Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 3

Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 3
FEHMTUDAGTJR 24. september 1970. TIMINN 3 Ný dönsk lesbók Nýlega er komln út hjá Ríkis útgáfu námsbóka Dönsk lesbók me'ð æfingum, eftir Guðrúnu Hall dórsdóttur kennara. Bókin er ætluð til notkunar í framhalds- skóluni, einkum 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla. Hún er 11 bls. myndskreytt af Baltasar og prent 6ð í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Efni bessarar dönsku lesbókar er að mestu eftir danska höf- unda. Þó eru nokkrir valdir, þýdd ir kaflar. Efnið er reynt að velja þannig að það höfði til nemenda, vekj áhuga þeirra _ og eftirtekt. Bókin skiptist í léttar frásagnir, sögur og efni, scm nú er ofarlega á baugi. t. d. barátt an við hungrið i heiminum og samskipti og skoðanamunur ungl inga og eldra fólks. Efninu er raðað að nokkru eftíir þyngd. Hverjum kafla fylgja orðskýring ar á d'önsku. sem eiga að nægja ti: affl nemendur skilji efnið nokk urn veginn. Efcki er ætlazt til, að bókin sé þýdd frá orði til orðs, heldur aðeins þýdd erfið orð og orðasambönd. Hverjum kafla fylgia einnig um 10 spurningar úr efninu, ásamt öðrum verkefn- um. sem kennari getur látið vinna munnlega eða skriflega, eftir því sem hverri deild bezt hentar. Þess má geta, að mikill hluti bókarinnar var unninn sem .verk efni og reyndur í Lindargötuskóla síðastliðinn vetur. Reglur gerlega sérstakar aðstæður, skal þó greiða fargjald maka og að auki helming dagpeninga vegna hens. Af dagpeningum ber að greiða allan venjulegan ferðakostnað. annan en fargjöld, svo sem kostnað vegna leigubifreiða að og frá flugvöllum, fæði, húsnæði, minni háttar risnu, hvers konar persónuleg útglöild, fjugvalla- skatta, yfirvikt aukafarangurs o. s. frv. Sérstakir dagpeningar gilda fyr ir þá, sem vegna þjálfunar og eftirlitsstarfa dvelja erlendis. Á fyrstu 30 dögunum fá þeir í dag peninga 22 dollara eða 7 pund, næstu 60 dagana 19 dollara eða 6 pund. þar næstu 60 dagana 14 dollara eða 5 pund og fyrir hvern dag fram yfir 150 daga 9 dollara eða 3 pund. Um ferðalög innanlands gilda þær reglur, að fargjöld skulu greiðast eftir reikningi, enda fylgi fullnægjandi frumgjöld svo sem farmiði eða fargjaldakvittanir. Ríkisstarfsmenn skulu fá endur- greiddan fæðis- og gistikostnað á ferðalögum innanlands eftir reikn ingi, sem úrskurðast af forstöðu manni viðkomandi stofnunar, enda fylgi fullnægjandi frumgögn. Þar sém erfitt er að fá reikinga um fæðis og gistihúsareikning, má greiða dagpeninga. Skulu þeir nema 115 krónum til kaupa á nesti til einnar máltíðar á _dag, 170 krónum til kaupa á nesti til tveggja máltíða á dag, 140 krón um til kaupa á fullu dagfæði í mötuneyti, sem vinnuveitandi starfrækir um skamman tima á hverjum stað, og 750 krónur til kaupa á gistingu og fæði í sólar hring. Engeyjarættin Framhald af bls. 1 En milli þeirra fjögurra, sem heM koma til greina er mikil barátta, og jafnvel Matthías ekki öruggur um sæti sitt í þeim átökum. Verður stofnuö fluglögregla? Hin tíðu flugvélarán undan farna daga hafa orðið til þess, að loksins er farið að leita að aðferðum til þess að koma i veg fyrir fJugvélarán. en hing að til hefur lítið verið gert á því sviði. Tvö ríki að minnsta kosti hafa ákveðið, að setja vopnaða lögreglumenn í flugvélarnar, en það eru Sviss og Bandarík in. Er nú verið að þjálfa fjölda manna í þessum ríkjum til þess að taka að sér þetta erfiða verkefni. í Bandaríkjun um verða vopnaðir lögreglu- menn í öllum bandarískum far þegaflugvélum, bæði þeim sem fjjúga á innanlands og utan landsleiðum. ísraelska flugfélagið ELAL hefur um langan tíma haft vopnaða öryggisverði í flug- vélum sínum. Ýmsiir teija, að þetta sé bráðabirgðarástöfun sem geti dregið nokkuð úr flugvélarán unum. Er bent á, að tvívegis hafi vopnaðir verðir komið í veg fyrir flugvélarán, nú síð ast i þessari viku, þegar flug vélaræningi var skotinn í Bo eing 707 þotu á San Franc- isco-flugvelli. Það gerir fliugvélaræningja að sjá.'fsögðu erfiðara fyr- ir að vita af þvi, að um borð í flugvél sem hann hyggst ræna sé vopnaður maður. Einnig ætti slíkur vörður að geta ráðið við óvana flugvéla ræningja, en þeir eru fjöl- I margir þótt flugvélarán sér- þjálfáðra arabískra skæruliða hafi undanfarið vakið mesta athygli. Hefur lögreglumafflur inn yfirleitt gott tækifæri til þess að ráða við flugvélaræn- ingja, þegar flugvélin sem . rænt er þarf að lenda til að taka eldsneyti — eins og átti sér í stað í San Francisco. Margir eru hins vegar and vígir því, að hafa vopnaða lög reglumenn um borð, og telja að það dragi frekar úr öryggi flugfanþeganna en hitt. U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skoraði í vikunni á allar þióðir, að ná samkomulagi um að allir flug vélaræningjar verði afhentir sérstökum alþjóðlegum dóm- stóli, sem settur verði á fót í því skyni að dæma flugvéla ræningja. Því aðeins, að flug vélaræningjar viti að þeir fái hvergi friðhelgi né náðun, sé hægt að binda endi á flugvéla rán. Þá kom alþjóðlega flugum- ferðarstofnunin, ICAO. saman til aukafundar í dag í Montreal til þess að fjalla um flugvélaránin, en fundurinn er haldinn að beiðni Bandarrkja manna. Það var Richard Nixon Bandaríkjaforseti, sem ákvað að vopnaðir verðir skyldu vera um borð í bandarískum flug; Góða aðsókn r í Asmundarsal Á fimmta hundrað gestir hafa nú komið á sýningu þeirra Ragn- ars Kjartanssonar og Gunnars Bjarnasonar, sem opnuð var á sunnudaginn í Ásmundarsal. Ragn- ar sýnir skúlptúr á efri hæðinni og hefur hann selt 10 höggmynd- ir. Gunnar sýnir olíumálverk niðri og hafa 15 myndir setzt. hjá honum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 2—10 til 1. október. vélum. í upphafi verða menn settir í flugvélar, sem fljúga til annarra landa — en það eru 125 flugvélar á dag, og þar senf hver vél þarf tvo öryggis verði, þá þarf fyrst í stað að fá um 4000 öryggisverði. Síð- ar er ætlunin að slíkir verðir verði einnig í innanlandsflug inu í Bandaríkjunum og er það einkum til að koma í veg fyr ir flugvélarán Kúbufara, sem hafa verið mjög tíð sem kunn- ugt er. Talið er, að það muni kosta bandaríska skattborgara 80— 100 milljónir dollara á ári að hafa þessa flugvélalögreglu starfandi, en samkvæmt upp- lýsingum frá Bandaríkjastjórn ec ællunin að kostnaðurinn greiðist með sérstöku auka- gjaldi á flugfarið. Verður Þetta aukagjald þrír dollarar á ut- anlandsflugið. Auk þess verð ur einhver hækkun á þeim 8% skatti. sem lagður er á öll fargjöld. Bandaríkjamenn vonast til þess, að aðrar þjóðir eða flug félög þeirra taki upp þessa sömu stefnu, en enn sem kom ið er er Swissair eina flug félagið sem fylgir í fótspor Bandaríkjamanna. Sum stór flugfélög hafa vísað bessari leið á bug, m. a. skandinavíska flugfélagið SAS. Vörn gegn flugvéiarræningjum? HEKIU-UinnUFÖI Þægileg vinnuföf skapa vellíðan við sfarfið. Heklu-vinnuföf eru gerð úr sferkum og þjálum efnum í sfærðum og gerðum við hvers manns hæfi. o^Austufstræti Hæpnar fullyrSingar Nýtt land frjáls þjóð segir svo í forystugrein 10. séptem- ber: „Það er fullvíst, að núveraiiíli ríkisstjórn feliur í alþingis- kosningunum í vor. Það er einnig fullvíst, að Sjálfstæðis- flokknum verður falin stjórn- armyndun að þeim loknum.“ Nú er það í fyrsta lagi ekki Ivjst að fullvíst sé að stjómln falli. Hitt er þó fráleitara að fullyrða áð Sjálfstæðisflokkn- um verði örugglega fálin stjórnarmyndun. Viiji flokkanna Ef ríkisstjórn tapar í kosn- Iingum og missir meirihluta sinn er eðlilegt að öðrum sé falin stjórnarmyndun. Tapi t.d. stjórnarflokkarnir báðir, en Framsóknarflokkurinn vinni á, væri það furðulegt ef honum yrði ekki falið að reyna stjórn- armyndun. Öðruvísi horfði við ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi sínum hlut, Alþýðuflokkurinn tapaði svo sem tveimur þing- mönnuni, Framsókiiarflokkur- inn stæði í stað en Samtök frjálslyndra og vinstri manna yrðu þingflokkur með 2 eða 3 menn. Þá kæmi til greina að fela Sjáifstæðisflokknum að mynda stjórn Samstarfsmöguleikar Hitt liggur svo í augum uppi að hvernig sem kosningar fara og hverjum sem kann að verða falin stjórnarmyndun í fyrstu, munu afflrir flokkar athuga alla möguleika á myndun þing- meirihluta um nýja stjórn. IStjómmálaflokkar hafa alla að- stöðu til að kanna samstarfs- möguleika sín á milll án alls umboðs frá forseta og ef sam- komulag næst svo að þing- meirihluti sé fenginn þá fylgir því óhjákvæmilega stjórnar- * myndun. Hugleiðingar blaðsins i um vinstra samstarf eru því í fullu gildi hvað það snertir. Og 1 þá kynni það affl skipta máli ef Hannibalistar næðu þing- i sætum hvort það yrðu ein- S hverjir vinstri menn eða ein- | hverjir frjálslyndir sem skip- H uðu þau. Þingið sett 10 október Forseti íslands hefur samkvæmt tillögu forsætisráðherra kvatt Al- þingi til fundar laugardaginn 10. október n.k. og fer þingsetning fram aö lokinni gufflsþjónustu í Dómkirkjunni, er hefst kl. 13.30. Útför Guðmundar Hannessonar fór fram í gær Jarðarför Guðmundar Hannes- sonar, fyrrverandi bæjarfógeta, fór fra... í gær frá Dómkirkjunni að viðstöddu fjölmenni. Séra Ósk- •ar J. Þorláksson jarðsöng. Organ- Likari var Ragnar Björnsson. Guðmundar verður nánar minnzt í íslendingaþáttum Tjm- ans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.