það var ekki fyrr en við komum til Dolce & Gabb- ana að Guðný sýndi áhuga. Hún dró fram hvíta dragt og sagði: „Hún er fallega sniðin.“ Maður í svörtum jakkafötum birtist skyndilega, talaði mikið um gæði flíkurinnar. Guðný horfði stutta stund á dragtina, hengdi hana svo aftur upp. Ég var ekki í neinum vafa um að Guðný gæti sniðið og saumað jafnvel fallegri dragt. Þegar ég fór í menntaskóla á Ís- landi bjó ég um tíma hjá Guðnýju í lítilli íbúð á Framnesveginum. Næsti ættliður naut sama atlætis því fjór- um áratugum seinna, þegar sonur minn, Burke Sigurður, ákvað að vera einn vetur í Háskóla Íslands að læra íslensku, bjó hann heima hjá Guð- nýju á Birkimel. Hún opnaði hjarta sitt og heimili ekki einungis fyrir Burke en líka fyr- ir vinum hans. Þegar dóttir mín, Alí, ferðaðist ásamt vinum til Evrópu yfir Ísland tók Guðný vel á móti þeim. Gestrisin og elskuleg kynntist Guðný stórum hópi af ungu fólki. Enda hafa margir hér í Bandaríkjunum sent samúðarkveðjur og minnst hennar með söknuði. Þar sem Guðný var fæddur kenn- ari, leyfði hún Burke aldrei að tala nema íslensku við sig á meðan hann gekk í HÍ. Henni tókst jafnvel að kenna manninum mínum að elda fisk. Guðný gat einnig kennt það sem hún kunni ekki sjálf eins og þegar hún dreif sig í að kenna krökkunum að hjóla. Það var sumar við strönd í Delaware fylki. Hún hélt í sætið og hljóp á eftir í steikjandi hita, þar til hjólandinn gat loksins hjólað einn. Að lokinni kennslu sagði Guðný: „Mig langar svo til að prófa að hjóla.“ Guðný missti móður sína þegar hún var mjög ung. Hún var að mörgu leyti sjálfmenntuð, en sú menntun tókst henni vel. Hún kunni þrjú tungumál og var vel að sér í mörgu, sérstaklega í leiklist og óperu. Heimsborgari; Guðný ferðaðist til Rússlands, Kína, Grikklands, Kúbu, og hún hafði marga fleiri staði í huga. Ein mynd úr ferð Guðnýjar fyrir 20 árum kemur upp í huga minn. Hún er með okkur í Brooklyn að heimsækja tengdaforeldra mína. Ben, tengdafaðir minn, sem var kaupmaður, tyggur stóran vindil. Hann býður Guðnýju arminn og seg- ir stoltur: „Núna skal ég sýna þér heiminn, Guðný.“ Þau svífa eftir göt- unni, stíga í kringum ruslið. Og Guðný, ljóshærð og dásamleg, virkar eins og gott afl úr öðrum heimi. Sambland af vinkonu og nánasta ættingja, Guðný skapaði fyrir mig og börnin mín órjúfanleg tengsl við Ís- land. Okkur þótti dýrmætt þegar hún mætti í útskriftir krakkanna úr menntaskóla og háskóla. Í fyrrasum- ar spásseraði hún með okkur í Pavíu á Ítalíu, þegar Pétur sonur minn kvæntist ítalskri stúlku, Idu Gari- baldi. Guðný tengdist okkar fjölskyldu á svo margan hátt. Samband hennar við Ernu föðursystur mína var mjög innilegt. Þegar Erna fór á dvalar- heimilið Grund 1994, þá var það Guðný sem leit inn hjá henni og fylgdist með líðan hennar. Hlýjan sem Guðný sýndi Ernu á þessu tíma- bili var einnig mikil blessun fyrir mig og bróður minn, þar sem við vorum fjarri. Við Guðný töluðum saman viku- lega um allt sem skipti máli í lífinu. – „Það er best að ferðast á meðan mað- ur getur.“ Þetta voru næstum síð- ustu orð hennar til mín. Enda hafði hún heimsótt mig í Washington í vor og Þórkötlu systur sína í Edinborg í sumar Að vissu leyti kvaddi Guðný þennan heim þegar leikurinn stóð sem hæst. Í Spánarferðinni var hún í fylgd með vinum, fólki sem henni þótti vænt um og gaman að vera með. Ég fyllist þakklæti fyrir þá ham- ingju að Guðný skyldi koma inn í líf mitt og veita mér svo ríka vináttu. Sólveig Eggerz, Alexandria, VA. Guðný frænka var einn af þessum föstu og óbreytanlegu þáttum í lífi okkar. Hún hefur verið stór hluti af lífi fjölskyldu okkar og verið með okkur á öllum helstu tímamótum fjölskyldunnar. Í okkar minningu hefur hún alltaf verið eins, glæsileg og virðuleg með sína Grétu Garbó-hárgreiðslu, í fal- legum og vönduðum fatnaði. Hún hafði stíl. Guðný gat verið býsna skorinorð og hafði skoðanir á mönnum og mál- efnum. Staðföst og þrjósk og vildi litlar breytingar. Fröken í Vestur- bænum sem vildi hvergi annars stað- ar búa. Guðný var alla tíð dugleg að ferðast og andaðist í þeirri síðustu, sem var hennar fjórða ferð á árinu. Hún var búin að ferðast til hinna ýmsu landa svo sem Kína, Rúss- lands, farið í siglingu á Karabíska hafinu o.fl., sannkölluð heimskona, sem einnig hafði búið í Bandaríkjun- um, Þýskalandi og Englandi. Til Bandaríkjanna fór hún nánast á hverju ári til að hitta Sólveigu Egg- erz og hennar fólk, sem segja má að hafi verið hluti af hennar fjölskyldu. Við hjónin minnumst sérstaklega skemmtilegrar ferðar með þeim systrum Guðnýju og Önnu Jóhönnu til Flateyjar og Svefneyja, þar sem þær voru fæddar og uppaldar. Við skoðuðum óðal feðranna undir frá- bærri leiðsögn þeirra systra og dutt- um aftur um áratugi. Við minnumst Guðnýjar sem góðr- ar frænku, blessuð sé minning henn- ar. Anna Björg Elísdóttir og fjölskylda. Ég kynntist Guðnýju strax í upp- hafi ævi minnar þegar við bjuggum í Washington D.C., þar sem pabbi minn starfaði við sendiráð Íslands. Bjó þá Guðný nokkur ár með okkur og passaði mig sem krakka, tók þátt í að ala mig upp og var eins og önnur móðir. Nokkrum árum seinna var pabbi minn sendur til Bonn og flutt- um við þá frá Washington til Bonn. Guðný fylgdi okkur og hélt áfram að ala mig upp í öðru landi. Við höfum alltaf verið í góðu sambandi síðan þótt ég byggi í Þýskalandi og hún alltaf verið eins og meðlimur í Eg- gerz-fjölskyldunni. Þegar ég gifti mig í Þýskalandi kom Guðný alla leið frá Íslandi til að vera með. Hún hafði gaman af því að ferðast og einn góð- an dag hringdi síminn hjá okkur í München. Guðný var komin í bæinn með ferðamannahópi frá Íslandi. Fórum við út saman og skemmtum okkur konunglega, ég og fyrrverandi barnapían mín. Guðný var mikil vin- kona fjölskyldunnar og var hún in- dæl að hjálpa foreldrum mínum Pétri og Ingibjörgu Eggerz eftir að þau urðu gömul og var ein af fáum traustum vinum sem heimsóttu Ernu Eggerz föðursystur þegar hún var á Grund síðustu æviár sín. Ég hitti Guðnýju síðast í byrjun júní rétt áður en ég fór út aftur. Hún var kát og hress, drakk rauðvín með mér og benti ekkert til þess að þetta yrði síðasta skipti sem við hittumst. Ég þakka Guðnýju innilega fyrir 54 ára vináttu. Páll Ólafur Eggerz og Gabriele, Arnbjörn, Eiríkur, Níels og Helgi Eggerz. Hinsta för Guðnýjar Jóhönnu Ósk- arsdóttur hér í heimi var farin til Benidorm í októbermánuði sl. Kynni okkar Guðnýjar hófust á sjöunda áratugnum er hún var fata- hönnuður hjá tískuvöruversluninni Gullfossi. Gott var að eiga Guðnýju að er eitthvað mikið stóð til og sauma þurfti spariflík, hvort sem það var fyrir mig eða dóttur mína. Guðný var einstaklega vandvirk við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Kunningsskapur okkar þróaðist með árunum í góða vináttu. Í nokkur ár áttum við fasta leikhúsmiða, sótt- um menningarviðburði, listsýningar og tónleika. Nokkrar ferðir fórum við saman til útlanda, ásamt fleiri vinkonum, eins og í október sl. er Guðný mætti ör- lögum sínum. Ætíð var Guðný málefnaleg og við- ræðugóð, sérstaklega ef umræðurn- ar snerust um stjórnmál. En fyrst og fremst var hún sterk kona og kjark- mikil, – það var ekki hennar stíll að kvarta. Góður orðstír deyr aldrei þeim er góðan sér getur. Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð, minn allsvaldandi. (V. Briem.) Samúðarkveðjur sendi ég að- standendum. Sigr. S. Bergsteinsdóttir. Ekki óraði okkur fyrir því, elsku Guðný, þegar þú hélst út fyrir land- steinana í vinkvennahópi að þetta yrði þín hinsta ferð. Aldrei aftur fáum við tækifæri á að njóta sam- vista við þig, fá að hlýða á ferðasögu þína og heyra þínar dásamlegu bein- skeyttu athugasemdir. Því það verð- ur að segjast alveg eins og er, að þú varst einstaklega hreinskilin og hélst ekki aftur af skoðunum þínum, sem gátu verið alveg með eindæmum hressandi. Þú fórst víða og fluttir heim til Íslands mótuð af dvöl þinni í Ameríku, Ameríku sem þú unnir al- veg einstaklega mikið og hafðir yndi af að ræða um. Eftir að vinnuferli þínum lauk hafðir þú tíma til að sinna þínu helsta áhugamáli, sem var að skoða heiminn, kynnast menning- unni og viða að þér fróðleik á ferðum þínum. Söknuður okkar er mikill að fá ekki að heyra fleiri ferðasögur, upplifanir og að njóta ljúfra sam- verustunda með þér. Við höfum verið þeirrar gæfu að- njótandi síðustu ár að fá að eyða jól- unum í þínum félagsskap og verður þín sárt saknað í ár, en þó yljar það hjörtum okkar að hugsa til þess að nú ertu komin til ástkærrar systur þinnar. Heimboð á Birkimelinn fyrir tæpu ári gaf okkur tækifæri á að njóta þinnar einstöku gestrisni og þrátt fyrir nýleg veikindi veigraðir þú þér ekki við að bjóða heim systk- inabörnum ásamt fjölskyldum þeirra. Við það tækifæri gafst okkur kostur á að skoða þitt fallega heimili og hversu vel og smekklega þú bjóst og hugaðir að heimili þínu, myndir á veggjunum af öllum þeim sem stóðu þér næst gaf okkur innsýn í þá miklu umhyggju og þann kærleik sem bjó í brjósti þínu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Elsku Guðný, hjartans kveðjur og þakkir fyrir allt saman. Hlynur, Arndís og Óliver Elís. Látin er kær vinkona mín Guðný Óskarsdóttir. Mig langar með nokkrum orðum að minnast og kveðja Guðnýju og þakka fyrir allar samverustundirnar. Við hittumst reglulega og fórum stundum tvær eða fleiri saman í stuttar göngur niður í bæ. Einnig vorum við þrjár með fastan miða í Þjóðleikhúsinu. Guðný var mjög listræn og naut þess að fara á söfn og í kvikmynda- hús og fylgdist vel með öllum list- viðburðum. Við vorum fimm vinkonur í skemmtiferð á Benidorm þegar hún veiktist og lést þar stuttu síðar. And- lát hennar kom öllum í opna skjöldu, þó svo hún hefði átt við langvarandi lungnasjúkdóm að stríða. Hún gerði lítið úr sínum veikindum og má segja að hún hafi notið lífsins fram til hinstu stundar. Nú mátt þú vina, höfði halla, við herrans brjóst er hvíldin vær. Í sölum himins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (H. J.) Ég sendi ættingjum Guðnýjar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ingunn Þórðardóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna stund. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Guðný, hjartans kveðjur og þakkir fyrir allt. Atli Þór. GUÐNÝ JÓHANNA ÓSKARSDÓTTIR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, PÁLS ÞORVARÐSSONAR frá Dalshöfða, Holtsgötu 29, Njarðvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Garðvangs, Garði, fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnhildur Þorvarðsdóttir. Okkar kæri bróðir, GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON húsasmiður, Hraunbæ 176, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 15. nóvember. Systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.