Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 5

Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 5
FHfMTUDAGUK 24. september 1970. TIMINN MEÐ MORGUN KAFFINU ÞjóðhöfSingjar miniríkisins Monaco, Rainier fursti og hin fagra ikona hans Grace, voru í opinberri heimsókn í Texas fyr ir nokkru og þá var þeim sýnt hið merkiiega Astrodom, sem er undir gler. eða plasthjálmi, sem nær yfir næstum fjóra hektara lands. — Gætuð þér ekki hugsað yður að koma upp svona astrod- om í Monaco? spurði eigandinn. — Stórkosti'eg hugmynd, svaraði furstinn. — Þá yrðum við. stærsta innanhússþjóð í heiminum. verið langt í burtu. Síminn er volgur ennþá. — Eruð þér nú komnir aftur. Ég sem hélt, að síðasta dvöl yðar í fangelsi hefði betrum- bæfct yður. — Já, en ég þarf víst að verða ennþá betri. Svo vai' það hin ágæta frú Snarmælt sem sagði: — Það er ekki það, að ég kæri mig um að hlaupa með slúður, en hvað í ósköpunum á maður annað að gera viið það? — Reyndu að kasta mér í fangið á þeirri ljóshærðu á fimmta bekk. Það gerðist í kvikmyndahús- inu, að filmae slitnaði þrisvar sinnum á einni sýningu. Ein- hverjum áhorfandanum hefur líklega þótt fullmikið af því góða, því rödd í salnum kal.'aði: — Keyptuð þið þessa mynd í lausri vigt eða hvað? Leiðim'egt fyrir veslings manninn, sem var svo latur, að eina hreyfingin sem hann fékk', var að hlaupa yfir íþróttasíð- urnar í dagblaðinu. — Þú skalt aldrei trúa Lísu fyrir leyndarmáli. Hún gæti þagað yfir því. DENNI iDÆMALAUSI — HafiS þið nokkurn tíma á aevi ykkar séð svona mörg svefn-- herbergi? ISPHGU TffiMM!] Hvorki Soraya né prinsessa Ira af Fiirstenberg hafa gefið upp vonina um að verða ein- hvern tíma vinsælar kvikmynda stjörnur. Soraya hefur leikið í einni kvikmynd, „Þrjú andlit kon- unnar'1, og hlaut vægast sagt mjög slæma dóma gagnrýnenda fyrir framlag sitt á þeim vett- vangi. En hún hefur ekki misst kjarkinn. Hún ætlar sjá.'f að standa straum af kostnaði við næstu mynd, og þess vegna ku hún hafa selt forkunarfagra demantseyrnalokka fyrir hvorki meira né minna en fimmtíu milljónir islenzkra króna. Upptaka þessarar myndar, sem á að heita „Andartak“, er þegar hafin, og mun að mestu leyti fara fram í Morokko. Ira prinsessa er nýkomin heim frá Holiywood, þar sem hún hafði samband við alla he.’ztu kvikmyndaframleiðemd- [ ur borgarinnar. Þeir gáfu henni flestir loforð um hlutverk, og nú hýður hún bara eftir því, að tilboðin taki að streyma að henni. — En ég hef verið óheppin, segir hún. — Þegar Soraya hafði komið fram á sjónarsvið ið með sinn hræðilega leik, gerðu gagnrýnendurnir ein- hvern veginn ráð fyrir því að ég, næsta prinsessa sem fór út í kvikmyndaleik, hlyti líka að vera hæfileikalaus. Þannig hef- ur Soraya gert mér erfiðara fyrir, og í rauninni bakað mér stórtjón. ★ Hertoginn af Windsor er nú kominn hátt á áttræðisaldur. Eflaust muna margir ennþá þá daga, þegar hann, árið 1936, af- sa.'aði sér konungstigninni og öllu sem henni tilheyrir til að geta gengið að eiga sína heitt- elskuðu. Það var ekki nóg með það, að frú Wallis Simpson væri af borgaralegum ættum, og þar af leiðandi ekki hæf til að giftast inn í konungs- fjölskyfdu, heldur var hún þar á ofan fráskilin. Nú er hertoginn farinn að velta vöngum yfir því, hvað gert skuli við jarðneskar leifar hans, því að sjálfsagt gerir hann ráð fyrir að fyrr en siðar verði hann að láta í minni pok- ann fyrir elli kerlingu. Brezka konungsfjölsky.'dan hefur tilkynnt honum, að hún vilji láta jarðsetja hann rneðal forfeðranna í Windsor-kapellu, en hertoginn harðneitar því, nema með því skilyrði að frú Simpsom fái legsta'ð við hlið hans. Þetta vandamál hefur verið mikið rætt innan konungsfjöf- skyldunnar, og loks komust meðlimir hennar að þeirri nið- urstöðu, að ekki væri með nokkru móti unnt að verða við ¥ þessari ósk hertogams. Og sé gamli hefur greinilega sætt sig við orðinm hlut. Það sést bezt á þeirri staðreynd, að hann hætti við að selja staðinn Gif-sur-Yvette. í von um að geta eytt elliárunum í Bret- landi, auglýsti hann óðaf sitt til sölu. Verðið var ævintýra- lega hátt, en það aftraði þó ekki eiinhverjum snobbu'ðum Parísarbúa frá því að viilja kaupa. En þegar allt var klappað og klárt með söluna, og ekkert eftir annað en skrifa undir samninginn, hætti hertoginn við allt saman. Ástæðan var sú, að með því að búa áfram í Frakklandi, eiga þar fasta bú- setu, er lögum samkvæmt ekki hægt aið flytja lík hans lil Bretlamds, ef hann fer fram á annað í erfðaskrá sinni. Og það er einmitt það sem hann gerlr. I erfðaskránni eru fyrirmæli um að hertoginn verði jarð- settur á franskri grund við hlið sinnar ástkæru eiginkonu, sem hann hefur fórnað svo miklu. ¥ Á meðfylgjandi mynd er hægindið aðalatriðið, þótt danska fyrirsætan Maud Bert- helsen sé auðvitað augnayndi, enda er hún ein af eftirsótt- ustu fyrirsætum Rómaborgar um þessar mundir. Stól.'inn, sem Maud hefur komið sér svo makindalega fyrir í, heitir „Bókin“, og vakti mikla athygli á húsgagnasýn- ingu í Mílanó fyrir skömmu Nafngiftin er ekki eingöngu til komin vegna þess, að stóll- inn lítur út eins og opin bók, heldur er hann þeim praktísku kostum búinn. að hægt er að „blaða í honum“ eins og bók. Með því að „fletta blöðum bók arinnar" er auðveit að velja sér stellingu. Maður getur seti® teinréttur með beint bak, eða hallað sér langt aftur á bak í næstum liggjandi stellingu, og allt þar á milli. Höfundur „Bókarinnar“ er ítalinn Busnelli, sem undamfar- ið hefur getið sér mikið frægð- arorð á sviði húsgagnafram- leiðslu. Og til gamans má geta þess, að bókin er gerð úr plasfci með lakkáferð, og hefur þegar verið seld til f jö.'margra landa. Hvex veit nema bókhneigðir ís- lendingar fái brátt tækifæri til að laka sér bók í hönd og njóta lestursins í einni af „bókum“ Busnellis? c M

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.