Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 10
w TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 1. september 1970. Linden Grierson: UNGFRÚ SMITH ^ ^J maður hennar var þarna líka, en frú James, sú yngsta var ein. — Maðurinn minn er í Nýju Gíneu og komst ekki heim um rjólin, sagði hún. — Ég verð að láta mér nægja Teddy og Joy, og svo er það sonur Jennýjar hann Pat og Rosemary. Þetta eru elztu barnabörnin. Anne stóð andspænis ungu stúlkunni, sem heilsaði Pat svo innilega í bænum forðum og henni létti, jafnvel þótt hún hefði á tilfinningunni, að þessi stúlka væri afbrýðissöm,>einhverra hluta vegna. i Frú Kennedy kallaði á Norton, sem kom út úr bílnum og allir fögnuðu honum. Síðan gengu all- ir inn í húsið, sem bar ekki vott um annað, en traustan fjárhag, enda sá Anne fljótlega, að ekki átti Pat að þurfa að falsa bók- haldið til að hafa ofan í sig. Hún hrinti þessum hugsunum frá sér og fylgdi frú Kennedy, sem vís- aði henni á herbergið hennar. — Það er ekki stórt, sagði móð jr Pats, — en ég vona að yður geðjist að því. Ég vil endilega að 831 fijölskyldan sé samankomin um jólin, svo það er alltaf dálítið þröngt. Vonandi þolið þér svolít- inn hávaða líka, því krakkarnir eru mestu f jörkálfar. — Ég er viss um að þetta verð ur dásamlegt, svaraði Aune. Þetta var í fyrsta sinn, sem Anne hélt jól með fjölskyldu, því móðir hennar.; hafði. megna óbeit & öJJu seui.hét eldamennska, og hún var vön að búa á hóteli um jólin. Þegar Anne fékk sína eig- in íbúð, leið hátíðin í veizlu- glaumi með tolíkunni. Fyrsta kvöldið sátu þau öll úti á veróndinni og spjölluðu saman um allt og ekkert og morguninn eftir kom Pat Anne á óvart með því að stinga nokkrum seðlum í lófa hennar. — Þetta er yðar hluti af því, sem við fengum fyrir aprikósurn- ar, sagði hann. •— Þér munið eft- ir kössunum, sem Rusty tók með sér á jarnbrautarstöðina. Hinir eru búnir a'ð fá sinn part. Anne gladdist yfir þessum pen ingum. Nú hafði hún ráð á áð kaupa smágjafir handa fólkinu og um leið og hún var búin að borða fór hún út að verzla. Anne tók eftir að allir rannsök uðu hana í laumi og það var Joy, sjö ára gömul, sem sagði henni hvers vegna, eitt sinn er þær voru á gangi úti í garðinúm. — Er þessi garður efeki næst- um eins fallegur og garðurinn á Gum Valley? spurði sú litla. — Jú, svaraði Anne. — Hef- urðu komið þangað? —• Já, frændi hefur oft leyft mér að vera þar, en nú hefur hann ekki minnzt á það. — Hann hefur líklega svo mik- ið annað að hugsa um, en ef þú nefnir það, færðu áreiðanlega að koma. Mig langar líka að hafa einhvern að tala við; Joy hélt áfram: Ég er viss um að hann .segir já, ef þú vilt að ég komi. Ætlarðu að giftast Pat frænda? Anne hrökk við. — Hvernig í ósköpunum dettur þér það í hug? — Mamma og amma voru að tala um þig í gær og amma sagði að frændi hefði aldrei boðið stúlku heim áður. Þá hló mamma og sagði, að kannske væri hann að hugsa um að giftast þér. Viltu það? — Já, svaraði Anne og roðn- aði út að eyrum. — En nú mátt ekki seg.ia nokkrum lifandi manni frá því. Það á að vera leyndar- mál. — Ég skal ekki segia neitt. . . — Eruð þið að leggja á ráðin um samsæri, spurði þá Pat rétt fyrir aftan þær. Anne varð bilt við og sneri sér við. — Hvað eruð þér búinn að vera þarna lengi? spurði hún hvasst. — Ég var að koma. Joy, afi var með svolítið gott handa þér, ef þú flýtir þér. Joy tók á sprett heim að hús- inu og Anne leit framan í Pat, sem var eitt sólskinsbros. Hún velti fyrir sér, hvernig hún ætti að fara að því að segja honum, að hún ætti Gum Valley. Það varð alltaf erfiðara, þvl hún vissi hvernig hann mundi bregðast við. í þessu komu Kennedy og Rose- mary til þein-a með körfur. — Ömmu langar í sitrónur, tómata og salat, sagði Rosemary. Viltu hjálpa mér að tína, Pat? — Helzt ekki, svaraði hann. — Ég skal, sagði Anne, þegar Rosemary setti upp leiðindasvip. — Þá förum við bara öll. taut- aði Pat. Anne gekk við hliðina á Rosc- mary, sem sagði eftir litla stund: — Ég er viss um, að ég hef séð yður áður. — Það get' ég varla ímyndað mér, svaraðí Anne snöggt. — Ef það hefur ekki verið hérna í bæn um. — Nei, það var í Sidney. Hvar bjugguð þér? — Ég vann< í búð við Rose Bay. — Nei það getur ekki hafa ver ið þar. Kannske við Terrigal, eða Palm Beach. Rosemary yppti öxlum og hugs aði með sér, að hún fyndi það út seinna. en Anne varð óstyrk, þegar hún sá, að Pat hafði fylgzt með samtalinu. Um kvöldið settust þau öll á veröndinni aftur og engum datt í hug að fara í rúmið, því hitinn var óskaplegur. Þegar klukkan sló tólf, brosti Pat til móður sinnar. — Gleðileg jól mamma- — Er klukkan 'orðin svona margt? spurði hún. — Gleðileg iól, drengurinn minn. Hún leit rannsakandi á hann og spurði síðan: — Hvernig gengur betta eigin- lega þarna úti? - — IUa, svaraði hann og út- skýrði vandann, sem hann átti við að stríða, því hann vissi að móð- ir hans myndi skilja hann. — En það er einkennilegt, sagði hún, — því eftir því sem þú segir, hefur þúgarðurinn bor- ið sig vel síðastliðið ár. Fyrst þú ert búinn að skrifa lögfræðingn- um, finnst mér furðulegt, að þú skulir ekki fá peninga fyrir nauð synjun til rekstrarins. — Ég fæ ekki krónu og það er meira en furðulegt. Mér dettur ekki annað í hug, en eigandinn lifi svo hátt, að hún geti efeki séð af neinu af peningunum aftur til búgarðsins. Hún ætti þó að sjá, að ef hún vildi leggja eitthvað til búsins, mundi hagnaðurinn auk- ast enn. Ánnars veit ég ekkí til hvers ég er að brasa við þetta, því ég fæ ekki einu sinni þakk- læti fyrir það. Það eina, sem ég hugsa um, er að Maynard komi hingað út og endurskoði hæfeurn- ar. Þá lendi ég laglega í því. — Já, mér líkar efeki, að þú skulir gera þetta svona, Pat. Það verður erfitt fyrir þig a'ð sanna, að þú hafir notað þessa peninga í búreksturinn. — Piltarnir vita það. — Já, ég veit, að þeir styðja þig, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að þú færir bækurnar og John skrifar undir aldt, sem lagt er fyrir hann. Að nafninu til er hann bústjórinn, jafnvel þótt hann sé — sé svolítið skrýtinn. — Ég hef velt því fyrir mér, hvort það myndi borga sig að fara til Sidney og taia við þessa A.C.S. — Kannski gagnaði það, ef þú létir ekki skapið hiaupa með þig i gönur. Hin voru farin í háttinn og Anne var fegin, að geta farið líika, þegar talið fór að beinast í þessa áttina. Þegar hún var farin, leit frú Kennedy spyrjandi á soninn. — Hver er eiginlega ungfrú Smith? —Opinberlega er hún elda- buskan okkar, en annars veit ég ekkert um hana. Það er greiai- legt, að hún er menntu'ð, talar þýzku og frönsku og mér er ekki grunlaust um, að hún sé betra vön, en þessu. Hún hefur heldur áreiðanlega aldrei eldað mat fyrr. — Sem sagt, þið fáið eifeki almennilegan mat? — Svona, svona, ég sagði henni hreint út, að ef hún eldaði efefei ætan mat. færi hún, og hún fann eitthvað af matreiðslubó!kujn og það gagnaði. Stundum talar hún eins og hún sé vön að skipa fyr- ir og það er aðdáanlegt, hvernig hún meðhöndlar Rítsty. —. Hvernig kemur hún fnam við þig? — Eins og vitoapilt. Veiztu þá ekkert um aðstæ®- iur hennar? — Efeki baun, en nú er bezt, að við förum að koma okfeur í háttinn, því ef ég þefeki Joy rétt, kemur hún og vekur mig um fimm4eytið í fyrramálið. Að morgni jóladagsins var gjöf um útbýtt við morgunverðarborð- ið ög sá fyrsti, sem kom tii Anne með pakfca, var Norton. Hann stóð við stólinn hennar, meðan ¦hún opnaði pakkann, spenntur eins og barn yfir að vita, hvort henni lífeaði gjöfin. Það var mat- er þriðjudagur 1. september — Egidíusmessa Tungl í hásuðri kl. 13.53. Árdegisháflæði í Rvík kl. 6.48. HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjukrabifreið í Hafnarfirði, sími 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog súni 11100. Slysavarðstofan í Borgarspíta.anum er opin allan sólarhringinni Að- eins mótt: .a slasaðra. Simi 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavíkur- Apótek eru opin virka daga kl. 9—19 laugardaga kl. 9—14. helga daga kl. 13—15. Almennar upplýsingar um tækna þjónustu 1 borginni eru gefnar i símsvara Læknafélags Reykjavík ur, sími 18888. Fæðingarheimilið í Kópavogi. Hiíðarvegi 40. sími 42644 Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virfca daga frá ki 9^—7 á laugar- dögum kl. 9—2 og á sunnudögum og öðrum helgidögum er opið frá H.2-U. • Tamilæ&navaifct er i Heilsvennd- arstöðinni (þar sem -.„oav. -tof- an var) og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 5—6 e. h Sími 22411. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Rvík vikuna 29. ágúst — 4. sept. ann'ast Vesturbæjar Apótek og Háaleitis Apótek. Næturvöi-ZiU í Keflavík 1. 9. annast Arnbjörn Ólafsson. BLÖÐ OG TÍMARIT Heimilisblaðið Samtíðin septemberb.'aðið er komið út, og flytur þetta efni: Ævin lengist nú óðfluga <forustugrein). Reyinum að milda daulðastríðið eftir Frede- rik F. Wagner. Hefurðu heyrt þessar? (skopsögur). Kvennaþætt- ir eftir Freyju. Einn mesti leik- sigur þessarar aldar. Undur og afrek. Sívalningurinn og blómin (saga). Þegar snillingar lifa sjá.fa sig. Börn í sjúkrahúsum. Eigum við ámóta heilsulindir? Listsköpun. Hvitingjar eftir Ingólf Davíðsson. Astagrín. Skemmtigetraunir. Skáld skapur á skákborði eftir Guðmund Arnlaugsson. Bridge eftir Árna M. Jónsson. Frægar kvikmynda- dísir í nekt sinni. Stjörnuspá fyrir september. Þeir vitru sögðu o.fl. — Ritstjóri er Sigurður Skúlason. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvík á morgun aust- ur um land til Akureyrar. Herjólf- ur fer frá Vestmannaeyjum kl. 12.00 á hádegi á morgun til Þor- Tákshafnar, þaðan aftur kl. 17.00 til Vestmannaeyja frá Vestmanna- eyjum kl. 21.00 um kvöldið til Rvíkur. Herðubreið er á Austf jarða höfnum á suðurleið. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Rvík. Jökulfell er í Grimsby, fer þaðan ti' Hull og Rvíkur. Dísarfell fór í gær frá Norrköping til Aarhus, Liibeck og Svendborgar. Litlafeil er í Rvík. Helgafell fer í dag frá Rostock til Nyköbing-Falster og Svendborgar. Stapafe.1 væntanlegt til Rvíkur í dag. Mælifell fór í gær frá Borgar- nesi til Húnaflóahafna. Frost er á Hofsósi. Ahmos lestar á Aust- fjörðum-. Falcon Reefer væntan- legt til Austfjarða á morgun. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f: Millilandaflug. Gullfaxi fór til Lundúna kl. 08:00 í morgun og er væntanlegur aftur til Kef.'avíkur kl. 14:15 í dag. Vél- in fer til Kaupmannahafnar kl. 15:15 í dag og er væritanleg það- an aftur til Rvíkur kl. 23:05 í kvöld Gullfaxi fer til Glasgow1 og Kaup- mannahafnar k'. 06::00 í fyrramál- ið frá Rvík. Innanfandsflug- í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferfðir) til Vestmannaeyja (2 ferðir) til Hornafjarðar, tsa- fjarðar, Egilsstaða og til Húsavík- ur. Á morgun er áætlað að fljúga ti: Akureyrar (3 ferðir) til Vest- mannaeyja (2 ferðir) til ísafjarð- ar, Sauðárkróks, Egilsstaða og Patreksfjarðar. sókninni hefst að nýju n.k. mið- vikudag 2. sept. og verður áfram í vetur á miðvikudögum í Ásheim- ilinu Hólsvegi 17. Vinsamlega pant- ið tíma í síma 33613. Minningarspjöld minningarsjóðs Dr. Victors Urbancic fást í Bóka verzlun Isafoldar, Austurstræit, aðalskrifstofu Landsbankans, Bóka verzlun Snæbjarnar. Minningarkort Styrktarsjóos Vistmanna Hrafnistu D.A.S. ern seld á eftirtöldum stöðum í Reykja vík, Kópavogi og Hafnarfirði: Happdrætti D.A.S., Aðalumboð Vesrurverí. sími 17757. Allnningarspjöld Kvenfélagsins Hvítabandið fást hjá: Arndisi Þorvaldsdóttur, Vestuirgötu 10 (umb. Happdr. iiáskólans) fíelgu Þorgilsdóttur Víðlmei 37, Jórunn) Guðnadóttur vökkvavogi 27, Þuriði ÞorvsldsdóttuT öldu- götu 55, Skartgrlpaverzlun Jóns Sigmundssonar. Laugavegi 8. LEIÐRETTING Höfundur vísunnar um Laxá, sem birtist í laugardagsblaðinu var sagður trésmiður, en er járn- smiður. ORÐSENDING Kvenfélag Ásprestakalls. Fótasnyrting fyrir aldrað fólk í GENGISSKRANING Nr. 100 _ 27. ágúsr 1970. 1 Bandar doHar 87,90 88JO 1 Sterlimgspund 209,65 210,15 1 Kamadadollar 86,35 86,55 100 Danskar lcr. 1.171,80 1.174,46 100 Norskar kr. 1.230,60 1.233,40 100 Sænskar kr. 1.697,74 1.701,60 100 Fimnsk börb 2.109,42 2.114,20 100 Fransildr fr. 1.592,90 1.590,50 100 Belg franlkar 17740 177.50 100 Svissin. fr. 2.044,90 2.049,56 100 Gyllini 2.442,10 2.447,60 100 V.-þýzk mörk 2.4í>i •« 2.426.50 100 Lírur 14,06 14,M) 100 Austurr. sch. 340^7 $41,35 100 Escudos 307,00 307,70 100 Pesetar 126^7 IBBJBS 100 ReiknlngskróntiT — Vöruskipinlönd 99,86 100,14 1 Reikntngsdollar — Vörusldptalönd 87,90 8840 1 Reikningspund — Vðrnsklptalönd 210,95 211,49 Lárétt: 1) Þungaðar 6) Farða 7) Kind 9) Burt 10) Brúnina 11) "Dins 12) Bor 13) Arinn 15) Góð Krossgáta Nr. 617 Lóðrétt: 1) Vanííðanin 2) K6f 3) Gervihermenn 4) Fréttastofnun 5) Lög um Refa 8) Runa 9) Æða 13) Röð 14) Fæddi. Ráðning á gátu nr. 616. Lárétt: 1) Upplifa 6) Söl 7) GH 9) ED 10) Lagfæra 11) IM 12) NN 13) Hól 15) Glaíð ara. Lóðrétt: 1) Ungling 2) PS 3) Lögfróð 4) II 5) Andanna 8) Nam 9) Ern 13) Na 14) La.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.