Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 1
205. tbl. — Laugardagur 12. sept. 1970. — 54. árg. * * * * * * * * * * * * * * * ■hJ f~t a — r FRYSTIKISTUR * FRYSTISKÁPAR * * * * * * * * * * * * 22/uxi£cM*^o/t> h-.f nAFTÆKJADEILO, HAFKAASTTUtT! 23, SÍMI 1S3S5 1. Agúst Þorvaldsson Björn Fr. Björnsson 3 Helgi Bergs 5. Jón R- Iljálmarsson. 6. Albert Jóhannsson Auður Auðuns Auður Auðuns dóms- og kirkju- málaráðherra EJ-Reykjavík, föstudag. Þinglið Sjálfstæðisflokksins ákvað í morgun að Auður Auð uns skyldi gegna embætti dóms og kirkjumálaráðherra í ráðu- neyti Jóhanns Hafsteins, og verður hún því ráðlierra til næstu þingkosninga. Eins og fram hefur komið í blaðinu, hefur mikil barátta staðið innan Sjálfstæðisflokks- ins um þetta embætti vegna þeirrar áköfu valdabaráttu, sem þar á sér stað, og bland- Framhald á bls. 14. Fór út í Náttfaravíkur að mála: FANNST LÁTINN í GÆR NYRZT (KOTASKARÐI SB-Reykjavík, föstudag. Sextíu og þriggja ára gamall maður, Einar Karl Sig- valdason, fyrrum bóndi a3 Fljótsbakka í Reykjahverfi, fannst látinn í dag í Kotaskarði upp af Náttfaravíkum. Einar Karl var frístundamálari og hafði hann farið á sunnudaginn út í Náttfaravík til að mála þar, og hugðist vera þar 3—4 daga. Er hann var ekki kominn í 'gær, var farið út í víkur til að huga að honum, en þá var hann farinn þaðan. 10 manna leitarflokkur fór af stað í gærkvöldi. Einar Karl var búsett- ur í Hafnarfirði síðustu tvö árin. Einar Karl fór frá Fljótsbakka á sunnudaginn með trönur sinar og pensla og hélt út í Náttfara- víkur, þar sem hann hugðist mála næstu 3—4 dagana. Þegar hann var ekki kominn til baka í gær, fóru menn út í Naustavík til að huga að honum. Hann var þá ekki þar, en greinilegt var, að hann hafði komið þangað. í góðu veðri er venjulega gengin fjaran þessa leið, en veður hafði versnað á þriðjudag og miðvikudag, og þá er fjaran allvíða ógeng. Var þá álitið, að Einar Karl hefði ætlað yfir fjöllin, suður Kotadal og gegn um Kotaskarð og þar niður að sunnanverðu. Tíu manna leitarflokkur lagði af stað í gærkvöldi og fór fyrst út í Naustavík og fundu þeir það an fljótlega slóð Einar Karls suð ur Kotadal. Allmikill snjór var í dalnum og erfitt að komast þar yfir. Þeg- ar leitarmennirnir voru að leggja á fjallið og yfir Kotaskarð, fundu þeir lík Einars Karls í S'karðs- kömbum svonefndum. Þeir komu með líkið að Nípá, sem/er næsti bær, síðdegis í dag. Tíminn hafði tal af einum leit armannanna á Nípá í kvöld. Sagði hann, að greinilegt væri, að Einar Einar Karl Sigvaldason Karl hefði verið þarna á ferðinni fyrir 2—3 dögum. Ifann hefði ekki villzt af leið, heldur að -öll- um líkindum orðið bráðkvaddur þar sem hann fannst. ÚRSLIT í SKOÐANAKÖNNUN í SUÐURLANDSKJÖRDÆMI EJ-Reykjavík, föstudag. f gærkvöldi fór fram lokataln- ing í skoðanakönnun Framsóknar- manna í Suðurlandskjördæmi. Á kjörskrá voru um 1800 manns, og greiddu 1385. atkvæði. Kosninga- þátttakan var því 77%. Auðir seðlar og ógildir voru 40. | Samkvæmt tilkynningu yfirkjör| stjórnar voru úrslit skoðanakönn unarinnar sem hér segir: 1. sæti: Ágúst Þorvaldsson, bóndi og alþingismaður, Brúna- v. í 1. sæti. 402 atikv. í 2. sæti 123 atfcv. í 3. sæti 42 atkv. í 4. sæti 17 atkv. í 5. sæti og 25 atkv. í 6. sæti. Með atkvæðum í varasæti fékk hann alls 1252 atkv. 2. sæti: Björn Fr. Björnsson, sýslumaður og alþingismaður, Hvolsvel'li. Hann fékk 348 atkv. í 1. sæti, 337 í 2. sæti, 138 í 3. sæti, 86 atkv. í 4. sæti, 46 atkv. í 5. sæti og 51 atkv. i 6. sæti.! Með atkvæðum í varasæti fékk' hánn alls 1069 atkvæði. 3. sæti: Helgi Bergs, verkfræð-‘ ingur, Reykjavík. Hann fékk 163 atkv. í 1. sæti, 211 atkv. í 2. sæti, 231 atkv. í 3. sæti, 87 atkv. í 4. sæti, 68 atkv. í 5. sæti og 53 atkv. í 6. sæti. Með atkvæðum í vara- sæti fékk hann alls 869 atkvæði. 4. sæti: Jón Helgason, bóndi, Seglbúðum. Hann fékk 39 atkv. í 1. sæti, 77 atkv. í 2. gæti, 291 atkvæði í 3. sæti, 244 atkv. í 4. sæti, 137 atkv. í 5. sæti og 126 atkv. í 6 !sæti. Með atkvæðum í varasæti fékk hann alls 1007 at- kvæði. 5. sæti: Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri, Selfossi. Hann fékk 26 atkv. í 1. sæti, 63 í 2. sæti, 101 atkv. í 3. sæti, 191 atkv. í 4. sæti, 164 atkv. í 5.' sæti og 109 atkv. í 6. sæti. Með atkvæðum í varasæti fékk hann alls 811 at- kvæði. 6. sæti: Albert Jóhannsson, kennari, Skógum. Hann fékk 34 atkv. í 1. sæti, 65 atkv. í 2. sæti, 122 atkv. í 3. sæti, 101 atkv. í 4. sæti, 105 atkv. í 5. sæti og 104 Frambald á 14. síðu. Iðnaðarkönnunin: Framleiðslu- aukning talin vera 15-20% EJ-Reykjavík, föstudag. yk Blaðinu hefur borizt yfir- lit um ástand og horfur í iðn aði á 2. ársfjórðungi þessa árs, og segir þar að áætla megi heildarframleiðlsluaukningu á 2. ársfj. 1970, miðað við sama ái-sfjórðung í fyrra, á milli 15 og 20%. ★ Einnig kemur fram, að innheimta söluandvirðis liefur farið versnandi á ársfjórðungn um miðað við 1. áiífjórðung þessa árs, einkum þó í veiðar færagerð, skipaviðgerðum og fataiðnaði. Talsverð aukning varð einnig á framleiðslumagninu á 2. árs- fjórðung 1970 miðað við 1. árs- fjórðung, og búizt er við áfram haldandi aukningu á 3. ársfj. Aukningin í sölumagni á 2. árs fjórðuiicr 1970 miðað við sama ár."j. 1969 hefur verið svipuð og aukning framleiðslumagns- ins og sama máli gegnir um aukningu á sölumagni á 2. árs- fj. miðað við 1. ársfj. 1970. Birgðir fullunninna vara minnk uðu þó nokkuð en birgðir hrá- efna jukust mjög óverulega á 2. ársfj. 1970. Fjöldi starfs- manna hefur aukizt talsvert og búizt var við áframhaldandi aukningu starfsmanna á 3. árs fjórðungi. Nokkur aukning hef ur orðið í fjórfestingarfyrir- ætlunum fyrirtækja og hyggja nú fyrirtæki með 54% mann- aflans á fjárfestingar á árinu en 49% hugðu á fjárfestingar á árinu í lok 1. ársfjórðungs. Áhrifa af verkföllunum í júní-mánuði virðist yfirleitt gæta lítið. Aðeins í einni iðn- grein, málmiðnaði, benda niður stöður könnunai’innar til minnk unar heildarframleiðslumagns á 2. ársfj. miðað við 1. ársfj. og tiltölulega mörg fyrirtæki í skipasmíðaiðnaði, bifreiðavið gerðum og húsgagna- og inn- Framhald á bls. 14. Vinningaskrá í Happdrætti Háskóla íslands - bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.