Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 9
t&CHNrUDAGUR 1. septcmber 1970. TIMINN 9 mmmm Úrgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FraimllovœaiidiaBtjióri: Kristj'án Benedilktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (álb), Arudres Krijsitjámssom, Jón Helgason og Tómas Kairlsson. Auiglýsimgasitjórd: Steinignímur Gísiliason. Riitstjórnar- s(krifistofur í Ediduhúsiniu, símiar 18300—16806. Skrifstafur Bamikastræti 7 — Áfigrei<Ssliusáma 12383. AuigJýsingasími 19523. Aðrar slkrifsitiofiur simi 18300. Áskriftargjalld kr. 160,00 á mánuði, tanainilan'ds — í lausaisölu br. 10,00 eiwt. Prentsjn. Edda hf. Öflug samtök Stéttarsamband bænda hefur lokið árlegum aðalfundi sínum og fjallað um afkomu landbúnað- arins og hag bændastéttarinnar. Að þessu sinni beindust umræður meira en vant er að öðrum málefnum en verð- lagningu landbúnaðarvara. Bar það m.a. til, að á þessu hausti hafði náðst samkomulag um verðlagsgrundvöllinn í svonefndri sex manna nefnd, en síðustu árin hefur það sjaldan borið við fyrir aðalfundinn. En einnig hlutu um- ræður og ályktanir mjög að snúast um önnur vandamál, sem bændur eiga nú við að etja í ríkari mæli en áður, grasleysi og óþurrka sumar eftir sumar í mörgum héruð- um og áföll af eldgosum þar á ofan á þessu ári. Af þessu hefur leitt stöðnun í bústækkun eða jafnvel verulega minnkun búa og minni afurðir í ýmsum héruðum. Rekstr- arafkoma búanna verður og sífellt örSugri vegna sívax- andi framleiðslukostnaðar og dýrtíðar. Um þessi vandamál, sem hvort tveggja stafa af illu árferði og aðbúnaði við landbúnaðinn af opinberri hálfu, svo og um fjölmörg framfaramál sveitanna og félagslegar þarfir voru gerðar margar ályktanir á fundinum, og verður sumra þeirra getið hér í blaðinu. Einn mesti vágestur, sem nú herjar á jörðum bænda, er kalið alræmda, sem svíður akurinn ár eftir ár." í tilefni af því, að Stéttarsamband bænda hefur starfáð iJaldár-^ fjórðung um þessar mundir, samþykkti fundurinn að leggja fram úr félagssjóði hálfa milljón króna til kal- rannsókna. Stéttarsamband bænda er orðinn öflugur félagsskap- ur, sem ætíð hefur verið fastur í sniðum og stendur á traustum grunni, sem í öndverðu var lagður og mótaðist af samstarfi mikilla félagshyggjumanna í bændastétt, ekki sízt Sverris Gíslasonar í Hvammi, hins farsæla for- ystumanns. Það hefur vafalítið verið rétt stefna, sem tekin var, a"ð hafa tvö meginfélög bændastéttarinnar aðskilin og sjálfstæð hvort um sig, en aðstæður til góðrar samvinnu hlið við hlið. Hefur sú þróun reynzt vel eins og Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaðarfélags íslands, sagði í ræðu á aðalfundinum, er hann ávarpaði hann og færði Stéttar- sambandinu árnaðaróskir Búnaðarfélags íslands. Núverandi formaður Stéttarsambandsins, Gunnar Guðbjartsson, sem veitt hefur samtökunum forystu all- mörg ár, hefur reynzt með afbrigðum farsæll og traustur, enda kom það glöggt fram í ræðum manna á fundinum, hve þeir mátu störf hans mikils. Hann hefur beitt sér mjög fyrir því, og sjálfur lagt í það þrotlausa vinnu að afla upplýsinga, staðreynda og gagna um stöðu land- búnaðarins, hag og afkomu bænda, opinberan stuðning við búnað bæði hér á landi og til samanburðar úr öðr- um löndum. Hefur þessi mikla gagnasöfnun og rökvísleg- ur málflutningur mjög stuðlað að því að koma fram leið- réttingum og haldkvæmum úrbótum. í lok setningarræðu sinnar á Stéttarsambandsfundin- um sagði formaðurinn að uggur væri nú í mörgum bændum, vegna ills árferðis, ótta úm sölutregðu og verð- bólgu. Hann kvaðst álíta, að framtíð landbúnaðarins mundi á næstu árum mjög markast af því, hve skyn- saraleg og framsýn viðhorf réðu af hálfu stjórnvalda í landbúnaðarmálum og hve vel yrði spyrnt gegn hraðvax- andi verðbólgu. — AK JUAN D. ONIS, NEW YORK TIMES: Pólitísk morð eru daglegir viö- burðir í Dóminíkanska lýðveldinu Joaquin Balaguer fekur við forsetadómi í annað sinn STÚDENTAR hafa komið fyrir á vegg hér við háskólann í Santa Damingo miklu af ljós- myndum og blaCaúrk.lppum og nefna sýninguna „Endurbætur Ealaguers á manntamálum". Ljósmyndirnar eru allar af lík- um, einkum ungum stjórnar- andstæðingum, sem liggja í blóði sínu á torgum og gatna- mótum, þar sem þeir hafa fall- ið fyrir byssum ,ögreg.\iþ.ión«. Rúmlega hundrað manns hafa verið drepnir af stjóinmála- ástæðum síðan í janúar í vetur. Á þessum tíma geisaði hörð kosningabarátta, en Joaquin Balaguer forseti var endurkjör- inn til f jögurra ára í maí í vor. Komið hefur verið fyrir mjög stórri mynd af Ho Chi Minh við hlið myndasýningarinnar við háskólann. Á sýningunni eru engar myndir af lögregluþjón- um eða hermönnum, sem of- beldismenn hafa drepið oft og einatt til þess eins að komast yfir skamimbyssu. Þar kemur he.'dur ekki fram, að sumt af stjórnmáladrápunum á rætur að rebja til afbrýðissemi og keppni milli sundurleitra hópa byltingarnunna. Hitt dylst '¦%&" engum, að ærinn munur er á stj ómmálaviðhorfum róttækra stúdenta og ríkisstjórnar Bala- guers. Af þessum ástæðum hef- ur verið gripið til aðgerða, sem grimmdarlegar verða að te.'jast, jafnvel á mið- og suður- ameríska vísu. ÞEGAR herskáir stjórnar- andstaöðingar hafa verið teknir af lífi, er venjulega farið í skrúðgöngn til kirkjugarðsins dagiun eftár. Þegar einhver í skrúðgöngunni hrópar ókvæðis- orð um ríkisstjórnina, gerir lög reglan árás á göngumenn, bæði með táragasi og kúlnahríð. Kom ið hefur fyrir nokkruni sinnum, að allmargir hafa legið í b.'Öði sínu við kirkjugarðshliðið að árás lokinni, en líkkisturnar legið ef tir á götunni. Þegar Balaguer tók formlega við völdum i annað sinn fyrir fáuim dögum, sagði hann í ræðu sinni, aið ofbeldið oœn arfur frá borgarastyrjö.'dinni 1965, „sein jaröaði hina föllau, en slökfeti ekki haturseldinn'-. Þá féllu um þ-jú þúsund manns i átökum milli hersins og vopn- aðrar uppre;snar stuðn'ngs- manna Juan Bosch, fyrrve -cindi forseta, seni var hófsamur um- bótamaður, en hægrisin:iaðir herforingjp.r steyptu1 honum af stóli árið K»63 Bandaríkjastjórn jendi her- sveitir á ^etrvang og batt endi á styrjöldina. Þegar Balaguer var kjörinn forseti, en Bosch beið :ægri i ut, árið 1966, voru enn eftir í landinu 20 þúsund bandaríski.r hermenn af þeim liðsafla, sem Johnson forseti sendi á vettvang á sinni tíð (Þeir voru siðar kvaddir be,im). Margir þeirra, sem látið hafa lífið í stjórnmálaátökum síðan 1965, voru stuðningsmenn Bosch i byltingunni. A3 undan- förnu hefur lögregjan einkum MóSlr vlS Kk myrts sonar síns, krefst upplýsinga um moröingjana. Slíkir atburðir eru nú algengir í Dominikanska lýðveldinu. Myndin er úr New York Ttmes, beint geiri sínum að félögum í ýmsum öfgahópmm byltingar- manna, svo sem Dominikönaku ai'þýðuhreyfingunni, sem sökuð er um að hafa numið á brott fulltrúa bandaríska flughersins í marz í vetur. HVERJAR eru svo friðarhorf urnar á öðru valdatímabili Balaguers forseta? Aðfarir hers og lögreglu bera enn keim af þeirri harSvítugu stjórnimái'aþrúguin, sem við- gekkst á valdaárum Rafaels Leonidas Trujillos, en hann var einræðisherra í þrjá áratugi, unz hann var ráðinn af dðgum árið 1960. Balaguer er lögfræð- ingur að mennt, 62 ára að aldri, stjórnmálamaður og sagnfræð- ingur, og starfaði með TrujiIIo árum saman, Flestir nánustu samstarfsmenn hans hófu stjórn má.'aferil sinn á valdatima Truj- illos og forsetinn telur, að rík- isstjórn hans fái því aöeins staðizt að hún njóti stuðnings hersins og íhaldssamra við- skiptajöfra. Undahgengin fjögur ár hefur forsetinn hvað eftir annað látið í ljós opinberlega, að hann harmi ofbeldisverkin, en hann hefur annað hvort brostið v;lja eða getu til að gen; viðhlítandi ráðstafariir ti! að vernda líf hersicárra stjórnar andstæðinga gegn „óviðráðdulegum öflum", sem hann nefnir svo. Óliklegr er, að forsetinn aðhafiít nokk- uð sem ^tyggi hægriöflin, enda telur hann, að sér og ríkisstjórc sinni stafi meiri hætta af þeim en öfgasinnum til vinstri. Þrátt fyrir þetta er Balaguer ekki aft urhaldsmaður. Hann er kænn stjórnmálamaiður og TJmbóta- flokkur hans er annar þeirra tveggja fi'okka, sem fylgi eiga að fagna meðal allrar þjóðar- innar, en hinn er flokkur Bosch, Byltingarflokkur Domini kana. BALAGUER sagði í ræðunni, sem hann flutti, þegar hann tók við völdum sem forseti í annað sinn, að þjóðfélagsbylting væri breyting á heimsmælikvarða, sam h.'yti að „svelgja alla þá, sem reyna að standa gegn því allsherjarflóði". Hann sagði alvarlegasta óréttlætið meðal þessarar f jögurra milljóna land búnaðarþjóðar fólgið í eign Og yfirráðum fárra einstakilnga á stórum landflæmum og áveit- nin, meðan hundruð þúsunda bænda svelta vegna land- og at- vinnuleysis. Balaguer sagði, að ríkisstjórn in ætlaði að taka 50—100 millj. dollara sku.'dabréfalán til a® greiða fyrir land, sem nú væri ónytjað, en því ætti að skipta milli bænda. Þá hefur ríkis- stjórnin á prjónunum stórfram kvæmdir ' virkjunar- og áveitu málum. Forsetinn sagði einnig, að landeigendur, sem góðs nytu af vatnsveitum, yrðu héðan í frá gert að greiða hærri skatta og vatnsgjöld en úökazt befftu. Forsetinn hefur sjálfur tek- Framhaid a bis. 14,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.