Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ HERRA Ísland 2005 fer sem fyrr fram í Broadway en að þessu sinni verður sigurvegarinn valinn í síma- kosningu sem lýkur í beinni sjón- varpsútsendingu á Skjá einum hinn 24. nóvember. Keppendur í ár eru nítján talsins og koma þeir víðs vegar af landinu. Þeir munu koma fram í fatnaði frá Next í Kringlunni og Oroblu- boxerum, en það er eins og oft áður Yesmine Olson sem er listrænn stjórnandi keppninnar. Í frétta- tilkynningu segir að strákarnir hafi undanfarnar vikur æft í World Class, látið lita og klippa hár sitt á Mojo/Monroe, farið í brúnku- meðferð á snyrtistofunni Fegurð og svo hafa förðunarfræðingar frá Gasa séð um að farða strákanna. Herra Ísland 2004, Páll Júlíus Kristinsson, mun afhenda arftaka sínum Herra Ísland-sprotann til varðveislu í eitt ár, en þetta er 10. árið sem þessi glæsilegi farand- gripur frá Jens í Kringlunni er af- hentur. Auk verðlaunasætanna verða Zirh-herrann og Next- herrann valdir, auk þess sem strák- arnir velja þann vinsælasta í hópn- um. Áhorfendur kjósa Fólk | Herra Ísland 2005 www.ungfruisland.is HINN alíslenski balkanhópur Stór- sveit Nix Noltes hélt í Evróputúr með hinni nafntoguðu bandarísku ný- rokkssveit Animal Collective hinn 8. þessa mánaðar og voru fyrstu tón- leikarnir haldnir í Frankfurt. Hinn 10. lék sveitin svo hér í Berlín í kumb- aldanum Volksbühne, voldugu leik- húsbákni í dólgakommúnískum stíl eins og svo margar byggingar í Aust- ur-Berlín. Tónleikarnir voru vel sóttir og á að giska þrjátíu Íslendingar í áhorfendahópnum. Röðuðu þeir sér á fremsta bekk og hvöttu svo sitt fólk til dáða, meðal annars með húsvíska herópinu „Meira pönk, meira helvíti!“ Stórsveitin náði upp góðri stemningu og fór á flug, sérstaklega undir það síðasta er hún leyfði sér að toga og teygja laglínur eftir því sem hentaði. Þessi íslenska framreiðsla á búlg- arskri þjóðlagatónlist svínvirkaði líkt og framreiðsla Hjálma á jamaískri tónlist. Ég var hins vegar ekki sáttur við Animal Collective og skil hrein- lega ekki þessa gríðarlegu hömpun pittsfork-nörda á téðri sveit (www.pitchforkmedia.com, sem er gagnleg en gríðarlega sjálfsupphafin tónlistarsíða). Stórsveit Nix Noltes hefur á að skipa tíu til fimmtán manns, allflestir lærðir tónlistarmenn eða þá í námi, og í haust kom út plata með hópnum, Orkídeur Havaí. Platan fékk lofsam- lega umsögn í Morgunblaðinu á dög- unum, fimm stjörnu dóm. Einn með- lima er Ólafur Björn Ólafsson og eftir að blaðamaður og Ólafur, einatt kall- aður Óli Björn, náðu að fara á mis hvor við annan í eftirápartíi sló blaða- maður á þráðinn til hans nokkrum dögum síðar. Þá var hann staddur í matsölu í Stokkhólmi og svaraði nokkrum spurningum góðfúslega. Hrein tónlist Óli segir sveitina hafa langað til að klára reisuna heima með ærlegum stuðtónleikum í Iðnó en reisan hefur gengið vel. „Okkur hefur verið vel tekið og stundum gerir fólk meira að segja til- raunir til að dansa. Við erum vön því heima við en það hefur ekki verið of algengt þegar við spilum úti.“ Eins og áður segir er Animal Col- lective sjóðandi heitt nafn í neðan- jarðarheimum og því ekki amalegt að komast í túr með henni. Óli segir að nokkrir meðlimir Nix Noltes hafi komist í kynni við sveitina í fyrra en þá hitaði Animal Collective upp fyrir múm. Kristín Anna Valtýsdóttir múmliði er og í Nix og leikur hún á pí- anó á nýjustu afurð Animal Collec- tive, Feels. Animal Collective bauð svo Stórsveitinni að spila með sér í New York í febrúar á þessu ári. Stað- urinn var hinn frægi Bowery Ball- room og voru áhorfendur um 600. „Það var alveg ný reynsla þar sem við vorum vön að spila fyrir u.þ.b. 50 manns á Grand Rokk eða á Kaffi Kúltúr. Á þessum túr er þetta svolítið sérstakt þar sem fólk veit ekkert hverju það á von á. Animal Collective spilar súrt tilraunarokk og við kom- um á undan með okkar túlkun á búlg- arskri tónlist. Sumir halda að þetta sé bara flipp.“ Óli Björn segir að diskasala á túrn- um nái slétt upp í bensínkostnað. Sveitin ferðast um á ellefu sæta Mercedes Benz sem kallast Highway Tiger og hefur hann verið sem annað heimili Nix-liða undanfarið. Gist er á sem ódýrustum hótelum og þetta er meira hark en þegar ferðast er með minni sveitum að mati Óla. „Þetta er mikil rútína, tónleikar á hverju kvöldi og við þurfum að halda þétt á spöðunum. En þetta virkar mjög vel tónlistarlega séð að hafa þetta svona samanþjappað og svona hraða keyrslu á þessu.“ Stefnt er að upptöku á nýrri plötu á næstu mánuðum og segir Óli að í túrnum hafi nýtt efni verið að fæðast og þau hafi verið að keyra það til og vinna með það á tónleikunum. „Þetta er allt frekar ólíkt fólk sem er í sveitinni og það gerir lögunum gott, við kunnum þetta tuttugu til þrjátíu lög og við leyfum okkur að spinna þau að vild. Segja má að þessi búlgarska þjóðlagatónlist sé grind ut- an um þær hugmyndir sem við viljum koma á framfæri hvað tónlist varðar.“ Óli segist hrifinn af þeirri hug- mynd að fólk úr einum menning- arheimi leiki sér með tónlistarhefðir annars, oft komi eitthvað nýtt og spennandi út úr þess háttar stefnu- mótum. Þjóðlagatónlist sem slík sé „hrein“ í vissum skilningi, hún snúist um þá þörf að tjá sig, koma saman og gleðjast eða syrgja. Þar liggi rætur hennar og þessi eiginleiki sé heillandi. Óli segir að lokum að líklega verði farið í annan túr með Animal Collec- tive í mars á næsta ári og þá um Bandaríkin. Byrjað yrði á South by Southwest-tónlistarhátíðinni virtu í Austin í Texas og eftir það yrði leiðin þrædd upp til New York, heimaborg- ar Animal Collective. Tónlist | Stórsveit Nix Noltes með balkanstuð í Iðnó á laugardag Tilraunir til að dansa Morgunblaðið/Árni Torfason Oft kemur eitthvað spennandi út úr því þegar fólk úr einum menningarheimi leikur sér með tónlistarhefðir annars. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Stórsveit Nix Noltes verður með tónleika núna á laugardaginn í Iðnó. Gleðin byrjar klukkan 23 og það kostar 700 kr. inn. NÝ MYNDASÖGUBÓK sem eftir Hugleik Dagsson kemur út næst- komandi föstudag hjá JPV útgáfu. Bókin nefnist Bjargið okkur og er seld í forsölu hjá Nexus við Hverf- isgötu. Verður höfundurinn sjálfur að árita í versluninni milli kl. 15 og 19.30 í dag. Ennfremur verða til sölu á staðnum upprunalegar teikningar listamannsins. Í bókinni er að finna yfir 200 nýjar myndasögur Hugleiks. Bjargið okk- ur er fjórða myndasögubók hans, en áður eru útkomin verkin, Elskið-, Drepið- og Ríðið okkur sem JPV gaf út í haust í einni bók sem ber heitið Forðist okkur. Leikrit byggt á Forð- ist okkur var frumsýnt í október og var uppselt á allar sýningar. Hugleikur áritar í Nexus Morgunblaðið/Ásdís Teikningar Hugleiks verða einnig til sölu og sýnis í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.