Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 13
FMMTUDAGUR 24. september 1970. TIMINN wmsm 13 Hver veröur knattspyrnumaður ársins? Kosning um knattspyrnumann ársins hefst í blaðinu í dag og stendur yfir til 20. október Alf-Reykjavík, miðvikudag. í dag hefst á íþróttasíðu Tímans skoðanakönnun með- al lesenda blaðsins um „Knatt spyrnumann ársins 1970", en þetta er í þriðja sinn, sem Tíminn efnir til slíkrar skoð- anakönnunar. í fyrsta skipti, sem hún fór fram, 1968, var Hermann Gunnarsson kjörinn knattspyrnuamður ársins, en í fyrra hlaut Ellert B. Schram þenann eftirsótta titii. Skoðanakönnunin nú verður með sama hætti og fyrr. Öllum er heimil þátttaka, en enginn má þó senda fleiri en einn atkvæða seðil til blaðsins. Nafn og heim ilisfang sendanda, svo og sima númer, verður að fylgja með. Skoðanakönnun íþróttasíðu Tímans um knatspyrnumann árs ins hefur notið mikilla vinsælda eins og bezt hefur sézt á hinni almennu þátttöku í henni. Tóku á annað þúsund manns þátt í henni í hvort skipti 1968 og 1969 og eflaust verður þátttak an ekki minni nú. Sérstaka at- hygli hefur vakið, hve þátttakan utan af landi hefur verið mikil og hefur fólk úr öliuim sýslum 1-andsins tekið þátt í skoðana- könnuninni. Frestur til að skila atkvœða- seðlum er til 20. október n. k. Fyrsti atkvæða seðillinn fylgir í dag. og utanáskriftin er: ..Knatt- spyrnumaður ársins“. Tíminn, PO 370. Þar með er skoðanakönnunin hafin, og dragið nú ekki að senda atkvæðaseðilinn til okkar. Knattspyrnumaður árslns Ég kýs .......................... sem „Knattspymumann ársins 1970“. Ifefn sendanda ................... Seiiráisfang ..—.................. S&nanúmer _______— --... Dregið í bikar- keppni KSf Alf — Reykjavík. — Alls munu I og 4 lið önnur. Af þessum 4 12 lið taka þátt í aðalkeppni bik liðum hefur aðeins eitt tryggt arkeppni KSÍ, 1. deildar liðin 8 | sér sæti í aðalkeppninni, en það er Hörður frá ísafirði. FORSALA Forsala aðgöngumiða á leik ÍBK og Everton í Evrópukeppn inni, sem fram fer á Laugar dalsvellinum á miðvikudaginn í næstu viku, hófst í gær í Keflavík og Reykjavík, og var góð sala þegar á þessum fyrsta degi. Er sýnilegt að mikill áhugi er fyrir leiknum meðal al- mennings, enda ekki á hverj um degi, sem íslendingum gefst tækifæri á að sjá jafn fræga leikmenn eins og Ever ton-leikmennirnir eru. Eftir hví sem íþróttasíðan hefur fregnað munu nokkrir vinnustaðir og verzlanir þegar hafa ákveðið að loka tíman- lega til að gefa starfsfólki sínu tækifæri á að sjá leik inn. en hann hefst kl. 17,30. Þegar Valur og Benfica léku hér fyrir tveim árum, var gefið frí á mörgum vinnu stöðum og sáu fæstir eftir því, enda mun sá leikur vera sá eftirminnilegasti, sem hér hef ur farið fram. — klp. Armann. Haukar, Breiðablik og Selfoss eiga eftir að keppa um 2. sæti í Suðurlands-riðli og KS (Siglufirði) Völsungar Húsa- vík og Þróttur, Neskaupstað, um 1 sæti, sem lið af Norðurlandi og Austurlandi fá. Á blaðamannafundi, sem móta nefnd KSÍ efndi til í gær, var dregið um það. hvaða lið mæt ast í 1. umferð aðalkeppninnar. Fór drátturinn þannig: IBV gegn IBA KS/Völsungar — gegn Val. Breiðablik/Selfoss Ármann Víkingur — Fram. Þróttur, Nk. — Haukar/ I þessari umferð sitja KR, Keflavík, Akranes og Hörður yf- ir, en í 2. umferð leika þessi lið saman: víkingur/Fram — Hörður ÍBV/ÍBA — ÍA Breiðablik/Selfoss — Haukar/ Ármann gegn KR ÍBK — gegn sigurvegara úr leik gegn KS/Völsungum eða Þrótti. Nesk. Það skal tekið fram, að liðin, sem nefnd eru á undan, eiga rétt á heimaleikjum. Ellert B. Schram, knattspyrnumaður ársins 1969. Hermann Gunnarsson knattspyrnum. ársins 1968. icoií\ Tindaherfi Nýjasta jarSyrkjuverkfærið, sem heldur innreiS sína á íslenzkan markað, er Vicon tindaherfið. Kalmann Stefánsson í Kalmannstungu hefur þetta að segja um herfið: „Vorið 1970 keyptu 8 bændur í framanverðri Hvítársíðu 2ja tindaraða Vicon tindaherfi, 3ja m. breitt, frá GLOBUS H.F. Á þessu vori hafa 6 þess- ara bænda notað tækið og mun það álit þeirra allra, að hér sé um mjög góðan grip að ræða. Herfið er mjög afkastamikið vegna sinnar miklu breiddar. í auðunnu landi, sléttlendu, getur ein umferð dugað til að vinna land undir grænfóður. í erfiðara landi þarf fleiri umferðir með tækinu og mýrlendi verður að frumvinna með plógherfi eða plóg. Herfið er tengt á þrítengi traktorsins og er því afar handhægt við garðrækt og til að lagfæra litla bletti og þar sem erfitt er að komast að til vinnu. Tækið virðist mjög traustlega byggt og fremur lítil hætta á tindaröðunum, en tindana þarf að herða afar vél, svo þeir losni ekki úr og þyrfti að fylgja hverju tæki Ivkill til þess. Herfi þetta er sem fyrr segir mjög afkastamikið og hentar því vel sem féiagseign. Það er persónuleg skoðun mín, að merkilegra jarðyrkjutæki hafi ég ekki séð, og éð herfi þessu megi hvað jarðyrkju áhrærir, jafna til þess, er hjóimúgavéldr og fiöltætlur komu til sögu við heyskapinn". Kalmannstungu 17.7. 1970. Kalmann Stefánsson. Nokkur herfi fyrirliggjandi. G/obus? LÁGMÚLI 5, SlMI 815 55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.