Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 4
FRAMSÓKNARFÓLK VESTMANNAEYJUM Munið skoðanakönnunina um skipan framboðs- lista til alþingiskosninganna, sem fer fram laugar daginn og sunnudaginn 5. og 6. sept. n.k. á kosn- ingaskrifstofu flokksins í Gefjunarhúsinu. Kjörstjórnin. Starf bæjarritara á Akranesi er laust til umsóknar Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 20. september n.k., er gefur nánari upplýsingar um starfið. Aðeins umsækjend- ur með starfsreynslu og góða bókhaldsþekkingu koma til greina. Laun samkv. launasamþykkt Akraneskaupstað ar. Akranesi, 3. sept. 1970. Bæjarstjórinn á Akranesi. Laus kennarastaða Kennara vantar að barna -og unglingaskólanum á Þingeyri. Umsækjendur hafi sem fyrst samband við skólastjórann, Tómas Jónsson, sími 55, eða formann skólanefndar, séra Stefán Eggertsson, sími 11, Þingeyri. Skólanefnd. HAFNARFJÖRÐIIR Skrifstofur Hafnarfjarðarbæjar og stofnanir hans verða lokaðar eftir hádegi í dag, vegna jarðar- farar heiðursborgara Hafnarfjarðarbæjar, Bjarna Snæbjörnssonar, læknis. Bæjarstjórinn, Hafnarfirði. BÆNDUR Stofnlánadeild landbúnaðarins vill minna bændur á það, að frá og með árinu 1971 þurfa teikningar, samþykktar af Teiknistofu landbúnaðarins, að fylgja lánsumsóknum til deildarinnar. Stofnlánadeild landbúnaðarins. Tilboð óskast 1 lóðarlögun fyrir Lögreglustöðina í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn 1.000,00 króna skilatryggingu- Tilboð verða opnuð 14. sept. kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 TIMINN FÖSTUDAGUR 4. september 1970. TRAKTORSÆTI Sætin eru sérstaklega gerö fyrir þægindi ökumanns og henta öllum gerðum traktora. P ÞORHF M/s Baldur fer til Snæfellsness- og Breiðafjarðarhafna, miðviku- daginn 9. sept. Vörumóttaka mánudag og þriðjudag. Hænsni Ýmis konar tæki, fóðurílát, brynningartæki og f!.. eru 1 til sölu að Reykjavöllum í Mosfellssveit n.k. laugar- i dag og sunnudag. Ennfrem ur timbur og þakjárn, not- að. O L í A Framhald ai bls. 7 erlendra einokunarhringa. Að sjálfsögðu líkar olíukóng- unum ekki þessi þróun. Málgagn ítalskra kaupsýslu- manna, Espanson sagði í júlí s.l.: „Ætlar ríkisstjórn Alsír að halda áfram þjóðnýtingarstefn- unni, eða lækkar hún segAn? í fyrra tilfellinu er vafasamt, að haldið verði áfram leit að nýjum gasnámum, sem landið er mjög auðugt af. Óttinn við það, að óvænt þjóðnýting fyrir tækja eyðileggi allan ávöxt af starfi erlendra fyrirtækja getur orðið til þess. að stór olíu- fyrirtæki hætti allri leit í Alsír“. Svipuð ummæli hafa birzt í frönskum og bandarískum blöðum, þótt rætt sé um önnur lönd. EN ÞAÐ virðist augsýnilegt, að áframhald verður á þjóð- nýtingu olíu og óréttmætur ágóði aiþjóðlegra oliuhringa verður enn takmarkaður. Egyptaland og Alsír, svo ekki sé minmzt á Ranada, eru fær um að hagnýta olíuauð- legð sína sjálf með eigin vís- inda- og tækniafli. Og þjóðir „þriðja heimsins" munu aðeins þiggja þá aðstoð, sem í engu skerðir efnahagslegt fullveidi þeirra. Slíka hjálp geta Sovét- ríkin og önnur sósíalísk ríki veitt. Sovétríkin hafa gríðarmikla reynslu bæði í olíuleit og olíu vinnslu við hvers konar náttúru skilyrði og vissulega virðast hinar nýju olíulindir i vestur- hluta Síberíu ótæmandi. en jarðfræðingar eru alltaf að finna merki þess, að þær séu enn stærri en ætlað var. Og í olíuauðlegðinni í sovézkri jörð er fólginn einn af grund vallarþáittum i væntanlegurri árangri suvézks efnahagslífs. Laust starf Barnaverndarnefnd Kópavogs vill ráða stúlku (helzt hjúkrunarkonu) í hálft starf nú þegar. — Nánari upplýsingar gefur undirritaður í síma 41570. Barnaverndarfulltrúinn í Kópavogi. • • Okukennarapróf — og próf í akstri fólksbifreiða fyrir fleiri en 16 farþega, verða haldin í Reykjavík og á Akur- eyri. Umsóknir um þátttöku skulu sendast Bif- reiðaeftirlitinu í Reykjavík og á Akureyri fyrir 12. september n.k. Bifreiðaeftirlit ríkisins- ® ÚTBOÐf Tilboð óskast í að byggja bækistöð fyrir Rafmagns- veitu Reykjavíkur að Ármúla 31, hér í borg. Útbcðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 5.000,00 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 6. október n.k. kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ' , ' " ’fjr '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.