Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 9
flMMTUDAGUR 24. septemb«r 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karisson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnar. skrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýslngasimi 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Samábyrgð Gylfa og Ingólfs Oft hefur AlþýðublaSið gert sig að viðundri í sam- bandi við skrif sín um landbúnaðarmál, en þó aldrei meir en nú. Svo hörmulega mistekst því að verja þá landbúnaðarstefnu, sem fylgt hefur verið síðasta ára- tuginn undir forustu þeirra Ingólfs Jónssonar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Nýjasta fullyrðing Alþýðublaðsins er sú, að það hafi raunar verið stefna Framsóknarflokksins, sem fylgt hafi verið að undanförnu, og Alþýðuflokkur- inn hafi keppzt við að berjast á móti henni, en árangurs- lítið! Fullkomlegar er ekki hægt að snúa við staðreynd- um en Alþýðublaðið gerir hér. Þegar Ingólfur og Gylfi tóku við stjórn þessara mála fyrir röskum áratug, var í höfuðatriðum horfið frá þeirri stefnu, sem áður hafði verið fylgt undir forustu Fram- sóknarflokksins. Stefna Framsóknarflokksins var fólgin í því að halda rekstrarkostnaði landbúnaðarins sem mest niðri, m.a. með lágum vöxtum, löngum lánum, ýmsum styrkjum og ógleymdu því, að enginn söluskattur var lagður á rekstrarvörur landbúnaðarins eða landbúnaðar- afurðir. Þannig var komið í veg fyrir að miklar hækkanir þyrftu að verða á söluverði landbúnaðarafurða. Ingólfur og Gylfi tóku upp gagnstæða stefnu. Þeir hækkuðu vext- ina, styttu lánin, drógu úr ýmsum styrkjum og lögðu 11% söluskatt á allar rekstrarvörur landbúnaðarins. — Þessu til viðbótar hafa svo komið fjórar gengisfellingar, sem hafa margfaldað rekstrarkostnaðinn. Gylfi og Ingólf- ur hafa sagt, að þetta skipti engu máli fyrir bændur, því að þeir skyldu fá þetta allt bætt með hækkun á útsölu- verði varanna. Útsöluverð þeirra hefur líka hækkað svo mikið, að stórlega hefur dregið úr sölu þeirra. Og hlutur bændanna hefur einnig farið minnkandi. Það er vonlaust verk fyrir Alþýðublaðið að ætla að eigna Framsóknarflokknum þessa landbúnaðarstefnu Ingólfs og Gylfa og ætla að kenna honum um afleiðingar hennar. Staðreyndin er sú, að Framsóknarflokkurinn hef- ur barizt hart á móti henni, enda fylgt allt annarri stefnu, þegar hann var í stjórn, eiiis og rakið er hér á undan. Það er óvinnandi verk fyrir Alþýðublaðið að ætla að losa Gylfa úr þeirri samábyrgð hans og Ingólfs Jónssonar, að fylgt hefur verið misviturri og misheppnaðri landbúnað- arstefnu síðasta áratuginn. Hér verður að koma til sögu ný stefna, sem á það sammerkt við stefnu Framsóknarflokksins áður fyrr, að bændum verði tryggð sambærileg kjör við aðrar stéttir eftir fleiri leiðum en hækkun á útsöluverði landbúnað- arafurða. Slík stefna, sem er andstæð stefnu Ingólfs og Gylfa, væri öllum til hagsbóta. Merk heimsókn í dag er væntanlegur hingað í opinbera heimsókn Todor Zhivkov, forsætisráðherra Búlgaríu. Todor Zhivkov er fyrsti stjórnarleiðtoginn í Austur- Evrópu, sem heimsækir ísland, og er koma hans að því ievti sögulegur atburður. Það er þó mikilsvert, að ýmis samskipti hafa aukizt milli íslands og Búlgaríu á undanförnum árum, báðum löndunum til ávinnings. íslendingum, sem hafa heimsótt Búlgaríu, hefur þótt merkilegt að kynnast þessu fjarlæga landi, menningu þess og verklegum framförum á síðustu áratugum. Todor Zhivkov er velkominn gestur á fslandi. Þ.Þ. TÍMINN JAMES RESTON, New York Times: Reagan og Agnew treysta á meirihluta hinna eigingjörnu Aðferð þeirra byggist á því, að kjósendur séu kjánar. Ronald Reagan. EITT elzta bragð í stjórn- málabaráttu er að kenna and- stæðinginn við aLt það, seta kjósendum stendur mestar stuggur af. Demókratar hafa hrópað í þrjátíu ár, að verið væri að kjósa yfir sig nýia „Hoover-kreppu“ með því að greiða republikönum atkvæði. Republikanar halda nú ákveðið fratn ,að cneð þvi að greiða demókrötum atkvæði, sé veríð að h.'ynna að óreiðu, byltingar- mönnum við háskóla, herská- um svertingjum, ómenningu, lausaleik og klámkvikmyndum. Þetta hefur verið og er enn vafasöm aðferð, en hefur eigi að síður sín áhrif, í bráð að minnsta kosti. Ronald Reagan var búinn að gera sér grein fyrir breyttum viðhorfum í stjórn- og félagsmálum í Kali- forniu og farinn að notfæra sér hin nýju umkvörtunarefm, grunsemdir, ótta og fordóma meirihlutans löngu áður en Spiro Agnew hóf innrás sína í „Marlboro-land“ nú fyrir skömmu. MEIRIHLUTI þjóðaririnar átti við efnahagsörðugleika að stríða á fjórða tug aldarinnai Oig óttinn við fátæktina laðaði kjósendur að Demókrataflokkn um. Á sjöunda tug aldarinnar var meirihluti fólks orðinn til- tölulega vel megandi og óttinn við stjórnleysið laðar kjósend- ur að Republikanaflokknum. Pat Brown, fyrrum fylkis- stjóri í Kaliforníu hefur ritað dapurlega bók, sem hann nefn ir: „Reagen og raunveruleib- inn“. Þar gerir hann ljósa grein fyrir breyttu aflsjafn- vægi í bandarískum stjórnmál- um, en republikanar gera ráð fyrir að geta notfært sér þessa breytingu til þess að mynca drottnandi samfylkingu hóf- samra hægrisinna. . „Smælingjarnir eru ekki framar í meirihluta meðal þjóðarinnar, ekki einu sinni þó að samherjar þeirra meðai menntamanna séu taldir með‘. segir Pat Brown í bÓK sinni. „Bláfátækir staðir og hópar smælingja finnast því miður enn í Kaliforníu, eins og raua- ar hvarvetna um land, en auxin áleitni fátæklinga, sverc’ngja og samherja þeirra meðal menntamanna, hefur vakið slíka andúð velmegandi skatt- borgara, sem eru í meu-ihluta, að smælinginn er löngu hættur að njóta samúðar í Bandankj unum“. DEMÓKRATAR helga sig enn smælingjunum, að minnsta kosti á yfirborðinu og opinber lega, og telja sig vilja verja fé — fé skattgreiðenda — til þess að bæta aðstöðu smæl- ingjanna meðal þjóðarinnar. Ég fékk að þreifa á afleiðin? um þessarar viðleitnj í Kali- foimíu árið 1966 og þær komu í ljós um allt land árið 1968. bæði í viðbrögðum fólks og skoðunum. Nú er Demókrac-i flokkurinn orðinn minn'hluta flokkur, bæði í Kaliforata og meðal þjóðarinnar allrar.“ Þarna dregur gamall baráttu maður Demókratafl. með penna sínum skýra mynd af því, sem forustumenn Republikanafl. ganga út frá í stefnumótun sinni. Meginhluti þjóðarinnar er tiltölulega vel megandi og þaðan er meirihlutafylgis að vænta, en ekki frá fátækling- unum, ungmennunum eða negr unum. Verið ekki að reyna að hugga þá hrelldu eða að hrella hina sælu. Hlaðið undir hina sælu og þá munuð þér erfa Hvíta húsið. SLÍKRAR kaldhæðni gætir vitaskuld ekki í orðavali, ekki einu sinni hjá varaforsetanum að fylkisstjóranum í Kaliforn- íu, en nærri lætur, að þetta sé kjarni málsins eigi að síður Reynt er að leysa flókinn vanda á einfaldan hátt. Takist að vekja ugg verkamanna ’ fasti’i vinnu, sem nú mynda hina mannmörgu, nýju eignastétt er þar með búið að sundra samfylkingu Demókrataflokks- ins og langvarandi blómaskeið Republikanaflokksins runnið upp í stjórnmálum Bandaríkj anna. Að þessu marki er varafur- setinn að keppa miklu fremur en endurkjöri sérkenni'egra einstaklinga eins 03 George Murphys öldungadeildarþing- manns í Kaliforníu. Hann notar sömu aðferðina og Reagan við- hafði í kvikmyndahandritum sínuim um „góðu“ m;nnina, hinn virðulegi og löghlýðni meirihluti guðhræddr. skatt- greiðendur föðurlandsvinir. sem þrá að nýju einfaií Iff og öryggi hversdagslega. ..Vondu'' mennirnir eru auðvm* glæpa- mennirnir og slæpingjarnir, svörtu óeirðaseggirnii hinir stærilátu menntamenn, reik- andi stúdentar og „lyddurnar“ hjá blöðunum, en þær hafa yfirleitt tilhneigingu til að draga taum Demókrataflokks- ins. Af þessum sökum leggja republikanar megináhe.-zla á þá spurningu, hvort almenning ur vilji heldur að þjóðin verði að búa við stjórn þessara villd- manna, sem ástundi niðurrif þjóðfélagsbyggingu’-innar, cða að forastan sé falin hinum virð ingarverðu og ærukæru repu- blikönum. FRÓÐLEGT verður að sjá, hvort þetta grunnhyggjuþvað- » ur hafi tilætluð áhrií, enda er það annars eðlis en hið gamla skmm demókratanna. Demó- kratarnir börðust að minnsta kosti með orðum fynr þá afl- lausu og fátæku. Þeir voru að vísu engu minna kaídbæðnir en leiðtogar republikana, en þeir héldu fram rétti meirihlutans á botninum, en ekki rétt’ hins velmegandi meirihluta mið- stéttanna Kenningar Reagans og Agn- ews hljóma í raun og veru ágætlega þar til farið er að velta þeim nánar lyrir sé' Þeir segja skelfilega Vuti m ð svo einföldum og skemmtilegum hætti, að mjög er hætt við að heyrandanum sjáist yfir nöfuð tilganginn. Hann er b! ákaf- lega augljós. ef betur er að gáð Tilgangurino er að afrýja til hagsmuna hins eigingjarna meirihluta og fæla verkamenn frá Demókratafl kknum með því að kenn’ Uann við hina herskáu og stjórnleysingjana Aðferðin er vitasknui grand | völluð á þeirri aömlu kenn- | ingu að kjósendurni’ séu f kjánax.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.