Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 62

Morgunblaðið - 18.11.2005, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5.20 eee MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 12 ára eee MBL TOPP5.IS eee Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Þau eru góðu vondu gæjarnir. Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer. Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Miðasala opnar kl. 15.30 Sími 564 0000 Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminn hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furious og boyz´n the hood Sýnd kl. 5.45 bi. 16 ára eee MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 8 og 10.15 bi. 14 áraSýnd kl. 8 og 10.20 bi. 16 ára Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! „Nokkurs konar Beðmál í Borginni í innihaldsíkari kantinum. …leynir víða á sér og er rómantísk gamanmynd í vandaðri kantinum.” eee HJ MBL Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! BOÐAÐ var til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi í gær í tilefni að glænýrri útgáfu af laginu „Hjálpum þeim“. Lagið var eins og flestir vita samið og sungið árið 1985 sem liður í starfsemi Hjálparstarfs kirkj- unnar til hjálpar bágstöddum í Afr- íku og nú þegar hjálparkall hefur borist frá jarðskjálftasvæðunum í Pakistan stigu margir af vinsæl- ustu tónlistarmönnum landsins fram og lögðu þessu þarfa og þakk- láta málefni lið. Á fundinum kom fram að Mikael Torfason ritstjóri DV hefði hvatt Einar Bárðarson hjá Concert til að svara kallinu á samskonar hátt og gert var fyrir tuttugu árum og í framhaldinu féll- ust þeir Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son og Vignir Snær Vigfússon að stjórna upptökum á laginu. Loka- útgáfa lagsins og myndband við það verður frumflutt mánudaginn 21. nóvember kl. 14.05 en þegar hefur verið opnað fyrir söfnunarsímann 907 2002. Stjörnum prýtt hjálparstarf Í Salnum voru allflestir af þeim söngvurum sem fram koma í laginu staddir og sungu þeir fyrir blaða- menn og aðra viðlag lagsins. Þessir lögðu annars laginu lið: Páll Óskar, Birgitta Haukdal, Eivör Pálsdóttir, Diddú, Jónsi úr Í svörtum fötum, Diddú, Selma Björnsdóttir, Hansa, Páll Rósinkranz, Gunnar Óla, Ragnheiður Gröndal, Matti í Pöp- um, Hreimur, Heiða í Unun, Heiða Idol, Davíð Smári, Jón Sigurðsson, Raggi Bjarna, Andrea Gylfad, Heiðar og Halli úr Botnleðju, Haf- dís Huld, Bjarni Ara, Nylon, Sigga Beinteins, Regína Ósk, Sverrir Bergmann, Friðrik Ómar, Pétur Örn Guðmundsson, Jakob Frí- mann, Valgeir Guðjóns, Bergsveinn Arelíusson, Garðar Cortes yngri og síðast en ekki síst Rúnar Júlíusson, Helgi Björnsson og Bubbi Mort- hens sem einnig komu að frum- gerðinni. Samúel Jón Samúelsson útsetti fyrir blásturssveit Jagúar, Roland Hartwell útsetti strengi fyrir Reykjavík String Quartett og Þóra Gísladóttir útsetti bakraddir. Aðrir sem léku undir voru Friðrik Sturluson, Karl Olgeirsson, Ólafur Hólm, Jóhann Hjörleifsson, Vignir Snær Vigfússon og Hörður Áskels- son organisti Hallgrímskirkju á orgel. Höfundar lagsins eru Jóhann G. Jóhannsson og Axel Einarsson. Tónlist | Tónlistarmenn svara neyðarkalli frá Pakistan Morgunblaðið/GolliNokkrir þeirra söngvara sem styðja við „Hjálpum þeim“-lagið nýja. Hjálpum þeim HLJÓMSVEITIN Rifsberja kom saman aftur eftir þrjátíu og tveggja ára hlé og spilaði á Næsta bar á mið- vikudagskvöldið síðasta. Rifsberja var ein af helstu hljóm- sveitum landsins á áttunda áratugn- um og þekkt fyrir að spila þunga tónlist en jafnframt heljarinnar Hendrix-syrpur. Segja þeir sem til þekkja að sveitin hafi jafnframt ver- ið sú fyrsta sem tók lög Jimi Hend- rix upp á sína arma hér á landi. Ekki stendur til að hljómsveitin komi fram aftur, svo vitað sé, og því var um nokkuð merkilega tónleika að ræða eins og gestir Næsta bars geta eflaust vitnað um. Hljómsveitina Rifsberja skipa þeir Gylfi Kristinsson, Þórður Árna- son, Ásgeir Óskarsson, Tómas Tóm- asson og Jakob F. Magnússon en þeir fjórir síðastnefndu eru ef til vill þekktari í dag sem meðlimir Stuð- manna. Morgunblaðið/Golli Gestir Næsta bars urðu vitni að einstökum tónleikum Rifsberja. Morgunblaðið/Golli Þrír meðlimir Rifsberja: Gylfi Kristinsson, Ásgeir Óskarsson og Tómas Tómasson. Tónlist | Rifsberja aftur saman Merkiskvöld á Næsta bar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.