Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 5
»IMMTUDAGUR 3. september 1970. TIMINN 5 1SPEGLI TDHL@M — Heyrðu nú, Óskar. Fyrst l>ú ert með alla ásana’, géturðu lík lega lánað tlrengnum einn. — Elskan, þó ég gæti skipt við Burt Lancaster á þessari stundu, mundi ég ekki kæra mig um það. — Uhu, aldrei viltu gera neitt, til að gleðja mig. — Hún Fjóla mín hefur tvo failegustu fætur í öllum heim- inum. — Hvernig veiztu það? — Nú ég taldi þá. DENNI DÆMALAUSI — í hvern á maður að hringja, þegar allt fiðrið er farið úr sæng inni manns? Á þessari mynd sést brezki rithöfundurinn Sir Alan Her- bert, sem er áttræður, leysa út fremur óvenjulega ávísun. Vikublaðið Puneh afhenti Her bert ávísunina, sem eins og sjá má er skrifuð á allra mynd aiiegustu kú, og hljóðaði upp á fimm pund, til að minnast þess, að hann hefur skrifað í blaðið í sextíu ár. Hugmyndina að þessari skringilegu ávísun sóttu þeir á blaðinu í sögu efttr Herbert sjálfan, en í henni fjallaði hann um það á gamansaman hátt, hversu langt er að ganga á ýmsum sviðum, án þess að fara út fyrir ramma laganna. í henni segir meðal annars frá manni, sem skrifaði ávísun til skattstjórans á fyrrgreindan hátt. Og vegna þess, að hann mundi eftir að skella á læri hennar svokölluðu skattmerki, sem verður að vera á öllum ávísunum, varð vesalings skatt- stjórinn að taka möglunarlaust við kúnni. Bandaríkjamenn eru sam- -kvæmt þjóðskránni orðnir 202,3 milljónir. í henni má einnig sjá, að á hverju ári síðan 1940 hefur prósentatala fólksfjölg- unar lækkað nokkuð. Fæðingatalan í fyrra var 17,4 fæðingar á hverja 1000 íbúa, en í fyrra var hún 17,9. Það er þó reiknað með að við lok þessa árs verði talan orðin nokkuð hærri en undanfarin ár. Á síðastiiðnu ári fluttist um 444.000 manns til Bandarikj- anna frá öðrum löndum. Og úr því að við erum farin að velta fyrir okkur tölum á annað borð, má geta þess til fróðleiks, að samkvæmt niður- stöðum Broadcast Music Incor- porated hefur hljómlistaráhugi aukizt gífurlega þar vestur frá síðustu árin. Þar eru t. d. ekki færri en 1436 sinfóníuhljónv sveitir, en það er meira en helmingur allra slíkra í heim- inum. Árið 1940 voru þær aft- ur á móti ekki nema 600. f Ameríku eru 'keyptar hljóm plötur fyrir nærri 900 milljón- ir árlega, en það eru um 57% af heimssölunni. Fimmti hver Ameríkani leikur á eitthvert hljóðfæri, á móti sjöunda hverj um 1940. Walter Lee Martin, fimmtán ára, er yngsti h’ermaður, sem sögur fara af, að minnsta 'kosti í Bandaríkjunum. Hann hefur tvisvar komizt í fremstu víg- línu, særzt i'lla, verið sæmdur orðu fyrir hreystiverk og að lokum sendur heim frá Víet- nam, til að gegna störfum í herlögreglunni. Þetta bætti líklega ekkert smáræði, þótt fullorðinn karl- maður ætti í hlut, hvað þá af unglingi á hans aldri. Lee Martin komst í banda- ríska herinn, þegar hann var aðeins tólf ára gamall, og auð- vitað á fölskum pappírum. Þar sem drengurinn var tæpir tveir metrar á hæð, og eftir því þungur, grunaði yfirvöldin hann ekki um græsku. þegar hann sagðist vera átján ára og vilja ganga i herinn. Það var ekki fyrr en hann var leiddur fyrir herrétt í Víet- nam, vegna einhvers lítilfjör- legs afbrots, að upp komst um aldur hans. Hann var óðar send ur heim til mömmu, en „sá stutti“ var aldeilis ekki á því að gefast upp við svo búið, og innritaðist á nýjan leik undir nafninu Albert Lewis jun. Allt ge'kk vel um hríð, og Martin stóð sig vel, en svo gekk sá rétti Albei't Lewis í her inn, og þar með var draumur- inn búinn. Lee Martin slapp með áminn- ingu, vegna þess, hve ungur hann var, og ekki síður vegna frækilegra afreka sinna á víg- stöðvunum En í þetta sinn var hann ekki sendur heim til mömmu, heldur eiginkonu sinn ar, sem hann hafði verið kvænt ur í fjóra mánuði, auðvitað með því að ljúga til um aldur sinn. MEÐ MORGUN KAFFINU Frú Skjaldsen horfði næst- œn með skelfingu á nýju sum árbaðfötin hennar dóttur sinn- ar: — Ef ég hefði gengið í svona, þegar ég var á þínum aldri, værir þú orðin of göm- tii ítil að ganga í svona núna. Svo var það brúðurin unga, sem morguninn eftir brúðkaup- ið kom heim til mömniu sinn- ar: — Ég skal aldrei tala við þennan dóna aftur. Við vorum ekki fyrr komin inn í hótelher- bergið, en hann fór að gerast nærgöngull við mig. — Lilla, hvenær eigum við að opinbera trúlofun okkar? — Ég held, að bezt sé a'ð bíða svolítið með það, ég ætla nefnilega að gifta mig á laug- ardaginn. Ef myndin er atuguð gaum- gæfilega, má greina löglegt skattmerki á kúnni, og einnig, kð Herbert þarf ekki að standa í neinu þrasi við gjaldkerann til að fá út pundin sín. Spurn- ingin er bara, hvort kýrin verð- ur geymd í fjárhirzlum bankans og fóðruð þar. — Til livers heldurðu að aug- Íýsingar séu, eða hvað? — Afsakið ungfrú. Höfum við ekki hitzt einhverntíma áð- ur? Mér finnst ég kannast svo vel við bragðið af varalitnum yðar. — Það getur vel verið að tveir geti lifað jafn ódýrt og einn. En ég hef bara ekki áhuga á að lifa ódýrt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.