Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 45 UMRÆÐAN ÞAÐ er greinilegt að kosninga- skjálfti er farinn að gera vart við sig hjá stjórnmálaflokkunum, frambjóðendur til sveitarstjórna keppast við að kynna sín málefni og fjölmargir þeirra tala um hvað nú þurfi að gera fyrir aldraða. Okkur öldruðum er það vel ljóst að þetta er bara kosningaskjálfti, nú eru kosningar að nálgast og nú þarf að ná sem flestum at- kvæðum með alls konar gylliboðum, sem við vitum að eng- in meining er á bak við. Nú er verið að gera samninga við einka- aðila um að byggja hjúkrunar- og dval- arheimili fyrir aldr- aða, en þau eiga ekki að koma í gagnið fyrr en einhvern tíma á næsta kjörtímabili og það er vitað að biðlistar þeirra sem eru í brýnni þörf eftir plássi munu ekki styttast því þeim fjölg- ar meira en framkvæmdir eru. Í dag eru um 400 einstaklingar í brýnni þörf til að komast á hjúkr- unarheimili, á biðlista og við vitum að um þriðjungur þeirra mun ekki lifa nógu lengi til að komast að, við höfum ekki ótakmarkaðan bið- tíma. Við vitum líka að um helmingur þeirra sem eru á dvalarheimilum verða að deila herbergjum með öðrum og það tekur mörg ár að lagfæra það og við vitum að það kostar milljónir eða milljarða króna að reka þessar stofnanir og ríkisvaldið mismunar mikið með greiðslur til þessara stofnana, þannig að ein stofnun fær mikið meira en önnur miðað við ein- staklinga. Nú er það vitað að það tekur langan tíma að byggja upp hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir og þjónustukjarna, en þetta eru verkefni framtíðar. En aldraðir vilja helst fá að dvelja á sínum heimilum sem lengst, en til þess að svo megi verða þarf að stór- auka heimilisaðstoð, bæði hvað varðar þrif og hjúkr- un og að þetta verði samræmt. Það er vitað að það er hagkvæmast og ódýrast að aldraðir geti verið heima hjá sér og fari ekki á stofnanir en þá þarf að gera eitthvað til að svo megi verða. Það er ekki nóg að tala, það þarf að fram- kvæma. Það verður að stórbæta kjör þeirra sem að þessari þjónustu vinna og ekki vera með samaburð við aðra starfshópa heldur að miða við hvað þeir spara þjóðfélaginu marga milljarða með færri stofn- unum og rekstrarkostnaði þeirra. Aldraðir vilja vera heima hjá sér og fá að ljúka ævinni þar, sem er hægt með aukinni aðstoð og myndi það spara þjóðinni marga milljarða króna. Fjöldi aldraðra bíður eftir að komast á vist- unarheimili vegna þess að þeir geta ekki lifað af fátækrastyrkjum sem þeir fá í stað þeirra launa sem þeir eiga rétt á, en það eru aldraðir sem hafa byggt upp og skapað grundvöll að þeirri auð- söfnun sem er í landinu hjá öðrum en öldruðum. Það myndi spara þjóðfélaginu marga milljarða króna að gefa öldruðum kost á að búa heima hjá sér í stað þess að fara á stofnanir, með því að gera fátækrastyrkinn frá almanna- tryggingum að mannsæmandi launum. Fátækrastyrkurinn þ.e. ellilífeyrir og tekjutrygging er í dag alls 65.106 krónur. Þetta er það sem við fáum eftir að hafa greitt til almannatrygginga alla okkar starfsævi, og ef við erum með einhverjar aðrar tekjur fer þetta að skerðast samkv. lögum. Í nýjum upplýsingum frá Hag- stofu Íslands kemur fram að laun hafi hækkað almennt um milli 5 og 6% á árinu, en fátækrastyrkurinn hefur ekki hækkað allt árið. Stjórnvöld halda því fram að kaupmáttur aldraðra hafi aukist um tugi prósenta undanfarið og dásama sjálfa sig fyrir hvað þau geri vel við aldraða, en hvernig getur kaupmáttur aukist í 4 til 5% verðbólgu eins og hefur verið, en fátækrastyrkurinn hækkar ekkert, þetta er reiknikúnst sem ég kann ekki og skil ekki. Fram hefur komið í fréttum undanfarið að aldraðir ein- staklingar hafi fundist látnir á heimilum sínum og hafi þeir verið búnir að vera látnir í nokkra daga áður en þeir fundust, en litlar skýringar hafa heyrst hvers vegna. Hvers vegna verða ein- staklingar svo einmana og af- skiptir að enginn vitjar þeirra í marga daga? Er ekki ein skýr- ingin sú að þeir einangrast vegna þess að þeir hafa ekki möguleika á að endurgreiða það sem fyrir þá er gert? Að þeir hafa ekki mögu- leika á að bjóða þeim sem koma í heimsókn, gestum eða ættingjum einhverjar góðgerðir eins og þeir voru vanir. Að þeir hætta að heim- sækja ættingja og vini vegna þess að þeir hafa ekki efni á því og vilja ekki alltaf vera þiggjendur og geta aldrei gefið neitt á móti. Það er ekki von til að aðrir skilji svona hugsanagang, en við sem erum öldruð skiljum þetta að þegar maður hefur ekkert til að gefa hverfur lífslöngunin og mað- ur einangrast. Með betri heima- þjónustu og meira fjárhagslegu sjálfstæði eru miklar líkur á að fólk einangrist ekki svona eins og verið hefur. Þetta á ekki að vera spurning um hverjir fá að lifa, það eiga allir rétt á að lifa eins og menn. Hverjir eiga rétt á að lifa? Karl Gústaf Ásgrímsson fjallar um málefni aldraðra ’Aldraðir vilja veraheima hjá sér og fá að ljúka ævinni þar, sem er hægt með aukinni að- stoð og myndi það spara þjóðinni marga millj- arða króna.‘ Karl Gústaf Ásgrímsson Höfundur er eftirlaunaþegi og form. FEBK. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Fyrir viðskiptavin óskum við eftir íbúð, 150 til 250 fm, á efstu hæð í lyftuhúsi. Afhendingartími samkomulag. Upplýsingar veitir Snorri. EINBÝLI Á EINNI HÆÐ ÓSKAST ÍBÚÐ Í LYFTUHÚSI „PENTHOUSE“ ÓSKAST Höfum kaupanda að góðu einbýlishúsi, 160 til 250 fm ásamt bílskúr á góðum stað á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar veitir Snorri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.