Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.09.1970, Blaðsíða 8
(Sýnishorn af kjörseðli) 8 TÍMINN LAUGARDAGUR 12. september 1970 KJÖRSEÐILL í skoðanakönnun Framsóknarmanna í Reykjavík 18. tfl 20. september 1970, vegna n. k. kosninga til Alþingis. Velja skal sex nöfn, hvorki fleiri né færri. Valið ber að framkvæma þannig: Tölustafurinn 1 er settur í reitinn fyrir framan nafn þess manns, sem valinn er í fyrsta sæti framboðslistans. Tölustafurinn 2 við nafn þess, sem valinn er í annað sætið o. s. frv., þar til sex nöfn hafa verið númeruð. Framboðslisti við skoðanakönnunina eftir stafrófsröð: Baldur Óskarsson, erindreki, Efstalandi 16. Einar Ágústsson, alþingismaður, Hjálmholti 1. Halldóra Sveinbjörnsdóttir, húsfreyja, Hringbraut 106 Jón Abraham Ólafsson, aðalfulltr. yfirsakadómara, Háaleitisbr. 17. Kristján Friðriksson, iðnrekandi, Garðastræti 39. Kristján Thorlacius, deildarstjóri, Bólstaðarhlíð 16. Sólveig Alda Pétursdóttir, húsfreyja, Heiðargerði 39. Tómas Karlsson, ritstjóri, Hólavallagötu 7. Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, Hofsvallagötu 57. Þorsteinn Geirsson, héraðsdómslögmaður, Hraunbæ 156. Óski menn að kjósa aðra en að ofan greinir: Skoðanakönnun Framsóknarmanna í Reykjavík Kynningarfundur Uppstillinganefnd fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík heldur kynningarfund frambjóðenda í Fram- sóknarhúsinu við Fríkirkíuveg þriðjudaginn 15. þ.m. kl. 20.00 stundvíslega. Frambjóðendur í skoðanakönnuninni, er fram fer 18. til 20. þ.m., halda stuttar ræður og svara fyrirspurnum á eftir. — Uppstillinganefndin. Skoðanakönnunin í Reykjavík Utankjörstaðarkosning hefst n.k. mánudag Skoðanakönnun Framsóknar- manna í Reykjavík fer fram dag- ana 18- til 20. september næst- komandi. Kjörsta'öur er aö Hring- braut 30. Ákveðin hefur verið utankjör- staðakosning vegna skoðanakönn- unarinnar, og fer hún fram sam- kvæmt eftirfarandi reglum: 1- Þeir, sem rétt hafa til þátt- töku í skoðanakömiuninni (Þ.e. félagsmenn í framsóknarfélögun- um í Reykjavík, sem Iögheimili hafa í borginni og náð hafa 18 ára aldri) og verða fjarverandi kjördagana. geta greitt atkvæði á skrifstofu Framsóknarflokksins að Hringbraut 30 frá og með mánu- deginum 14. september til og með fiir.mtudeginum 17. september kl. 17—18. Skal viðkomandi greiða atkvæði hjá sérstökum fuiltrúa uppstillinganefndar, sem verður staddur þar á ofangreindum tíma. 2. Þeir, sem rétt hafa til þátt- töku í skoðanakönnuninni, en eru nú fjarverandi og koma ekki til Reykjavíkur fyrr en eftir að skoð anakönnunin hefur farið fram, geta einnig greitt atkvæði, en þeir verða að snúa sér til formanns framsóknarfélags þess byggðar- Iags, sem þeir eru staddir í og fá vottorð hjá honum, sem fylgja skal atkvæði viðkomandi kjósenda. Sýnishorn af kjörseðli með nöfn- um þeirra 10 manna, sem boðnir hafa verið fram í skoðanakönnun- ina, er birtur hér til hliðar, og geta þeir, sem kjósa úti á landi notað það sýnishorn sem kjörseðil, eða ritað nöfnin á sér- stakt blað. Skal atkvæðaseðillinn settur í sérstakt lokað umslag, sem síðan skal sett í annað umslag ásamt uppl. um kjósandann (þ.e. nafn, fæðingadag og ár og lög- heimili) og vottorð félagsfor- manns. Atkvæði skal síðan sent til „Uppstillingamefndar,' Hring- braut 30, Reykjavik‘‘. Athugið, að kjósa verður sex nöfn, hvorki færri né fleiri. Ann- ars er atkvæðaseðillinn ógildur. Eruð þér á kjörskrá ? Þeir, seai áhuga hafa á að taka þátt í skoðanakönnun Framsókn- trmanna í Reykjavík, sem fram fer 18—20. september næstkom- andi, en ékki hafa enn gengið í Framsóknarfél'ögin í Reykjavík, geta útfyllt intökubeiSnir á skrif- stofu flokksins að Hringbraut 30. SkrifstofQn er opfci á venjulegum skrifstofutíma. Einungis þeir, sem eru félags- nenn í Framsóknarfélögunum, hafa lögheimili í Reykjavík og hafa náð 18 ára aldri, þegar skoðana- könnunin fer fram, hafa rétt til þátttöku í skoðanakönnuninni. Hafnarfjörður Framsóknarfélögin í Hafnarfirði hafa sameiginlegan fund mánu- dagskvöld 14. sept. kl. 20.30, að Strandgötu 33. Dagskrá: Skoðan- könnun, vetrarstarfið. Önnur mál. — Stjórnirnar. Stjórnsýsia III Skilgreining - sögulegt baksvið Þeir, sem ræða eða skrifa um stjórnsýslu (management), byrja gjarnan á því að skil- greina oirðið — eða freista þess að minnsta kosti. Bn skil- greining stjómsýslu er engan veginn auðveld. Svo víðtæk og margsiungin er merkingin. Var með ráði gert aið láta kaflann um hæfileikana til að stjórna fara hér á undan, því að þar kemur beint og óbeint í ljós, hvað í hugtakinu felst. Hvort fyrirtæki heppmast eða ekki, veltar einmitt á hæfni stjórn- endanna ðliu öðru fremur. Með- al tiirauna til þess að skii- greina stjórnsýisiu má geta þess ara: „Stjórnsýsla er kunnáttan og listin að stýra mönnum í starfi". „Stjórnsýsla er leiðsögn og umsjón með annarra verkum; hún fæst við að áætla, athuga, túlka, ákvarða, skipa fyrir, ffta eftir, kanna, skrá, sundurliða“. Þessi seinni orðskýring grein ir stjórnsýslu frá annarri mann legri sýslan og gefur um leið til kynna, að í fyrirtæki án starfsliðs sé engin stjórnsýsla- Aðrir vilja ,’íta á stjórnsýslu sem hagtæki iðnþjóðfélags, er verði eins og önnur tæki aðeins greint eftir ætlunarverkinu. — því verki eða verkum, sem henni (stjórnsýslunni) er ætl- aið að vinna. BÚð fyrsta lúti að atvinnurekstrinum sem slíkum, annað að stjórnendumum sjálf- um og hið þriðja að starfi og starfsliði. Sú skilgreining hent- ar vel þeim greinaflokki, sem hér er í smíðum, og mun lögð til grundvallar við efnisröðun. Þannig múnu næstu kaflar fjalla um fyrirtæki, byggingu þeirra og markmið, miðkaflar um vinnubrögð stjórnsýslu („hvernig stjórnað er“) og loka kaf'ar um vandamál starfs- mannahalds („hverju stjórnað er“). Fyrst kemur þó, eins og segir í inngangsorðum. grein um ábyrgð og skyldur stjórnsýs’u. Á þessari öld hefir stjórn- sýsla og þeir sem hana annast orðið sérstök stofnun og leið- andi stétt í þjóðfélaginu. Er eftirtektarvert, að nú er sjald- an talað um „fjármagn og vinnu“ sem áður fyrr, heldur um „atvinnurekendur og launa menn“. Eigið kennslukerfi hefir verið sett upp fyrir stjórn sýslu, og ríkisstjórnir ntórvelda hafa verið skipulagðar eftir lög málum hennar. Tilkoma stjórn- sýslu í hinu nýja hlutverki var atburður í félagslegri sögu. Ekkert þjóðfélagslegt hlutverk hefir orðið bráðnauðsynlegt með svo skjótum hætti sem stjórnsýsla. Það mun og líka með eindæmum, a@ nýr sam- félagsþáttur hafi mætt jiafn lítil.i mótspyrnu eða valdið jafnlitlum ágreiningi. Skýringanna á hinum öra vexti stjórnsýslu er að leita í stjórnmálalegri, efnahagslegri og félags.’egri þróun undangeng inna ára og áratuga. Heirríistyrjöldin síðari skóp tvær voldugar ríkjasamsteyp- ur, sem kenndar eru við Au^tur og Vestur, en lamaði um leið pólitísk áhrif ýmissa evrópskra þjóða, sem notið höfðu heims- veldisaðstö'ðu. Má þar nefna Ítalíu. Frakkland og Niðurlönd auk Bret.'ands Þessi röskun a valdajafnvægi olli því, að Evrópa tók að beina átiuga sínum og kröfum að hagrænni Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.