Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 8

Tíminn - 24.09.1970, Qupperneq 8
8 TIMINN FIMMTUDAGUR 24 sep'.cr.iber 13. List er skipulag Greinarkorn um Gogol Sumra skáldverka má nióta án þess, áð æviatriði höfunda séu mönnum kunn, önnur verða því aðeins fyllilega eða rétti- lega metin, að hliðsjón sé höfð af sérkennum höfundanna, lund arfari, lífsskoðunum og sálar- stríði. Gogol fyllir flokk hinna síðarnefndu. Snemma á skólaárunum komu hæfileikar Nikolás Vissili- évitsh Gogols í ljós. Hann þótti t.d. afbragðs leikari og einstök eftirherma. Þegar á unglings- árunum vaknaði hjá honum tilhneiging til að spotta náung- enn og skopstæla. Þessi til- hneiging hans var ef til vill sprottin af sterkri vanmeta- kennd, þessari hvimleiðu fylgju, sem átti eftir að magn- ast með árunum óg fylgja hon- um alla leið til grafar. í samskiptum sínum við ann að fólk ]ék hann alla tíð varn- arleik hörundsárra háðfugla, leik, sem einkenndist af snilld- arlegum brögðum, naprasta háði og græskufullum glósum. Athyglisgáfa hans vár vökul og bráðskörp. Fáir munu vera jafn skyggnir og Gogol á broslega þætti og grófskoplega bresti í mannlegu eðli. Það er ofmælt að segja, að Gogol hafi fundið hjá sér ómót- stæðilega köllun til að helga sig ritstörfum, vegna þess að aðal- ástæðan til þess að hann fór að skrifa var sú að drepa tím- ann og sigrast á fífsleiða og sálarkvöl. Á einum stað gerir Gogol eftirfarandi játningu: „Orsökin fyrir glensi mínu ng gamni í fyrstu verkum mínum var sprottin af knýjandi þörf. Ég átti vanda fyrir óskiljanleg um þunglyndisköstum. Til þess að sigrast á þeim þá ímyndaði ég mér það fyndnasta, sem mér gat dottjð í hug. Ég skapaði akrýtið fólk, sem rataði í eins furðulega skringileg ævintýr og hugsazt gat“. Arið 1831 gerist Gogol sögu- kennari við kvennaskóla og flytur jafnframt fyrirlestra tun sögu miðalda við háskólann í Pétursborg. Þar hlandaði hann geði við menntamenn og lista- menn eins og t. d. frú Smirnoff og skáldið Júkovskí. Sú fyrr- nefnda taldi í hann kjark og kom honum til þroska, en ómet anlegust voru þrátt fyrir það kynni hans af Púshkin, sem reyndist honum slík andleg stoð og stytta að til fádæma verður að teljast. Vinátta þess- ara stórskálda var fölskvalaus og einlæg. Fyrirbæri, sem er því miður alltof fátítt meða] listamanna. Til marks um öðl- ingseðli Púshkins og rausnai'- skap má geta þess hér, að hann lét Gogol í té bæði hugmynd- ir og efni í leikrit og sögur eins og t. d. Eftirlitsmanninn og Dauðar sálir. svo einhver verk hans séu nefnd' Ein af fyrstu smásögum Go- gols, sagan af ívan Fedoro- vitsh Shponka og frænku hans ber raunsæi höfundar og kímni ótvírætt vitni, eða með öðrum orðum eiginleikum þeim, sem helzt einkenna Gogol á blóm- legasta þroskaskeiði hans. Go gol er ekki raunsær á sama hátt og t. d. Dickens. Það er því mjög hæpið að bera þá saman, eins og svo oft hefur verið gert. Gogol er bæði bit- ur og sár. Dickens elur hins vegar enga beiskju í brjósti. Gogol er utan gátta við lífið og stendur glottandi og star- ir beiskjufullum augum á það. Hann er eins og litið umkomu- laust aðskotadýr mitt í dimm- um frumskógi, þar sem stór og hættuleg villidýr ráða ríkj- um eða sitja jafnvel um líf hans. Lögmál frumskógarins eru honum lokuð bók. Hann miklar fyrir sér hætturnar og þykist sjá óvini, illa anda og meira að segja satan sjálfan hvarvetna í myrkviðinum. Það er ekki ofmælt, að allt líf Go- gols sé óslitið varnarstrið við vægðarlausa fjendur og ofsækj endur. Honum finnst hann vera miskunnarlaust aðþrengd- ur og ofsóttur og hann bít- ur því frá sér sem bezt hann getur. Þar sem Gogol er tamt að einblína á skuggahliðar lífs- ins, eru þverbrestir í skapgerð náungans kærkomnasta við- fangsefni hans. Mannlýsingar Gogols minna helzt á myndir stórmeistara brezkra skopteikn ara, Hogarth eða á Frakkann, Daumier, eða jafnvel Spánverj ann, Goya. Þessir listamenn eru allir góðir og skarpskyggnir gagnrýnendur, sem stilla som- tíðarmönnum sínum nauðugum viljugum fyrir framan spéspeg- il, þar sem þeir sjá sjálfa sig afmyndaða og afvopnaða í senn. Þjóðfélagið er gagnlýst af vís- indalegu vægðarleysi og hver innvortis meinsemd grannskoð- uð og gfhjúpuð. Sjúkdómsein- kennin eru bókuð. Læknisráð voru óspart gefin, en tómlega tekið af sjúklingunum sjálf- um. Þannig hefur það lengst- um verið og verður áfram öll- um til sjálfskapaðar bölvunar. Khlestakov, aðalpersóunni í Eftirlitsmanninum, vegnar yfir- leitt betur í lífsbraáttunni en filestum andlegum afkvæmum Gogols. enda kann hann bæði brögð og leiki, sem duga f þeirri refskák, sem mönnum er eiginleg í samskiptum. Khlesta- kov er ekki aðeins bragðaref- ur, heldur líka vindhani og fjár hættuspilari í þokkabót eða í einu orði sagt alhliða þorpari. Efni leiksins er listilega óflók- ið og einfalt. Það blæs að vísu ekki byrlega fyrir Khlestakov fyrst í stað, þar sem hann dvelur aumur og auralaus i óþekktri borg og eygir enga leið út úr sínum vanda Hann á ekki grænan túskilding í eigu sinni, sá síðasti fór í fjárhættu- spili, og reikningurinn á gisti- húsinu er ógreiddur og hans vegna má búast við heimsókn lögreglunnar á hverri stundu og getur það bakáð honum bæði tafir og óþægindi Honum bregð ur þvj í brún, þegar borgar- stjórinn sjálfur birtist í dyr- unum, en til allrar hamingju reynist erindi hans annað en Khlestákov hugði í fyrstu og léttir honum ekki lítið við það Áhöld eru um það hvor þeirra Teikning eftir Gogal. hefur hreinni samvizku, Khlesta kov eða borgarstjórinn. Sá síð- arnefndi hefur nefilega fengið veður af því, að eftirlitsmað- ur frá höfuðborginni sé kominn til að endurskoða borgarreikn- ingana og kanna fjárreiður hennar til hlítar. Það fylgdi líka sögunni, að til þess að rannsóknin bæri tilætlaðan ár- angur, ætti eftirlitsmaður þessi að koma embætismönnunum í opna skjöldu og gerði því ekki boð á undan sér. Borgarstiórinn er sannfærð- ur úm, áð Khlestakov sé eng- inn annar en þessi óvelkomni gestur. eftirlitsmaðurinn óþekkti, sem öllum skýtur skelk í bringu. Mútur eru boðn ar og þegnar með þögn og þökkum. Khlestakov eru sýnd mannvirki og minnisvarðar. Dýrar veizlur eru haldnar hon- um til heiðurs. Dekri borgar- búa og smjaðri eru engin tak- mörk sett, enda fer svo að lok- um, að hann trúlofast dóttur sjálfs borgarstjórans. Þjónninn, sem er Khlestakov sjálfum klók ari, bendir húsbónda sínum á þau gamalreyndu sannindi, að bezt sé að hætta hverjum leik þá hæst hann fer. Hann kveð- ur því unnustuna, borgarstjór ann og aðra embættismenn með uppgerðarsöknuði, skipar þjón- inum að spenna hestinn fyrir vagninn og Khlestakov stígur upp í með vasana úttroðna af peningum og þeir áka burt á fleygiferð, enda ekki seinna vænna., af því að nú birtist hinn eini og sanni eftirlitsmaður í öllum sínum ægilega myndug- leik og á því endar leikurinn. Efirlitsmaðurinn var frum- sýndur 19. apríl 1836 í Péturs- borg við frábærar undirtekt- ir lærðra sem ólærðra. Sagt er, að Nikulás I, Rússakeisari hafi meira að segja ráðlagt ráðherr- um sínum að sjá leikinn, ef vera kynni, að einhver þeirra væri nógu skynsamur til að draga af honum lærdóm. Eftir- farandi orð voru höfð eftir keis aranum: „Engum er hlíft,, sízt af öllu mér“. Þótt hákarlinn sjálfur væri ekki hörundsár, þá var það meira en sagt verður um ýmsa minni fiskana. Frjálslyndir um- bótamenn fagna Því hins vegar að flett sé ofan af vinnusvik- um, slóðaskap, valdaníðslu, f jár drætti eða í einu orði sagt al- mennri siðspillingu embættis- manna á æðri stöðum. Gogol kom hér við svo auman blett. að ekki leið á löngu unz ýms- ir bitlingasjúkir náungar úr embættismanraMíkunn-' fóru að kveinka sér og það hástöfum. Höfundinum voru ekki vand- aðar Ikveðjurnar. Hann var ýmist kallaður mannúðarlaus níðhöggur, sem ástundaði bá fögru iðju að reyna að grafa undan máttarstoðum kdlsara- dómsins eða ótíindur óþokki, sem setti metnað sinn í það eitt að steypa föðurlandi sínu í glötun og viidi þar með allt fagurt feigt. Gogol kvaðst ekki áfellast æðstu embættismenn rikisins öðrum fremur, þó að bann leyfði sér að fordæma dyggða- leysi náungans og bágborið sið- ferði. Gogol fannst hann vera misskilinn, rægður og ofsóttur af öllum. Ætlun hans var að eigin sögn ekki önnur en sú að færa heim sanninn um, að Khlestakov blundi í brjósti hvers manns og honum þótti blöskranlegt til þess að vita, að menn neituðu að viðurkenna þessi augljósu sannindi fyrir sjálfum sér. Þótt nafn Gogols væri á hvers manns vörum og Eftir- litsmaðurinn nyti sívaxandi vipsælda almennings, þá voru þær honum hvorki gleðiefni né hvatning til átaka við ný verkefni, og það sem verst var. þá jókst ekki sjálfstraust Go- gols, sem honum var þó ekki vanþörf á. Eftir því sem vin- sældir hans verða almennari eykst heift óvina hans að sama skapi. Sennilega hafa honum sárnað áfellisdómar þeirra, dóm ar. sem voru reyndar á hæpn- um rökum reistir, enda ekki við öðru að búast, þar sem andstæðingar hans flestir voru ofstækisfullir og siðlausir bitl- ingakálfar á beztu básunum hjá keisaranum. Þeir þóttust eiga Gogol grátt að gjalda og gerðu því að honum slíkan að- súg með níðskrifum og róg- burði, að honum var ekki leng ur vært í heimalandi sínu, að honum sjálfum fannst. Auðsætt er. að öndvegisverk Gogols, Dauðar sálir, eru ann- að og meira en ádeila á á þrælk un landseta og átthagafjötra. Það vakir síður fyrir Gogol að benda á læknisráð við þjóðfé- lagsmeinum. sem eru meira eða minna tímabundin og tilvilj unarkennd. heldur en hitt að brjóta mannlegt eðli til mergi- ar og tæta vægðarlaust í sund- ur einstaka bætti þess. Gogol gefur okkur ekki glæsilegan vitnisburð, enda virðist niður- staðan vera helzt sú, að við séum iafnfjarri fulkomnun og jörðin sólinni, svo auðvirðileg- Framhald á 14. síðu. Teikntng eftir Gogafi fyrJr EfMriOsmtnninn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.