Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 53 FRÉTTIR kemur næst út 3. desember fullt af spennandi efni um listina að gera vel við sig og sína í mat og drykk á aðventunni. Meðal efnisþátta í næsta blaði eru: • Jólaréttir í nýjum búningi • Sætt og seðjandi - smekklegir smáréttir og smákökur • Kynjaskepnur á veisluborðið • Ljúfir og litríkir drykkir • Lystilegar jólagjafir ásamt ýmsum sælkerafróðleik. Auglýsendur! Pantið fyrir þriðjudaginn 29. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sif Þorsteinsdóttir í síma 569 1254 eða sif@mbl.is NAUÐSYNLEGT er að setja löggjöf um heildrænt skipulag áfallahjálpar á landinu þar sem skilgreind verði ábyrgð ríkis og sveitarfélaga, hlut- verk þeirra sem starfa að áfallahjálp og trygging fjármagns til að uppfylla þær skyldur. Þetta er álit 140 þátt- takenda vinnuþings um áfallahjálp á landsvísu sem haldið var í vor í sam- vinnu við Rauða kross Íslands, Land- læknisembættið, Landspítala – há- skólasjúkrahús, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Biskupsstofu. Skýrsla með niðurstöðum þingsins hefur verið kynnt heilbrigð- isráðherra og fékk landlæknir fyrsta eintak skýrslunnar á þriðjudag. Lagt er til í skýrslunni að komið verði á fót þverfaglegum sér- fræðihópi sem hefði það hlutverk að ábyrgjast almenna stefnumótun áfallahjálpar á landsvísu, hafa yf- irumsjón með áfallahjálparteymum víða um land, sinna eftirliti með vinnu áfallahjálparteyma, fræðslu, gæðaeftirliti og ráðgjöf. Á þinginu kom fram að fræðsla skilar sér í árangursríkum vinnu- brögðum við alvarlegum atburðum. Voru þátttakendurnir sammála um að koma þyrfti fræðslu um áfalla- hjálp og forvarnir inn í öll skólastig í gegnum aðalnámskrá og að tryggja þyrfti fræðslu fyrir starfsfólk skóla og að fræðsla þyrfti að vera hluti af skyndihjálpar- og slysavarn- anámskeiðum. Einnig að nýta þurfi fjölmiðla í fræðsluskyni og fleira. Sigurður Guðmundsson land- læknir sagði á blaðamannafundi í gær að embætti sitt myndi vinna áfram að framgangi áfallahjálpar eins og vinnuþingið leggur til. „Þau sár sem snerta sál og geðslag eru oft mun lengur að gróa en þau sem snerta aðra hluta líkamans,“ sagði hann. „Það er markmið áfallahjálpar að draga úr alvarlegum afleiðingum slíkra áfalla.“ Taka töfrana úr hugtakinu „Ég held að við verðum líka að reyna að taka töfrana úr hugtakinu áfallahjálp. Ýmsir virðast halda að vandinn sé leystur með því að njóta áfallahjálpar eftir ýmiskonar vanda. En það er að sjálfsögðu ekki þannig. Skynsamlegustu viðbrögðin í upphafi eru upplýsingar frá þeim sem þekkja hvað raunverulega gerðist og stuðn- ingur og návist aðstandenda, fremur en mikil fagleg íhlutun fagfólks. Það kemur seinna.“ Margrét Blöndal, starfsmaður Landspítalans, upplýsti á fundinum að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefði lagt til að farið yrði af stað með hugsunina um langtíma eftirfylgd inn í samfélagið eftir meiriháttar sam- félagsleg áföll. Heilsugæslan þyrfti í þessu skyni að fá aðstoð heilbrigð- isstarfsmanna til að byggja upp eft- irfylgdina. „Það sem hefur breyst frá því að við vorum að stíga fyrstu skrefin í óformlegum aðgerðum á þessu sviði, er að við vitum að það þarf að fylgjast lengur með fólki og það þarf að hafa tilboð um aðstoð í langan tíma,“ sagði hún. Áfallaröskun eins og vegna misneytingar Hún nefndi sláandi erlendar rann- sóknaniðurstöður varðandi börn sem verða fyrir áföllum í kjölfar umferð- arslysa. „Þar var börnum fylgt eftir í sex mánuði eftir umferðaslys sem fengu enga sérstaka nálgun vegna andlega áfallsins. Eftir atburðinn mátti gera ráð fyrir að 25–30% þess- ara barna væru með mjög alvarleg streituviðbrögð sem gætu leitt til áfallaröskunar síðar meir, og að þau væru í jafnmikilli hættu á að þróa með sér þessa röskun og börn sem verða fyrir hvers konar misneytingu, andlegri, líkamlegri eða kynferð- islegri. Mér finnst sú tala vera til- tölulega lág fyrir þann hóp en ansi há fyrir börn sem lenda í umferð- arslysum.“ Sagði Margrét að gera mætti ráð fyrir að á árinu 2003 væru 10 börn á Íslandi með áfallaröskun 6 mánuðum eftir slys. „Við þurfum að grípa inn í á réttum stöðum,“ sagði hún. Þarf að fá löggjöf um heild- rænt skipulag áfallahjálpar Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Markmið áfallahjálpar er að draga úr alvarlegum afleiðingum áfalla.ÍSLANDSDEILD Amnesty Int- ernational hefur hafið sölu á jóla- korti ársins 2005 og vonast deildin til að sem flestir sameini fallega jólakveðju og stuðning við brýnt málefni með kaupum á kortum frá Amnesty International. Mörg und- anfarin ár hefur Íslandsdeild Am- nesty International gefið út lista- verkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröflunarleið deildarinnar. Í ár gefur Íslandsdeildin út kort sem prýðir málverk eftir Guð- mundu Andrésdóttur einn frum- kvöðla abstrakt myndlistar á Ís- landi. Íslandsdeild Amnesty Internat- ional gegnir mikilvægu hlutverki í verndun mannréttinda. Samtökin berjast fyrir mannréttindum og verndun fórnarlamba með því að grípa til aðgerða þegar grundvall- arréttindi fólks eru fótum troðin. Kaup á jólakortum Amnesty Int- ernational jafngildir markvissum stuðningi við mannréttindi. Kortin eru seld á skrifstofu deild- arinnar, Hafnarstræti 15, 101 Reykjavík. Þar er einnig tekið á móti pöntunum í síma 55-16940, fax 56-16940, netfang amnesty@amn- esty.is Jólakort Íslands- deildar Amnesty International FYRIRTÆKIÐ Margt smátt – Bol- ur hf. og Krabbameinsfélag Íslands hafa gert með sér samning um sam- starf til ársloka 2007. Samning- urinn veitir Krabbameinsfélaginu aðgang að auglýsinga- og merkja- vöru á bestum kjörum. Jafnframt mun Margt smátt styrkja Krabba- meinsfélagið með vörum og vinnu í árlegum samstarfsverkefnum og einnig með fjárframlagi. Aðilar samningsins telja hann báðum til hagsbóta. Mikilvægt sé fyrir Krabbameinsfélagið að tryggja besta verð á vörum sem notaðar eru til fjáröflunar og kynn- ingar en jafnframt sé það ótvíræð- ur ávinningur fyrir Margt smátt að tengjast Krabbameinsfélaginu og þeirri góðu ímynd sem félagið hef- ur áunnið sér með starfi í meira en hálfa öld, segir í fréttatilkynningu. Í samstarf við Krabba- meinsfélagið Sigurður Gunnlaugsson, sviðsstjóri markaðs- og fjáröflunarsviðs Krabbameinsfélags Íslands, og Árni Esrason, markaðsstjóri Margt smátt – Bolur ehf., skrifuðu nýlega undir samstarfssamning þessara aðila.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.