Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.09.1970, Blaðsíða 6
6 TÍMINN FÖSTUDAGUR 4. september 1970. Franska skáldkonan Anne Hnré, sem m.a. er kunn fyrir bækur sínar „Le Péché sans merci“ og „Les deux Moni- ales“ kom sér vel fyrir framam vi?5 sjónvarpsvélarnar og hóf að segja frá frama sínum sem skáldkona. En hver er eiginlega Anne Huré? Sá, sem við hana ræddi, dró enga dul á, að hún væri merkileg og jafnvel leyndar- dómsfull kona. Meðan sjónvarpsviðtalið var sent út, skrúfaði gömul kona í lúxusvillu sinai í Toulouse, frá sjónvarpinu til að stytta sér stundir. Hún rétti sig snögg lega upp í stólnum og starði á konuna á skerminum. Eftir nokkrar mínútur þóttist hún viss í sinni sök og hringdi til lögreglunnar í Toulouse, sem lét undir eins starfsbræður síaa í París vita. Þegar svo Anne Huré kom út úr sjónvarpssalnum, tóku tveir leynilögreglumenn á móti henni. Þeir fóru sér að engu óðslega, en báðu hana kurteis- lega að koma með sér og ræða málið. Hún fékk að vita, að bún væri handtekin, ákærð fyrir innbrot og að henni yrði stefnt fyrir rétt í Toulouse. Þrem mánuðum síðar var hún dæmd í tveggja ára fang- elsi. Bölvunin, sem yfir henmi hafði hvilt öll fullorðinsár henn ar, hafði ekki sleppt henni. Flestir munu sennilega álíta, að i3 örlög séu aðeins keðja af tilviljunum, eða séu aðeins hugarburður viðkomandi mann eskju, en í augum Amne Huré er þessi bölvun sem hún segir að fylgi sér, alvarlegur hlutur. — Ef hún er ekki tíl, segir Anne, — er ómögulegt að út- skýra alla þá óheppni, sem hef- ur fylgt mér, nákvæmlega síð- an þann dag, sem ég yfirgaf klaustrið, þegar ég áttí að sverja hinn heiiaga nunnueið. Franskur blaðamaður hitti Anne Huré að máli á kaffi- húsi í Nice, meðan hún beið eftir að tvegja ára fangelsis- dómi yrði áfrýjað. Hún var látin laus gegn tryggingu. Fumlaust og rólega sagði hún þarna frá lffi sfnu, bæði björtu og dökku hliðunum. Þetta er líf fconu, sem er viðurkennd, sem eian fremstí rithöfundur frönsku þjóðarinnar, en megn- ar ekki að halda sér réttra megin við fangelsismúrana. Óvelkomið barn — Ég fæddist í París 1919. Ég var óvelkomið barn, en samt sem áður hóf móðir mín að skipuleggja glæsta framtíð mér til handa, áður en ég var farin að ganga. Mamma var ein af fremstu tónlistarkonum Parísar í þá daga, húu lagði bókstaflega allt í söiurnar fyrir frama sinn á þeirri braut. í tómstuadum kenndi hún á píanó og hún ákvað að ég skyldi verða ein af píanósnillingum heimsins. Það sem ég vissi ekki um Bach, þegar ég var sjö ára, var ekki þess virði að vita það. Hann var uppáhaldið henn ar og hún tönnlaðist svo á hon- um, að stundum hélt ég, að hún eða ét> væri galin. Pagar ég var tfu ára, fór pabbi frá okkur, því mamma eyddi aldrei einni einustu mín- útu á hann — tllur tími henn- ar fór í tónlistina og að verða fræg. Þá flutti móðuramma mín til okkar og hún hafði jafnmikinn áhuga á tóalist. Þegar mamma var ekki að kenna mér, gerði amma það og það var ekki óalgengt, að ég sæti 13—15 tíma á dag við píanóið. Þótt þetta væri svo sem meira en nóg, átti ég auk þess Hún hefur tvær doktorsgráður, er lærð tónlistarkona og þar að auki ein af fremstu skáld- konum Frakka. Sjálf segir hún, að sér fylgi bölvun. Líf Anne Huré hefur einkennzt af áföllum og þungum örlög- um. Fimm ár var hún lokuð inni í klaustri, en þegar hún átti að sverja eiðinn, yfirgaf hún klaustrið. Samt sem áður átti fyrir henni að liggja, að lifa mörg ár af lífi sínu innan múra. frænda, Jean Huré, sem var kirkjuorganisti við stærstra kirkju bæjarins og þar að arjki tónskáld. Mér líkaði vel við hann, og þegar hann kenndi mér að spila á orgel, tílbað &s haan. Hann skildi mig raun verulega. Þvl miður dó hann, þegar ég var 12 ára og ég held því fram, að ef hann hefði lifað lengur, væri líf mitt talsvert öðru visi. Ég spilaði prelúdíur sjö ára, stóru meistarana árið eftir, og tíu ára samdi ég og spilaði konserta. Ég vissi allt um tón- list, en beldur ekkert annað. Yfirgaf klaustriS — Snemma ákvað ég að gifta mig, þegar ég yrði 18 ára, ég vildi losna undan ofurvaldi mömmu. En þegar ég var 17 ára, ákvað hún, að ég skyldi fara til Englands á háskóla og læra sögu, tóalist og bók- menntir. í Englandi var ég til 1940, en þá fór ég heim aftur. Fljót- lega komst ég að því, að eina leiðin til að flýja mömmu. var að ganga í klaustur. Ég valdi Bemediktsregluna, em haustið 1945, nokkram vikum áður en ég átti að vinna lokaeiðinn, ákvað ég að yfirgefa klaustrið. Príórinnaa varð mér ofsa- reið fyrir þetta: „Þú komst hingað og lagðir líf þitt í guðs hendur", sagði ( hún. „Ef þú gerir alvöru úr þessari hótun þinni að fara, skal ég lofa bér, að bölvun min man fylgja þér til daaðadags. Ég hef eytt miklum tíma til að þú gæcír orðið góð nunna og þú hefur engan rétt til að yfirgefa okk- ur“. Ég sagði henni. að ég væri 26 ára og hefði enn ekki lofað neinu, ég ætlaði að gifta mig og eignast fjölskyldu. Það ergði hana meira en nokkuð annað. Það síðasta, sem hún sagði var þetta: „Þú mátt fara, ég get ekki stöðvað þig, en þú munt aldrei finna hamingjuna. Þú verður alltaf einmana og bit- ur“. Mér stóð á sama um þessa ógn heanar. Ég gat ekki hugs- að mér að vinna eiðinn, af þeirri einföldu ástæðu, að ég treysti mér ekki til að standa við hann. Það eina, sem mig langaði til var að giftast og eignast börn og ég áltt ekki mögulegt fyrir nokkra konu með slíkar óskir í huga að verða góð nunna. Upp á kant við lögin Anne yfirgaf Frakkland og hóf nám við Louvain í Belgiu. Þar var hún í 7 ár. t,ók próf bæði í heimspeki og guðfræði og síðar doktorspróf í gvoru tveggja. — Þetta var þæg'ieg tilvera, segir hún og brosir -- Ég hafði alltaf opin augun til að reyna að finna mann, sem gæti verið góður eiginmaður og faðir, en það leit út fyr'r að því hærra, sem ég kleif virðingarstigann, væri sífeiit erfiðara að vekja áhuga karl- manna á sér. Ég fór frá Lou- vain til Marokko, þar sem ég hóf kenaslu. Þá var ég 33 ára. en eftir eitt ár komst ég að raun um. að þar var engaa eiginmann að finna, nema ég vildi giftast sheik og lifa í kvennabúri. Þá fór ég aftur til Frakklands. Ég fékk stöðu sem forstjóri virðulegs bókasafns með tilheyrandi listasafni og þá fyrst hófust vandræðin fyrir alvöru. Anae keypti nokkur málverk af ókunnum seljanda og nofckr um dögum síðar kom lögreglaa með handtökuskipun. Málverk- in voru stolin og hún var ákærð fyrir að hafa tekið við þýfi, vitandi vits. Þetta voru dýrmæt málverk og þjónar eigandans höfðu verið bundnir og rotaðir, meðan myndunum var stolið. Dómariinn var ekki hlífimn við Anne og las yfir henni eftir- farandi: „Ef ekki væri til swna fólk eins og þér, sem takið við þýfi, hefðu þjófar engan mark aS og þar af leiðandi engan tilgang með slíkum þjófnaði Að áliti réttarins er kaupand- inn meiri glæpamaður en þjóf- urinn“. Athyglisverð frumraun Eitt stórræðið á eftir öðru — nunnutilvera, doktorsgráð- ur, framúrskarandi tónlistar- hæfileikar og skyndilega var Anne brennimerktur fangi í kvennafangelsinu Montpellier. Þar skrifaði hún sína fyrstu bók „Les deux Monales“ sem er ævisaga hennar í stórum dráttum, þar tii hún var fange.’s uð. Hún nafngreinir hvorki klaustrið né príorinnuna, en segist vita sjálf, hvað hún tali um, og það sé nóg! Anne Huré var látín laus eftir að hafa afplánað fimm ár af dómnum, sem var sjö ár í upphafi. Bókin var gefin út strax og Aane slapp út. Hún græddi vel á bókinni, en tveim áram síðar stóð hún enn fyrir rétti, í þetta sinn ákærð fyrir ávísanafals. Útgífandi hennar greiddi upphæðirnar, en þar sem Anne var dæmd fyrii’, bjargaði það henni ekki frá nýjum sjö ára fangelsisdómi, og hún slapp við þessi tvö ár, sem hún átti eftir að af- plána af fyrri dómnum. í þetta sinn skrifaði hún tvær bækur í fangelsinu og var enn heppn- ari en i fyrra skiptið, þvi fyrir áfrýjunarrétti var dómurinn mildaður niður í 3 ár ,en 4ane slapp eftir hálft þriðja Hún fékk mikla peninga fyrir þess- ar bækur líka, en af einhverj- um ástæðum kunni Annt- ekk- ert með peninga að fara og heldur gat hún ekki fundið það, sem hún leitaði — ham- ingjuna. — Lögreglan var alltaf á eftir mér, segir hún. — Þeir létu mig í friði, en samt var ég ekki róleg. Það var eins og eitthvað tærði mig upp og gerði mig eirðarlausa Sjálfsmorðsfilraun Hún var handtekin í París, ákærð fyri- að hafa stungið v frá hótelreikningi. Dómarina hlustaSi á sannanirnar og fra- sögn af fyrri afrekum Anae. Síðan sagði hann: — Þér eigið Pramhald á bls. 10 Anne Huré er nú 51 árs. Afbrotaferill hennar hefur brennimerkt hana. brennimerkt hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.