Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 1. september 1970. UMSJÓN: ÞORSTEINN EGGERTSSON OG EINAR BJÖRGVIN 250 erlendir og innlendir listamenn á pop-festival - PLATAN RENNUR ÚT SEM HEITIR HAMBORGARAR Pop festivalplatan sem Tónaútgáfan gaf út fyrir skömmu, og svo mikið hefur verið um rætt, hefur selzt mjög vel það sem af er. Við náðum 8.1. fimmtudag tali af Jóni Ármannssyni, framkvæmdastjóra Tónaútgáfunnar og var gott hljóð í honum. Platan var í fyrstu gefin út í tvö þúsund eintökum, en nú virðist allt benda til þess, að það verði að auka eintakafjöldann. Það er engin furð-a þótt þeir em unna góðri pop-músík sæk- st eftir að eignast þessa plötu. 'ins og raunar var gert ráð fyrir r hér um vandaða og fjölbreyti- SÍN AllsherjarfriSur á jörðu er stórt og göfugt takmark, en enn eru margar hindranir, sem ryðja þarf úr vegi, áður en það næst: Nýlega lentu tveir litlir strákar í hörkuslagsmál- um. Þetta var á mótmælafundi gegn atómsprengjum og tilefni slagsmálanna var rifrildi þeirra um, hvor ætti meiri friðar- sinna fyrir föður. ÖGNIN Hin vinsæla útvarpsstöð „liadio Luxemburg" er nú í mikluim vanda stödd, ásamt fleiri „POP-útvarpsstöðvum“, vegna þess að Brezka Ríkisút- varpið (BBC) hefur nú í hyggju að taka upp auglýsingar til út- varpsfi’utnings. Ef til þess kemur, spá sumir Radio Luxembórg hry’lilegum dauðdaga. AF Ung borgarstúlka var uppi í sveit og gaf sig á tal við bónda. — Hvað áttu margar kýr og hænsni? spurði hún. Bóndinn reyndi að leika svo- litið á stúlkuna og svaraði, að kýrnar sínar og hænurnar hefðu til samans 36 hausa og iöö fætur. Stúlkan fór að reikna og fann svarið eftir svo litia stund. Hvað getið þið ver ið fliót? HVERJU? Sex sinnum sjö eru fjörutíu og tveir. lega LP-pJötu að ræða og;þá at- hyglisverðustu, sem gefin hefur verið út hér á landi að öðrum ólöstuðum. Þrátt fyrir góða múáík skal þess fyrst getið hér, hvað plötuumslagið er smekklega unn- ið. Eiga þeir sem að stóðu, heiður skilinn fyrir framtak sitt. Það að gagnrýna þessa pJötu fellur ekki undir verksvið þessa báttar, það verður gert í öðrum þætti í blaðinu. Hins vegar er | ekki úr vegi að spjalla lítillega! um hana. Ef við byrjum á hlið A heyrum við þann kunna Björg- vin Halldórsson syngja lagið Komdu í kvöld ástin mín, við AHt virðist nú benda til þess að Btlarnir séu ekki hættir fyrir fullt og allt, þótt áhugamál þeirra hafi beinzt sitt í hverja áttina. Paul McCartney gerði sér fulla grein fyrir því, þegar hann sagði upp stöðunni, að hann gæti ekki sagt skilið við Bítlana fyrir fullt og allt, þar sem hann er samningsbundinn við plötusamsteypuna EMI (Apple tilheyrir þeirri sam- steypu á pappírunum) nokkur ár ennþá. George Harrison er meira að segja svo bjartsýnn, að hann hefur látið hafa eftir sér eftir- farandi: „Þegar Bítlarnir byrja upp á nýtt, eiga þeir eftir að vinna sinn stærsta sigur hing að til“. Að Ringó Starr undantekn- um hafa allir Bítlarnir áhuga á því að koma einhverntíma fram aftur opinberlega, en hvort að af því verður nokk- urntíma, getur tíminn einn skorið úr um. John Lennon hefur nú stofn- að eigið plötufyrirtæki ásamt konu sinni Jóku Ónæðis. Fyrir- tækið heitir einfaldlega BAG (poki) og fyrsta platan, sem þau hjónin hljóðrituðu þar var í hæsta máta nýstárleg: tveir simpansar (Bugsy og Rosie) spiluðu á píanó en hjónin sungu undir — eitthvað, sem þeim datt í hug um leið. Yoko 09 John Lennon Ekki veit ég hvort upptakan hefur heppnazt vel, en ég hef ekki heyrt plötuna auglýsta ennþá. „Allt þrasið um framtíð Bíti- anna byrjaði með plötunni REVOLUTION (það þýðir „bylt ing“ og befur tvisvar verið sett á hljómplötur af Bítlun- um — og í mismunandi útsetn- ingum). í mínum augum var það lag ekki bara bakhliðin af plötunni „Hey Jude“, held- ur annað og meira“, segir John. Það er mjög ólíklegt að John og Paul muni aftur vinna saman sem laga- og textahöf- undar, en ennþá eru til nokkr ar uppptökur af lögum, sem aldrei hafa komið á mark- aðinn með Bítlunum. Hver veit nema þau verði sett á markaðinn innan tíðar? Björgvin Halldórsson undirleik brezkrar hljómsveitar. Þetta lag er farið að heyrast við og við i hljóðvarpinu og á eftir að heyrast oftar. Næstir koma sv« Blues Company og Erlendvr Svavarsson með annan ástaróð. Lagið er fyrir þá sem unna „frum- lagheitum", neita öllu „commer- cial“. Þá koma Heiðursmenn næst ir með enn einn ástaróðinn, síð- an að mörgu leyti kollegar þeirra Júdas og fjalia um vonleysi ást- arinnar. Sá horfni-af-sviðinu Jónas R. Jónsson, núverandi verzlun- stjóri, kemur vel fyrir með Kanntu að læðast, undirleikinn annast brezk hljómsveit, en text- inn rammíslenzkur, enda eftir Birgi Marinósson — og Guðmund- ur Haukur syngur að lokum óð Til hafsins. Snúum við svo þessari ágætu plötu við, hlustum við fyrst á Þú gafst mér svo mikla gleði með hinum horfnu Dúmbó — að sjálf- sögðu annast Guðmundur Haukur sönginn. Ef við hlustum á LP- plötu nr. 2 með því ameríska „Blóði sviti og hár“, hljómar sama lagið. Þá er Rúnar Trúbrotsaðili Júlíusson þarna með söng við und irleik brezkrar hijómsveitar. nefn ist lagið á íslenzku „Takmörk“ — og þess má geta að textinn sem er „uppreisn móti íhaldinu", er eftir Rúnar kappann sjálfan og svo Þorstein Eggertsson, sem nú mun dveljast í þeirri umræddu V-Berlín. Þá syngur Bjarki Tryggvason einnig við undirleik brezkrar hljómsveitar, lagið Ást við fyrstu sýn og að lokum eru hinir gamalkunnu Pónik og Einar með lagið Mundu þá mig. Þá eru lögin á plötunni upp- talin. „Tilgangurinn með þessari hljómplötu er að kynna vandaða og fjölbreytta poptónlist, flutta af þekktum listamönnum, erlendum og innlendum, um 250 talsins“. Þetta ritar Jón Ármannsson m. a með plötunni Tilgangurinn hef ur tekizt. Sá sem ekki hlustar á þessa plötu fer á mis við ýmis- legt sem er að gerast í pop-tón- listinni hérlendis. Ernir hrista af sér rykið Nýjar hljómsveitir skjóta oft upp kollinum hérlendis, en marg- ar þeirra iognast fljótlega útaf. Að þessu sinni hefur þó skotið upp kollinum hljómsveit, sem ef- laus mun halda veUi fyrst um sinn. Sú sem hér um ræðir, nefnir sig ERNIR. Eflaust kann- ast margir við þetta hljómsveit- amafn, enda var hljómsveit undir þessu nafni, í góðu gengi fyrir nokkrum árum. Nú hafa þrír að- ilar þessarar hljómsveitar komið saman á nýjan leik, ásamt einum í viðbót. Þeir, sem hér um ræðir, eru Ingvi Guðjónsson, sem er aðalsöngvari hljómsveitarinnar og leikur jafn framt á rytmagítar. Ingvi lék fyr ir þrem árum með hljóm- sveit, er nefndi sig „Flintstones“ Síðan koma fyrrverandi Ernir: Jón Garðar Elísson, sem leik ur á bassa og tekur oft undir með Ingva, Haraldur Bragason, sem leikur á sólógítar og syngur einnig — og að lokum trommar- inn Gunnar Þór Kárason. EQjómsveitin hefur nú æft í rúman mánuð, og kom fyrst fram á KeflavíkurflugveUi s. 1. mið- vikudagskvöld, þar sem góður rómur var gerður að tónlistar- flutningi þcn.a. Á fimmtudagskvöldið hlustuðum við smátíma á þá félagana þegar þeir voru að æfa í Breiðfirðinga- búð, Kváðust þeir taugaóstyrkir við komu blaðamanna með gagn- rýnendasvir. Sar-.t léku þeir fyrir okkxu- nokkur nýjustu lögin, og sannast að segja tókst sá flutning ur mjög vel hjá þeim félögunum. OG ENNÞÁ NÝJAR FURÐU- SÖGUR AF BÍTLUNUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.