Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 5
1>RTÐJTH)AGUK 15. september 1970 TÍMINN s MEÐMOBGUN KAFFINU — Hefurðu nokfcurn tíma séð strúit, sputríði Hians litla leikíélagarm sinn. — Nei, það hef ég ekki, ját- aði sá litli niðurbeygður, en ijómaði svo allt í einu upp. — En hann hefur heldur ekki séð mig! Elsa Etia hafði verið úti all- an sunniudaginin með kærast- anum og kom heim eitt sól- skinsbros. — Hans segir, að ég líkist mömmu meira með hverjum deginum. — Jæja, umlaði pabbi henn ar. — Þá fet' hann ríklega að slíta trúlof'uninni bráðlega. Smith var öskuvondur, þeg- ar hann kom niður í hótelaf- greiðsluna um moi’guninn. — Ég svaf á dauðri veggjalús í alía nótt, hrópaði hann. — Já, en dauð veggjalús get ur varla gert mikið af sér. — Nei, en öll fjölskyldan kom að jarðarförinni. — Ég ætla að segja það öðruvísi: Ef þér væruð hús, yrði að rífa það,. — Ég vildi gjarnan fá frí- dag, svo að ég geti verið við jarðarför tengdamóður minn- ar, herra forstjóri. — Já, þér megið trúa, að það vildi ég gjaman líka- — Ég er á því, að sagan um risafiðrildið sé tóm vitleysa. Á stúdentagarði, sem á sumr in er hótel, þar sem stúdentarn ir vinna, bar það til um dag- inn, að eiinn dyravarðanna, sem að sjálfsögðu var stúdent, rakst óvart inn í baðherbergi, en ung dama var þá stundina einrr.’tt 4 baði- - Gjörið svo vel að koma yðut út á stundinni, hrópaði hún. — Takið því rólega, ungfrú, svaraði stúdentinn. — Ég hef fesið læknisfræði í tvö ár. — Hefurðu heyrt, a@ P.eter- sens-hjónin eru skilin? — Nei, hvort fékk hvað? — Hún fékk barnið, en hann barnfóstruna. Forstjórafrúin kom að heim- sækja mann sinn á skrifstofuna og á ieiðinni inn gaf hún einka- ritaranum hans gott ráð: — Ég vona, að þér farið ekki að gefa yður of mikið að mann- inum mínum, eins og síðasti einkaritari hans gerði! — Nú, hver var það? — Það var ég, svaraði frú- ín. Undanfarin 3 ár hafa egypzk ir sérfræðingar unnið að þvi að ieysa leyndarmál það, sem málning faraóanna hefur hing að til verið. Núna hefir obkur borizt skýrsla frá Vísinda- og menn ingarstofnun Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) og segir þar að þessir egypzku vísindamenn hafi leyst gátu, sem fornfræð- ingar frá mörgum löndum hafi áratugum saman reynt að leysa. Litirnir sem notaðir voru í skreytingar og listaverk hinna fornu egypzku grafhýsa halda sér enn þann dag í dag jafn skærir og bjartir og er þeir voru á steininn settir fýrir 2500 til 6000 árurn. Samsetning þeirra hefur lengi staðizt alia sundurgreiningu. Egypzku vísindamennirnir einbeittu sér í 3 ár að því að rannsaka bláa litinn — en hann var greinilega í miklu uppáhaidi hjá forfeðr um þeirra — þeim er grafhýsin byggðu. Hin vísindalega sundurgrein ing, sem loks bar árangur, sýn ir fram á að listasamsetningin samanstendur af koparoxíði að einum hluta, einn hlutinn er kalsíum (ca) oxíð, þriðji hlut inn er glerduft og fjórir hlutar eru silicone. Eggjahvíta var notuð sem bindiefni og þessi blanda var sett sarnan við mjög hátt.hita stig. Litirnir á grafhýsunum standast 1000 gráðu hita ogw enginn vökvi getur leyst þessa blöndu upp. ★ Christina Svíaprinsessa hefur verið leynilega trúlofuð í mörg ár. Samdráttur hennar og Tosse Magnusson hefur að vísu ver- ið á allra vitorði lengi. en nú er svo komið, að þau reyna efckert að leyna tilfinningum sínum. Þau hafa undanfarið sézt saman í mörgum brúðkaups- veizlum innan kunningjahóps- ins, og nánustu vinir þeirra eru sammála um, að einn góðan veðui’dag hljóti röðin að korna að þeim, þótt líklega verði þau síðust. Cristina getur nefnilega helzt ekki gift sig fyir en Carl Gust av bróðir hennar er búinn að krækja sér í konu, sem er þess verð að gerast drottning Svíaríkis. ★ Þeir fjörutíu þúsund strand gestir, sem heimsótt hafa borg ina Nissa á suðurströnd Frakk- lands, hafa gert hreinsunar- deildinni lífið leitt með því að fleygja pappír og öðru rusli í sjóinn í stað þess að nota ruslakörfurnar. Hugvitssamur náungi fann nýlega upp tæki til að hirða allt lauslegt, sem flýtur á sjón um. Þetta er vél, sem vinnur á líkan hátt og götusópunar- vél, og er hún fest neðan á litla hjólatík. catamai-an, sem knúin er áfram með því að stíga á pedala. Slíkir „hjóla- bátar“ eru víða leigðir strand- gestum, og munu isienzkir Majorka-farar kannast við þá. Tveir tnenn vinna nú við það alla daga að „sópa“ ruslinu af sjónum meðfram endilangri strönd Nissa, sem er um þrjár milur að lengd. V'' sem sam anstendur af tvðíírrwi' stórum ★ bui’stum, þeytix ruslinu í körf j. og þegar karfan er full. er hún tærnd í pramtna. sem hafð ur er í togi. Með þessari nýjung vo.uast Nissa-búar til að geta haldið ströndinni þokkalega hreinr.i, en óttazt hafði verið, að sóða legt umhverfið kynni að draga úr ferðamannastraumnum, se.n er borgarbúum mikil tekjui nd. Texti þessarar rnyndar gæti sem bezt verið: Hvernig hægt er að njóta nauðsvnlegrar hvíld arstundar án þess að missa af barninu út í bláinn. Eða kann ski ætti hann að vera: Sum börn rekst maður á á ólíkleg ustu stöðum. Reyndar var myndin tekin á bar einurn í Englandi og móð irin setti stúlkuna undir stól inn svo hún gæti hresst sig á gosdrykknum áhyggjulaus. DENNI ÐÆMALAUSI — Loksins veit ég í hverju ég hef gengið öll þcssi ár — smiðsbuxum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.