Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 24. sep+omber 1978. Höfuðborg Búlgaríu - sjá Sjómannafélag Reykja víkur og Eimskip með fyrstu samstarfs- nefndina EB—Reykjavík, miðvikudag. Nýskipuð samstarfsnefnd Eim skipafélags íslands og Sjómanna félags Reykiavikur kom saman á fyrsta fund sinn í morgun í húsi Eimskipafélagsins, en samþykkt var í heildarsamningum scm und irritaðir voru 25. júní s. 1. milli skipafélaga, sem 2 skip eiga eða fleiri, að stofnaðar skyldu slikar nefndir, sem a.m.k. væru skipaðar þremur fulltrúum frá hvorum aðila. Verður fleiri samstarfs- nefndum komið á laggirnar nú á næstunni. Á fundinum í dag sátu af hálfu S.iómannafélagsins: Pétur Sigurðsson alþingismaður, en hann er formaður nefndarinnar, Sigfús Bjamason framkvæmda- stjóri Sjómannafélagsins og Pét ur Ólafssan, sjómaður. — Af hálfu Eimskipafélags íslands sátu fundinn þeir Valtýr Hákonarson, skrifstofustjóri hjá Eimskip, Sig urður Jóhannsson skipstjóri og Jón H. Magnússon lögfræðingur. Á fundinum mun m. a. hafa ver ið rætt um yfirvinnu undirmanna í erlendum höfmum og á frídög uni þeirra, en hlutverk samstarfs nefndanna verða m. a. að taka til meðf erðar ýmis konar hagsmuna mál, leysa ágreiningsátriði margs konar, stuðla að bættu starfs- öryggi bæði til sjós og lands o. s. frv. — Hins vegar geta sam starfsnefndirnar ekki fengizt við mái, er varða heildarsamninga, gerð þeirra, fraimlengingu, upp- Framhald á bls. 3 Islenzkir jaröfræöingar farnir til Jan Mayen OÓ—Rcykjnvík, miðvikudag. Tveir ísleiizkir vísindamenn fóru með norskri herflugvél til Jan Mayen í dag. Þeir eru Guð- mundur Sigvaldason, jarðeðlis- j f ræðingur og Sigurður Þórarins- i son, jarðfræðingur. Fara þeir, norður til að rannsaka gosið á { eyjunni. Sigurður er væntanleg- ur til íslands aftur á morgun, en Guðmundur mun dvelja í viku tíma á Jan Mayen. Hafa Norð- menn beðið hann að taka sýnis- hern af gasi á gosstöðvunum. Norska flugvélin kom til Akur- eyrar í morgun frá Noregi. Tók vélin eldsneyti þar. Þeir Guðmund ur og SigurSur flugu frá Reykja- vik. og norður flugu þeir áleiðis til Jan Mayen upp úr hádegi. Sig- urður mun að öllum Skindum koma með sömu flugvél til baka aftur í fyrramálið. Guðmundiir dvelur aftur á móti á Jan Maysn í um það bil viku. Fengu Norð- menn hann tiL að gera vísindleg- ar rannsóknir á gosstöðvunum. að- alfega að safna gasi, en Guðmund- ur er vanur þeim störfum og hef- ur tæki til gossöfnunarinnar. Það er ekki á hverjum degi, sem ungviðinu úr borginni gefst tækifæri til að skreppa á hest bak, enda leynir sér ekki, að þetta er stórkostlegt, í þau fáu skipti, sem það er hægt. Þessar ungu dömur virðast ekki vera mikið hræddar við hestinn. enda er hann ósköp vinalegur á svip inn og svo er líka alltaf einhver tilbúinn að grípa í taumana. ef brosið skyldi hverfa skyndilega af litlu andlitunum. Myndin var tekin við Hafravatnsrétt' í gær, en þangað flykkjast foreldrar úr Reykjiavík með börnin sín á hverju hausti til að gefa þeim kost á að sjá kindurnar. hundana og hestana, sem .iafnan er að hitta í réttunum. (Tímamynd Gunnar) Kaupir Reykjavíkurborg Skíðaskálann / Hveradölum? OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Komið hefur til tals aó Reykjavíkurborg kaupi Skíðaskál- ann í Hveradölum en ekkert hefur verið ákveðið um kaup- in enn sem komið er. Kaupi borgin ekki skálann eru allar h'kur á að honum verði lokað, og húsiS rifið eða grotni nið- ur. Búið er að bjóða borginni skálann til kaups og var málið rætt á borgarráðsfundi í gær, en engin ákvörðun tekin. Það er Skíðafélag Reykjavíkur I farin ár hefur hann verið leigður, sem á skálann, en mörg undan-log sjálfur veitingareksturinn ver- ið Skíðafélaginu óviðkomandi. Skíðafélaa Reykjavíkur er gamalt félag, en er nú orðið fámennt og starfsemin reyndar ebki veriS önnur ícnörg ár en að leigja skál- ann. Nú er svo komið að á S'kíða- skálanum hvíla 2,5 millj. kr. skuld ir. Húsið er illa fárið og þarfnast mikillar og kostnaðarsamrar við- gerðar. Mun Skíðafélag Reykjavík- ur ekki geta staðið undir skuld- um né viðgerðarkostnaði, og því Framhald á bls. 14. Settar nýjar reglur um ferðakostnað opinberra starfsmanna EJ—Reykjavík, miðvikudag. Settar hafa verið nýjar reglur um greiðslur kostuaðar vegna ferðalaga á vegum rfkisins, og gilda þær frá 1. september síð- aslliðniim. Samkvæmt þessum reglum eru hæstu dagpeningar, sem greiddir eru vegna ferðalaga á vegum ríkisins erlendis 45 Bandaríkjadalir. Dagpeningar skiptast í þrjá flokka eftir því í hvaða launa flofcki sá opinberi starfsmaður, sem við á, er. Hæstu dagpeningar eru fyrir starfsmenn í 25. laUnaflokki eða þar fyrir ofan, en það eru ráðu neytisstiórar, ambassadorar og forstjórar rikisstofnana eða fyrir tækja. Eru dagpeningar þeirra 45 dollarar í Ameriku en 15 sterlingspund í Evrópu og annars staðar erlendis. Dagpeninga samkvæmt mið- flokki skal greiða þeim, sem taka laun samkvæmt 21. launaflokki eða þar yfir, og eru þeir 35 dollarar í Ameríku en 13 sterlings pund annars staðar. Aðrir starfs menn fá síðan 30 dollara í dag peninga í Ameriku, en 11 sterl ngspund í Evrópu. Utn ferðalög erlendis gilda annars eftirfarandi reglur: Fargjöld skulu greiðast eftir reikningi sem hér segir. Far með flugvélum skal miðást við venju legt famými flugvélar, þ. e. ferðamannafarrými. Heimilt er þó að greiða far á 1. farrými flug vélar, þegar sérstaklega stendur á. skv. ákvörðun - hlutaðeigandi ráðuneytis. Far með skipum, lest um eða langferðabifreiðum greið ist eftir reikningi miðað við far á 1. farrými, ef við á. Beri nauðsyn til að ferðast með ððr um og kostnaðarsamari hættj en áður er greint, greiðist slíkur kostnaður eftir reikningum, sem hlutaðeigandi ráðuneyti úrskur'ð ar, enda fylgi reikningi greinar- gerð uni nauðsyn þessa auka- kostnaðar. Ferðakostnaður greiðist ein- göngu fyrir þann, sem ferðast ;l útlanda á vegum ríkisins, en ekki fyrir maka hans eða skyldu lið. Sé um að ræða opinbera heim sókn, alþjóðlega venju eða al- Framhaid á bls. 3 SKATTURINN AÐVARAR ÞÁTTAKENDUR í „PENINGAKEDJUBRÉFAVELTU" OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Mjög hefur dregið úr keðju bréfafaraldrinum undanfarna daga þótt eitthvað kum.i enn að vera í umferð af peningakeðju bréfum. En eftir því sem mátt inn dregur úr peniiigaveKuiiiii færast yfirvöld í aukana. Verið er að rannsaka keðiubréfastarf semi i Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Saksóknari bíður niður staðna og dómsmálaráðuiieytið befur gefið út tilkynningu um að dómstólar muni fjalla um máiið fyrr en síðar. Ekki hefur komið <il þess enn o}.' ekki er hægt að' 'aill þær athuganir sem nú eru gerðar á málunum dóms rannsóknir, því yfirvöldum geng ur illa að átta sig á hvort pen- ingakeðjubréfastarfsemin er ó- lcgleg eða ekki. Vegna þess hiks sem er á yfirvöldum í sam bandi við málið hafa menn geng ið á það lagi'í að stofna til nýrra li"<viii\in'l'afvrirtæk,ia eftir að vitað var að saksóknari bað um rannsókn, eins og á Akureyri fyrir og um siðustu helgi oe eins í Hatn arfirði á sínum tíma. Nú er enn einn aðili kominn í spilið og bað vonum seinna. Rann sóknardeild ríkissikattstjóra gaf í dag út tilkynningu um að hvort sem athæfið væri löglegt eða Framhald a bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.