Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 2

Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 2
2 TÍMINN FIMMTUDAGUR 24. september 1970. Aðalfundur rafverktaka haldinn á Akureyri ASalfundur Landssambands ís- lenzkra rafverktaka var haldinn á Akureyri dagana 11. og 12. sept. s. 1. Fundurinn var fjölsóttur, enda eru rafverktakar innan sambands- ins um tvö hundruð talsins og starfandi í öllum landsh.'utum. Á fundinum var einkum rætt um nýjar tillögur að staðarlög- gildingu, framtíðarskipulag sam- bandsins og menntamál, en nú hefur á ný skapazt aðstaða til framhaldsmemntunar fyrir raf- virkja við Raftæknideild Tækni- skóla íslands og fagnaði fund- urinn þeirri breytingu. tJr stjórn sambandsins áttu að ganga formaður og tveir stjórn- armenn. Formaður sambandsins, Gunnar Guðmundsson, Rvík var endurkjör inn og í stjórnina voru kjörnir Kristinn Björnsson, Keflavík og Reynir Ásberg, Borgarnesi, <or- maður Félags rafverktaka á Vest- uri’andi. Fyrir í stjórninni voru Þórður Finnbogsson, Reykjavík og Tryggvi Pálsson Akureyri, for maður Félags rafverktaka á Akur eyri. Fundarmenn sátu boð rafmagns deildar KEA og Söluumboðs LÍR, en að fundi loknum fóru þeir ásamt eiginkonum í skoðunarferð í boði Rafveitu Akureyrar, Lax- árvirkjunar og Rafnmagsveitna ríkisins. Skoðuð var gufuaflstöð við Mývatn, Kísilgúrverksmiðjan, Laxárvirkjun og vatnasvæði henn- ar. Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning i húsi Iðnaðarmanna Tjarnargötu 3, í Keflavík. Málarinn sem þarna sýntr er Steinþór Stein- grimsson og verður sýningin opin til næstkomandi sunnudagskvölds. Steinþór hefur áður haldið málverkasýningar í Reykjavík og á Akureyri. Breytingar á starf- semi Núpsskóla Dagana 8. og 9. sept. s.l. var haldinn á Núpi í Dýrafirði aðal- fundur Kennarafélags Vestfjarða, sem er félag starfandi kennara við skóla skyldunáms á Vestfjörð- um. Var þá nýlokið námskeiði í eðlisfræði, er þar var haldið fyrir eðlisfræðikennara í fjórðungnum. Aðalerindi fundarins fluttu þeir Örnólfur Thoriacius menntaskóla- kennari, er kom á vegum Skóla- rannsókna, Þórleifur Bjarnason námsstjóri og Arngrímur Jónsson skólastjóri á Núpi. í erindi sínu gerði Örnólfur fyrst og fremst grein fyrir hin- un. einstöku þáttum þeirrar end- urskipulagningar, er fyrir dyrum standa í skólamálum og hlutverki Skólarannsókna í því starfi, bæði er varðaði heildarskipulag, endur mat á gildi núverandi námsefnis. endurskoðun kennslubóka og námsefnis hinna ýmsu námsgreina og í beinu framhaldi af því J ákveðnar tillögur að nýrri náms- skrá. Gerði hann almennt grein fyr ir þeim nýjungum oe tilraunum, er Skólarannsóknir ynnu nú að, en sérstaklega fjallaði hann þó um nýskipan kennslu í almennri náttúrufræði og líffræði. Gdðjön Styrkárssok HASTARtTTAItLÖCMADUK AUSTURSTRJtTI 6 SlMI IR3S4 Erindi Þórleifs, „Ný viðhorf í skólamálum,“ fjallaði í framhaldi af erindi Örnólfs fyrst og fremst um þá heildarstefnu, sem mál þessi væru að taka í dag. Rakti framsögumaður að nokkru ástæð- ur og skilyrði fyrir verðandi þró- un og þá sérstaklega aðstöðu dreif býlis og hinna smærri skóla í því sambandi. Arngrimur Jónsson flutti erind- ið „Væntanlegar breytingar í starfsháttum héraðsskólans á Núpi,“ þar sem hann lýsti breyt- ingum í skólastarfi, er gerðar yrðu með tilkomu hinna nýju framhalds deilda við héraðsgagnfræðaskól- ana. Gerði hann grein fyrir mögu- leikum á námi á ákveðnum kjör- sviðum og rakti kosti og galla fyr- irhugaðs skipuiags, eins og það virðist verða í framkvæmd. Urðu talsverðar umræður um öll þessi erindi og svöruðu fram- sögumenn fjölda fyrirspurna. Einnig voru rædd ýmis hagsmuna- og réttindamál kennara, svo og uppeldis- og skólamál almennt. launamál. starfsaðstaða kennara. hin brýna þörf fyrir bætta sál- fræðiþjónustu í skólum og að at- hugaðir verði þeir möguleikar, að stofnaðar verði sérstakar fræðslu skrifstofur í hinum ýmsu lands- hlutum. er væru tengiliðir milli skóla í viðkomandi byggðarlagi og fræðsluyfirvalda 02 hefðu þær talsvert sjálfstæði í ákveðnum mál um, svo sem fjármálum. Á fundinum kom fram nokkur gagnrýni á heildarsamtök kennara fyrir að vera ekki enn betur á verði en verið hefur um hin ýmsu hagsmunamál stéttarinnar. í lok aðalfundar var kosin stjórn félagsins. Núverandi stjórn skipa: Pétur Bjarnason skólastj., Bíldu dal, formaður. Jón Eggertsson skólastj. Patreksfirði, gjaldkeri. Páll Ágústsson kennari Patreks- firði, ritari. Varastjórn: Guðmundur Friðgeirsson skólastj. Örlygshöfn, varaform. Jörundur Garðarsson kennari Bíldudal, varagjaldkeri. Hilmar Árnason kennari Patreksfirði, vararitari. Geimfarar Framhald aí bls. 1 og heitir kona hans Mailyn, Fred W. Haise er 36 ára að aldri. Hann var flugmaður tungl ferjunnar, sem átti að flytja hann j og Lovell til tungíkins. Hann gekk i í flotann 1952 og gerðist flus; maður. Stundaði hann jafnframt \ nám í flugvéiaverkfræðí og geim j vísindum og varð reynsluflugmað ur hiá Geimferðastofnun Banda ríkjanna. áður en hann var val inn til að verða geimfari. Hann er kvæntur og heitir kona hans Mary Griffin. Þau eiga þrjú börn. John L. Swigert bættist í hóp gcimfaranna á Apollo 13 á síðustu stundu, ’pegar í ljós kom að Thomas Mattingly hafði komist í snertingu við mislingatilfeHi. Hann hefur háskó.'apróf bæði í hagfræði og vélaverkfræði. Gerð ist hann flugmaður í flugher Bandaríkjanna um þriggja ára skeið, en vann síðar að rannsókn arstörfum fyrir flugvélaverksmiðj ur og var einnig reynzluflugmað ur. Hann er 38 ára og ógiftur. Fyrsta kennslubókin til framhaldsnáms í réttritun Komin er út hjó Ríkisútgáfu náms bók ný kennslubók, er nefnisit Réttritun — æfingar og athugun- arefni, eftir Hörð Bergmann, kenn ara. Bók þessi er 78 bls. í stóru broti. Hún er einkum ætlu' til fram- haldsþjálfunar í stafsetningu og skiptist i þrjá hluta: æfingar í að skrifa vandrituð orð, æfing- ar í að leiðrétta stafsetningu, mál- villur og setja greinarmerki og a.'mennar æfingar á samfelidu máli, þ.á.m. verzlunarbréf og aug lýsingatextar. Með samantekt og útgáfu þess- arar æfingabókar er ætlunin að tengja stafsetningarnámið öðrum þáttum móðurmálskennslunnar, ekki einungis málfræðinámi, held- ur einnig ritgerðasamningu og við leitni til alS bæta málski.’ning og málnotkun. Er í sérstökum verk- efnum vikið að orðmyndun, sam- setningu og merkingu orða og öðru, sem glætt getur skilning á uppruna og skyldleika orðanna. Æfingatextarnir eru næstum undantekningarlaust á samfelldu má’i, þannig að vandrituð eða sjaldséð orð standa í eðlilegu sam- hengi til þess að auðvelda nem- endum að átta sig á merkingu þeirra og notkun. Textamir eru yfirleitt með frásagnar- eða rit- gerðasniði og efni þeirra líkt því, sem oft er fjallað um í skóla, daglegu ,'ífi og starfi. í vonum er, að notkun þessarar bókar leiði til þess að fækka megi þeim kennslustundum, sem varið er til stafsetniingaræfinga að loknu sky.’dunámi, með því að nemend- um eru fengin í hendur verkefni, sem þeir vinna í bókina og geta leiðrétt sjálfir. Fjallað er nánar um notkun bók arinnar í sérstökum kafla. Bókinni fy.’gir Lausnahefti með réttum lausnum eða lyklum að æfingunum í 1. og 2. hluta, sem ne.mendur geta borið saman við sínar lausnir og leiðrétt eftir. Þatta er fyrsta kennslulbókin til framhaldsþjálfunar í stafsetn- ingu og þannig úr garði gerð, að nemendur geta unnið að námi sínu sjálfstætt. Prentun annaðist Prentsmiðja Jóns He.’gasonar h.f. Iðnaðarvörur metnar Til að auðvelda kynningu á og safna heimildum um gæðastaðal íslenzkrar iðnaðarfrmleiðslu, mun Iðnaðarmálastofnun íslands gang- ast fyrir mati á iðnaðarvörum, þar sem áherzla verður lögð á góða hönnun. Dómnefnd: Til a@ velja og gera úttekt ó framleiðsluvörum hafa eftirtaldir aðilar skipað fulltrúa í dómnefnd: Arkitektafélag íslands, Knud Jeppesen, arkitekt, Félag ísl. teiknara, Þröstur Magnússon, auglýs- íngateiknari, Félag húsgagnaarkitekta, Helgi Hallgrímsson, húsgagna- arkitekt. Mynd’ista- og handíðaskólinn, Hörður Ágústsson, skólastjóW. Iðnaðarmálastofnun Islands, Stefán Snæbjörnsson. Þar sem um framleiðslutækni- leg eða á annan hátt sérfræðileg atriði er að raéða, verður feitað umsagnar sérfræðinga utan nefnd- arinnar til að tryggja að ekki að- eins fagurfræðilegum heiður einn ig tæknilegum þáttum hönnunar- innar sé fullnægt. Umsögn: Dómnefndin mun skila umsögn um hvern þann hlut. sem tekinn verður til dóms, og senda hana til viffkomandi framlciðenda. Vöruskrá: í framha.'di af slíku mati verð- ur komið upp skrá (design index) yfir þær vörur, sem uppfylla kröf ur um góða hönnun. Kynning: Þá mun Iðnaðarmálastofnunin beita sér fyrir kynningu á þeim framlieiðsluvörum ,sem valdar verða á vöruskrá. Stefnt verður að því að slík kynning verði sem víðtækust os leitað verður eftir samvinnu fjöl- miðla, innanlands og erehidis. Framleiðendur, sem óska eftir að fá vörur sínar 1. etnar og færð ar á vöruskrá eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það til Iðnaff- armálastofnunar íslands, Skip- holti 37, Reykjavík. (Umslag merkist HÖNNUN). Eftirfarandi upplýsingar um vöruna eru æskilcgar. Tegund: Hönnun (höf.)/ór. Framleiðandi. ATH.: Aðeins þær vörur, sem uppfylla kröfur dómnefndar um góða hönnun veriða færðar á ,vöru skrá. Farið verður með umsagnir dóm nefndar sem trúmaðarmál, og þær aðeins birtar framleiðanda. Ætlast er til að þær vörur, sem metnar verða séu í framleiðslu, eða væntanlegar á markað. Krafizt skal vottorös um bólusetningu gegn kóleru Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur sent frá sér til- kynningu þar sem segir ,að með vísun til 18. greinar sóttvarnalaga nr. 34 frá 1954 skuli, þar til ann- að verður ákveðið, ki’efjast gi.’ds alþjóðlegs vottopðs um bólusetn- ingu gegn kóleru af öllum ferða- mönnum frá þeim löndum, þar sem veikinnar hefur orðið vaid;. Gildir þetta u malla, hvort sem þeir koma frá sýktum, eða ósýkt um svæðum I tilkynningunni segir og, að um varnir gegn kó.’eru verði að öðru leyti farið eftir ákvæðum sóttvarnarreglugerðar nr. 1112 frá 1954 14.—24. grein.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.