Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi VERIÐ er að velja um 100 rúmmetra af hleðslugrjóti í landi Hrauns í Ölfusi sem nota á til að hlaða landnámsbæ í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Nú þegar hefur verið haf- ist handa við að hlaða bæinn sem verður langhús og gripa- hús. Bærinn verður kallaður Herjólfsbær og verður hlaðinn að fyrirmynd landnámsbæja frá 10. öld. Í Herjólfsdal eru bæjarrústir frá landnámsöld í þéttri torfu sem voru grafn- ar upp fyrst árið 1920. Að sögn Árna Johnsen verður landnámsbærinn notaður sem sýningarhús sem sýnir sögu þessa gamla tíma og er það Herjólfsbæjarfélagið sem stendur að þessu verkefni. Einnig geta fjölskyldur og félagar fengið afnot af þessu landnámsaldarheimili við ákveðin tækifæri. Eru það menn frá Torf- og grjóthleðslunni á Hellu sem velja grjótið og Ræktunarsamband Skeiða og Flóa vinnur grjótið áður en það er sent til Vestmannaeyja. Bæinn teiknaði Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari og teikningin útfærð af Teiknistofu Páls Zóphóníassonar. Herjólfsbærinn mun koma til með að líta út líkt og með- fylgjandi mynd sýnir en hana gerði Hlynur Ólafsson graf- ískur hönnuður. Morgunblaðið/RAX Landnámsbær hlaðinn í Herjólfsdal HEIMSFERÐIR hafa keypt dönsku ferðaskrif- stofuna Bravo Tours í Danmörku og eru eftir kaupin orðnar fjórða stærsta ferðaskrifstofa á Norðurlöndunum en fyrr á árinu keyptu Heimsferðir sænsku ferðaskrifstofuna STS Solresor og norsku ferðaskrifstofunni STS Solia. Velta Bravo Tours er um fjórir millj- arðar og hefur félagið verið rekið með hagnaði frá stofnun þess árið 1998. Samanlögð velta Heimsferða á þessu ári verður væntanlega liðlega 16 milljarðar króna og mun losa 20 milljarða á næsta ári, gangi áætlanir eftir. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að félagið muni flytja 400 þúsund farþega á næsta ári. „Það gefur okkur möguleika á því að stofna flugfélag um þessa farþega. Það þarf í kringum fjórar flugvélar til að flytja farþegana. Nú förum við að skoða landakortið með allt öðrum hætti.“ | 16 Velta Heims- ferða í 20 milljarða VEXTIR af húsnæðislánum eru verulega hærri hér á landi en í níu Evrópulöndum, sem staða þessara mála hefur verið könnuð í. Neytenda- samtökin kynntu í gær niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að verulega hallar á íslenska neytendur hvað varðar húsnæðislán. Þetta á við þegar lán eru tekin, en einnig þegar kemur að því að greiða lánin. Í könnuninni var borinn saman kostnaður neytenda vegna húsnæð- islána í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Írlandi, Hol- landi, Þýskalandi og Austurríki. Meðal þess sem fram kemur í könn- uninni er að raunvextir af húsnæð- islánum eru að jafnaði frá tveimur og upp í tæplega fimm prósentustigum hærri hér á landi en í samanburðar- löndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir óviðunandi að íslenskir neyt- endur þurfi að greiða miklu meira vegna lána en neytendur í nágranna- löndunum, og það á sama tíma og fjármálafyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr. Telja mun á húsnæðislána- vöxtum vera óviðunandi  Húsnæðislán | 11 SETNING sérstakrar löggjafar um fjármál og fjárreiður stjórnmálaflokka er nú til umfjöll- unar í nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrr á árinu. Í nefndinni eiga sæti níu fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á Al- þingi og hefur nefndin þegar haldið þrjá fundi, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Eyþórsson- ar, formanns nefndarinnar og fulltrúa Fram- sóknarflokks í henni. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, er varaformaður nefndarinnar. Lagt var til að nefndin skilaði tillögum sínum fyrir lok þessa árs en samkvæmt upplýsingum Forsætisráðherra kynnti hugmyndir um stofnun nefndarinnar er hann lagði fram skýrslu um fjárframlög til stjórnmálastarfsemi og starfsumhverfi stjórnmálaflokka á Alþingi sl. vor. Í henni sagði að meðal þess sem slík nefnd þurfi að fjalla um sé hvernig skuli háttað eftirliti með fjárreiðum stjórnmálaflokkanna og hvort setja skuli bann við framlögum frá fyr- irtækjum í opinberri eigu, hvaða reglur eigi að gilda varðandi framlög aðila sem selja vöru eða þjónustu til ríkisins til stjórnmálaflokka, og hvort og þá hvaða mörk eigi að setja við nafn- lausum framlögum eða hámarksfjárhæð fram- laga o.fl. Sigurðar er nú ósennilegt að það takist. „Það er þó ekki vegna neins ágreinings. Þetta er fjöl- menn nefnd og það er stundum erfitt að ná saman fundum.“ Hann segir töluverða vinnu hafa farið fram í nefndinni en engin niðurstaða liggi þó enn fyrir. Í nefndinni eiga sæti þrír fulltrúar frá Sjálf- stæðisflokki, tveir frá Samfylkingu, tveir frá Framsóknarflokki, einn frá Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði og einn frá Frjálslynda flokknum. „Nefndin er ennþá að viða að sér gögnum og fara yfir stöðuna í löndunum í kringum okkur og víðar að. Hún er ekki farin að ræða málin mikið efnislega enn sem komið er,“ segir Sig- urður. Níu manna nefnd um löggjöf og fjármál flokkanna hefur haldið þrjá fundi Engin niðurstaða ennþá Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Flokkar | 8 EGILL Friðleifsson, sem stofnaði Kór Öldu- túnsskóla í Hafnarfirði fyrir 40 árum og hefur gegnt því starfi síðan, hættir störfum sem að- alkórstjóri kórsins frá og með morgundeginum. Þá verður haldin hátíð til að fagna 40 ára af- mælinu, sem hefst í Hásölum kl. 15 og færist þaðan yfir í Öldutúnsskóla, þar sem boðið verð- ur upp á veitingar og sýndar myndir frá ferða- lögum kórsins, sem er einn víðförlasti kór landsins. Brynhildur Auðbjargardóttir, tónmennta- kennari og fyrrverandi félagi í Kór Öldutúns- skóla, tekur við starfi aðalkórstjóra, en Egill heldur áfram störfum við hennar hlið. Egill lætur af starfi aðalkórstjóra ÞÝSKI bílaframleiðandinn Audi hefur látið gera 40 sekúndna auglýsingu á Langjökli og Stokksnesi, sem sýnd verður í sjónvarpi í Þýskalandi, Bretlandi, Ítalíu og Bandaríkj- unum. Auglýsingin fjallar um nýjan jeppa Audi sem kallast Q7 er og ætlaður á markað fyrir lúxusjeppa. Alls tóku 80 manns þátt í auglýsingagerðinni og fluttir voru inn, auk frumgerðar Q7, þrír sögufrægir kappakst- ursbílar Audi. | B2 Audi gerir auglýs- ingu á Langjökli 80 manns unnu við auglýsinguna á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.