Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 61 FÓLKIÐ GUNNAR Waage er nafn sem margir kannast kannski ekki við. Engu að síður er hann einn af okkar allra færustu trommuleik- urum, eða trommusettsleikurum eins og hann myndi sennilega vilja orða það. Hann vill nefnilega, líkt og tíðkast í ríkari mæli í Banda- ríkjunum en í Evrópu, líta á trommusettið sem sérstakt hljóð- færi, en ekki út frá hinni klassísku evrópsku hefð þar sem trommu- settið vill stundum verða eins kon- ar aukabúgrein slagverksleikarans og slagverksleikarinn standi trommaranum skör ofar. Platan sem hér um ræðir er frekar undarleg, hún er erfið áheyrnar og þrátt fyrir einlægan vilja til að skilja er eiginlega alveg á huldu hvað það er sem raun- verulega vakir fyrir tónlistar- manninum. Á fyrstu mínútum fyrstu hlustunar virðist vera ætl- unin að róa á svipuð mið og hið bræðslukennda snillingatríó „Boz- zio Levin Stevens“ en það er bara rétt fyrst. Tónlistin fer svo út í samhengislitlar trommu- og bassa- æfingar sem ofan á er svo skeytt skelfilega „eitís-legu“ hljómborði sem er ekki í neinu samhengi við það sem fyrir er. Tengingin milli trommara og bassaleikara er eng- in, líkast er sem hljóðfæraleik- ararnir séu ekki staddir á sömu breiddargráðu, en sú ku reyndar einmitt vera raunin, megnið af upptökunum fór þannig fram að trommurnar voru teknar upp hér og upptökurnar sendar til New York þar sem spilað var ofan á þær. Slík vinnubrögð þurfa alls ekki að vera slæm, það er löngu sannað mál. Það er hins vegar ekki að ganga upp hér, kannski vegna þess að tónlistin er þess eðl- is að góð tenging milli áður- nefndra póla er algjört lykilatriði til að geta gengið upp. Engu að síður er það hljóðheimur þeirra tveggja sem er hér aðalatriðið, það sem á ofan kemur, gítar, hljóm- borð o.fl., er meira til skrauts og uppfyllingar. Gítarinn fellur al- gjörlega í skuggann af bassanum og gerir því fremur lítið fyrir lög- in, en þó smekklega það litla sem er. Hljómborð hins vegar er arfa- slæmt og ekki í neinu samhengi né tengslum við grunninn og er hljómur þess á tímum afkáralegur. Það verður hins vegar ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að trommu- og bassaleikurinn er eins og hann gerist bestur, þeir Gunn- ar og Percy sýna hreint ótrúlega takta á sín hljóðfæri, það verður ekki af þeim tekið. Það eitt og sér dugir bara ekki til að lyfta þessari plötu upp úr sortanum, neistinn er einfaldlega ekki til staðar, og tæknin og fingrafimin, sem þeir félagar virðast vera týndir í, duga skammt þegar sálina vantar. Grétar M. Hreggviðsson Týndir í tækninni TÓNLIST Geisladiskur Út er komin hljómplatan Gunnar Waage with Phase of matter þar sem trommu- leikarinn Gunnar Waage leikur ásamt hljómsveit sinni „Phase of matter“. Hljómsveitina skipa Gunnar Waage (trommusett/hljómborð), Percy Jones (bassi) og Bragi Bragason (gítar) og eru öll lög eftir Gunnar og Percy. Upptökur fóru fram í hljóðveri Trommuskólans í Reykjavík og í Percy Jones Studio í New York og um upptökustjórn sá Gunnar. Út- gefandi: Stúdíó Trommuskóla Gunnars Waage. Gunnar Waage – Phase of matter  NÝJASTA skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Sólskinshestur, kom út hinn 16. nóvember síðastlið- inn, á degi íslenskrar tungu. Af því tilefni var haldið útgáfu- hóf í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi þar sem Steinunn kynnti bókina fyrir gestum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir las úr bókinni og Stein- unn líka. Boðið var upp á súkkulaði og sérrí í tilefni dagsins. Gerðu gestir góðan róm að lestrinum að sögn viðstaddra. Sólskins- hestur í Máli og menningu Morgunblaðið/Golli Höfundurinn ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.