Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 1

Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 1
215. tbi. — Fimmtudagur 24. sept. 1970. — 54. árg. * jQ/wccé£a/Kvé£cttt. h~£ * 1t wi—ii mfinmnúen u, «tp w» * Skoðanakönnunin í Rvík: BARÁTTA HARÐAR TENGD JÓHANNI EJ—Reykiavík, miðvikudag. Stuðningsmenn Jóhanns Haf steins hafa nú opinberlega tengt baráttuna fyrir trausts- yfirlýsingu við núverandi for- sætisráðherra í prófkjöri Sjálf stæðismanna í Reykjavík, bar áttu Harðar Einarssonar fyrir þingsæti. f dreifibréfi, sem „Reykvískir Sjálfstæðismenn" hafa sent út, eru kjósendur hvattir til þess að veita Jó- hanni traust svo hann verði for sætisráðherra. formaður Sjálf stæðisflokksins og formaður þingflokks hans áfram. Einnig voru þeir hvattir til að mæta á fundi stuðningsmanna Harðar Eiuarssonar, sem lialdinn var í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Sins og frá var skýrt í blaðinu á miðvikudaginn, munu Engeyjarættarmenn einkum standa á bak við Hörð í skoð anakönnuninni. Sennilega mun þessi opin beru tengsl milli Jóhanns og Harðar eitthvað styrkja þann síðarnefnda, en eins og fram kom í blaðinu í dag, eru það það einkum þeir Birgir Kjar an, H'örður Einartsson, Ellert Schram og Gunnar Friðriksson sem keppa um að ná sjöunda sætinu í skoðanakönnuninni. Ýmsir aðrir telja sig þarna tilkallaða, en hafa minna fylgi. og koma vart til greina í 7 efstu sætin. Þannig er t.d. Páll S. Pálsson hæstar.lögm., á fram- boðslistanum við skoðanakönn Framhald á 14. síðu. ' ' ' ' ' Apollo-13 geimfararnir fara úf úr geimfarinu eftir lendinguna 17. apríl síSastliSinn. John Swigert, t. v., situr á björgunarfleka, sem Fred Haise er aS stíga út á, en James Lovell er aS fara út úr geimfarinu. Rekstur Tóna- bæjar erfiður Útlif fyrir meira tap á þessu ári en í fyrra EB—Reykjavík, miðvikudag. Ef ekki verður góð aðsókn að skemmtanaíhaldi í Tónabæ þá rúmu þrjá mánuði, sem eftir eru af árinu, er fyrirsjáanlegur mun meiri halli á rekstri Mssins en var s. 1. ár, en þá fór 1,8 milljón kr. úr borgarsjóði vegna starfsemi Æskulýðsráðs í Tónabæ. Það sem veldur þessum aukna kostnaði bogarinnar, vegna Tóna- bæjar er eðlilega minnkandi að- sókn að skemmtanahaldi hússins. Fyrsti dansleikurinn sem húsið hélt eftir sumarlilé, var s.l. laug ardagskvöld, en þá mun aðsókn hafa verið sæmileg. Til þess að stemma stigu við Framhald á 14. siðu. ÞRÍR GEIMFARAR KOMA TIL ÍSLANDS EJ—Reykjavík, miðvikudag. f dag var tilkynnt, að Ricliard Nixoll, forseti Bandaríkjanna, hefði beðið geinifara af Apollo- 13 að heinisækja ísland, Sviss, Grikklaud, Möltu og írland sem sérstaka fuUtrúa sína. Geimfararn ir, þeir James A. Ixivell, John E. Swigert og Fred W. Iláise, koma til íslands 1. október næstkom- andi og dvelja fram til 4. októ ber. f ferðinni verða frú I.ovell og frú Ilasie, en Swigert er ó- kvæntur. Eins og kunnugt er. var Apollo 13 skotið á loft 11. apríl 1970 og var ætlunin að lenda á tunglinu 21. apríl. En á leið lil tunglsins varð sprenging í súrefnisgeymi, svo hætta varð við lendinguna. Komst Apollo 13 til jarðar við illan leik 17. apríl, eftir að hafa farið umhverfis tunglið. Ferð geimfaranna hefst 1. okt. og koma þeir þá til íslands. Héð- an fara þeir 4. október til Sviss. 8. október til Grikklands, 11. okt. til Möltu, 13. október til írlands og halda heim á leið 15. október. James A. Lovell, Jr. var fyrir liði ferðar Apollo 13. Hann er fyrsti geimfari í sögunni, sem farið hefur í fjórar geimferðir og einnig hefur hann verið miklu lengur á flugi en nokkur annar geimfari. Mun óhætt að segja að hann sé reyndasti geimfari heims. Ilann flaug með Gemini 7 og 12 og Apollo 8, sem fyrst fór í kring um tunglið. Hann er 42 ára að aldri, fjögurra barna faðir Framhald á bls. 2 Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi: Engeyjarættin berst ákaft fyrir að halda þingsætinu EJ—Rcykjavik, miðvikudag. Um helgina fer fram próf- kjör hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjaneskjördæmi, og eru nokkrir menn þar í harðri keppni um efstu sætin. Frá síðustu kosningum hafa tvö þingsæti Sjálfstæðismanna í kjördæminu losnað, annað við fráfall Péturs Benediktssonar en hitt vegna þeirrar ákvorð- unar Sverris Júlíussonar, sem er landskjörinn þingmaður að hætta þingmennsku. Af þeim þingmönnum Sjálfslæðisflokks ins, sem kjörnir voru í síðustu kosningum, er því Matthías A. Mathicsen einn eftir, en Axel Jónsson kom inn í staðinn fyr- ir Pétur Benediktsson og tek ur nú þátt í prófkjörinu. Matthías berst því fyrir að halda fyrsta sætinu á framboðs lista Sjálfstæðismanna, og Ax- e' Jónsson keppir ákaft að því að ná öðru sætinu sem losn aði við fráfall Péturs. Engeyjarættin telur hins veg ar, að hún eigí þetta sæti og er fulltrúi hennar Benedikt Sveinsson, sonur Sveins Bene- diktssonar Hefur verið sótt af mikilli hörku að koma hon um í öruggt sæti. Aðrir eru þó þar til kallað ir, og fjórði maðurinn sem ta,’- inn er hafa mikið fylgi er Odd ur Ólafsson, sem nýlega !ét af störfum sem yfirlæknir á Reykjalundi, en hann <r tal- inn hafa verulegt fylgi. Af öðrum í prófkjörinu má nefna Odd Andrésson. sem set- ið hefur sem varamaðut á al- þingi, en hann er ekki la'inn hafa mögu.’eika á efstu sæt- unum. Þá eru tveir Seltirning- ará listanum. Sigurgeir Sigurðs son sveitarstjóri og Snæbjörn Asgeirsson. iðnrekandi. og eru þeir taldir skipta atkvæðum á Seltjarnarnesi á ntilli ín og hafa litla möguleika. Framhaid á bis. 3 26 milljóna kr. li hjá SVR EJ—Reykjavjk, miðvikudag. MikiU halli er á Strætisvögn um Reykjavíkur það sem ef er þessu ári, og nemur hann um 2G milljónum króna. Á síðasta fundi í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur munu hafa orðið miklar umræður um þetta, og voru m.a. gerðar bókanir í því sambandi. Það kemur fram í fundar- gerð stjórnarinnar frá 16. sept ember, að einn stjórnarmanna, Albert Guðmundsson, hefur farið fram á, að stjórn SVR skrifi borgarráði sérstakt bréf nú þegar og tilkynni því að hagur Strætisvagna Reykjavík- ur fyrri hluta yfirstandandi árs sé slæmur, og þurfi að gera ráðstsfanir til tekjuöflunar nú þegar, eigi fargjöld SVR að standa undir rekstrarkostnaði samkvæmt samþykkt borgar- ráðs frá 10. desember 1968. Stjórnarformaðurinn taldi þetta óþarfa, þar sem borgar- ráði væri kunnugt um hinn erfiða fjárhag Strætisvagnanna „sem meðal annars stafar af leiðabreytingunni, hækkun kaupgjalds og verðhækkun- um“. Eins og áður segir nemur hallin á þessu ári allt að 26 milljónum króna. HUSSEIN RÆÐUR YFIR AMMAN NTB—Amman, Kairo, Beirut, miðvikudag, Þúsundir manna svelta nú í Amman og ástandið fer hríðversn- a(T|di. Tflkynnt vair í dag„ að sýrlenzkEr hersveitir vrru nú aft- ur að snúa til síns heima, eftir að þær liefðu goldið afhroð í hlut um Amman í dag. Hussein, Jórd aníiikonungur hefur sent sérstak ar herdeildir út af örkinni til að leita að gíslunum 54, sem enn eru í haldi lijá skæruliðum Pal- estínuaraba. A.'þjóða Rauði krossinn skýrði frá því i dag, að 12 'estir af lyfjum væru þegar komnar t.il Jórdaníu á vegum samtakanna og i dag fóru tvær flugvélar þang- að hiaðnar brauði og osti og nið- ursuðuvörutn. Hójnir erlendra blaðamanna kom til Beirut i dag rrá Amman, með flugvél frá Rauða krossin- um. Brezkir b.'aðamenn í hópn- um sögí ., að ástandið væri hroða legt í borginni, sjálfir hefðu þeir lifað eingöngu af hrísgrjónum og vatni, meðan þeir voru lokaðir inni í Intercontinental-hótelimu, sem var undir stöðugri kúlna- hríð. Einn sovézkur sjónvarpsmaður lézt í átökunum og aðrir frétta- menn sögðust varla vera nema rétt á lífi. Jórdanskir skæruliðar lögðu undir sig 5. og 6. hæð gisti hússins á þriðjudaginn og notuðu til að skjóta af. Þéttur reykur grúfir yfi’ allri borginni og blaða mennirnir voru fegnir að vera sloppnir þaðan. Allar tirezkar konur og börr., sem eru í Amman, hafa fengið boð um að Vera viðbúin því að verða flutt á brott. Ails munu vera um 80 brezkar konur og börn Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.