Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 1
The Times gefur út 8-10 síðna aukablað um Is- landldesember KJ-Reykjavík, fimmtudag. Undanfarna daga hefur verið hér á landi fulltrúi frá brezka stórbláðinu The Times í London, þeirra erinda a'ö undirbúa sérstaka íslandsútgáfu í þessu virta blaöi. Tírninn haföi í dag tal af full- trúanum, Keith Donaldson, og sagði hann að ráðgert væri að íslandsútgáfan kæmi út 1. des. og þanm dag yrðu 8 — 10 síður helgaðar íslandi — auglýsingar og efni. Donaldson sagði að The Times gæfi öðru hvoru út blöð, sem sérstaklega væru helguð ákveðnum löndum, og þannig hefði t.d. komið út Finnlands- blað The Times í imaí s.l. D.onald- son sagði að bæði menn hér á landi og svo blaðamenn The Times myndu rita í blaðið um hin marg- vislegustu efni, sögu landsins, at- vinnuhætti, listir og menningar- líf. Upplag The Tienes er daglega rúmlega 400.000 eintök, og er það selt í 130 löndum, og lesið af Framhalo á bis 10 Skildingabréfið hækkar í verði um hálfa milljón EJ—Reykjavík, fimmtudag. Eins og kunnugt er af fréttum var skildingabréf meö tveimur tveggja-skildinga merkjum selt á uppboði í Danmörku fyrir nokkru fyrir 49'þúsund krónur danskar, sem er hátt í hálf milljón íslenzkra króna. Nú hefur þetta sama bréf verið augiýst í uppboðslista Köhl- er í Vestur-Þýzkalandi fyrir 40 þúsund mörk. Skildingabréf þetta, sem nú hef ur á nokkrum mánuðum hækkað í verði úr hálfri milljón í eina milljón, er stílað til Jóns Guð- mundssonar málafærslumanns og’ útgefið 3. janúar 1875. Metveiði í Norðurá: Nær 800 löxum fleiri á stöng nú en s fyrra EB—Reykjavík, fimmtudag. Laxveiði á stöng lauk í Norð- urá í Borgarfirði nú um mánaða- rnótin. Veiddust 1909 laxar á stöng á vciðisvæði Stangaveiðifélags Reykjavíkur og er það nær 800 löxum meiri veiði á því svæði ár- innar, heldur en í fyiTa. — Sjá nánar í Veiðihorninu á bls. 2. ~--------------------7 3 sjónvarps- þulir hætta - sjá bls. 3 * * * * * * * * * * * * * * -ZjL FRYSTIKISTUR FRYSTISKÁPAR h~ & 3X Slttl 18335 * * * * * * * * * * ííí' * * Forsetinn og Friörik Danakonungor koma til ÓSinsvéa í þyrlu. Friðrik hjálpar Dr. Kristjáni Eldjárn, forseta, KÆRA MÝ- VETNINGAR MYRKVUNINA? KJ-Reykjavík, fimmtudag. Fyrstu dagar dómsrannsóknar- innar í Miðkvíslarmálinu við Mý- vatn, hafa nær eingöngu farið í að kanna birgðir af dynamiti sem fundizt hafa í Mývatnssveit og við Laxárvirkjum, en fram til þessa hafa talsmenn Laxárvirkjunar haldið því fram opinberlega, að dynamitið, sem notað hafi verið við sprenginguna, hafi alls efcki \ lirið í eigu virkjunarinnar. í dag hófust yfirheyrslurnar yfir Mývetningum í máli þessu, og var byrjað á mönnum frá syðsta bænum í sveitinni, Hellu- vaði, og síðan má búast við að menn verði teknir í röð eftir búsetu. í gær var setudómarinn í málinu, Steingrímur Gautur Kristjánsson, á ferð um Suður- Þingeyjarsýslu í fylgd lögreglu- manna úr Reykjavík, og í gær- kvöldi var gerð sprengjutilraun með dynamitið, sem fannst við Laxá og hvellhetturnar sem fund ust í helli sunnan við Geirastaði, og virtist hvort tveggja í full- komnu lagi, svo þess vegna getur verið að dynamit Laxárvirkjunar haf; verið notað við Miðkvísl þriðjiidagskvöldið 25. ágúst s.l. Þá er vitað að Laxárvirkjun hef- ur til skamms tíma átt dynamit er geymt var víða í Mývatnssveit þar sem það hefur verið í opnum hellum, og t.d. mun í sumar hafa verið vitað um dynamit, er var í helli vilð kláfinn yfir Laxá hjá Helluvaði, en við athugun kom í ;jós að aðeins umbúðir og pappír utan af dynamiti var þar eftir. Á sínum tíma var dynamitið þaima notað við að sprengja upp grynn- ingar í Laxá, svo ekki yrðu þær Framhaic á bls 10. niður úr Þyrlunni. — Símamynd Forsetinn með Friðriki þyrlu tii Oðinsvéa í gær EB—Reykjavík, fimmtudag. í dag var mikið um ferðalög hjá íslenzku forsetahjónunum dr. Kristjáni Eldjárn og frú Halldóru Eldjárn í hinni opinberu heim- sókn í Danmörku. Flugu forseta- hjónin ásamt dönsku konungshjón- unum og fylgdarliði í tveim þyrl- um til Óðinsvéa í blíðskapar- veðri í niorgun. Er þetta í fyrsta skipti sem opinberir gestir í Dan- mörku fljúga milli heimsóknar- staða í þyrilvængjum. Forsetahjónin fengu mjög hlý- lcgar móttökur við komuna til Óð- insvéa. Fóru forsetahjónin fyrst í skoðunarferð um spunaverksmiðj- una Odense Garn A.S. í fylgd E. Bremer forstjóra fyrirtækisins. Þá var haldið í stálskipasmíðistöð Óð- insvéa, Limdö Værft þar sem I. Hoppe forstjóri tók á móti forseta- hjónunum. En þess má geta að skipasmíðastöðin er í eigu hins kunna danska skipaeiganda A. P. MöL'ers. 1 Lindöskipasmíðastöðimni snæddu svo forsetahjónin árbít. Tóku á móti íslendingum, búsettum í Danmörku Heimsókninni í Óðinsvéum lauk um kl. 15 að staðartíma, og héldu forsetahjónin þá aftur til Fredens borgarhallar ásarnt konungshjónun um. Þegar þangað var komið var haldið niður á Hotel d’Angleterre við Kóngsins Nýja torg. Þar tóku forsetahjónin á móti íslendingum búsettum_ í Danmörku og munu margir íslendingar hafa heilsað upp á forsetahjónin. í kvöld kl. hálfníu að staðar- tíma héldu forsetahjónin dr. Krist ján Eldjárn og frú Halldóra Eid- járn veizlu til heiðurs dönsku kon- ungshjónunum. Veizlan var haldin á Langeline Pavillon og var ís- lenzkt lambakjöt á matseðlinum. Opinberri heimsókn forseta- hjónanna iýkur i dag Á morgun, föstudag, fara ís- lenzku forsetahjónin í heimsókn ti; sjónvarpsbæjarins Gladsaxe. Hans Sölvhöj útvarpsstj. mun taka þar á móti forsetahjónunum, og einnig Hakon Stangerup dr. phil, varaformaður útvarpsráðs. Þegar þeirri heimsókn lýkur verður móttaka í Ráðhúsi Kaup- mannahafnar — og að lokum bjóða konungshj ónin f orsetahjónunum til hádegisverðar í Eremitagehöll í Dyrehaven, sem er fyrir norðan Kaupmannahöfn. Síðdegis á föstudaginn hafa for- setahjónin síðan búseta á Hotel d’Angleterre. Verða forsetahjón- in næstu daga á eftir gestir dönsku ríkisstjórnarinnar. Framhald á bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.