Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.11.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 55 MINNINGAR Fyrir um þrjátíu árum lágu saman leið- ir okkar Dóra, eins og hann var oftast nefnd- ur, er hann flutti til Þorlákshafnar til að setjast að til frambúðar, en við höfðum sest hér að ári fyrr. Hvað aðallega dró okkur að hvor öðrum, umfram það hvað það var auðvelt að laðast að þeim Dóra og Rán, hefur sjálfsagt verið að við vorum ekki úr svo ólíkum jarðvegi. Báðir höfðum við hætt skólagöngu mjög snemma og farið að vinna fyr- ir okkur til sjós fljótlega eftir ferm- ingu, þetta starf var jafnframt okk- ar áhugamál á þeim tíma og ræddum þar af leiðandi helst ekkert annað, (við misjafnar undirtektir betri helminganna), dætur okkar fæddar á sama árinu, konurnar áttu fljótlega samleið í saumaklúbbi (og eiga raunar enn), auk þess unnum við síðar saman í Kiwanisklúbbnum Ölveri þegar hann kom þar inn og þar starfaði hann enn þegar hann féll frá. Dóri var óhemju traustur félagi og mikill vinur vina sinna. Hann var glaðsinna þó það ætti til að þykkna í honum því skaplaus var hann ekki en fór mjög vel með það og gat ver- ið skemmtilega stríðinn þegar sá gállinn var á honum. Ég man aðeins eftir einu máli sem við ekki vorum sammála um en það var fótbolti. Dóri var mikill aðdáandi Liverpool en ég Manchester United. Dóri var sjálfstæðismaður í bestu merkingu þess orðs og þar áttum við lengst af samleið líka, en einhvern veginn gerðust hlutirnir þannig að ef við fundum að við vorum ekki sammála þar þá ræddum við það ekki því hann fékk lítið út úr því að rífast, nema þá þar væri undirliggjandi stríðni. Það kom vel í ljós þegar Dóri fór til náms í Stýrimannaskólanum hversu skarpgreindur hann var en þar fór hann inn kominn undir þrí- tugt til að ná sér í réttindi sem ég hafði sótt mér tíu árum fyrr. Ég „önglaði“ úr geymslunni gömlu námsbókunum og hann réðst til at- lögu með það sem hann gat notað úr því og það þarf ekki að orðlengja það; honum gekk afbragðs vel í náminu og útskrifaðist með góðar einkunnir. Dugnaður og vinnuharka voru honum í blóð borin og var hann af þeim sökum eftirsóttur til sjós og fékk ég að kynnast því þegar hann kom um borð til mín til að leysa af eitt vorið á trollinu. Hittir þannig á að það er mokfiskirí undir Jökli og við fáum nánast í bátinn á fáum dögum og lítið um svefn. Komum heim og löndum í gámana, sem ekki var léttasti hlutinn af túrnum, og fórum nánast strax út aftur eftir löndun og fengum ágætan túr fram að sjómannadegi. Dóri lék við hvurn sinn fingur en aldrei var svo mikið sem rætt okkar í millum að hann kæmi fast um borð til okkar, þó án vafa hefði hann verið þar á réttri hillu því hann var í æsku á togurum frá Reykjavík. Ástæðan var að sjálf- sögðu hans eðlislæga tryggð en vinnuveitendur hans fram að því, Glettingur hf., höfðu stutt hann til námsins. Já, það koma margar fallegar minningar upp í hugann sem tengj- ast Dóra og Rán og ekki verð ég svo gamall að ég gleymi ferð sem við fórum saman fjögur á bát sem við leigðum á Norfolk Broads á SA- Englandi, hvar við sigldum um áhyggjulaus í vikutíma og þurftum ekki að flækja hugann með neinu stærra en við hvaða sveitakrá ætti HALLDÓR RAFN OTTÓSSON ✝ Halldór RafnOttósson, skip- stjóri, fæddist í Reykjavík 20. maí 1953. Hann lést á blóðlækningadeild Landspítalans 29. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Þorláks- kirkju 5. nóvember. að leggja í hádeginu eða hvar ætti að eyða nóttinni. Stórkostlega eftirminnilegt var síð- asta kvöldið okkar, á sveitakrá sem við þurftum að leggja á okkur smálabb til að finna. Eyddum við kvöldinu við söng og dans meðal annars með hópi Íra sem voru að enda viku rútuferð um England og sögðu kvöldið með okkur hafa verið topp- urinn í ferðinni hjá sér og Dóri var potturinn og pannan eins og svo oft. Eða dagarnir í Aðaldalnum þegar tjaldvagninn var reistur í véla- geymslunni og dólað við veiði og skemmtilegheit af ýmsu tagi með fjölskyldu Ránar svo dögum skipti. Oft höfðum við á orði að fara í píla- grímsferð saman til Englands og rifja upp dagana okkar á bátnum forðum daga þó báðum væri vel ljóst að þá væri ekki hægt að end- urtaka. Alltaf ber maður við tíma- skorti þangað til það er orðið um seinan, svo það verður að bíða um sinn, kæri vinur. Það er þyngra en tárum taki að horfa á bak manni á besta aldri sem hefur jafn mikið að lifa fyrir og á jafn miklu ólokið í lífinu og hann Dóri átti, en Almættið hlýtur að hafa einhvern tilgang með þessu öllu eða því verðum við að trúa að minnsta kosti. Eins og allir sem til þekkja vita var fjölskyldan og ekki síst barna- börnin honum eitt og allt og það var ekkert sem var á hans valdi sem hann gerði ekki fyrir þau og það verður einhver annar að hengja upp allar jólaseríurnar í ár en þar sló hann flestum við. Þá fer sjálfsagt eitthvað minna af flugeldum og sprengjum á loft frá Þorlákshöfn um næstu áramót en við það var Dóri afkastamikill eins og fleira. Kæri vinur, hér enda ég þessar fátæklegu línur um þig. Heimurinn og ég tali ekki um þetta litla sam- félag okkar hér er fátækara við frá- fall þitt. Við verðum að bíta á jaxl- inn eins og þú hefðir gert og með Guðs hjálp og góðra manna, taka við ágjöfinni og þar munu minning- arnar og myndirnar um þig reynast okkur dýrmætur sjóður. Ég, fyrir hönd fjölskyldu minnar nær og fjær, bið Guð og allar góðar vættir að styrkja Rán, börnin, barnabörnin og alla fjölskylduna í sorginni og blessa minninguna um Dóra. Hafsteinn Ásgeirsson. Vinur og félagi, Halldór Rafn eða Dóri eins og hann var alltaf kall- aður er látinn langt um aldur fram. Þegar við Ester settumst að hér í Þorlákshöfn árið 1989 kynntumst við þeim Rán og Dóra en Rán réð sig við Grunnskólann í Þorlákshöfn og höfum við unnið saman síðan og tengst ágætum vináttuböndum. Ætíð þegar starfsmenn skólans hafa komið saman eru makar vel- komnir og Dóri var duglegur að mæta. Hann var einnig félagi í makakór Söngfélagsins og fór í ófá- ar ferðirnar með okkur um landið þvert og endilangt. Dóri var einnig mjög duglegur að sækja ýmsa menningarviðburði og það voru ekki margir tónleikarnir sem haldnir voru hér í Þorlákshöfn sem hann sleppti. Kiwanishreyfingin naut góðs af starfi Dóra en hann var félagi í Kiwanisklúbbnum Ölver hér í Þor- lákshöfn. Sat hann í stjórn félagsins á síðasta starfsári sem ritari. Hann var sérstakur áhugamaður um flug- elda og sat í þeirri nefnd sem sá um sölu og sýningar í mörg ár en sala á flugeldum er forsenda styrkveitinga klúbbsins og bar Dóri alltaf hag þessa málaflokks fyrir brjósti. Ekki lá hann heldur á liði sínu við kaup á flugeldum fyrir fjölskyldu sína og styrkti þar með sjálfur styrktarsjóð klúbbsins með miklum myndarbrag, en hann hélt sína eigin flugeldasýn- ingu heima á Reykjabrautinni um miðnætti á gamlársdag ár hvert. Dóri var mikið jólabarn og er það þekkt hve hann naut þess að skreyta heima hjá sér með ótal jóla- seríum um allan garð og húsið var skreytt í bak og fyrir. Það var alltaf spennandi að ganga fram hjá Reykjabraut 20 á aðventunni og sjá skreytingarnar og spá í hvort ný sería væri komin. Fyrir tveimur árum vorum við fjölskyldan ásamt vinafólki í sum- arleyfi í Danmörku og erum að keyra inn í Kaupmannahöfn þegar síminn hringir og Dóri spyr hvar við séum. Við skildum ekkert í þessu, vissum þá ekki af því að þau hjónin væru í borginni. Þetta urðu ógleymanlegir dagar sem við eydd- um saman og yljum við okkur við minningarnar. Dóri stundaði sjóinn mestallt sitt líf en hafði nýlega stofnað sitt eigið fyrirtæki í Reykjavík er sá um ör- yggisþjónustu. Hann var einstak- lega fróður og snjall um allt er varðaði tölvur og hin ýmsu tölvu- mál, en hann fékk ekki þann tíma í nýju fyrirtæki sem hann hafði vænst né heldur hjá fjölskyldu sinni, nú kominn í land. Í vor veiktist Dóri af þeim sjúk- dómi sem aðeins á nokkrum mán- uðum lagði hann að velli. Það er alltaf erfitt þegar stórt skarð er höggvið í vinahópinn en erfiðastur og sárastur er missirinn fyrir fjöl- skylduna. Elsku Rán og fjölskylda, við á Hjallabraut 12 hugsum til ykkar á þessum þungbæra tíma og biðjum góðan Guð að styðja ykkur. Halldór, Ester og fjölskylda. Hún Þorbjörg er farin í sitt síðasta ferðalag. Þetta ferða- lag hafði staðið til í nokkurn tíma og Þorbjörgu var ekkert að van- búnaði. Hún var reyndar alltaf fljót að taka sig til ef ferðalag var í boði. Hún hafði yndi af ferðalög- um, ekki síst um íslensk öræfi. Eftir að hún kom í Helgavatn komst sá siður á að fara í bíltúr á helgidögum ef hægt var að komast frá búinu. Þá voru verkin drifin af, bakaður góður slatti af heimsins bestu pönnukökum í nesti og svo lagt af stað í bíltúr. Fyrst á gamla Willys og síðan á öðrum bílum eft- ir því sem tímarnir breyttust. Þessi góði siður fluttist áfram til næstu kynslóðar og ég naut góðs af því. Við Þorbjörg bjuggum undir sama þaki í 11 ár, eða þar til hún og Hallgrímur fluttu út í Hnit- björg. Sambýlið var náið þó að heimilin væru að nafninu til að- skilin. Það var alltaf athvarf hjá afa og ömmu fyrir börnin okkar Jónasar og þau sóttu þangað mik- ið. Þorbjörg var mikil handavinnu- kona og skipti ekki máli hvað um var að ræða. Lopapeysur í tugum ef ekki hundruðum, allar með frumsömdu mynstri, vefnaður, bútasaumur, pennasaumur, úttald- ar myndir og síðast bucilla perlu- saumur. Og auðvitað vann hún öll föt á fjölskylduna meðan börnin voru heima. Hún átti galdratæki sem hét hringprjónavél og á hana prjónaði hún peysur á börnin sín. Eftir að ég kom í Helgavatn var þetta tæki tekið fram fyrir göng- urnar, skrúfað fast á hornið á eld- húsborðinu og prjónaðir sokkar í göngurnar og fyrir veturinn. ÞORBJÖRG BERGMANN JÓNASDÓTTIR ✝ Þorbjörg Berg-mann Jónas- dóttir fæddist á Marðarnúpi í Vatnsdal 31. maí 1917. Hún lést á sjúkrahúsi Blöndu- óss 11. október síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Þingeyrakirkju 25. október. Þegar við vorum að gera slátur í kjall- aranum, sem var í sjálfu sér ekki gam- an, sagði hún mér frá æsku sinni á Marð- arnúpi þar sem hún var eftirlæti foreldra sinna og eldri systk- ina. Sagði hún mér frá flutningi út í Stóru Giljá þar sem var rafmagn frá heimarafstöð og á fyrstu árunum á Helgavatni þegar lífsbaráttan tók við. Þetta var skemmtilegur fróðleikur um horfn- ar kynslóðir og lífshætti. Þorbjörg var grönn og létt á fæti. Hún hafi gaman af fallegum fötum og var alltaf vel til höfð. Hárið varð að vera í lagi svo hægt væri að fara á mannamót. Hún hafði gaman af góðum söng og tón- list og ef flytjendur voru vel klæddir og eitthvað fyrir augað fylgdi með var ekki verra. Ég minnist sjónvarpsstunda á nýársdag þegar sjónvarpað var Vínartónleikum úr glæstum sölum með síðkjóladansi. Þetta var dá- semd bæði fyrir augu og eyru. Hún var fagurkeri á öllum sviðum og þar var náttúrufegurð ekki undanskilin. Það voru erfiðir tímar þegar Jónas sonur Þorbjargar féll frá. Þau voru bundin mjög sterkum böndum. En hún og Hallgrímur reyndust mér og börnunum mínum áfram stuðningur þó vegurinn á milli okkar lengdist. Hjá þeim átti Þorbjörg Otta athvarf meðan hún var í grunnskóla á Húnavöllum. Eftir að Hallgrímur dó flutti Þorbjörg af Hnitbjörgum út á öldrunardeild á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi. Lífið hafði ekki sama tilgang og áður og skyldustörfin voru fá eftir. Hún var tilbúin í síðasta ferðalagið. Ég þakka tengdamóður minni fyrir mig og börnin mín í 30 ára samfylgd. Ég veit að hún hefur fengið góð- ar móttökur hjá þeim feðgum á ströndinni hinum megin við hafið. Guð blessi minningu Þorbjargar. Sigurlaug H. Maronsdóttir. Stapahrauni 5 Sími 565 9775 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur og frænku, HELGU KARITASAR RÖGNVALDSDÓTTUR, Sundstræti 25A, Ísafirði. Sérstakar þakkir til Þorsteins Jóhannessonar læknis, hjúkrunar- og starfsfólks öldrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, fyrir frábæra umönnun og hlýju. Jenný Rögnvaldsdóttir og Jenný Breiðfjörð. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, ELVIRA PAULINE LÝÐSSON, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Snorrabraut 67, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugarstaða. Viktor Hjaltason, Elín Pálmadóttir, Erla Lýðsson Hjaltadóttir, Þorvarður Þorvarðarson, Unnur Hjaltadóttir Schiöth, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.