Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 54

Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 54
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn MIG KLÆ- JAR SÆL ELLA, ÞETTA ER JÓN HVAÐ ER Í SJÓNVARPINU GRETTIR? ÉG VAR ÞEGAR BÚINN AÐ POPPA OG NÁ Í GOS Í PÖKKUM AF „SYKUR FLÖGUM“ GETUR MAÐUR FUNDIÐ LITAÐAN DISK HÉR STENDUR „VERTU FYRSTUR TIL AÐ SAFNA ÖLLUM MISMUNANDI DISKUNUM“ MAMMA VILL SAMT EKKI KAUPA ANNAN PAKKA FYRR EN ÞESSI ER BÚINN VIÐ KLÁRUM HANN Á NOKKRUM TÍMUM ÉG ER ÞEGAR Í SYKUR- SJ0KKI EFTIR ÞANN FYRSTA ÞIÐ NÁIÐ ALDREI FJÁRSJÓÐNUM OKKAR HANN GERIR SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ Í OKKAR FAGI ÞÁ HEFUR VIÐSKIPTAVINURINN ALLTAF RANGT FYRIR SÉR KENNARINN ER AÐ SKUTLA GRÍMI HEIM GRÍMUR ER BÚINN AÐ FÁ SVARTA BELTIÐ PUNISHER HEFÐI EKKI GETAÐ VALDIÐ UGLUNNI JAFN MIKLUM SÁRSAUKA OG FJÖLSKYLDUMISSIRINN „ÆTLI PUNISHER MUNI ENNÞÁ EFTIR SINNI EIGIN FJÖLSKYLDU“ NEI, ÁSTÆÐAN FYRIR ÁREKSTRINUM VAR NÝJA ÚTVARPIÐ HANS ÞETTA FÆR MANN TIL AÐ HUGSA UM FRAMTÍÐINA JÁ Í FRAMTÍÐINNI LANGAR MIG Í SVONA ÚTVARP HJÁLPI MÉR HAMINGJAN ÞANNIG AÐ ALDURINN VAR EKKI VANDAMÁLIÐ? Dagbók Í dag er föstudagur 18. nóvember, 322. dagur ársins 2005 Víkverji lagði á dög-unum leið sína í lítinn unaðsreit, sem hann hafði ekki hug- mynd um að leyndist í miðri borginni. Þetta er skógreiturinn Bjarkahlíð við Bú- staðaveg, rétt austan við Bústaðakirkju. Þar er búið að gera skemmtilega göngu- stíga og barnaleikvöll, sem er með svo óvenjulegum leik- tækjum að börn Vík- verja ætluðu ekki að fást þaðan burt. x x x En þótt Víkverja og börnunumhans þætti gaman að koma í Bjarkahlíð fannst þeim það líka dá- lítið sorglegt. Af myndarskap hafa verið sett upp tvö skilti við innganga að reitnum, með korti og upplýs- ingum um sögu staðarins. Það er hins vegar ekki hægt að lesa á skiltin fyrir ömurlegu kroti einhvers mis- heppnaðs skríls. Og ekki hafa krot- ararnir látið sér nægja að eyðileggja skiltin. Dóttir Víkverja benti honum á það, með tárin í augunum, hvernig úðabrúsabullurnar hafa úðað á steina og tré og skemmt náttúruna. Þegar Víkverji verð-ur vitni að svona skrílmennsku sér hann ástæðu til að rifja upp tillögu sína um að úðabrúsar verði felldir undir vopnalög- in og aðeins seldir ábyrgum, fullorðnum einstaklingum með skráð úðabrúsaleyfi. Til vara finnst honum að tími sé kominn til að taka hart á veggja- kroturum, miklu harð- ar en lögreglan og borgaryfirvöld í Reykjavík virðast reiðubúin til. Vilja borgaryfirvöld að Reykjavík fái smátt og smátt yf- irbragð fátækrahverfis í amerískri stórborg? x x x Víkverja finnst alveg furðulegtþegar fullorðið, viti borið fólk tjáir sig í fjölmiðlum um veggjakrot og kallar það „list“ og „tjáningu“ þeirra, sem „vilja hafa áhrif á um- hverfi sitt“. Víkverja finnst að það ætti að birta lista yfir þá, sem hafa þessa dæmalausu skoðun, með heimilisföngum að sjálfsögðu, þann- ig að krotararnir viti hvar þeir eru velkomnir. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is    Óperan | Ingibjörg Björnsdóttir sagnfræðingur og fyrrverandi skólastjóri Listdansskóla Íslands og Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður eru meðal dansara í nýju verki eftir Láru Stefánsdóttur sem frumsýnt verður í Íslensku óperunni annað kvöld kl. 20. Verkið heitir Von, en jafnframt verður sýnt verkið Áróra Bórealis, sem er hluti dagskrár um norðurljósin, sem íslenskir listamenn fara með til Japans í lok mánaðarins og sýna í sextán þarlendum borgum. Ingibjörg Björnsdóttir var um langt árabil dansari, danskennari og skólastjóri Listdansskólans, en Sverrir fetar hér ný svið, enda kunnari fyrir störf að tónlist. Morgunblaðið/Þorkell Vonardans MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: „Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins.“ (Jh. 12, 36.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.