Alþýðublaðið - 12.06.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1922, Blaðsíða 4
4 A L Þ Y Ð Ú B L A Ð IÐ H. í. S. BENZIN fæst nú eftir viid beint til blfreiða og bifhjóla úr beazfngeymi („Taak") vorum á afgreiðsluani við Amtmannsstig. Hið ísl. steinolí uhlntafj elag\ Símar 214 og 737. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Alþbl. er blað allrar Aiþýðu Ritstjóri og ábyrgöarmaSur: Ólajur Fríðríksson. PrentsmiSjan Gutenberg Xajnagtií kosiar 1Z asra á kilovattstnnð. Rafhitun verður ódýrasta, hrein- legasta og þægilegasta hitunin. Strauið með ralbolta, — þ*ð kostar aðeins 3 aura á klakku- stund. Spatið ekki ódýra rafmagn ið í sumar, og kaupið okkar ágætu rafofna og rafstraujárn. Hf. Rafmf. Hltl & Lj é® Laugaveg 20 B. — Simi 830. Af sérstökura ástæðum er IJós sllkikjóll til sölu með tækifæris verði. Upplýsingar á Laugaveg 19 B (uppi) Rdgmv Rict Burroughs. Tarzan. Charptier og tveimur öðrum herforingjum, en Esmer- alda stóð á bak við þá. Herforingjamir stóðu á fætur og heilsuðu, þegar yfir- maður þeirra kom, og Clayton lét Jane ettir stól sinn. »Við vorum einmitt að tala um afdrif veslings Páls“, mælti skipstjórinn. »Jane heldur því fram, að við höf- um enga sönnun fyrir aauða hans — og það er satt. Og á hinn bóginn álitur hún að fjarvera hins ókunna vinar okkar úr skóginum stafi af því, að d’Arnot þurfi enn þá hjálpar hans við, annað hvort vegna sára, eða vegna þess að hann hafi verið fluttur lengra inn i skóginn*. „Það hefir verið stungið upp á því“, mælti Charptiér, ,að villimaðurinn hafi verið úr hópnum, sem réðist á okkur, og að hann hafi skundað ptirn til hjálpar — sin- um mönnum*. Jane leit snögt á Clayton. »Það er mjög liklegt", sagði Porter gamli. „Eg er yður ekki samþykkur*, mæiti Philander. „Hann hafði ágætt færi á því að gera okkur mein, eða ráðast á okkur með sfnum mönnum. En í stað þess hefir hann verið okkur sannkölluð hjálparhella. Hann hefir bæði bjargað lífi okkar úr hættum og fætt okkur*. „Það er satt“, mælti Clayton; „en við megum ekki ganga fram hjá, að hann væri þá eini maðurinn á hundruð milna svæði, sem ekki er mannæta. Hann var vopnaður alveg eins og þeir, en það bendir á, að hann hafi haft við þá samneyti, en að hann er einn meðal svo margra, bendir á að samneytið hafi verið vingjarn- legt“. „Það virrðist því ósennilegt, að hann hafi ekki verið i sambandi við þá“, mælti skipstjórinn; „ef til vill einn úr hópnum". „Þið dæmið hann eftir ykkur sjálfum, herrar mínir*, sagði Jane. „Venjulegur hvítur maður. eins og þið — fyrirgefið, eg átti ekki við það — mikið fremur, hvítur maður óvenju hraustur bæði andlega og líkarnlega hefði aldrei, þáð er eg vís um, getað lifað eitt ár nak- inn f miðjarðarfrumskógi, En þessi maður skarar ekki að eins fram úr hvítum mönnum í styrkleik og fimleik heldur skarar hann eins lagt fram úr þeim. eins og afl- raunamenn vorir og „sterkir menn“. fram úr nýfæddu barni; og hugrekki hans og grimd 1 bardaga er eins mikil og hjá villidýri*. „Hann hefir sannarlega eignast góðan verjanda, uhgfrú“, mælti Dufranne hlægjandi. „Eg er vís um að sérhver okkar vildi vinna það til að standa hundrað sinnum í ógurlegustu lífshættu til þess að öðlast hylli, Þó ekki væri nema helmingi linari verjanda". „Yður mundi ekki furða á því að eg var hann", mælti stúlkan, „ef þér hefðuð séð hann berjast fyrir mig við hinn loðna óvætt. Hefðuð þér séð hann renna á ófreskjuna eins og naut mundi renna á bjarndýr — bókstaflega alveg ó- hræddan — munduð þér hafa talið hann meira en mannlegan, Ef þér hefðuð séð hina geysistæltu vöðva hnyklast undir dökku skinninu — hefðuð þér séð þá svlbeygja svfra apans — hefðuð þér Ifka álftið hann óvinnandi. Og ef þér hefðuð orðið þess ásjáandi, hve kurteis hann var við gersamlega ókunna stúlku úr ókunnu landi, sem hann hafði alveg á valdi sfnu, þá munduð þér treysta honum, engu síður en eg“. „Þér hafið komið fram yðar ætlun, drengilegi verj- andi“, hrópaði skipstjórinn. „Þessi kviðdómur sýknar ákærðan, og herskipið skal bfða f nokkra daga, svo hann geti komið og þakkað hinum goðum líka kven- skörungi*. „I guðs bænum, hjartað raitt", æpti Esmeralda, „þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú ætlir að vera hér alla æfi, þegar þú getur sloppið burtu á þessu herskipir Þú segir mér það ekki, hjartað mitt“. „Hvað er þetta. Esmeraldal Þú ættir að skammast þín", hrópaði Tane. „Ferðu þannig að því að sýna manninum þakklæti, sem tvisvar bjargaði lífi þfnu?“ „Jæja, Jane, það er alt eins og þú segir; en hann bjargaði okkur ekki til þess að við værum hér að eilífu. Hann hjálpaði okkur svo við gætum komist héðan burtu. Eg býst við að hann verði ekki frýnilegur að sjá okkur hér heilu ári eftír, að hann hefir gefið okkur tækifæri til þess að fara. Eg vona að eg þurfi ekki að sofa hér margar nætur eftir þetta, til þess að hlusta á þann hávaða, sem maður heyrir eftir að dimt er orðið*. „Eg álasa þér ekki hót, Esmeralda", sagði Clayton. „Þér og Esmeralda ættuð helst að halda til á her- skipinu", sagði Jane. gremjulega. „Hvað munduð þið segja, ef þið þyrftuð alla æfi að búa f skóginum, eins og skógarmaðurinn hefir gert?“ „Eg er smeikur um að eg hefði orðið mesti ræfill sem villmaður*, mælti Ciayton og hló kuldalega. „Þessi hávaðí á næturnar reisir hárin á höfði mér. Eg ætla að skammast mín fyrir að segja það, en það er satt". „Eg veit ekkert um það“, mælti Charpentier. „Eg hefi aldrei hugsað um ótta, eða því um líkt — aldrei reynt að átta mig á því hvort eg væri bleyða eða hetja; en þegar við óðum í skóginum, eftir að d'Arnot hvarf, og þessi djöflagangur byrjaði alt í kringum okkur, datt mér í fyrsta sinn í hug, að' eg væri í raun og veru bleyða. Það voru hvorki öskrin né urrið í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.