Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 3
FÖSTfíDiWiUR 4. septomber 1970. TÍMINN FATAVERKSMIÐJAN HEKLA AKUREYRI Formaður Framsóknar- flokksins á fundum Formaður Fram sóknarflokksins, Ólafur Jóhannes- son, mætir á al- mennum stjórn- mái’afundum á Hólmavík og Pat- reksfirði nú á næstunni. Á Ólafur Hólmavík verður fundurinn í Samkomuhiisinu, og hefst hann kl. 4 síðdegis. ATH. breyttan fundartíma. Á Patreks- firði verður fundurinn á þriðju- daginn kl. 9 síðdegis og verður hann í Samkomuhúsinu. Frá leimámskeiSinu (Tímamynd GE) ÞRÍR SJÓNVARPS ÞULIR AÐ HÆTTA FB-Reykjavík, fimmtudag. Nokkrar breytingar standa nú fyrir dyrum á starfsliði sjón varpsins, það er að segja þeim hluta þess, sem sjónvarpsnot- endur verða hvað mest varir við. Þrír sjónvarpsþulirnir eru nú í þann veginn að hætta störfum, og væntanlega verður ekki langt þangað til að ný andlit birtast á skerminum. HANDAVINNU KENNARAR Á NÁMSKEIÐI SJ—Reykjavík, fimmtudag. Sú nýbreytni verður tekin upp í nokkrum skólum í Reykjavík og úti á landi í vetur, að leir- vinna, keramik, verður liður í handavinnukennslunni. Aíllmargir kennarar búa sig nú undir þessa kennslu á námskeiði í Laugarnes- skóla, en það er liður í stærra námskeið, sem fram fer í Ár- múlaskóla á vegum Smíðakennara- félags íslands og Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur. Keramik var kennd í Laugarnes- skóla og"TTTtoaskóla 'í vetur og hefur verið valgrein í Kennaraskól anum í tvö ár. í haust koma brennsluofnar í nofckra aðra skóla. Bjarni Ólafsson stjórnar nám- skeiði þessu, en sjö kennarar ann ast tilsögn, Þórir Sigurðsson teikni kennari í Laugarnessskóla kennir keramik. 70 kennarar víðsvegar að af landinu sækja námskeiðið, sem stcndur daglangt,' hófst á mánu- dag og lýkur á laugardag. Náms- greinar eru smíði úr horni, leður- vinna, leirvinna, smelti, teiknun og trésmíði. Konur taka þátt í smíðunum með karlmönnunum, og er það eflaust afleiðing þeirrar skoðunar, sem nú breiðist út að telpur eigi að fá að taka þátt í samskonar handavinnunámi og -drengir. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur styrkir námskeiðið en kennararnir greiða þátttöku- og efnisgjald. Þetta er fimmta árið í röð, sem slíkt námskeið er haldið. Sjónvarpsþulirnir, sem nú hætta störfum, eru Ása Finns- dóttir, sem var þulur sjón- varpsins fyrsta útsend- ingarkvöldið, og hefur starfað hjá sjónvarpinu frá upphafi; Kristín Pétursdóttir, sem einn- ig hefur starfað hjá sjónvarp- inu frá upphafi og Bryndis Schram ,sem hefur starfað í eitt ár hjá sjónvarpinu. Samkvætnt upplýsingum Lúð víks Albertssonar, skrif- stofustjóra sjónvarpsins verður auglýst eftir nýjum sjónvarps- þúlum mjög bráðlega. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það, hvort ráðnir verða tveir eða þrír nýir þulir, en mörgum hefur þótt of langur tími líða milli þess, sem þulirnir hafa birzt á skeiminum eftir að þeir urðu fimm talsins, en það var í fyrrahaust. Fram til þess tíma höfðu þeir aðeins verið þrír, en í fyrra var bætt við tveimur nýjum þulum. Ása Finnsdóttir er þegar hætt störfum hjá sjónvarpinu og er í þann veginn að fara til Svíþjóðar, þar sem maður henn ar, Jóhannes Long, mun dvelj- ast við nám næsta árið. — Bryndís Schram hættir siðast í september og sömuleiðis Kristín Pétursdóttir. Bryndís mun leggja land undir fót, eins og Ása. eftir að hún hættir hjá sjónvarpinu. því hún flytzt til ísafjarðar með manni sín- um, Jóni Hannibalssyni, sem verður rektor Menntaskólans á ísafirði. Engar fréttir hafa borizt um ,að Kristín hyggist hverfa á brott frá höfuðborg- .iini á næstunni, að minnsta kosti ekki til langrar dvalar Heklu-úlpur á drengi og sfúlkur fást í þremur litum í stærðunum 4-18. Gefið börnum yðar Heklu-úlpur, - slerkar, léltar, hlýjar,- alllaf sem nýjar. Kristín Pétursdóttir Ása Finnsdóttir Bryndís Sehram 3 SnúiS við blaSs Það hefur vakið athygli, að Mbl. er nú tekið að þræta fyrir það. að forsætisráðherra eða Sjálfstæðismenn hefðu nokkru sinni sagt. að Sjálfstæðisflokk- urinn hcí'ði eindregið verið þeirrar skoðunar að efna skyldi til haustkosninga, vegna þess að það þjónaði bezt þjóðarhags munum. Segir Mbl. að þjóðar- hagsmunir, eða þjónslund við þá eða þjóðarnauðsyn, hafi aldrei verið orðaðir í sambandi við þá niðurstöðu Sjálfstæðis- flokksins, að vera eindregið fylgjandi haustkosningum. Erfitt hlýtur að vera að san*. færa landsmenn um að það sé sannleikauum samkvæmt, þar sem landsmenn hlustuðu á rök semdir forsætisráðlierra bæði í útvarpi og sjónvarpi, þegar uppgjöfin fyrir Alþýðuflokkn- um var kunn og opinber gerð. Þá sagði forsætisráðherrann, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði talið það þjóna bezt þjóðarhags muuum að láta kjósa í haust. Rökstuðningurinn Tveimur dögum síðar skrif- aði Mbl. forystugrein, þar sem þessir „þjóðarhagsmunir“ og vonbrigði Sjálfstæðisflokksins yfir að fá ekki að þjóna þeim, voru nánar skilgreind. Þar sagði m.a. í upphafi grcinarinn ar: „Vart er við öðru að búast en að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum vegna þess, að ekki verður af kosningum á þessu hausti. Aðstæður allar í þjóðfélaginu hafa skipazt á þann veg, að óhætt er að full- yrða, að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar var því hlynntur að gengið yrði til kosninga nú. — Sjálfstæðis- flokkurinn var eindregið fylgj- andi því, að efnt yrði til kosn inga í haust. Margar ástæður lágu til þeirrar afstöðu“. — $ Síðan telur Mbl. upp ástæðurn- ar: 1. Sjálfstæðismenn telja nauðsynlegt að gerðar verði ráðsitafanir í efnahagsmálum er tryggðu kjarabætur og bægðu nýjum erfi'ðleikum frá atvinnuvégunum. „Það var mat Sjálfstæðismanna, að aðstaða ríkisstjórnar og Alþingis til þess að vinna að þessum mál- um væri mun sterkari með nýju umboði frá kjósenduin, hverjir svo sem skipa mundu meiri- hluta Alþmgis og ríkisstjórn að kosninguni lokiium“. 2. Reynsl an sannaði, að úrlausn erfiðra viðfangsefna væri oft örðugleik um bundin á síðasta þingi fyrir kosningar. 3. „Svo mikil og skyndileg breytin2 hefur orðið á vettvangi stjórnmálanna. að ekki var óeðlilegt að kjósend- um gæfisf kostur á að láta álit sitt í ljós á frambúðarskip an þeirra mála“. Þannig rökstuddi Mbl. hverra hagsmunutn það bjónaði. að kosið yrði i haust. Það var fullyrt að yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar væri bví hlynntur. Það var tryggara til að koma fram bjóðhagsle<ra beztum lausnum efnahagserfið- leika. Það v<vr lil að koma í veg fyrir augljósa erfiðleika, sem ella yrðu í starfi Alþingis Framhald á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.